Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.2018, Blaðsíða 36
FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 180. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Kom að bíl á hvolfi á miðjum vegi 2. Fer ekki úr íslenska... 3. Köttur í gámi frá Álasundi til... 4. 8 milljónir fyrir mörk Alfreðs... »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sumardagskrá djassklúbbsins Múl- ans er í fullri sveiflu og hefur nú föstudagskvöldum verið bætt við. Í kvöld er það Arctic Swing Quintet sem kemur fram á Björtuloftum í Hörpu kl. 21 en í honum eru nokkrir af reyndustu djasstónlistarmönnum landsins, þeir Haukur Gröndal sem leikur á saxófón, trompetleikarinn Snorri Sigurðarson, Ásgeir Ásgeirs- son á gítar, Sigmar Þór Matthíasson á bassa og Erik Qvick á trommur. Á efnisskrá tónleikanna verða lög frá gullaldarárum djassins, 1927- 1945, í skemmtilegum útsetningum, eins og því er lýst í tilkynningu, þar sem áherslan er lögð á sveiflu, lag- ræn sóló og almennan hressleika. Múlinn býður upp á tónleika út júlí á miðvikudags- og föstudagskvöldum á Björtuloftum og munu flestir af helstu djassleikurum þjóðarinnar koma fram. Miðar fást í miðasölu Hörpu, á vef hennar harpa.is og tix.is. Múlinn bætir við föstudagskvöldum  Alþjóðleg farandsýning ungra fata- hönnuða frá Íslandi, Kína, Panama og Tansaníu verður haldin kl. 18 á morgun í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Hildur Yeoman tekur þátt í sýningaröð- inni, sem ætlað er að beina sjónum að ungum og upprennandi fatahönn- uðum. Farandsýning ungra fatahönnuða Á laugardag Suðvestan 5-10 m/s og víða skúrir. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast austanlands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðlæg átt, 3-8 m/s. Víða dálítil rigning, en þurrt og bjart veður austanlands. Hiti 10 til 23 stig, hlýjast eystra. VEÐUR Japan krækti í sæti í 16-liða úrslitum á HM í knattspyrnu karla í gær þrátt fyrir tap fyrir Pólverjum í lokaumferð riðlakeppninnar. Japanir voru jafnir Senegölum að stigum þegar dæmið var gert upp en komust áfram sökum háttvísi. Kólumbía komst einnig áfram og mætir Englendingum sem töpuðu fyrir Belgum í loka- umferð G-riðils. Riðlakeppni HM lauk í gærkvöld. »1,2,3 Háttvísi Japana skilaði árangri „Ég skoðaði það mjög vandlega. Nið- urstaðan var sú að mig langaði að prófa eitthvað nýtt. Mér finnst skemmtilegt að spila fótbolta hérna heima og niðurstaðan var Valur,“ sagði landsliðskonan í knattspyrnu, Fanndís Friðriksdóttir, sem mörgum að óvörum valdi fremur að ganga til liðs við Val en Breiðablik eftir að hún ákvað að flytja heim eft- ir dvöl hjá franska liðinu Marseille. »4 Fanndísi langaði að prófa eitthvað nýtt Íslenska karlalandsliðið í körfuknatt- leik mætir Búlgörum ytra í dag í for- keppni heimsmeistaramótsins. Með sigri tryggir íslenska liðið sér sæti í milliriðlakeppni HM. Tap þýðir hins- vegar að við ramman reip verður að draga að ná sæti í milliriðlakeppn- inni. Nokkur endurnýjun hefur orðið á landsliðinu en landsliðsþjálfarinn er vongóður fyrir leikinn. »2 Leikurinn í Búlgaríu ræður miklu ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við héldum í upphafi að hug- myndin væri grín,“ segir Ragnar Santos, einn tíu meðlima í liðinu TeamFritz, sem nú tekur þátt í WOW Cyclothon-hjólreiða- keppninni. Hópurinn ákvað í fyrra að taka þátt í keppninni til að heiðra minningu vinar síns, Frið- jóns Fannars Hermannssonar, sem lést langt um aldur fram fyrir um tveimur árum. „Þetta var hug- mynd sem einn úr hópnum, Finn- ur Beck, kastaði fram í fyrra. Við tókum það nú ekkert alvarlega í upphafi en svo fór hann að pressa á okkur. Það var síðan ekki hægt að segja nei þegar það átti að gera þetta til minningar um Friðjón,“ segir Ragnar, sem hafði ekki átt hjól frá barnsaldri. Það sama átti við um hina meðlimi hópsins að upphafsmanni hugmyndarinnar, Finni Beck, undanskildum. „Við fórum bara allir og keypt- um okkur hjól síðasta haust. Við höfðum ekki hjólað frá því við vor- um börn en ákváðum að byrja að æfa síðasta haust. Það var síðan lítið æft í vetur en menn byrjuðu að æfa aftur nú í byrjun sumars, þó mismikið,“ segir Ragnar. Virkilega skemmtileg upp- lifun Spurður hvers vegna hjólreiða- keppni hafi orðið fyrir valinu til að heiðra minningu Friðjóns segir Ragnar ástæðuna einfalda. „Þetta áttu bara að vera nokkrir vinir að fara og hjóla saman. Vera síðan sveittir hver innan um annan og njóta þess að sofa saman. Þar að auki er stemningin í þessu bara frábær,“ segir Ragnar en hóp- urinn skiptir leiðinni á milli sín. Helmingur hópsins hjólar um 130 km á meðan hinir ferðast um í bíl og reyna að safna orku. Að sögn Ragnars voru meðlimir hópsins tilbúnir að leggja mikið á sig til að taka þátt í keppninni. „Flestir búum við á Kársnesi í Kópavogi en þó ekki allir. Einn kom t.d. frá Boston til að taka þátt í þessu,“ segir Ragnar og bætir við að markmið hópsins sé fyrst og fremst að ná að klára keppnina. „Til að byrja með væri frábært að ná að klára þetta enda erum við að keppa í hjólreiðum í fyrsta sinn. Að gera það á tveimur sólarhringum og sofa nánast ekk- ert er mjög erfitt fyrir menn í mismikilli þjálfun,“ segir Ragnar og bætir við að hann yrði afar sáttur ef liðið kæmi í mark í kvöld. Hjóla í minningu góðs vinar  10 vinir taka þátt í hjólreiða- keppni WOW air Ljósmynd/TeamFritz Vinir Þrátt fyrir að í liðinu séu 10 manns segja strákarnir að þeir séu í raun ellefu að Friðjóni meðtöldum. Hingað til hefur ferð hópsins gengið afar vel en þó hafa smávægileg vandamál komið upp. Þegar hópurinn var tiltölulega nýlagður af stað sprakk á dekki eins meðlimanna. Á meðan hluti hópsins kláraði um 130 km leið eyddi hinn helmingurinn tíma í að finna verkstæði sem gat gert við dekkið. Leitin tók tíma og varð til þess að nokkrir meðlimanna fengu ekki nauðsynlega hvíld áður en farið var af stað að nýju. Að sögn Ragnars hefur ferðin, að sprungna dekkinu undanskildu, gengið mjög vel. Þá hafi veðrið verið frábært á leið þeirra frá Borgarnesi til Akureyrar. „Við vorum í 18 gráðum og glampandi sól fyrir norðan þannig að þetta er alveg æðis- legt,“ segir Ragnar. Frábært veður það sem af er EITT SPRUNGIÐ DEKK EN ANNARS GENGIÐ EINS OG Í SÖGU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.