Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018
VIÐTAL
Þ
að er alveg klárt,“ segir Vincent
Kompany þegar hann er spurður
hvort belgíska landsliðið á HM í
Rússlandi og þjálfarateymið sé það
besta frá því hann kom fyrst inn í
hópinn.
„Þetta er sama liðið og fyrir fjórum árum,
fyrir utan fáeina leikmenn. Við búum að mun
meiri reynslu og höfum unnið marga titla í
millitíðinni, hver með sínu félagsliði, sem þýðir
að við komum mun lífsreyndari inn í þetta mót.
Og það skiptir sköpum í knattspyrnu. Við höf-
um reynsluna en erum eigi að síður nógu ungir
til að njóta þess sem hæfileikarnir í hópnum
geta skilað okkur.“
– Skiptir máli að hafa Thierry Henry í þjálf-
arateyminu, upp á reynsluna?
„Já, en það er ekki bara hann; heldur teymið
í heild. Thierry Henry vinnur vel með leik-
mönnum, sem þriðji þjálfari, eða þannig. En
það er fyrst og fremst samsetningin, leikmenn
og þjálfarar; við höfum dug og þor til að setja á
okkur pressu og leggja allt í sölurnar. Í aðdrag-
anda mótsins þurftum við að hafa allt á hreinu;
hvernig við viljum spila, hvað við ætlum að gera
og hver markmiðin eru. Þá líður okkur vel. Í því
samhengi er hlutverk Thierrys Henrys mikil-
vægt en það á líka við um fleiri reynslumikla
menn.“
Titlarnir hver öðrum ólíkir
– Þegar þú lítur til baka yfir tímabilið, þá unnuð
þið hjá Manchester City meistaratitilinn með
afar sannfærandi hætti. Er þetta ánægjulegasti
titillinn af þeim þremur sem þú hefur unnið
með liðinu?
„Þeir eru í eðli sínu hver öðrum ólíkir. Fyrsti
titillinn 2012 snerist um karakter og þrjósku.
Eftir að hafa verið átta stigum á eftir Man-
chester United, undir stjórn Alex Ferguson,
tókst okkur að vinna titilinn á síðustu sekúnd-
unni í síðasta leiknum. Það voru vatnaskil
vegna þess að þetta var fyrsti titillinn í 44 ár.
Þegar menn hafa beðið svo lengi hætta þeir að
trúa því að þetta sé hægt. Allt sem við höfum
gert síðan á sér upphafspunkt í þessu augna-
bliki. Þannig að mikilvægasti titillinn var sann-
arlega sá fyrsti en núna, þegar við unnum þann
þriðja, sýndum við frá fyrsta degi mótsins að
við værum verðugir meistarar.
Ef ég gæti valið á milli þess að vinna titilinn
einu sinni með yfirburðum eða þrisvar á loka-
degi mótsins, myndi ég velja seinni kostinn.
Hafandi sagt það þá er frábært að hafa fengið
tækifæri til að upplifa tímabil eins og þetta síð-
asta, vegna þess að við vorum augljóslega best-
ir. 2014, þegar við urðum meistarar í annað
sinn, hefði Liverpool líka getað unnið. Bæði lið
áttu það skilið. Og þegar við unnum fyrst hefði
Manchester United einnig getað staðið uppi
sem sigurvegari. Að mínu mati var sigur okkar
verðskuldaður þá en enginn hefði getað sagt
neitt ef United hefði unnið. Að þessu sinni kom
hins vegar bara eitt lið til greina.“
– Fékkstu meira út úr þessu tímabili vegna
þess að þér tókst að sigrast á margvíslegum
meiðslum?
„Ég vildi bara vera partur af þessu liði, innan
vallar sem utan. Ég var svo lánsamur að gegna
hlutverki í vetur og er ánægður með það. En ég
horfi líka fram veginn. Það er frábært að vinna
deildina en ég vil láta á það reyna hvort við get-
um unnið hana tvisvar til þrisvar í röð. Í mínum
huga er það stærsta áskorunin á þessum tíma-
punkti.“
Alltaf hvattur til náms
– Samhliða því að safna þessum meistaratitlum
hefurðu náð öðrum áfanga; að ljúka MBA-námi
frá Alliance Manchester Business School. Hver
var hvatningin á bak við það?
„Fjölskylda mín hefur alltaf lagt áherslu á
nám. Allar götur hef ég gert mér grein fyrir því
að margt getur slitið feril minn sem knatt-
spyrnumanns í sundur, svo sem meiðsli. Það
var snar þáttur í uppeldinu. Ég elskaði fótbolta
og iðkaði hann öllum stundum, þegar ég gat, en
foreldrar mínir voru eigi að síður harðir á því að
ég héldi áfram í námi. Einmitt þess vegna var
ég hjá Anderlecht til nítján ára aldurs, svo ég
gæti klárað menntaskóla.“
– Veltirðu fyrir þér á þeim tíma að halda
áfram námi, til dæmis í háskóla, meðan þú varst
að hasla þér völl sem knattspyrnumaður?
„Já, ég sótti námskeið í Brussel og Þýska-
landi [þar sem Kompany lék með HSV] en það
var of flókið, enda fullt nám. Meðan ég var í
Þýskalandi lést móðir mín og þegar foreldri
fellur frá fá öll þess orð aukna merkingu. Það
varð mér aukin hvatning til að halda áfram á
námsbrautinni og í Englandi fann ég pró-
gramm sem hentaði mér. Ég segi ekki að það
hafi verið auðvelt, en stundaskráin var alltént
með þeim hætti að ég gat látið á þetta reyna.
Síðan var þetta bara skref fyrir skref, til að sjá
hvort dæmið gengi upp. Ég tók þetta bók-
staflega hlekk fyrir hlekk og viðurkenni að það
var strembið til að byrja með. Smám saman
fann ég að þetta varð auðveldara; þannig að
með seiglu og einhverri færni tókst mér að
ljúka náminu.“
– Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti með
þér: Þetta er of erfitt, ég er hættur!
„Já, þetta var yfirþyrmandi til að byrja með
en ég hafði extra hvatningu vegna áfallsins sem
ég varð fyrir. Það var raunar aðalhvatinn öll
þessi fimm ár sem ég var í náminu og sú stað-
reynd að mömmu hefði eflaust þótt meira til um
þetta en feril minn í fótboltanum.“
Lærði að afsaka mig aldrei
– Hverfum aftur til ársins 2007, þegar þú varst
hjá HSV og bæði móðir þín og systir voru alvar-
lega veikar. Hvernig er að horfa til baka á það
tímabil og hvernig gekk þér að eiga við þetta á
þeim tíma?
„Það voru margvíslegir erfiðleikar í lífi mínu
á þessum tíma. Staðan var snúin en ég hafði
aldrei það val að segja við sjálfan mig: Nú er ég
hættur! Þetta kenndi mér þvert á móti að af-
saka mig aldrei. Aldrei. Lífið getur verið erfitt
en einmitt á þeim stundum er mikilvægt að
horfa til þess sem maður hefur. Ég er til dæmis
mjög þakklátur fyrir að hafa haft mömmu í
mínu lífi í tuttugu ár. Og að systir mín skyldi
sigrast á krabbameininu. Sjálfur er ég gæfu-
samur að hafa náð mér af mínum meiðslum.
Fyrir tuttugu árum hefðu þessi sömu meiðsli
mögulega þýtt að ég þyrfti að leggja skóna á
hilluna. Allt er þetta hluti af lífinu. Það gæti líka
hafa verið verra. Þess vegna sagði ég við sjálfan
mig: Þú verður að halda áfram! Aðalatriðið er
að setja sér markmið og stefna síðan á þau. Þá
breytir engu þótt þú þurftir að vaða gegnum
runna, skóglendi eða fen, þú kemst þangað að
lokum. Maður verður að halda áfram og það hef
ég gert.“
– Eftir fimm ár í námi laukstu mastersprófi
með láði og sérstakri viðurkenningu fyrir loka-
ritgerðina. Hvernig horfirðu til baka á ferlið í
heild?
„Þetta var í senn áhugavert og gagnlegt, en
afar erfitt til að byrja með. Áður en ég hóf nám-
ið hugsaði ég með mér: Þetta er stuttur við-
skiptakúrs, þar sem maður þarf að lesa nokkrar
bækur og það er allt og sumt. En þetta var al-
vöru kennsluáætlun, með allskyns upplýs-
ingum. Sjálfsnám með smávægilegri aðstoð.
Erfitt. Ég þurfti meira að segja að glöggva mig
á því hvernig maður lærir með skilvirkum
hætti. Sú kunnátta hafði fokið út í veður og
vind, þar sem ég hafði ekki verið í skóla í fimm
eða sex ár. Þess vegna byrjaði ég á núlli. Ég var
auðmjúkur í nálgun minni og byrjaði á að ráð-
færa mig við Google og horfa á myndskeið á
YouTube um það hvernig á að læra og nota alls-
kyns tölvuforrit. Ég fletti líka upp hraðlestri og
ýmsu öðru. Það er magnað hvað hægt er að
finna á Google, þegar maður hefur lært að nota
það. Fyrir sérhvert þema er myndbrot sem út-
skýrir með afgerandi hætti á fimm mínútum
hvernig fara á að. Og það færði ég mér í nyt.“
Allir vegir færir
– Hefur þroskinn sem þú gekkst í gegnum og í
kjölfarið sú staðreynd að þú réðst við verkefnið
verið þér innblástur?
„Heldur betur. Innblásturinn verður ekki
öllu meiri vegna þess að ég var í raun ígildi bak-
ara sem vildi verða læknir. Þannig var þetta.
Þegar maður hefur lokið við verkefni af þessu
tagi líður manni eins og manni séu allir vegir
færir. Sé maður tilbúinn að finna tímann, halda
ró sinni og vera nógu auðmjúkur til að viður-
kenna fyrir sjálfum sér að maður viti ekkert um
verkefnið til að byrja með, getur maður í raun
gert hvað sem er. Þetta var mjög áhugavert
ferli. Nú veit ég hvernig ég á að hegða mér
verði ég beðinn um að taka að mér starf á allt
öðrum vettvangi. Höfði starfið til mín mun ég
bara líta á það í rólegheitunum og meta hvort
það tekur mjög þrjú, fjögur eða fimm ár að
komast á þann stað.“
– Ef við horfum á mannlega þáttinn, hvað
lærðirðu af verkefninu í heild?
„Ég fór langt út fyrir þægindarammann, en
til þess var leikurinn einmitt gerður. Ég setti
mér markmið og vissi að mestu máli skipti að
halda mig við efnið. Ég var tilbúinn að taka
nauðsynleg skref enda þótt það væri ekki alltaf
auðvelt eða skemmtilegt. Margir eiga sér
drauma og setja sér markmið en vilja ef til vill
ná þeim of fljótt. Fylgi maður réttri braut,
kemst maður á leiðarenda, fyrr eða síðar.“
– Kom aginn sem þú býrð að úr boltanum að
gagni á erfiðum augnablikum í náminu?
„Ekki sérstaklega. Vegna þess að hvatinn
spratt fyrst og fremst af persónulegri reynslu
sem ég varð fyrir utan vallar. Þess utan hafði ég
mikla trú á hæfileikum mínum sem knatt-
spyrnumaður en mun minni trú á hæfileikum
mínum á öðrum sviðum. Fyrir vikið nýttist
reynsla mín úr boltanum ekki við þessar að-
stæður. Fótboltinn hefur alltaf snúist um hæfi-
leika en eftir að hafa lokið náminu komst ég að
raun um að hæfileikar skipta ef til vill ekki eins
miklu máli og margur heldur. Það er niðurstaða
mín, þökk sé verkefninu sem ég lauk á allt öðr-
um forsendum. Í því fólst mikil hvatning.“
Rannsakaði áhrif heimavallarins
Lokaverkefni Kompanys í MBA-náminu var að
rannsaka hvaða þættir það eru sem hvetja at-
vinnumenn í knattspyrnu til að standa sig betur
á heimavelli. Rannsóknin sýnir til hvaða grunn-
þátta úrvalsdeildarfélögin í Englandi þurfa að
horfa þegar kemur að því að meta forskot
heimavallarins. Kompany vann faglega grunn-
vinnu, auk þess að ræða við 25 fyrrverandi og
núverandi úrvalsdeildarleikmenn frá hinum og
þessum félögum og kynnti sér afstöðu þeirra.
Ein helsta niðurstaðan var mikilvægi góðs and-
rúmslofts á völlunum, með áherslu á þungt
vægi áhangenda liðanna. Því forskoti má meðal
annars ná með því að endurskipuleggja sæta-
skipan og endurskoða miðaverðið í því augna-
miði að laða að fólk sem er fært um að skapa
sem best andrúmsloft. Hvetja ætti fólk í nær-
umhverfinu til að horfa á liðin sín enda gæti það
bætt andrúmsloftið á völlunum. Kompany færir
rök fyrir því að það geti verið meira virði en
tekjur af miðasölu, þar sem liðið á meiri mögu-
leika á því að standa sig betur, sem aftur vekur
meiri áhuga styrktaraðila og sjónvarpsstöðva.
Þar liggja tekjur knattspyrnufélaga hvort sem
er öðru fremur.
– Eru einstakir þættir í rannsókn þinni
tengdir, í þeim tilgangi að auka vægi heimavall-
arins?
„Já, þeir tengjast. Málið snýst um að skapa
ákveðið umhverfi. Þetta nær eins langt og
menn vilja, reikni þeir út hvers virði eitt auka-
stig í úrvalsdeildinni er. Slái menn tölu á það
geta þeir borið það saman við verð á hverju og
einu sæti á vellinum fyrir sig og það hvar stuðn-
ingsmennirnir sitja á vellinum. Niðurstaðan
getur verið sú að menn séu að tapa tekjum
vegna þess að umgjörðin á vellinum er ekki eins
og best verður á kosið enda þótt bókhaldið segi
mögulega aðra sögu. Einhverjir eiga örugglega
erfitt með að sætta sig við þessa nálgun, vegna
þess að auðvelt er að sjá strax áhrifin af hækk-
Ígildi bakara sem
vildi verða læknir
Vincent Kompany er þrefaldur Englandsmeistari með Manchester City og er nú
með Belgum á HM. Hann hefur sigrast á margvíslegum meiðslum og sem fyrir-
liði hefur hann leitt bæði lið upp í nýjar hæðir. Á umliðnum árum hefur hann
þó gert fjölmargt fleira; lokið MBA-námi í Englandi og tekið þátt í félagslegu
verkefni heima í Brussel, sem snýst um að gefa ungmennum aukin tækifæri.
Arthur Renard info@arthurrenard.nl