Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Síða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Síða 19
1.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 stoð. Það hefur verið mjög gott að byrja að vinna þar því þar er ég nálægt fólki sem þarf á hjálp minni að halda og það finnst mér gott. Ég vil hjálpa fólki. Líka af því að ég byrjaði að tala miklu meiri íslensku eftir að ég kom þangað. Fólkið þar er að kenna mér íslensku. Núna skil ég mikið en ekki allt,“ segir Aline og Beatriz segist heyra mikinn mun á ís- lenskunni hennar eftir að hún byrjaði. „Þetta hefur gengið vel, þetta er góður staður og mér finnst gaman að vera með fólkinu og sjá um það. En það sem ég lærði á sautján árum mín- um sem læknir er að það er svo miklu meira en bara lyf sem við getum gefið sjúklingum okkar því við getum gefið af okkur sjálfum. Ég get gert það þarna,“ segir Aline og kemst við. Beatriz er komin með sumarvinnu í eldhús- inu á sama stað en segir að ef hún væri í Bras- ilíu þá væri hún ekki að vinna í sumarfríinu. Mæðgurnar segja að þar sé nógu erfitt að fá vinnu fyrir fullorðna og unglingar noti sumrin til að slaka á og fara á ströndina. Fjölskyldan bjó í Jundiaí sem er um 40 km frá stórborginni Sao Paulo. Í stórborginni búa um 12 milljónir manna en í heimabæ þeirra „aðeins“ um hálf milljón. Þær segja að Sao Paulo geti verið hættuleg borg og maður verði að vita hvað maður er að gera. „Okkar borg er ekki svona hættuleg en umferðin er mikið vandamál og á kvöldin er hættulegra að vera úti. En þarna eru góðir skólar. Börnin mín gengu í mjög góð- an skóla í Brasilíu en til þess að fara í góðan skóla þarftu að borga. Opinberu skólarnir voru mjög góðir en það er búið að eyðileggja það kerfi. Skólagjöldin fyrir öll börnin voru í kring- um þúsund evrur á mánuði,“ segir Aline en það gera um 130.000 kr. Það þarf sömuleiðis að borga fyrir að fara í góðan menntaskóla sem er nauðsynlegt til að komast í góðan háskóla. „Bestu háskólarnir eru síð- an ríkisháskólar og það er ókeypis að fara í þá en til þess að komast inn þarftu virkilega að berjast fyrir plássinu. Til dæmis til að komast í læknanám þá þarftu að fara í próf og það eru kannski 250 manns að berjast um eitt pláss til að komast í læknis- fræði í Sao Paolo en þar er besti háskólinn til þess að læra til læknis,“ segir Aline. Námið öðruvísi í Brasilíu en hér Hún segir að námið sé öðruvísi á Íslandi en í Brasilíu og að mörgu leyti erfiðara úti en grunnskólinn taki líka níu ár í stað tíu ára hér. Henni fannst það fyrst skrýtið en nú sé hún mjög ánægð með íslenska skólakerfið. „Úti í Brasilíu eru gerðar svo miklar kröfur. Beatriz var náföl í framan með bauga, stressuð að læra. Ég sé að núna lærir hún en er ekki alltaf stressuð,“ segir Aline og bætir við að hún hafi núna betri tíma til að sinna ballettinum og öðr- um hugðarefnum. „Ég er ekki ánægð með hvernig gamli skól- inn var því álagið var svo mikið en það eru aðr- ir hlutir sem skipta máli. Ég er ánægð með að á Íslandi hafa nemendur tíma til að læra og tíma til að lifa. Tíma til að fara út og leika sér, tíma til að sinna íþróttum og vera þau sjálf,“ segir Aline en Beatriz er sjálf ánægð með þessi skipti. „Í Brasilíu var svo mikið stress. Ég fékk 6,8 í einu ritunarprófi og fór að gráta og fannst þetta svo hræðilegt. Hér er ég ekki svona stressuð, auðvitað vil ég standa mig vel en ég fer ekki að gráta yfir því,“ segir hún. Aline bætir við: „Þetta er eins og teygja, ef þú ert alltaf að teygja á henni þá getur eitt- hvað brostið. Þetta er mjög erfitt fyrir full- komnunarsinna eins og Beatriz,“ segir hún en henni finnst íslenska skólakerfið henta henni vel. Eitt af því sem hefur slegið í gegn hjá bæði móður og dóttur er að hér geta börn og ung- lingar labbað sjálf í skólann. „Það er æðislegt. Ég er svo glöð. Ég get labbað ein og ef það vantar eitthvað þá er hægt að hlaupa heim og koma aftur í skólann. Ég get farið ein í Krón- una eða tekið strætó í Smáralindina,“ segir Beatriz sem finnst þetta sjálfstæði mikils virði. „Í Brasilíu þurfti mamma mín að keyra mig allt. Ef ég vildi hitta vinkonur mínar þá þurfti hún að keyra mig. Ég gat ekki hitt þær nema hún keyrði mig. Við hittumst frekar sjaldan ut- an skóla,“ segir hún og útskýrir að þetta sé öf- ugt við hvernig lífið sé hjá þeim í Reykjavík þegar ekkert mál sé að hitta vinina. „Þetta er æðislegt,“ segir hún. „Líka fyrir mig!,“ segir Aline. „Ég þarf ekki lengur að keyra út um allt. Ég þarf ekki lengur að vera í aukastarfi sem bílstjóri.“ Henni finnst þetta líka gefa börnunum aukið sjálfstæði og þau læri ábyrgð með því að koma sér á milli staða og þurfa að hugsa um tíma- setningar. Þetta sé mikilvægur lærdómur. „Það finnst mér mjög jákvætt,“ segir Aline. Blaðamaður hafði frétt af því að Beatriz hefði lesið jólaguðspjallið upp fyrir samnem- endur sína í kirkjunni um síðustu jól. Beatriz segir að hana hafi fyrst langað til að segja nei því henni hafi ekki fundist hún það góð í ís- lensku en kennarinn hennar og skólastjórn- endur hafi hvatt hana áfram. Hún hafi hins- vegar óttast að segja eitthvað rangt. „Ég æfði mig mikið fyrir þetta og þetta gekk bara vel!“ Langar til að verða læknir Í spjalli okkar kemur fram að Beatriz er alveg ákveðin í að feta í fótspor móður sinnar og verða læknir. „Það er meðal annars vegna mömmu minnar. Hún er svo mikil fyrirmynd fyrir mér, ekki bara fyrir að vera læknir heldur hvernig persóna hún er. Ég fór að hugsa meira um þetta þegar ég var svona átta ára og hafði mjög gaman af náttúrufræði. Frá ellefu ára aldri fór ég stundum með henni í vinnuna og fékk að hjálpa henni þar. Þar var hjúkrunar- fræðingur með henni á læknastöðinni og ég fékk að vera með henni, lærði að mæla blóð- þrýsting og mæla sykur. Mér fannst svo gam- an að gera allt þetta. Mér finnst þetta líka góð leið til að hjálpa fólki en mér finnst mjög gam- an að hjálpa. Það er hægt að hjálpa ekki bara með þetta líkamlega heldur líka með því að vera góður við fólk,“ segir Beatriz sem var nýbúin að sækja námskeið í Háskóla unga fólksins þegar viðtalið fór fram. „Þetta var alveg æðislegt! Það er svo frábær hugmynd til að leyfa okkur að prófa svona margt. Ég fór í skurðlækningar og líka í hjúkr- unarfræði og sjúkraþjálfun, endurlífgun, líf- fræði og eðlisfræði,“ rifjar hún upp. En hvað ætlar fjölskyldan að vera lengi á Ís- landi? „Við vitum ekki hversu mörg ár við verðum hér; kannski fimm, sjö eða jafnvel tíu ár. Þetta fer eftir kirkjunni og biskupnum,“ segir Aline. „Kannski verðum við hérna í tuttugu ár!“ En nú að máli málanna, HM í knattspyrnu. Fjölskyldan hefur að sjálfsögðu fylgst vel með keppninni og stutt bæði íslensku strákana og brasilíska liðið. Beatriz fór með hluta fjölskyld- unnar og fleiri vinum og sá Ísland mæta Arg- entíu á risaskjá í Hljómskálagarðinum. „Það rigndi allan tímann og það var allt blautt eftir þetta. En það var svo gaman og allir svo spenntir.“ „Þetta var frábært,“ segir Aline. „Argentína og Brasilía eru óvinir í fótbolta. Þetta var svo æðislegt, margir vinir okkar í Brasilíu skrifuðu um þetta og fögnuðu.“ Beatriz bætir við: „Mjög margir frá Brasilíu héldu með Íslandi og voru að segja hvað ís- lensku fótboltamennirnir væru sætir!“ Beatriz er mjög spennt fyrir þessari keppni og þær mæðgur er bjartsýnar á gott gengi brasilíska landsliðsins. Í sumar ætlar fjölskyldan að vera á Íslandi, ferðast kannski eitthvað um landið og síðan er stefnan tekin á heimsókn til Brasilíu í desem- ber og hlakka mæðgurnar til að skipta út myrkrinu fyrir sumarið í Brasilíu. „Pabbi minn verður áttræður í janúar og okkur langar til að halda upp á það með fjölskyldunni,“ segir Al- ine. Flóttinn úr þvottahúsinu Aline segir sögu sem lýsir persónuleika Beat- riz vel. „Þegar við bjuggum í Þýskalandi þá var þvottahúsið í kjallaranum. Einu sinni vorum við í feluleik, ég var kasólétt og Beatriz var að leika við Pedro bróður sinn, hann var þriggja ára og hún fjögurra og hálfs. Þau fóru inn í þvottahúsið en lásinn var bilaður og þau læst- ust þar inni. Ég sagði við hana að ég færi upp og fyndi eitthvað til að opna lásinn með. Hún sagði allt í lagi. Það var lítill gluggi efst í kjall- aranum og hún gerði stiga með því að stafla saman öllu sem hún fann. Hún lét bróður sinn fyrst fara út og svo fór hún sjálf. Ég kom til baka fjórum, fimm mínútum síðar og þau biðu bæði eftir mér fyrir utan dyrnar og ég átti ekki orð. Þetta er lýsandi fyrir Beatriz og er al- gjörlega hún. Hún hefur sérstaka gjöf frá Guði; ég hef alltaf sagt henni það. Þegar hún sér eitthvað erfitt, mætir áskorun, finnur hún alltaf lausn, sína eigin lausn, eftir sínu höfði.“ „Það hefur verið tekið ótrú- lega vel á móti okkur hérna, ég bjóst ekki við því fyrir- fram. Þegar við komum hitt- um við svo margt indælt fólk, sérstaklega í gegnum skólann,“ segir Aline en Beatriz og systkini hennar eru í Seljaskóla í Reykjavík. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson ’Mjög margir fráBrasilíu héldumeð Íslandi og voruað segja hvað íslensku fótboltamennirnir væru sætir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.