Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Qupperneq 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Qupperneq 23
1.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Volg frönsk súkkulaðikaka Þessi kaka er borin fram með hindberja- sósu. KAKAN 2 bollar hveiti 2 bollar sykur 2⁄3 bollar kakó 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1 tsk. gróft salt 1½ bolli mjólk ½ bolli grænmetisolía 2 stór egg 2 msk. vanilluextrakt TOPPUR 1½ tsk. óbragðbætt gelatín 2 msk. kalt vatn 1 bolli sykur ¾ bollar kornsíróp 3 stórar eggjahvítur ½ vanillustöng, skorin í tvennt og fræin skröpuð úr Hitið ofninn í 160°C. Smyrjið tvö kassa- laga form sem eru 20x20 cm. Setjið bök- unarpappír í botninn, smyrjið hann og stráið hveiti inn í. Hristið afganginn af hveitinu úr. Hrærið saman hveiti, sykur, kakó, lyfti- duft, matarsóda og salt í stórri skál. Hrærið saman í annarri skál mjólk, egg og vanillu. Bætið blautu efnunum við þurrefnin og hrærið þar til það rétt blandast saman. Setjið í formin og bakið í um 40 mín- útur. Kælið í formunum á grind í smá- tíma og takið síðan úr formunum til að kakan kólni alveg. Setið gelatínið í kalt vatn og látið standa þar til það mýkist, eða í um fimm mínútur. Blandið saman ½ bolla af sykri og korn- sírópi í potti og hrærið yfir meðalhita þar til sykurinn leysist upp. Hitið án þess að hræra þar til blandan nær 120°C eða í um tíu mínútur. Takið af hitanum og blandið gelatíninu við. Á meðan þetta er að hitna stífþeytið þá saman eggjahvítur, vanillu og sykur. Bætið sykrinum út í smám saman og þeytið þar til hvíturnar verða stífar og glansandi, eða í um fimm mínútur. Hellið heitri kornsírópsblöndunni út í eggjahvíturnar og hrærið stöðugt á með- an, þar til blandan er orðin þykk, eða í um átta mínútur. Kveikið á grillinu í ofninum. Dreifið blöndunni ofan á kökurnar. Látið standa í um mínútu. Grillið síðan kökurnar undir grillinu í ofninum þar til þær brúnast, eða í um fimm mínútur. Snúið eftir þörfum svo kökurnar grillist jafnt. Berið fram heitt. Ostborgarinn á Bragganum er með chedd- ar-osti og notaður er 175 g borgari. Það sem einkennir hann er ferska salsað sem borið er fram með honum og sterka majo- nesið. PICO DE GALLO-SALSA 4 tómatar, skornir í litla bita 1 meðalstór rauðlaukur, þunnt skorinn búnt af nýsöxuðu kóríander 4 hvítlauksgeirar, skornir í litla bita 1 jalapeno, skorinn í litla bita safinn úr einni límónu salt og nýmalaður svartur pipar eftir smekk Öllu blandað vel saman. STERKT SKYRMAJONES 50 g majones 10 g sriracha-sósa 2 g sesamolía 10 g skyr Öllu blandað vel saman. Passar vel með frönskum. Ostborgari með fersku salsa og sterku majonesi Líka er á matseðli veganborgari úr kínóa með mangó og guacamole-sósu. 1 lítri repjuolía eða jarðhnetuolía 250 ml sýrður rjómi 190 ml majones 3 msk. sólþurrkaðir tómatar 35 g grillaðar rauðar paprikur 1 msk. límónusafi 1½ tsk. nýmalaður svartur pipar 2 tsk. salt 45 ml hvítvín 1 msk. fínskorinn hvítlaukur 2 gulir laukar 500 ml súrmjólk 280 g hveiti 1 tsk. hvítlauksduft 350 ml bjór 2 msk. rifinn parmesanostur Hitið olíuna í djúpsteikingarpotti eða pottjárnspotti í 180 °C. Blandið saman í matvinnsluvél sýrðum rjóma, majonesi, tómötum, paprikum, límónusafa, ½ tsk pipar, 1 tsk. salt, hvít- víninu og fínskorna hvítlauknum. Skerið laukinn í 1 cm þykkar sneiðar, fjarlægið hýðið og skiptið niður í hringi. Látið liggja í súrmjólk í eina klukku- stund. Blandið saman 140 g af hveiti, afgang- inum af saltinu og piparnum og hvít- lauknum og blandið vel saman. Blandið vel saman í meðalstórri skál bjórnum og afganginum af hveitinu. Fjarlægið laukhringina úr súrmjólkinni og hristið aukavökva af. Dýfið í hveiti og hristið aukahveiti af. Dýfið næst ofan í bjórdeigið. Setjið laukhringina ofan í ol- íuna en passið að hafa þá ekki of marga í einu svo þeir festist ekki saman. Þegar þeir eru orðnir gullnir á lit eru þeir fjar- lægðir úr olíunni og þurrkaðir á eldhús- rúllublaði. Borið fram með jalapeno-majonesi. Djúpsteiktir laukhringir í bjórdeigi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.