Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Síða 26

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Síða 26
TÍSKA 26 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018 Simon Porte Jacquemus sýndi fyrstu herrafatalínu sína á heimaslóðum í Suður-Frakklandi í vikunni. Línan ber nafnið „Le Gadjo“ og fór sýningin fram á lítilli strönd nærri Marseille. Jacquemus er sá hönnuður sem er á hvað mestri uppleið í tískuheiminum og spennandi að sjá hvernig herralínunni verður tekið. Jacquemus í Suður-Frakklandi Tískuheimurinn beið með eftirvæntingueftir fyrstu sýningum tveggja hönn-uða fyrir stór frönsk tískuhús á nýlið- inni tískuviku í París. Virgil Abloh sem hefur verið þekktari fyrir götutísku frekar en há- tísku er tekinn við stjórninni hjá Louis Vuit- ton. Takmark hans er að endurskilgreina hvað sé lúxus en hann vill ekki að tíska sé bara fyrir hina fáu, sem endurspeglast e.t.v. í því að hann vinnur að línu í samstarfi við IKEA. Forveri hans hjá Louis Vuitton, Kim Jones, er nú við stjórnvölinn hjá Dior. Línunni var vel tekið en takmarkið var að hún varpaði ljósi á líf Christians Dior sjálfs. Línurnar voru mýkri en þær hafa verið undanfarið hjá Dior. Önnur lína sem vakti síð- an athygli var hönnun Oli- viers Rousteing hjá Balmain en þar fékk hann innblástur frá poppgoð- inu Michael Jackson og reyndar líka bandarískum menntaskólastíl. Það sem línurnar eiga sameiginlegt er að sniðin eru frekar víð, hvíti lit- urinn heillar á allt frá buxum til jakka og bola, guli liturinn átti góða innkomu og blómamynstur eða litrík mynstur voru líka áberandi. Fatalína Oliviers Rousteing fyrir Balmain var m.a. innblásin af fatastíl poppgoðsins Michaels Jackson. Herratískuviku í París er nýlokið en þar sýndu hönnuðir tískuna fyrir sumarið 2019. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Bjart og heillandi Louis Vuitton býður uppá bæði stórar töskur og beltatöskur eins og hér fyrir neðan fyrir næsta sumar. Jakkafötin frá Dior er hægt að fá í mörgum litum fyrir næsta sumar, bæði í mjúkum litum og sterkum, eins og þessum pastel- bleika eða í gulum lit eins og þau hér fyrir neðan. Blómamynstur komu líka við sögu. AFP

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.