Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Qupperneq 28
Stundum tekur maður baraklikkaðar ákvarðanir,“ segirÁsta og hlær. „Vinkona mín, samstarfskona og nafna, Ásta Sól- veig Andrésdóttir, var að fara í þessa tveggja vikna hópferð, sem var skipulögð fyrir konur, 45 ára og eldri. Mig var búið að dauðlanga að fara með. Svo losnaði skyndilega eitt pláss tveimur sólarhringum áður en átti að fara af stað og ég bara ákvað að skella mér. Sem er náttúrlega svolítil klikkun, jú.“ Jakobsvegurinn, eða sá hluti hans sem kallast franska leiðin, er tæp- lega átta hundruð kílómetra langur en íslenski hópurinn gekk hluta leið- arinnar, frá bænum St Jean Pied du Port í Frakklandi til borgarinnar Burgos á Spáni, samtals þrjú hundr- uð kílómetra. Það er því vissara að vera búinn að undirbúa sig vel fyrir gönguna, en varla hafði Ásta Guðrún verið búin að því? „Nei, og það er ekkert rosalega sniðugt. Konurnar í hópnum voru margar búnar að und- irbúa sig frá því fyrir jól. Ég er reyndar í ágætis gönguformi, alla vega fyrir íslenska náttúru, en ég hef gengið mikið á fjöll og er með gott þol. Þannig að ég bjó að því. Það er samt öðruvísi að ganga á stíg- Ljósmyndir/Ásta Guðrún Beck Svolítil klikkun, jú Flestir undirbúa 300 kílómetra göngutúr líklega með góðum fyrirvara. Ásta Guðrún Beck lögfræðingur tók hins vegar sannkallaða skyndi- ákvörðun og var komin á Jakobsveginn þremur sólarhringum síðar. Guðrún Óla Jónsdóttir gudruno@mbl.is Ásta Guðrún (t.h.) ásamt vinkonu sinni og samstarfs- og göngufélaga, Ástu Sól- veigu Andrésdóttur, sem gekk með henni Jakobsveginn. Fyrirgefningar- hæðin í augsýn. FERÐALÖG Taktu myndir af farangrinum þínum. Þannig ertu fljót-ari að afgreiða tryggingamál ef hann týnist. Sama er gott að gera við vegabréfið og mikilvæg fylgigögn. Gerðu ráðstafanir 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018 jakkafatajoga.is ÁNÆGJA EFLING AFKÖST Hádegismaturinn var yfirleitt snæddur utandyra.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.