Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1.7. 2018
S
kemmtikraftar eru misjafnir eins og
annað fólk þótt fyndni þeirra sé marg-
falt meiri en okkar hinna. Þegar þeir
segja brandara gera þeir það frá víta-
punktinum innan teigs og sárasjaldan
með nokkurn í markinu. Þegar við hin
segjum brandara fáum við aldrei að vera nær en á
miðjum vallarhelmingi óvinanna, erum látin spyrna í
inniskónum og með Hannes Þór Halldórsson í mark-
inu.
Hver var fyndnastur?
Sumir eru fyndnir fyrir guðsnáð, þótt það megi ekki
taka bókstaflega, hvað sem doktorsritgerð séra Jakobs
líður. Skemmtikraftar og gamanleikarar eru ekki í
sama flokki, þótt margir þeirra ráði vel við hvort
tveggja. Ýmsir fara ekki ofan af því að Alfred Andr-
ésson hafi verið mesti gamanleikari sem Íslendingar
hafi eignast. En úr því verður aldrei skorið, þótt lýs-
ingarnar séu trúverðugar. Um þá báða, hann og Bessa
Bjarnason, var sagt að um leið og glitti í þá á hliðar-
sviðinu fóru leikhúsgestir að hlæja stjórnlaust, þótt
leikararnir hefðu ekki hreyft legg eða lið og varla sést.
Tilhugsunin ein dugði flestum og restin kom með ef ör-
lítið augnagot eða fet af fótaburði bættist við. Kannski
var það minningin ein um hvað var gaman að sjá þá
síðast sem kitlaði heilastöðvarnar þaðan sem hlátr-
inum er stjórnað.
Vitni gamanleikara
Bréfritari man margoft eftir sér í hópi áhorfenda sem
fóru að hlæja þegar sást í Bessa. Það sást kannski lítið
meira af honum en ljósamanninum en samt fóru flestir
að hlæja.
Þessi hlátur var einhvers konar fyrirframgreiðsla
fyrir það sem í vændum var. Sjálfur var Bessi hlé-
drægur og bætti við laun sín með því að færa og liggja
yfir bókhaldi Landssmiðjunnar. Með fullri virðingu
fyrir því góða fyrirtæki er ekki líklegt að bókhald þess
hafi verið vel til þess fallið að vera upphitun fyrir
óborganlega skemmtun. Utan sviðs hafði Bessi minna
en enga þörf fyrir að draga athygli að persónu sinni.
En samt var það svo að það gat dugað að sjá hann til-
sýndar á götu til að komast í betra skap.
Ógrynni liðs
Framan af birtist Gísli Halldórsson mörgum sem
þungbúinn skap- og örlagaleikari en svo kom óvænt á
daginn að fáir stóðust honum snúning sem grínleikara
væri sá gállinn á honum. Eins og ósjálfrátt brosir skrif-
arinn út í annað, einn með sjálfum sér, þegar hann
hleypur á milli þessara nafna. Þarna voru líka Auróra,
Emilía og Nína og ótalmargir aðrir og löngu síðar Sig-
urður Sigurjónsson, Ilmur og Brynhildur Guðjóns-
dóttir, sem hefur að auki bæði leikið Njál Þorgeirsson
og bréfritara.
Ýmsir okkar bestu gamanleikarar hafa gripið inn í
það með öðru að koma fram sem skemmtikraftar. En
það er þó að nokkru önnur grein. Sérstaklega þegar
skemmtikrafturinn er sá sem semur textana. Leik-
arinn er oftast laus við það. Hann glæðir textana lífi og
getur hæglega breytt merkingu þeirra með skilningi
sínum og snilld.
En skemmtikrafturinn er sinn eigin höfundur.
Stjórnmálamenn dagsins eru oftar en aðrir viðfangs-
efni eða öllu heldur hráefni skemmtikrafta. Ekki vegna
þess að þeir séu svo skemmtilegir sjálfir, enda er það
ekki forsenda þess að þá megi brúka. En þegar leikið
er á tilfinningar fjöldans á skemmtikvöldum er nauð-
synlegt að persóna, sem allir eða að minnsta kosti lang-
flestir þekkja til, komi við sögu.
Kóngur lengi
Ómar Ragnarsson var og er ótrúlegur skemmtikraft-
ur. Krafturinn og yfirferðin var ólýsanleg og kímnigáf-
an svo eldfim að atvik sem verið höfðu í fréttum þann
daginn komu iðulega úr munni Ómars afbökuð og
bráðfyndin strax um kvöldið, og oft í mergjuðum söng-
texta, og það jafnvel við mörg lög í senn.
Á sviðinu var engu líkara en að þar færu margir
menn, þindarlaus fjölbragðamaður, og músíkalskur,
hagmæltur og frumlegur spaugari. Þessi síðasti eig-
inleiki þýddi að gjamm og frammíköll voru gripin á
lofti og endursend með þakklætishlátri salarins.
Ómar var sjaldan særandi og þá aldrei viljandi.
Hann gat verið á mörkum þess að vera dálítið klúr, en
viðurkenna má að það var einmitt það sem „salurinn“
gat hugsað sér, enda minna um uppákomur hjá bind-
indisfélagi ökumanna en hjá hinum.
Ari ekki lengur lítill
Nú er Ari Eldjárn kominn. Og hann á sviðið. Það er
ekki sama fartin á honum og Ómari og hann þeytist
ekki á milli skemmtana á ólöglegum ökuhraða, flug-
hraða eða öðrum þeim hraða sem fellur til.
Ari er yfirlætislaus og salur með hundruðum gesta
hefur á tilfinningunni að Ari telji sig í góðra vina hópi.
Hann er dálítið eins og einn af okkur, bara svo miklu
fyndnari og hann er fyndinn án nokkurs sjáanlegs erf-
iðis. Stjórnmálamenn koma vissulega fyrir sem réttir á
hans matseðli, en frekar sem forréttir eða smáréttir en
sjaldnast sem aðalréttir.
En hverja þekkjum við þá í fyndni Ara? Okkur sjálf,
eða alla hina sem við þekkjum svo vel. Við þekkjum
okkur sem sérvitringslega eða þá algjörlega venjulega
Íslendinga, okkur sem persónu eða sem hluta af þess-
ari þjóð, bæði með sína duldu eiginleika eða þá sem
æpa svo á mann að allir hljóta að hafa séð þá, nema við,
sem sjáum þá fyrst þetta kvöld. Stundum eru þeir skoð-
aðir í spegli eða sem sýnishorn mannkynsins alls eða
með sláandi viðmið í þjóðum sem við þekkjum og tölum
um okkar á milli með „eðlilegum“ fordómum, sem ekki
kemur þó til mála að kannast við.
Hefðu þeir fæðst....
Auðvitað væri sanngjarnt að nefna marga aðra
skemmtilega menn til sögu, svo sem Spaugstofusnill-
ingana eða Jóhannes eftirhermu og Guðna, sem einu
sinni voru landbúnaðarráðherrar í einni af ríkis-
stjórnum bréfritarans. Eða Ladda, Flosa og svo marga
aðra sem glatt hafa geð.
Oft höfum við heyrt sagt eftir kvöldskemmtun þar
sem einhver þessara manna eða ónefndir aðrir hafa far-
ið á kostum: „Ef þessi maður hefði fæðst í Bandaríkj-
unum þá væri hann fyrir löngu heimsfrægur og svo
moldríkur að hann gæti keypt upp allt á Íslandi.“ Og
það er einmitt á því augnabliki, þegar þeir heyra sig eða
aðra segja þetta, sem landarnir signa sig í þökk og and-
akt yfir því að þessir snillingar hafi sýnt þá fyrirhyggju
að fæðast hér á skerinu, svo við gætum öll með góðri
samvisku eignfært þá í okkar heimilsbókhaldi.
Einstaka stjórnmálamenn hafa ekki endilega verið
fyllilega sáttir við að vera í hlutverki „fórnarlambs“
skemmtikrafta. En þeir átta sig þó flestir á því að af
tveimur kostum þá er mun verra fyrir stjórnmálamann
á fremsta bekk á komast ekki á blað hjá þeim, þótt í
bjálfagervi sé.
Við bréfritara var oft sagt, á meðan enn tók því að
gera grín að honum, með misjöfnu orðalagi þó, að „mað-
Alfreð, Bessi, Auróra, Emilía,
Nína, Ómar og Ari.
Flosi, Siggi Sig, Brynhildur,
Gísli og Ilmur og þetta er
ekki hætt að vera fyndið
Reykjavíkurbréf29.06.18