Morgunblaðið - Sunnudagur - 01.07.2018, Blaðsíða 35
1.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
BÓKSALA 20.-26. JÚNÍ
Listinn er tekinn saman af Eymundsson
1
Sumar í litla bakaríinu við
Strandgötu
Jenny Colgan
2 UppgjörLee Child
3 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson
4 StormfuglarEinar Kárason
5 KapítólaEmma D.E.N. Southworth
6 Uglan drepur bara á nóttunniSamuel Björk
7 Independent PeopleHalldór Laxness
8 Sagas Of The IcelandersÝmsir höfundar
9 Vegahandbókin 2018Ýmsir höfundar
10 BlóðengillÓskar Guðmundsson
1 OfurhetjuvíddinÆvar Þór Benediktsson
2
Risasyrpa – Sniðugar
uppfinningar
Walt Disney
3
Þegar ég verð stór ætla
ég að spila með íslenska
landsliðinu
Gemma Cary
4
Handbók fyrir Ofurhetjur,
annar hluti – Rauða gríman
Elias/Agnes Vahlund
5
Risasyrpa Sögufrægar
endur
Walt Disney
6 Stóra bókin um HvolpasveitinaMary Tillworth
7 Ísland á HMGunnar Helgason
8 Einar Áskell leikur sérGunilla Bergström
9 Vinir Einars ÁskelsGunilla Bergström
10 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar
Allar bækur
Barnabækur
Ég er nýbúin að lesa Hin óró-
legu eftir norska höfundinn Linn
Ullmann í þýð-
ingu Ingibjargar
Eyþórsdóttur.
Stórgóð og
spennandi bók.
Um þessar
mundir er ég að
lesa skáldsöguna
Formaður hús-
félagsins eftir
Friðgeir Einarsson og hún lofar
góðu.
Ég ætla næst
að lesa Dagbók í
Höfn eftir Gísla
Brynjúlfsson.
Dagbókin er rit-
uð á 19. öld en
hún kom út á
bók árið 1952
svo hún er hvergi
sýnileg í bókabúðum, bara á
bókasöfnum. Eftir
að hafa skoðað ís-
lenska bók-
menntasögu 19.
aldar sá ég að
þessa bók þarf ég
nauðsynlega að
komast í.
ÉG ER AÐ LESA
Sigurlín
Bjarney
Gísladóttir
Sigurlín Bjarney Gísladóttir
er rithöfundur og ljóðskáld.
Skáldsagan Meistararnir eftirHjört Marteinsson segir frádrengnum Rósant litla sem
fylgir afa sínum og nafna á ímyndað
Evrópumót öldunga í frjálsum
íþróttum í Finnlandi árið 1972. Í
þessum áhugaverða heimi er að
finna bráðskemmtilegar mann-
gerðir, sterkan tíðaranda og gífur-
legt keppnisskap.
Heimsmet í nokkrar
sekúndur
Söguna tileinkar Hjörtur föður sín-
um sem hóf rétt undir fimmtugt að
mæta í frjálsar íþróttir hjá öldung-
unum í Laugardal. „Mig langaði að
skrifa um þennan heim sem er lok-
aður en skemmtilegur menningar-
kimi, fullur af keppnisskapi og mikl-
um persónudráttum,“ segir Hjörtur.
„Kveikjan að sögunni er þegar
Ricky Bruch, eða Rikki brúskur
eins og ég kalla hann í bókinni, kem-
ur til Íslands á kastmótið í frjálsum
íþróttum á Laugardalsvellinum. Þar
var pabbi að dæma þegar Rikki set-
ur heimsmet sem gamli maðurinn
dæmir réttilega ógilt nokkrum sek-
úndum síðar. Þetta hafði mikil áhrif
á mig á fimmtánda ári og var kveikj-
an að sögunni. Ég hef oft pælt í lífi
Rikka sem féll frá 2011, svo ég
ákvað að nota hann í þessa sögu.
Maðurinn sem kom til Íslands og
setti heimsmet í nokkrar sekúndur.“
Spjótkast við Kleppsveginn
„Ég fékk nasasjón af þessum heimi
öldunganna í gegnum pabba,“ segir
Hjörtur „Þegar hann skrapp niður á
völl var hann alltaf með bindi og í
jakkanum sínum, vel tilhafður og
snyrtilegur. Svo átti hann til að rífa
sig úr jakkanum og taka lóðkast.
Það er þessi keppnisandi, viljinn til
að ná árangri. Svo voru þessir menn
alltaf að leita að góðum vindi fyrir
kringluna. Ef það fréttist af góðri
lægð í átt að Reykjanesinu þá var
farið þangað og slegið upp innan-
félagsmóti í Garðinum þar sem
kringlurnar áttu til að fjúka ansi
langt í rokinu. Pabbi byrjaði sjálfur
ekki að keppa fyrr en í kringum
fimmtugt. Hann á einhver met í öld-
ungaflokki, ábyggilega í kringlu og
sleggju en þó ekki spjótinu en það
er erfitt að kasta því þegar menn
eru orðnir eldri.“
Hjörtur segist sjálfur ekki hafa
tekið þátt í frjálsum íþróttum nema
sem áhorfandi. „Svo fékk ég aðeins
að kasta með pabba. Við vorum oft
að kasta spjóti inni á leikvellinum
við Kleppsveginn forðum við mis-
jafnlega góðar undirtektir íbúa
hverfisins, enda var þetta nátt-
úrlega spjót á flugi í kringum börn
að leik.“
Sterar og blöðrubelgir
Þótt bókin sé gamansöm er þar líka
harmur. „Margt sem gerist í sög-
unni er tragískt og þótt sumt virki
kannski klisjukennt þá fannst mér
þurfa að vera smá harmur líka. Ég
vildi kafa aðeins í þennan lyfja- og
dópheim sem er á bakvið glansmynd
frjálsra íþrótta á þessum gull- og
heimsmeistaramótum,“ segir Hjört-
ur. „Þú sérð fullkomið fólk fyrir þér
en á bak við eru rannsóknastofur og
lyfjaskammtar sem eru meiri en
hægt er að ímynda sér. Þetta á ekki
bara við í frjálsum. Ég sá suma af
þessum kösturum þegar pabbi var
að dæma á þessum steratíma og
sumir þeirra voru eins og upp-
blásnir blöðrubelgir. Það fór mjög
illa fyrir mörgum þessara manna.“
Diskar frá öðrum heimum
Innan um þjóðlegar lýsingar bók-
arinnar bregður einnig fyrir draum-
um þar sem eru grískar höggmyndir
undir kringlubjörtum himni. „Ég sé
fyrir mér þessar kringlur sem menn
hafa kastað út í loftið í þúsundir ára
eins og stjörnuhröp eða diska frá
öðrum heimum. Ég set þætti sem ég
hef haft gaman af í aðalpersónuna
Rósant litla, en ég hafði fyrst og
fremst að leiðarljósi að skemmta
mér þegar ég skrifaði bókina. Það er
svo mikið til af bókum sem eru mis-
skemmtilegar. Það er stundum
spurning um tíma og hvort lestur
eigi við fólk, en þetta er hverfandi
iðja. Veruleikinn í dag er allt annar
en árið 1972, hver maður er með sitt
litla vélmenni sem er síminn – kær-
asta eignin sem geymir alla drauma
og vonir.“
Spurður hvað taki við vill Hjörtur
ekki gefa of mikið upp en segir að
það tengist kannski einhverjum
íþróttum.
„Ég er með eitthvað í farvatninu
sem ég vil ekki segja of mikið um.
Ég er með sögu í huga sem á að ger-
ast úti í löndum og ég er búinn að
vera að smíða smá grind að henni.
Svo er líka annað gamalt stöff sem
hefur ásótt mann, svo ég er með nóg
af ágætis hugmyndum að moða úr.“
Leitað að lægðum
Frjálsar íþróttir öldunga eru viðfangsefni nýútgefinnar skáldsögu Hjartar
Marteinssonar, Meistararnir, sem lýsir menningarkimanum á glettinn hátt.
Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is
Hjörtur Marteinsson kveðst vera með nóg af ágætis hugmyndum að moða úr.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sími: 411 5000 • www.itr.is
Fyrir líkama og sál
Laugarnar í Reykjavík
Frá
morgnifyrir alla
fjölskylduna
í þínu
hverfi t i l kvölds