Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018
’
Frægasta dagbók allra tíma er líklega dagbók Önnu
Frank sem faldi sig ásamt fjölskyldu sinni fyrir
nasistum í Amsterdam í seinni heimsstyrjöldinni. Hún
hélt dagbók frá 12. júní 1942 til 1. ágúst 1944. Bókin var
fyrst gefin út á hollensku árið 1947 og hefur síðan selst í
tugum milljóna eintaka á fleiri tungumálum.
INNLENT
GUÐRÚN ÓLA JÓNSDÓTTIR
gudruno@mbl.is
Ryder Carroll, hönnuður í New York, áhugmyndina að Bullet Journal. Upp-haflega hugsaði hann þetta sem ein-
falda og þægilega leið fyrir sig til að minnka
flækjustigið í lífi sínu og koma skipulagi á
hugmyndir sínar og hugsanir.
Þegar Carroll sýndi vinkonu sinni dagbók-
ina og skipulagið, til að aðstoða hana við
brúðkaupsundirbúning, varð hún yfir sig
hrifin og hvatti hann til að deila dagbók-
arhugmyndinni með heiminum. Hann var
feiminn við það en nokkrum árum síðar var
hann milli starfa og minntist orða vinkonu
sinnar. Caroll opnaði vefsíðuna www.bul-
letjournal.com árið 2013 þar sem var meðal
annars að finna kennslumyndbönd um dag-
bókargerðina.
Vefsíðan varð fljótlega gríðarlega vinsæl
og fékk mörg þúsund heimsóknir á hverjum
degi. Bullet Journal-samfélög urðu til á sam-
félagsmiðlum um heim allan.
Hvað viltu? Þú ræður!
Bullet Journal er dagbók sem eigandinn
hannar sjálfur eftir sínu höfði. Eini efnivið-
urinn sem þarf að hafa er auð stílabók og
skriffæri. Mörgum finnst best að nota stíla-
bók fyrir Bullet Journal þar sem blaðsíð-
urnar eru hvorki með línur né rúðustrikaðar,
heldur með punktum sem liggja með reglu-
legu millibili yfir síðurnar.
Bullet Journal-grindin byggist á einfald-
leika en það góða við að hanna sjálfur sína
dagbók frá grunni, er að maður getur stjórn-
að því hvernig bókin er uppbyggð. Ef til vill
hjálpar það sumum að hafa dagbókina ein-
falda á meðan aðrir vilja hafa hana fjöl-
breytta og vera með mikið í gangi.
Grunnhugsunin er sú að maður flytji
ókláruð verk á milli mánaða; þegar byrjað er
á yfirliti fyrir nýjan mánuð sé farið yfir verk-
efnin sem ætlunin var að ljúka við í síðasta
mánuði. Séu einhver ókláruð, er haldið áfram
með þau í nýjum mánuði. Það hljómar e.t.v.
sem mikil vinna en þannig getur maður met-
ið hvort maður vilji halda áfram með viðkom-
andi verkefni eður ei og hvort það sé meiri
vinnu virði. Ef manni finnst eitthvað ekki
nógu merkilegt til að skrifa það aftur á verk-
efnalistann, þá er það líklega ekki nógu mik-
ilvægt til að leggja meiri vinnu í það.
Bullet Journal-samfélög á netinu
Fólk er mjög duglegt að birta myndir af Bul-
let Journal-bókum sínum á hinum ýmsu sam-
félagsmiðlum. Ef orðinu Bullet Journal er til
dæmis slegið inn á leitarvef Google koma
upp u.þ.b. 383 milljónir niðurstaðna og á In-
stagram rúmlega tvær milljónir. Það er því
auðvelt að sækja sér innblástur og fá hug-
myndir á netinu.
Á Facebook má finna marga hópa þar sem
fólk sameinast í áhuga sínum á Bullet Journ-
al. Einn þeirra kallar sig Bullet Journal
Spjall en í hópnum eru tæplega átta hundruð
félagar. Þar á meðal eru þær Bára Örk Mel-
sted og Eva Rakel Aðalsteinsdóttir.
Bára Örk segist hafa byrjað að nota Bullet
Journal í byrjun sumars 2016 en sér hafi
aldrei fundist tilbúnar dagbækur vera akk-
úrat eins og hún hefði viljað. Hún hafi séð
Bullet Journal-myndband á Facebook og það
hafi strax heillað hana. „Það besta er að
maður getur haft dagbókina akkúrat eins og
maður vill eða þarf. Sumar vikur veit ég t.d.
að það verður mikið um einhvers konar við-
burði eða heimanám og þá gef ég mér meira
pláss í það en vanalega. Stundum nota ég
hana samt lítið eða jafnvel ekki neitt.“
Eva Rakel segist vera búin að nota Bullet
Journal af alvöru í nokkra mánuði. Aðspurð
hvað sé nauðsynlegt að eiga þegar byrjað er
á Bullet Journal, segist hún vera hrifnust af
Toma-bókum. „Svo þarf bara að eiga blýant,
strokleður, reglustiku, liti og svartan
penna.“
Bára Örk segir að það sé ekki mikilvægt
að eiga fínustu bókina og dýrustu pennana.
Best sé að prufa sig áfram. „Þá getur maður
áttað sig á því hvað mann vantar eða langar
til að eiga og nota.“
Þarf maður að vera listrænn til að geta bú-
ið til Bullet Journal-dagbók?
„Það er alls ekki mikilvægt að vera list-
rænn eða kunna að teikna,“ segir Bára.
„Þetta er þín bók og enginn þarf að sjá hana
frekar en þú vilt. Það getur verið erfitt að
bera sig saman við það sem maður sér á
Pinterest og Instagram til dæmis en það
eina sem skiptir máli er að bókin er fyrir þig
og að þú sért ánægð/ur með hana.“
Kæra dagbók!
Dagbókarkerfið Bullet Journal byrjaði sem lítið verkefni manns
sem vildi koma skipulagi á hugsanir sínar og daglegt líf með ein-
faldri dagbók. Hann hefur varla órað fyrir því að þessi einfalda
hugmynd ætti eftir að verða vinsælt dagbókarform víða um heim.
Mynd sem
blaðamaður
teiknaði upp eft-
ir að hafa fengið
innblástur á
Pinterest.
Punktalínurnar
gera manni auð-
velt að teikna og
skrifa í bókina.
Úr dagbók Báru. Hún segist aðallega fá inn-
blástur á Instagram en stundum fái hún líka
hugmyndir úr nærumhverfinu.
Mynd af opnu
úr uprunalegu
Bullet
Journal-
dagbók hönn-
uðarins Ryan
Carroll.
Mynd fengin af síðu
nni www.bulletjou
rnal.com
Bára Örk Melsted segir þema dagbókarinnar
sinnar breytast oft en hún sé litrík.
Eva Rakel Aðalsteinsdóttir hefur notað Bullet
Journal af alvöru í nokkra mánuði.
Úr dagbók Evu
Rakelar. Hún
segist helst fá
innblástur á
Instagram,
Pinterest og af
húðflúrum.