Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Blaðsíða 19
29.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19
Á Seyðisfirði var um tuttugu stiga hiti þótt
varla hafi séð til sólar. Við áttum bókað hjá
Seyðisfjörður Tours sjóstangaveiði hjá skip-
stjóranum á Haföldunni, honum Þórbergi. Eft-
ir frábæra pítsu á Bistro Skaftfell og stopp á
myndlistasýningunni Kapli á Skaftfelli, var
haldið út á haf. Mokuðu krakkarnir þorski um
borð þannig að báturinn svignaði. Kannski smá
ýkjur, en sannleikurinn er sá að um þrjátíu
þorskar týndu lífi þarna þetta kvöld og verða á
boðstólum næstu vikurnar.
Þorskur í matinn
næstu vikurnar
Á leið frá Seyðisfirði til Akureyrar
var ákveðið að taka krók á leið og
stoppa við Dettifoss, enda höfðu
krakkarnir aldrei komið þangað. Bíl-
stjórinn klikkaði aðeins á því og
beygði að Dettifossi þar sem aðeins
grýttur malarvegur liggur að honum,
um 30 kílómetra leið. Það var ekki
skemmtileg keyrsla! Síðar uppgötv-
aðist að hefði ég keyrt aðeins lengra
hefði verið greið leið að fossinum,
hinum megin frá. Man það næst!
Dettifossinn
ógurlegi
Zipline!
Á Vík í Mýrdal er hægt að upplifa
skemmtilegt ævintýri hjá Zipline.
Ferðin tekur um tvo tíma og hentar
öllum aldurshópum. Haldið var af stað
í létta göngu um fagurt landslag við
Vík. Í tvígang eru ferðalangar „hengd-
ir“ í vír og leyft að svífa yfir gil og læki.
Á einum stað þarf svo að stökkva
yfir læk, þó fastur í vír, og kallast
það „Leap of Faith“.
Það mátti alveg heyrast
öskur í þessari ferð, og
þá helst hjá móð-
urinni!
Humarinn
á Höfn
Á Höfn í Hornafirði var gist í eina
nótt og ákváðu svangir ferðalangar
að leyfa sér smá lúxus í ferðinni. Á
Pakkhúsinu við höfnina var boðið
upp á eðalhumar og rann hann ljúf-
lega niður. Það var frekar reikningurinn
sem stóð aðeins í manni, en satt að segja
var hann alveg þess virði.
Hvíldardagar
á Akureyri
Í höfuðstað Norðurlands var staldrað við í tvær nætur og það var
gott að hvíla sig á keyrslunni. Krakkarnir notuðu tímann til að
hanga í tölvunni, fara í sund og liggja í leti. Móðirin notaði tímann
til að kíkja í búðir og versla smávegis en auðvitað má alltaf bæta á
sig fötum. Að sjálfsögðu var steiktur þorskur í raspi um kvöldið en
aflinn hafði verið fluttur frá Seyðisfirði í pappakassa fullum af ísmol-
um. Það var vel borðað og höfðu allir á orði að betri fiskur hefði
ekki smakkast.
Morgunblaðið/Kristján
Þegar farið er á Jökulsárlón má ekki sleppa því að kíkja niður á strönd.
Klakastykkin liggja þar á svarta sandinum eins og demantar í auðninni,
enda kallar ferðamaðurinn ströndina Black Diamond Beach.
Demantar á ströndu
Jökulsárlón birtist skyndilega eins og staður frá annarri
plánetu! Það stirndi á ísjakana sem stóðu upp úr speg-
ilsléttu lóninu; sumir undur bláir, aðrir hvítir, og enn
aðrir gráir af sandi. Sólin skein í heiði og áttum við pant-
aða siglingu hjá Glacier Lagoon. Siglt var í rólegheitum
á milli jaka og fengu krakkarnir að bragða á klaka úr
jöklinum sem að sögn fararstjórans á bátnum var þús-
und ára gamall. Einstök upplifun sem hægt er að mæla
með, a.m.k. í blíðskaparveðri!
Þúsund ára gamall ís