Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Síða 29
njóta náttúrufegurðarinnar, fara á kaffihús og slaka
bara á.“
Yfir eldri hluta Cochem gnæfir Reichsburg-kastali
sem Borghildur segir að hafi verið afar gaman að
heimsækja. „Ég hef oft skoðað kastala sem eru
kannski dálítið hráir og ekki mikið að sjá inni í þeim.
En í kastalanum þarna í Cochem var mikið af dóti;
brynjum, húsgögnum og þess háttar sem var mjög
skemmtilegt að sjá. Við fórum í skoðunarferð um
kastalann með leiðsögumanni sem sýndi okkur sjö af
fimmtíu herbergjum kastalans.“ Auk þess að skoða
kastalann fóru Borghildur, Yngvi og Sólveig meðal
annars í siglingu eftir ánni Mósel sem liðast um Mó-
seldalinn en á bökkum árinnar standa mörg falleg
þorp. Þau fóru einnig í vínsmökkun og upp í útsýn-
isturninn Prinzenkopfturm. „Það var alveg meirihátt-
ar upplifun. Úr turninum er útsýni til allra átta og
fegurðin ólýsanleg,“ segir Borghildur.
Hún segir að markmið ferðarinnar hafi ekki verið
að gera sem mest heldur frekar að lifa og njóta. „Við
vildum gera þetta þannig að tengdamamma nyti ferð-
arinnar sem best. Við vöknuðum snemma alla morgna
og fengum okkur góðan morgunverð. Svo tókum við
smá hrjóga, eins og við segjum, en það er sambland af
hrotum og jóga,“ segir Borghildur og hlær. „Svo fór-
um við í bíltúr eða skoðunarferð og nutum þess svo
bara að sitja á kaffihúsi og fylgjast með mannlífinu.“
Hún segir að þau hjónin langi að fara aftur á þessar
slóðir og skoða meira. „Og þá held ég að við myndum
vilja prófa að gista á svona hótelbát sem siglir eftir
ánni Mósel. Þetta eru bátar með hótelherbergjum,
veitingastöðum og bara virkilega flottri aðstöðu.“
Hitinn var í kringum þrjátíu gráður allan tímann og
Borghildur segir að þau hafi verið þakklát fyrir góða
lofkælingu í bílaleigubílnum. „Stundum flúðum við
bara inn í bíl og settum lofkælinguna í botn. Það var
voða gott að koma heim í svalann; það er þó hægt að
klæða kuldann af sér.“
Í Reichsburg-kastalanum er ótal margt að sjá. Í þessari borðstofu mætti til dæmis halda að borðhald væri að hefjast.
Fallegt útsýni er úr
Reichsburg-kastala í
þorpinu Cochem.
Borghildur segir svokallaða hótelbáta vera algenga
sjón á ánni Mósel. Hún segir þau hjónin langa til að
prófa slíka gistingu seinna meir.
29.7. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Daglegir hádegis-
tónleikar í Eldborg.
21. júní –6. ágúst.
harpa.is/rvkclassics
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið í Reykjavík