Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Síða 30
’ Við munum hvernig sjálfumglaðir fróð- leiksmenn, stundum með opinberan stimpil, þóttust geta farið með hrikalegar hrakspár yrði Icesave-búðingnum hafnað. Enginn þeirra hefur enn beðist afsökunar á oflæti sínu og innistæðulausum fullyrð- ingum. Y fir hverju eru menn að kvarta hér á suðvesturhorninu? Þessi líka frábæri sumardagur í gær og algjörlega feilfrír og staðfesti rétt einu sinni að þegar það er gott veður á Íslandi er það hvergi betra og breytir engu hversu vítt er horft. Aftur og nýbúinn Þessi sólfagri dagur í gær minnti mann helst á þann fræga sólríka miðvikudag í júní sl. sem gladdi okkur flest og sumir töldu að yrði í minnum hafður um aldir. Og nú erum við, suðurhornskallar landsins, sem sagt búnir að fá tvo svona snilldardaga því sem næst í röð. Þeir sem keyptu sér glaðbeittir stuttbuxur hjá Guð- steini um miðjan maí standa nú uppi sem sigurveg- arar en þeir sem híuðu á þá eru niðurlútir að vonum. Og það er hreint alls ekki útilokað slíkir dagar eða keimlíkir þeim verði fleiri, jafnvel miklu fleiri enda er sumarið rétt að byrja. Það er meira eftir af júlí en margur hyggur og svo er allur ágúst, maður lifandi. Illspámenn veðurs fara nú með veggjum, sem von- legt er, en þó er auðvitað óþarft að vera að nudda þeim upp úr þessum hrakförum, sem alla geta hent. Okkur er flestum þannig farið, að eftir svo blessaða tíð sem þessir tveir upprífandi dagar voru silfruð sannindamerki um og færðir voru með gleðibrag til bókar, að allt farg lyftist burt, eins og verið hefði loft, líkast kosningaloforðum, nema þá þeim sem Trump gefur, því að sá djöfsi gengur með þá meinloku að þau megi gjarnan efna. Fundur í Fámannagjá og framhald Pírata Meira að segja fíaskóið út af fullveldinu er gleymt og grafið enda var það sennilega aldrei um neitt. Það er þó of fljótt að slá neinu föstu því að þingflokkur Pírata er sagður hafa lagt fram skriflegar fyrirspurnir til ríkisstjórnar um það í fyrsta lagi hverju þeir sjálfir voru að mótmæla, og í öðru lagi hver hún var þessi Pia af Nörregade og í þriðja lagi hvort hún sé farin og þá í fjórða lagi hvert og hverjir sjái þá um að mótmæla henni þar sem hún er nú niðurkomin. Talið er að Píratar taki það sérstaklega fram í fyrir- spurninni að ekki verði talið boðlegt af Steingrími þingforseta að bera fyrir sig að hér gildi hinar óskráðu reglur þingsins, sem Píratar hafa afhjúpað að séu sumar hverjar að auki hvergi nokkurs staðar skráðar. Þeir segja að þær örfáu óskráðu reglur sem séu skráðar séu ofan í kaupið langoftast skráðar neð- arlega á síðu til að reyna að draga úr eftirlitsvaldi þingsins gagnvart einhverjum, sem Píratar hafa enn ekki séð neinar skrár um hverjir séu. En þeir munu hnykkja á því, að þar sem Ísland sé loks komið í Mannréttindaráð SÞ ásamt Simbabve, Líbíu og fleiri blysförum betra lífs á jörðinni, sem margt megi læra af, muni Píratar fljótlega gera kröfu um að á þeim vettvangi verði þessi ósköp öll tekin föstum tökum. Eðlilegt framhald Það sýnir aðdáunarverða staðfestu Pírata að þeir láta ekki einu sinni hina frábæru sólardaga sumarsins hér á suðvesturhorninu slá sig út af laginu. Það er því lág- markskrafa allra sanngjarnra manna að þetta góða framtak þeirra verði án tafar skráð í þær bækur þar sem hinum óskráðu reglum þingsins er haldið til haga. Þegar danska þjóðin mun loks halda upp á sitt full- veldi, ef einhvern tíma verður talin ástæða til þess, þá getur sú íslenska sent bækurnar þar sem óskráðu regl- urnar eru óskráðar á skinn, ásamt óskráðri frásögn af afreki Pírata og Helgu Völu og lánað Dönum þær, eins og þeir lánuðu Íslendingum Njálu til hátíðarbrigða. Pí- ratar munu að vísu halda því fram að ef Helga Vala hefði ung verið gefin Njáli þá hefði hún gengið út úr bæ á Bergþórshvoli til að mótmæla því að Flosi væri mættur þangað óboðinn. Pia af Nörregaden hefði ekki einu sinni sýnt slíkan yfirgang. Og er þar með rétt að hrista af sér slen alvörunnar og taka upp léttara hjal. Vandi er um slíkt að spá Það hlýtur að vera snúið fyrir veðurfræðing að vera á ferðinni þar sem fjölmennið er mest í þessu fámenna landi. Það er nefnilega algilt lögmálið um örlög boð- bera illra tíðinda. Það lögmál á að vísu oftast við um það sem orðið er og verður ekki breytt. Veðurfræðing- urinn við kortin er aðallega að velta því upp hvernig til- veran gæti teiknast upp í veðri næstu daga. Hann byggir það auðvitað á lærdómi sínum og því sem hefur verið að gerast síðustu dægrin. Hann hefur fengið upp- lýsingar um loftþrýsting, jafnvel nokkrar gervitungla- myndir. Hann þekkir lægðirnar betur en nánustu ást- vini og hvernig þær eru vísar til að haga sér á hverjum árstíma. Hann veit hvernig hitastigið í hafinu stendur og hvort afbrigði séu í straumum og hvort hafís sé lítill eða mikill og hann sé nær eða fjær og margt annað sem bréfritari veit ekkert um, þótt hann sé með þessi mannalæti. En þrátt fyrir allt þetta og tölvur, líkön og reiknivélar þá fara veðurfræðingar nærri um það að með hverjum ókomnum degi sem horft er til súrna spárnar og eitthvert óvænt frávik liggur í leyni og mun óvænt auka vafann, sem er höfuðóvinur allra spá- manna. Hinn dæmigerði veðurfræðingur, sé hann til, er vísast líkur okkur hinum og er því, einkum í hinni fá- gætu sumartíð, heldur hallur undir „gott veður“ þótt umdeilt sé hvaða veður það sé. En hann er samt mun óvilhallari en margir aðrir spá- menn sem láta til sín taka og veifa því óspart hve fag- legt og óhlutdrægt allt þeirra tal sé. Við munum hvernig sjálfumglaðir fróðleiksmenn, stundum með opinberan stimpil, þóttust geta farið með hrikalegar hrakspár yrði Icesave-búðingnum hafnað. Enginn þeirra hefur enn beðist afsökunar á oflæti sínu og innistæðulausum fullyrðingum. Sjálf- sagt er að gefa sér að margur þeirra hafi grátið ofan í koddann andvökunæturnar eftir að íslenska þjóðin gaf þeim langt nef. Ógleymanlegt er hvernig hinn kanadíski seðla- bankastjóri Breta minnti í aðdraganda Brexit mest á skrítnu kallana með spjöldin að boða endlok mann- kynsins. Hann má þó eiga það að hafa komist mun nær því en hinir íslensku „fagmenn“ að viðurkenna að hrakspár og jafnvel hótanir hafi ekki verið heppileg- ar. Hann á þó sennilega einkum við að það hafi verið óheppilegt fyrir hann hversu illa spádómarnir stóð- ust. Það var hins gæfa bresku þjóðarinnar, en gáfu- mönnum þykir það aukatriði í svo stóru máli. Fleiri tilefni til að spá af sér Bandaríkjamenn kusu Donald Trump sem forseta. Bréfritari getur viðurkennt í þennan hóp að honum varð ekki fyllilega rótt yfir því. Og fyrst hann er byrj- aður á að viðurkenna má allt eins bæta því við að fæst Sá sem sá til sólar kvartar ekki Reykjavíkurbréf27.07.18 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.