Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Síða 34
LESBÓK Listamaðurinn Sóley Stefánsdóttir fær skotleyfi á skynfærin kl. 21 ásunnudagskvöld á Húrra, en svo er það kallað þar á bæ þegar valin-
kunnir tónlistarmenn fá að spila nákvæmlega það sem þeim sýnist.
Sóley fær skotleyfi á skynfærin
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018
Síðan Gísla Snæ Erlingssyni tókst aðgræta stóran hluta íslensku þjóðarinnarárið 1995 með Benjamín dúfu, fyrstu
kvikmynd sinni í fullri lengd eftir kvikmynda-
nám í París, hefur hann mestanpart búið og
starfað í útlöndum. Frá aldamótum í Japan, síð-
an Singapúr þar til fyrir tveimur árum að hann
fluttist til London og tók við starfi námsstjóra í
London Film School, einum elsta og virtasta
kvikmyndaskóla heims. „Námsstjóri er yfir öllu
náminu og vinnur náið með kennurum og öðru
starfsliði skólans,“ útskýrir Gísli Snær. Í haust
var hann svo settur skólastjóri og í vor form-
lega fastráðinn til að gegna starfanum.
„Ég vakna á morgnana rétt eins og venjulega
og fer bara að vinna,“ svarar Gísli Snær þegar
hann er spurður um upphefðina. En heldur svo
áfram: „Í sannleika sagt er ég svakalega stolt-
ur, enda rann allt í einu upp fyrir mér að ég er
orðinn nafn í sögu elsta kvikmyndaskóla Bret-
lands, sem getið hefur sér gott orð á al-
þjóðavísu. Skólinn hefur um margt skapað sér
sérstöðu og á sér merkilega sögu, sem hefur
verið haldið vel til haga frá því hann var stofn-
aður árið 1956. Hér er enn kennt eftir fyrsta
kennslumódelinu, sem felst meðal annars í að
nemendur hafa mikil áhrif á þá heimspeki sem
kennt er eftir, starfsemina og það sem skólinn
stendur fyrir. Þegar nemendur hefja nám
borga þeir 5 pund til að gerast félagar í The
Association, en svo nefnist félagsskapur, sem
kýs stjórn og stjórnarformann og velur jafn-
framt skólastjóra.“
Um 200 nemendur
Til gamans lætur Gísli Snær þess getið að upp-
haf London Film School megi rekja til nám-
skeiða, sem haldin voru fyrir rafvirkja til að
höndla með kvikmyndaljós. „Smám saman hef-
ur starfsemin verið að vinda upp á sig. Undan-
farið hafa um 200 nemendur hvaðanæva úr
heiminum stundað hér meistaranám í kvik-
myndagerð, handritsgerð og alþjóðlegri kvik-
myndaviðskiptafræði. Einnig eru árlega í boði
tvö sæti í doktorsnámi í samstarfi við Exeter-
háskóla og háskólann í Warwick. Fastir kenn-
arar eru um 50, lausráðnir um 120 og fjöldi
gestakennara heldur meistaranámskeið á
hverri önn. Nýverið var Walter Murch, klippari
og hljóðhönnuður, til dæmis með eitt slíkt, en
hann hefur unnið mikið með Francis Ford Cop-
pola í áranna rás.“
Úr því að Gísli Snær minnist að fyrra bragði
á einn frægan er lag að biðja hann að nefna
fleiri fyrrverandi nemendur skólans af svipuðu
sauðahúsi. „Ég er afskaplega lélegur í að slá um
mig með frægum nöfnum,“ segir hann, en rifjar
samt upp nokkur: „Sonur David Bowies, Dunc-
an Jones, sem leikstýrði Source Code, Michael
Mann, leikstjóri Miami Vice, Heat og fleiri og
Tak Fujimoto, kvikmyndatökumaður The Si-
lence of the Lambs. Þá hefur líka margt ís-
lenskt kvikmyndagerðarfólk stundað hér nám,
þótt í augnablikinu sé enginn,“ segir Gísli Snær.
Honum finnst þó ekki útilokað að úr rætist og
einhver eða einhverjir þeirra fimmtán Íslend-
inga, sem sóttu um fyrir næstu önn komist
gegnum langt og strangt inntökuferlið.
„Ferlið er ekki svona strembið af því að við
séum að reyna að vera elítuskóli, heldur til að
umsækjendur geri sér grein fyrir út í hvað þeir
eru að fara og að námið sé gríðarlega dýrt fyrir
þjóðfélagið. Kvikmyndabransinn er ekki
kampavín og smóking öll kvöld, heldur virki-
lega töff starf og samkeppni er hörð,“ segir
Gísli Snær og vísar til þess að þegar hann lærði
kvikmyndaleikstjórn í París í gamla daga kost-
aði það franska ríkið svipað og að þjálfa orustu-
flugmann í jafnlangan tíma.
Gísli Snær segir að hjá sér sé enginn dagur
eins frekar en hjá nemendum. Hann fylgist
vitaskuld grannt með námi þeirra, sem skiptist
í þrjár annir á ári og felur í sér að þeir búa til
fjölda kvikmynda á tveggja ára námstíma og
eru flestar um 20 mínútur að lengd. „Um 250 á
ári,“ segir hann og er afar hreykinn af útskrift-
arverkefnum nemenda. Og alveg með tölurnar
á hreinu þegar kemur að afrekum þeirra. „Frá
því ég hóf störf í hittifyrra hafa nemendur sýnt
530 myndir á 431 kvikmyndahátíð og hampað
87 verðlaunum og 55 tilnefningum. Einn fékk
meira að segja Óskarinn fyrir bestu erlendu
myndina þetta árið. Í skólanum er mikil áhersla
lögð á að styðja vel við bakið á nemendum.
Tveir starfsmenn eru í fullri vinnu við að koma
myndunum á framfæri á kvikmyndahátíðum og
víðar, enda er okkur mikið í mun að nemendur
njóti velgengni, þeir eru okkar besta auglýs-
ing.“
Nýi skólastjórinn hefur ekki í hyggju að
breyta áherslum í skólastarfinu, enda sér hann
ekki ástæðu til að breyta því sem virkar vel.
Hins vegar er ýmislegt á döfinni, t.d. stendur
fyrir dyrum að flytja skólann úr Covent Garden
til London City Island og flutningunum, sem á
að ljúka 2020, fylgi mikið umstang og skrif-
finnska.
Spurður hvort nemendur hafi svipaðar hug-
myndir um kvikmyndagerð og hann og sam-
nemendur hans í kvikmyndanáminu á tíunda
áratugnum, segir hann umhverfið hafa gjör-
breyst. „Áhugi þeirra beinist í meira mæli að
gerð sjónvarpsþátta, enda markaðurinn orðinn
miklu meiri fyrir þáttaraðir, sem fólk getur
horft á heima í stofu í eins mörgum lotum og
það vill. Samhliða þessari þróun hefur orðið æ
erfiðara að fjámagna kvikmyndir í fullri lengd. Í
gamla skólanum mínum þurftum við nemend-
urnir að hafa rosalega mikið fyrir því ef okkur
langaði að horfa á gamlar bíómyndir eða þætti.
Þá var ekkert sem hét „online“ eða frír aðgang-
ur að streymisveitu á borð við MUBI eins og
nemendur London Film School hafa. Fyrir vik-
ið eru nemendurnir búnir að sjá ógrynni
mynda, miklu fleiri en mín kynslóð, og hafa þró-
að með sér meiri sjónrænan lesskilning,“ segir
Gísli Snær og bætir við að kvikmyndir og þætt-
ir frá öðrum löndum en Bretlandi og Bandaríkj-
unum eigi auknum vinsældum að fagna, bæði
hjá nemendum og almenningi.
Fer enn í keng yfir Benjamín dúfu
Áður en Gísli Snær sneri sér að menntamálum
og skólastjórn á vettvangi kvikmyndanna kom
hann víða við. Á árunum 1986 til 1994, eða þar til
fór til náms í París, var hann umsjónarmaður
tónlistarþáttarins Poppkorns, stjórnaði og fram-
leiddi fjölda þátta fyrir RÚV og leikstýrði og
klippti kvikmyndina Stuttur frakki. Eftir útskrift
stjórnaði hann og myndaði margar verðlauna-
myndir, sjónvarpsauglýsingar og fleira. Hans
þekktasta verk, Benjamín dúfa, var til skamms
tíma á hringsóli á kvikmyndahátíðum vítt og
breitt um heiminn, og sjálfur hefur hann verið
dómari á slíkum hátíðum út um allar trissur.
„Benjamín dúfa á sérstakan stað í hjarta
mér, ég get ekki horft á hana án þess að fara al-
veg í keng því ég upplifi svo sterkt hversu mikið
allir sem að henni komu gáfu af sér. Ég segi
stundum að það hafi orðið til einhver galdur,“
segir Gísli Snær og tekur fram að myndin sé
gerð eftir skáldsögu Friðriks Erlingssonar.
Aldamótaárið kom út kvikmyndin Ikíngút,
sem hann leikstýrði. Eftir góðar viðtökur á
kvikmyndahátíðinni í Berlín fluttist hann til
Tókíó ásamt japanskri eiginkonu og dóttur.
„Ég hafði nóg að gera, stofnaði framleiðslu- og
dreifingarfyrirtæki, gerði heimildarmyndir og
vann fyrir japönsku sjónvarpsstöðina NHK svo
fátt eitt sé talið. Þegar mér bauðst skólastjóra-
staða við Puttnam-kvikmyndaskólann í Singa-
púr greip ég tækifærið því mér fannst mikið til
um að fá að vinna með David Puttnam, sem er
mikill menntafrömuður þegar kemur að kvik-
myndagerð.“
Sex árum síðar færði Gísli Snær sig aftur um
set til að halda um skólastjórataumana í Lond-
on Film School. „Það spilaði líka inn í að mig
langaði til að vera nær Íslandi og foreldrum
mínum, sem farnir eru að eldast, og að þurfa
ekki að fljúga í þrettán klukkutíma til að kom-
ast heim. Eftir næstum tvo áratugi í Asíu og tíð
ferðalög um um allan heim finnst mér Ísland
alltaf vera heima.“
Þrátt fyrir að vera í fullu starfi hjá London
Film School er Gísli Snær með nokkur kvik-
myndaverkefni í þróun. „Flest þeirra gerast
heima á Íslandi. Þótt þau séu öll hentug til sam-
starfs við Breta eru þau ætluð til sýninga víða
um heim. Mér finnst mikilvægt að allir kenn-
arar og starfsmenn skólans haldi við sköp-
unargáfunni svo nemendur geti lært af þeim
sem stöðugt eru að og í góðri æfingu.“
Gísli Snær, t. h., ásamt gestakenn-
aranum Walter Murch, sem hefur
verið náinn samstarfsmaður
Francis Ford Coppola.
„Nemendur eru okkar besta auglýsing“
Gísli Snær Erlingsson tók nýverið við skólastjórataumunum í London Film School, einum elsta kvikmyndaskóla heims
Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is
’ Þá var ekkert sem hét „online“ eða frír aðgangur aðstreymisveitu á borð við MUBIeins og nemendur London Film
School hafa. Fyrir vikið eru
nemendurnir búnir að sjá
ógrynni mynda, miklu fleiri en
mín kynslóð, og hafa þróað með
sér meiri sjónrænan lesskilning.“
Að jafnaði stunda um 200 nemendur meistaranám í kvikmyndagerð, handritsgerð og alþjóðlegri kvikmyndaviðskiptafræði í London Film School.
Ljósmynd/Katie Garner