Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.07.2018, Side 36
Poppgyðjan Madonna er byrj-uð að skipuleggja sextíu áraafmælið sitt, en aðeins rúm-
ar tvær vikur eru í herlegheitin.
Blöð um víða veröld eru byrjuð að
fara yfir ótrúlegan feril Madonnu
og ekki síður hvernig hún hefur
hreinlega breytt heiminum, ekki
síst fyrir konur í popptónlist. Und-
irrituð ólst upp við tónlist hennar
og nærveru og getur tekið undir
að áhrif Madonnu eru stórtæk.
Þegar bera fór á Madonnu voru
viðbrögðin við henni ýmiss konar.
Hún eignaðist strax stóran aðdá-
endahóp en hún var einnig kölluð
ófyrirleitinn dóni. Madonna var
djörf í klæðaburði, talaði frjálslega
um kynlíf og lagði áherslu á að
konur ættu að huga að sjálfum sér
en ekki öðrum, þóknast sjálfum
sér og njóta fullkomins frelsis á
borð við karlmenn. Madonna sýndi
fljótt og hefur alla tíð sýnt hvern-
ig konur geta tekið stjórnina
aleinar, en það fór öfugt ofan í
marga í byrjun þar sem tíðarand-
inn var ennþá svolítið settlegur á
níunda áratugnum og konur áttu
að margra mati að vera prúðar og
þægar.
Madonna ruddi brautina fyrir
framtíðar djarfa „dóna“, konur
sem hafa sýnt djörfung og eld-
móðugt sjálfstæði í tónlistarheim-
inum svo sem Beyoncé og Taylor
Swift, sem hafa sjálfar tekið
stjórnina á sínum ferli en ekki
látið stjórnast, því það var
vissulega stórt vandamál í
poppheiminum þar sem konur
hafa oft barist við að vera
settar í ákveðin fyrirfram-
gefin mót.
Sjálfstæðisbarátta
Madonnu hefur end-
urspeglast í mörgu, til
að mynda hafa bún-
ingar Madonnu oft
þótt minna á brynjur
eða eins konar her-
klæðnað – hún er
tilbúin í átökin og við
öllu búin.
Átökin hafa verið ýmiss
konar og hún hefur ekki
aðeins notað búninga og
sviðsframkomu til að
ögra og bjóða heim-
inum birginn. Mynd-
böndin hafa verið
hennar sterki vett-
vangur þar sem hún
hefur til dæmis
hróflað við kaþólsku
kirkjunni og karla-
Sú sem
breytti heim-
inum sextug
Brátt sextug er Madonna hvergi nærri af baki dott-
in. Madonna hefur haft óvéfengjanleg áhrif á tilveru
fólks um víða veröld og poppheiminn í heild sinni.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Með dóttur sinni Lourdes Leon.
Hallar sér að öxl sonar síns, David Banda. Ma-
donna á sex börn, þar af eru fjögur ættleidd.
Madonna á
tónleikatúr
sínum Rebel
Heart árið
2015.
Madonna í einum af
sínum frægustu
„brynjum“ sem Jean
Paul Gaultier hannaði.
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.7. 2018
LESBÓK
KVIKMYNDIR Anthony Hopkins sagði opinskátt frá
baráttu sinni við alkóhólisma þegar hann var að byrja
feril sinn sem ungur leikari. Erfitt hafi verið að vinna
með honum og hann hafi oft mætt á tökustað með
timburmenn. Þessu deildi hann með 500 nemendum í
Háskólanum í Kaliforníu á opnum fyrirlestri þar en
breski leikarinn er búsettur vestanhafs, í Los Angel-
es. Hopkins sagði að hann hefði náð að snúa blaðinu
við með hjálp stuðningsfulltrúa þegar hann var langt
kominn á fertugsaldur. „Út frá því hvernig líf mitt
var, trúi ég því varla enn að það hafi þróast í þessa
átt, ég hefði átt að deyja í Wales, fullur eða eitthvað
þvíumlíkt,“ sagði hinn áttatíu ára gamli Hopkins á
fyrirlestrinum.
Hefði átt að deyja fullur
Athony Hopkins
er hissa á jákvæðri
þróun lífs síns.
KVIKMYNDIR Til stendur að Natalie Port-
man leikstýri og fari með aðalhlutverk í nýrri
ævisögulegri kvikmynd um tvíburasysturnar
Esther og Pauline Friedman sem báðar voru
þekktir dálkahöfundar í blöðum vestanhafs.
Portman myndi að sjálfsögðu leika báðar
systurnar og því um tvöfalt hlutverk að ræða.
Tvíburasysturnar, sem ávallt voru kallaðar
Eppie og Popo voru fæddar 1918 og voru af-
ar nánar í uppvexti sínum og héldu meira að
segja sameiginlegt brúðkaup. Sambandið
súrnaði hins vegar þegar þær eltust og fóru
að starfa sem dálkahöfundar og stóð sú deila
í áratugi og jafnvel framyfir lát þeirra.
Portman leikur þekkta tvíbura
Natalie Portman spreytir sig á tveimur aðal-
hlutverkum í næstu mynd.
Til Evrópu
SJÓNVARP Netflix ætlar að opna
sitt fyrsta stóra framleiðsluver í
Evrópu í haust og varð Spánn fyrir
valinu, nánar tiltekið Madríd.
Spænskumælandi markaður Net-
flix fer sístækkandi og aukin eftir-
spurn er eftir kvikmyndum og sjón-
varpsþáttaseríum á spænsku. Sé
allt starfslið talið með sem þarf í
kvikmyndaverið, sem verður afar
stórt, er talið að Netflix muni skapa
um 13.000 ný störf í borginni.
KVIKMYNDIR Verðandi sumar-
smellur bíóhúsanna, mamma Mia!
Here We Go Again! skartar popp-
stjörnunni Cher í einu hlutverk-
anna. Cher lagði afar hart að sér
til að ná dönsunum fullkomlega
en í viðtali við ShowBiz sagði
einn danshöfundur myndarinnar
að Cher hefði verið sú sem vildi
vinna lengst og ekki hætt fyrr en
hreyfingarnar voru fullkomnar.
Það hefði jafnvel verið erfitt fyr-
ir danshöfundana að komast heim
á skikkanlegum tíma því Cher
vildi ekki hætta. „Bara einu sinni
enn,“ sagði hún til að fá þá til að
halda áfram að kenna sér.
Cher er 72 ára gömul og sagði
einnig frá því í viðtalinu að hún
hefði verið dauðhrædd við að
taka að sér hlutverkið, meðal
annars vegna þess að leikarahóp-
urinn hafði starfað áður saman
og hún ný þar inn. Allt hefði þó
gengið afskaplega vel, hópurinn
verið afar elskulegur við hana og
sérstaklega hefði verið gott að
Meryl Streep hafði auga með
henni þegar hún lék í sínum sen-
um. Það hefði fyllt Cher örygg-
iskennd.
Lagði hart að sér
Cher og Meryl Streep náðu vel saman.