Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 1
Nú telja margir að sumarið sé komið og er það óskandi að það endist fram yfir verslunarmannahelgi. Sólardagana í sumar má telja á fingrum annarrar handar en það er fljótt að gleymast þeg- ar sólin lætur loks sjá sig. Sólin skein skært í gær þegar ljósmyndari Morgunblaðsins náði þessari sumarlegu yfirlitsmynd af miðborginni og Faxaflóa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blíðviðri yfir Faxaflóa F I M M T U D A G U R 2. Á G Ú S T 2 0 1 8 Stofnað 1913  180. tölublað  106. árgangur  DROSSÍA SEM LÍÐUR ÁFRAM EINS OG Í DRAUMI ALGJÖRT SAMYRKJUBÚ RAFMAGNAÐ HARLEY-HJÓL Á LEIÐINNI ÖSP, ÖRN OG POZZO 53 VIÐSKIPTAMOGGINNEINAR KÁRASON 12 Ef dregið verður úr framleiðslu kindakjöts um fimmtug eða fjórðung til að eyða offramleiðsl- unni, eins og nú virðist stefna í, þarf að fækka sauðfé í landinu um að minnsta kosti 100 þúsund fjár. Við slíkan samdrátt minnka tekjur sauðfjárbænda verulega sem og afurðastöðva og byggð- arlög sem byggja mikið á sauð- fjárrækt verða fyrir blóðtöku. Dæmi um það eru Dalir, Strand- ir, Húnaflói og norðausturhornið. Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Lands- samtaka sauðfjárbænda, segir að eyður geti myndast í byggð- unum, verði niðurskurðurinn stjórnlaus. Hann segir mikilvægt að standa þannig að málum að greinin standi sterk eftir og hægt verði að grípa þau tækifæri sem gefast í framtíðinni. » 34 Stjórnlaus niðurskurður myndar eyður í byggðum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Fjöldi meintra brota vegna aksturs undir áhrifum er um þessar mundir að ná sömu hæðum og voru frá átt- unda áratug síðustu aldar til ársins 2008. Það sem af er ári hafa um 1.300 verið grunaðir um ölvunar- akstur eða akstur undir áhrifum ávana- og/eða fíkniefna á höfuð- borgarsvæðinu og lögregla stöðvað um 1.135 vegna slíkra brota. Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og afbrotafræðingur, segir að aukið eftirlit lögreglu með málaflokknum hafi mest um aukinn brotafjölda að segja. 40% með erlent ríkisfang Um 40% þeirra sem grunaðir hafa verið um ölvunarakstur það sem af er ári eru með erlent rík- isfang. Helgi segir að ungir erlendir karlmenn séu stærstur hluti þeirra innflytjenda hér á landi sem teknir séu fyrir ölvunarakstur. Ástæðan sé að þeir séu hlutfallslega margir og oft sé um farandverkamenn að ræða sem starfi hér á landi um skamma hríð. Hann segir að menn- ingarmunur sé á viðhorfi til ölv- unaraksturs í Skandinavíu og á Ís- landi miðað við það sem gerist í mörgum öðrum löndum Evrópu. „Við þurfum að ná dálítið til þessa hóps og koma skilaboðunum inn í hann líka. Lögreglan velur ekki úr þessum hópi til að handtaka og ég held að tölurnar æpi á það að við þurfum að ná til þessara hópa.“ Meintum brotum fjölgar  Fjöldi „tekinna“ ökumanna nálgast fyrra far  1.300 grunaðir það sem af er ári  Afbrotafræðingur segir aukið eftirlit og búnað lögreglu búa að baki fjölguninni Akstur undir áhrifum » Um 1.300 ökumenn hafa verið grunaðir um akstur undir áhrifum á þessu ári. » Aukið eftirlit lögreglu með brotum í málaflokknum hefur mikið að segja um fjölgun þeirra sem teknir eru. » Menningarmunur í við- horfi. MÆtluðum brotum hefur… »4  Gömlum súrheysturni á bænum Klettum í Skeiða- og Gnúpverja- hreppi hefur verið breytt í íbúða- hótel á fjórum hæðum. Snjöll út- færsla arkitekts gerði þetta mögulegt. Á toppi hótelsins er svo útsýnisturn hvar sést í 360° yfir sveitir Suðurlands. Ásgeir Eiríks- son, eigandi hótelsins, hyggst þarna starfrækja miðstöð í kín- verskum lækningum. Segir hann góða orku vera í turninum sem henti því vel til þessarar starfsemi. »6 Kínverskar lækn- ingar í súrheysturni Stoðtækjafyrirtækið UNYQ hefur ákveðið að skrá sig á First North-markaðinn í Stokkhólmi, og verða þar með fyrsta bandaríska fyrirtækið á þeim markaði. Eyþór Ben- der, forstjóri félagsins, segir í samtali við ViðskiptaMogg- ann að gaman væri að sjá íslenska lífeyrissjóði sem hluthafa í félaginu. „First North-markaðurinn er mjög áhugaverður fyrir minni fyrirtæki. Sú reynsla mín hjá Össuri og Ekso Bionics, að fara á markað snemma, reyndist vel. Össur notaði skrán- inguna á markað til að stækka með uppkaupum á fyr- irtækjum í sama geira, og það er eitthvað sem við horfum til einnig.“ »ViðskiptaMogginn Væri gaman að sjá líf- eyrissjóði sem hluthafa Eyþór Bender
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.