Morgunblaðið - 02.08.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Þegar unnið var að því í gær að
grafa fyrir nýjum frárennslislögnum
við austurenda Tollhússins í Kvos-
inni var komið niður á eina frægustu
bryggju í Reykjavík, Steinbryggj-
una. Bryggjan fór undir uppfyllingu
árið 1940 og hefur verið hulin sjón-
um manna í áratugi. Er hún talin
vera nokkuð heilleg.
Nú er unnið að því að endur-
gera svæðið milli Tollhússins og hins
nýja Hafnartorgs, sem hefur verið í
byggingu. Þessi kafli, milli Tryggva-
götu og Geirsgötu, tilheyrði áður
Pósthússtræti en mun framvegis
heita Steinbryggja. Þór Gunnarsson,
verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg,
tjáði Morgunblaðinu að frárennslis-
lögnunum yrði fundinn annar staður,
nær Hafnartorginu. Þar er önnur
lögn sem liggur dýpra.
Fornleifafræðingar fylgjast
grannt með framkvæmdunum, enda
er Steinbryggjan friðuð.
Hin nýja gata, Steinbryggjan,
verður malbikuð og lögð steinum.
Verklok eru áætluð í október. Verk-
taki er Lóðaþjónustan ehf.
Steinbryggjan var gerð sumarið
1884 úr tilhöggnum steini og var þá
hið mesta mannvirki sem Reykjavík
hafði ráðist í. Júlíusi Schou stein-
höggvara var falin umsjá verksins.
Hún átti að heita Bæjarbryggja en
var alltaf kölluð Steinbryggja. Þótti
hún framför miðað við trébryggjurn-
ar úti af fjörukambinum í Reykjavík
Bryggjan var fyrsti viðkomu-
staður þeirra sem komu til Reykja-
víkur. Þegar Friðrik VIII. Danakon-
ungur kom til landsins 1907 gekk
hann upp á Steinbryggjuna. Einnig
Kristján 10. og Alexandrína drottn-
ing árið 1921. Var bryggjan þá
fagurlega skreytt.
Steinbryggjan fræga
skaut upp „kollinum“
Ljósmynd/Jón Halldór Jónasson
Steinbryggjan Hin gamla bryggja er heilleg að sjá þar sem hún er grafin undir yfirborði jarðar við Tollhúsið.
Bryggjan hefur verið hulin sjónum manna í áratugi
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í
Eskihvammi í Kópavogi frá upphafi
sumars, en þar fara fram skipti á
helstu leiðslum og lögnum sem liggja
um götuna. Sveinn Guðsteinsson, hjá
verktakafyrirtækinu Auðverk sem
sér um framkvæmd verksins, segir að
framkvæmdin sé talsvert umfangs-
meiri en ráðgert hafði verið í upphafi.
Áætluð verklok voru 5. ágúst nk. en
nú þykir ljóst að það náist ekki og seg-
ir Sveinn að verklokum muni seinka
um mánuð hið minnsta. „Þetta er
miklu meira verk en við höfðum gert
ráð fyrir í upphafi. Það þarf að end-
urnýja nánast allar leiðslur í götunni
auk þess sem lagnirnar eru miklu
fleiri en við bjuggumst við,“ segir
Sveinn og bætir við að endurnýjun
leiðslna í götunni hafi verið löngu
tímabær. „Það er allt orðið eldgamalt
og ónýtt hérna enda eru þessar helstu
leiðslur orðnar 60 ára gamlar. Þá er-
um við að tala um skólpið, rafmagnið
og annað í þeim dúr,“ segir Sveinn.
Eins og fyrr segir hefur verklokum
í Eskihvammi verið frestað um mán-
uð en búist er við að framkvæmdinni
ljúki 15. september. Upphafleg kostn-
aðaráætlun verksins hljóðaði upp á 70
milljónir króna en að sögn Sveins
mun heildarkostnaður framkvæmd-
arinnar fara töluvert fram úr áætl-
unum.
Spurður um kostnað við verkið seg-
ir hann að erfitt sé að fullyrða um það
að svo stöddu. „Það er svakalega erf-
itt að spá fyrir um það en þetta er
augljóslega verkefni sem fer fram úr
upphaflegum plönum. Það er oft
þannig með þessi verk að þegar hafist
er handa kemur í ljós að framkvæmd-
in er miklu meiri en hún átti að vera,“
segir Sveinn.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Framkvæmdir Búið er að grafa upp götuna í Eskihvammi. Nú fara þar fram
skipti á helstu leiðslum og lögnum, en verklok eru áætluð eftir um mánuð.
Meira verk en í
upphafi var talið
Miklar framkvæmdir í Eskihvammi
Framkvæmdir
í Eskihvammi
» Upphafleg kostnaðaráætlun
hljóðaði upp á 70 milljónir
króna en ljóst er að kostnaður
verður talsvert meiri.
» Verklokum hefur verið frest-
að um einn mánuð, til 15.
september.
» Skipta á um allar helstu
leiðslur og lagnir í götunni
enda eru þær orðnar um 60
ára gamlar.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Sameiginlegur leikskóli og grunn-
skóli á Tálknafirði, Tálknafjarðar-
skóli, verður ekki rekinn af Hjalla-
stefnunni ehf. á næsta ári, líkt og
verið hefur. Fækkun barna í bænum
er meðal ástæðna fyrir því að Hjalla-
stefnan hættir rekstri í sveitarfé-
laginu. Hjallastefnan, undir stjórn
Margrétar Pálu Ólafsdóttur, hefur
haft reksturinn með höndum frá
árinu 2012 og veitti menntamála-
ráðuneytið þróunarskólastyrk vegna
verkefnisins til þriggja ára.
Nýr skólastjóri ráðinn í vor
Bjarnveig Guðbrandsdóttir, odd-
viti Tálknafjarðarhrepps, segir að
sveitarfélagið skilji sátt við Hjalla-
stefnuna og engin leiðindi séu í spil-
unum. Að miklu leyti verður haldið í
þá stefnu sem mörkuð var með
Hjallastefnunni á Tálknafirði.
„Við viljum halda því sem var gott
og sækja í stefnuna það sem okkur
langar að hafa. Það gerir góðan skóla
að enn betri skóla,“ segir Bjarnveig.
Skólinn verður rekinn af sveitarfé-
laginu með hefðbundnu sniði í op-
inberum rekstri grunn- og leikskóla.
Aðspurð kveðst Bjarnveig ekki hafa
trú á því að breytt rekstrarform hafi
áhrif á útgjöld Tálknafjarðarhrepps
vegna skólamála.
Sömu starfsmenn verða í skólan-
um í vetur og áður voru, en Sigurður
Örn Leósson var í vor ráðinn nýr
skólastjóri. Fluttist hann í kjölfarið
til Tálknafjarðar ásamt konu sinni.
„Okkur finnst mikill fengur að hafa
fengið þau,“ segir Bjarnveig.
Sem stendur verða 40 börn í
grunnskólanum og sex í leikskólan-
um næsta vetur. Áætlaður fjöldi er á
reiki því möguleiki er á að nokkrar
fjölskyldur setjist að í bænum.
Bærinn tekur við
rekstri skólans
Hjallastefnan hættir á Tálknafirði
Morgunblaðið/Kristinn
Tálknafjörður Leikskólabörn í
Tálknafjarðarskóla að leik.