Morgunblaðið - 02.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 02.08.2018, Page 12
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bíltúr Hjónin Einar Kárason og Hildur Baldursdóttir á ferðinni. „Vissulega eyða þessir bílar miklu og eru ekki beint umhverfisvænir, en ég ætla nú samt að halda í mína sérvisku og vera á svona bíl,“ segir Einar í viðtalinu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Bílar þurfa að hafa karakt-er,“ segir Einar Kárasonrithöfundur. Við erumstödd á fáförnum sveita- vegi úti á landi þegar amerískur lúx- usbíll kemur inn í rammann; dæmi- gerð demókratadrossía þótt aðrir vilji sjálfsagt kenna bílinn við repú- blikana. Þetta er Dodge Charger og framleiddur í bílaborginni Detroit við Vötnin miklu í Bandaríkjunum. Framleiddur árið 2008 og fluttur það sama ár til Íslands. Rúm þrjú ár eru síðan Einar eignaðist bílinn, sem hann lýsir sem kostagrip. Áður átti hann nokkra Dodge og Chrysler. Hluti af sviðsmyndinni Bílar koma oft við sögu í verkum Einars og eru þar hluti af sviðs- myndinni, svo sem í Djöflaeyjar- bókunum og skáldsögunni Heimskra manna ráðum. Nærtækt er auk- inheldur að nefna bók Einars og Ólafs Gunnarssonar Úti að aka – á reykspúandi Kadilakk yfir Ameríku sem kom út árið 2006. Þar segir frá leiðangri þeirra félaga eftir Route 66 þvert yfir Bandaríkin og fékk bókin góða umsögn á sínum tíma. Um þennan leiðangur gerði Sveinn Sveinsson hjá Plúsfilm heimild- armynd og var hún sýnd á RÚV fyrir nokkrum vikum. „Þeim sem eru heillaðir af am- erískum bílum má skipta upp í nokkra hópa. Sumir eru Ford-menn en aðrir GM-týpur sem vilja til dæm- is Cadillac, Pontiac, Buick og Chevr- olet. Sjálfur er ég Mo-Par – sem er stytting úr motorpart og þar eru í menginu bílar eins og Dodge og Chrysler. Faðir minn Kári Gunn- arsson, sem var bílstjóri lengst sinn- ar starfsævi, átti svona bíla og þann- ig vaknaði áhugi minn á þeim og bíladellan almennt. Í dag er það hins vegar þannig að svona drossíur þykja hálfgerðar risaeðlur. Vissu- lega eyða þessir bílar miklu og eru ekki beint umhverfisvænir, en ég ætla nú samt að halda í mína sér- visku og vera á svona bíl.“ Sviplausar í löngum röðum Einari Kárasyni verður tíðrætt um að bílar þurfi að hafa bæði svip og sál. „Síðasta árið hef ég bæði farið til New York og Los Angeles og mér finnst eitthvað vanta að nú eru leigu- bílarnir þar ekki lengur amerískir eðalbílar, heldur sviplausar Toyotur í löngum röðum. Að vísu gular á lit en eitthvað vantar samt. Steini vinur minn í Svissinum, Aðalsteinn Ás- geirsson, kallar svona bíla rúnstykki; þau eru heldur óspennandi útlits eins og fólk veit, þótt þau séu góð til síns brúks,“ segir Einar og heldur áfram: „Og það eru fleiri íslenskir rit- höfundar aðdáendur amerískra bíla, ekki bara Ólafur Gunnsson sem fyrr var nefndur heldur átti Halldór Lax- ness frægan stóran Buick. Og svo má nefna Indriða G., en Bragi heitinn Einarsson í Eden í Hveragerði, móð- urbróðir minn, skrifaði um hann minningargrein, þeir voru vinir og drukku gjarnan saman morgunkaffi í gróðraskálanum. Og Bragi segir að það hafi alltaf verið jafn til- komumikið að sjá Indriða renna í hlað á sínum Chrysler New Yorker. Semsé; Indriði á sínum Chrysler var Mo-Par maður eins og ég.“ Eins og í draumi Að lokum örstutt um bíl Einars, Dodge Charger. Vélin er 190 hestöfl og 6 cl. Eyðsla um 12 á hverja 100 kílómetra. „En annars spái ég ekki svo mikið í eyðsluna, þetta er einfald- lega draumabíll og mitt val. Fljótur að komast á skrið og hægt að halda góðri siglingu og líða áfram eins og í draumi, sama á hvernig vegi er ek- ið,“ segir Einar. Einar Kárason rithöfundur leynir ekki aðdáun sinni á amerískum bílum. Hann ekur um Dodge Charger og hefur átt marga svipaða bíla áður. Í sögum hans eru bílar oft hluti af sviðsmyndinni. Dæmigerð drossía frá Detroit AFP Ameríka Núna eru leigubílarnir í New-York gjarnan japanskir, enda þó svo guli liturinn fái að halda sér. Eðalbíll Dodge Charger sem er árgerð 2008. Einar eignaðist bílinn fyrir um þremur árum og líkar vel. 12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði Full búð af fallegum sundfötum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Strandarkirkja Góður tónleikastaður. Syngja lög við ljóð Kiljans Englar og menn í Strandarkirkju Yfirskrift næstu tónleika á tónlist- arhátíðinni Englar og menn í Strandarkirkju í Selvogi næstkom- andi sunnudag 5. ágúst, kl. 14, er Kiljan í kirkjunni. Þar koma fram Hildigunnur Einarsdóttir mezzósópr- an, Jón Svavar Jósefsson barítón og með þeim leikur Guðrún Dalía Sal- ómonsdóttir á píanó og orgel. Þau flytja dagskrá helgaða Nóbelsskáld- inu Halldóri Kiljan Laxness, það er syngja lög við ljóð hans. Lögin eru meðal annars eftir Jórunni Viðar, Þorkel Sigurbjörnsson og Jón Ás- geirsson. Allir eru þessir söngvarar í fremstu röð, eiga langt nám að baki og hafa komið fram með kórum, hljómsveitum, unnið til verðlauna, gefið út efni og unnið til verðlauna svo nokkuð sé nefnt. Á Veiðisafninu á Stokkseyri verður Páll Reynisson veiðimaður og safn- stjóri með leiðsögn um safnið alla verslunarmannahelgina, föstudag til og með mánudag kl. 14. Þar mun hann hafa yfir ljóna- og lygasögur að hætti hússins og bjóða uppá, eins og hann segir sjálfur, sögur af gíröffum, grá- gæsum, byssusmiðum, sauðnautum og hvítabjörnum. Veiðisafnið er ein- stakt á landsvísu, segir í tilkynningu, en hvergi á Íslandi er finna jafn fjöl- breytt úrval uppstoppaðra veiðidýra, skotvopna og veiðitengdra muna. Þá má á safninu fræðast um um veiðidýr, skotvopn, veiðar og náttúruvernd. Veiðisafnið um verslunarmannahelgi Sögur af gíröffum og grágæsum Veiðisafnið Páll Reynisson tekur á móti gestum og segir frá ýmsu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.