Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Verið velkomin í verslun okkar
Opið virka daga kl. 8:30–17:00
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
STUÐNINGSHJÁLPARTÆKI
ÖRYGGI Í STURTUNNI
Heilbrigðissvið Fastus býður upp á heildarlausnir í endurhæfingar-, hjúkrunar- og hjálpartækjum.
Í verslun okkar að Síðumúla 16 er að finna gott úrval af heilbrigðisvörum og þar leggur sérhæft
fagfólk metnað sinn í að finna lausnir og aðstoða þig við val á vörum.
Komdu við hjá okkur – við tökum vel á móti þér og finnum réttu lausnina fyrir þig.
Fjölmargir viðburðir eru á dagskrá víða um land um versl-
unarmannahelgina. Ber þar hæst Þjóðhátíð í Vestmanna-
eyjum, en búast má við að um 15.000 Íslendingar hið minnsta
leggi leið sína til Eyja. Þá verður einnig fjölmenn hátíð fyrir
norðan, en á Akureyri verður Ein með öllu haldin líkt og und-
anfarin ár. Í Bolungarvík mun Evrópumeistaramótið í mýrar-
bolta fara fram, en mótið hefur notið mikilla vinsælda meðal
fólks á öllum aldri. Auk fyrrgreindra hátíða verða hátíðirnar
Neistaflug í Neskaupstað, Unglingalandsmót UMFÍ í Þorláks-
höfn og Norðanpaunk á Laugarbakka auk margra annarra á
sínum stað.
Fyrir þá sem ætla að halda sig á höfuðborgarsvæðinu um
verslunarmannahelgina verður einnig nóg um að vera. Inni-
púkinn í Kvosinni verður um helgina auk þess sem Árbæjar-
safn mun bjóða upp á fjölbreytta leikjadagskrá fyrir krakka á
sunnudag og mánudag. Þess utan verða haldnir opnir tón-
leikar á Gljúfrasteini á sunnudag þar sem flutt verða íslensk
og skandinavísk vísnalög.
Fyrir fólk sem er enn óákveðið hvert skal halda um versl-
unarmannahelgina eru helstu hátíðir auk upplýsinga á mynd-
inni hér að ofan. aronthordur@mbl.is
Hátíðir um verslunarmannahelgina 2018
Sæludagar KFUM & KFUK
VATNASKÓGUR
Aldurstakmark: nei. 6 ára og yngri: ókeypis.
7-12 ára: 3.000 kr. 13 ára og eldri: 6.000 kr.
Svæðið opnar á fimmtudagskvöldi með
dagskrá fram að mánudagshádegi.
Innipúkinn
HÚRRA, GAUKURINN OG
MIÐBÆR REYKJAVÍKUR
Aldurstakmark: já. Armband á hátíðina
kostar 6.990 kr. Einnig er hægt að
kaupa miða á stakt kvöld á 3.990 kr.
Fjölbreytt tónleikadagskrá
föstudags-, laugardags- og
sunnudagskvöld. Fjöldi listamanna.
Norðanpaunk
LAUGARBAKKI
Aldurstakmark: nei.
Félagsgjald: 7.000 kr.
Árlegt ættarmót
paunkara á Laugarbakka
Vestur-Húnvatnasýslu.
Á hátíðinni koma
fram yfir 40
hljómsveitir.
Neistaflug
NESKAUPSTAÐUR
Aldurstakmark: nei. Helgararmband: 9.490
kr. Gildir á alla viðburði. Nóttin á tjaldsvæðinu
kostar 1.200 kr.
Tjaldmarkaður, skrúðganga, strand-
blaksmót, flugeldasýning og bruna-
slöngubolti á milli hverfa verður meðal annars á
döfinni þá fjóra daga sem hátíðin stendur.
Stuðmenn, Stjórnin, Dúndurfréttir, Logi
Pedro og Birnir, Guðmundur R og Matti
Matt og Jógvan.
Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta
BOLUNGARVÍK
Aldurstakmark: 18 ára til þátttöku í
boltanum og á böllin. Keppnisarmband:
6.000 kr. Ballarmband: 6.000 kr.
Ofurarmband: 10.000 kr. (öll böll ásamt
keppni í mýrarbolta).
Mótssvæðið er við tjaldsvæðið og
sundlaugina í Bolgungarvík.
„Drullumall á daginn, stanslaust stuð
á kvöldin“. Sveitaball með Benna Sig.
Dansleikur með Daða Frey og dj.
Unglingalandsmót UMFÍ
ÞORLÁKSHÖFN
Aldurstakmarkanir: opið öllum á aldrinum
11–18 ára. Mótsgjald er 7.000 kr. á mann.
Tjaldsvæðið er ókeypis fyrir mótsgesti og
fjölskyldur þeirra.
Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus
íþrótta og fjölskylduhátíð. Keppt verð-
ur í hinum ýmsu greinum svo sem frjálsum
íþróttum, golfi, körfubolta, dansi og fleiru.
Ein með öllu og Íslensku sumarleikarnir
AKUREYRI
Aldurstakmark: 18 ára á tjaldsvæðin.
Fjölskylduvænt tjaldsvæði að Hömrum og
blandað við Þórunnarstræti. Alls kyns
jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir. Auk þess
skemmtidagskrá með tónleikum og dansiböllum.
Dúndurfréttir, Hjálmar, Páll Óskar, Hamra-
bandið ásamt Grétu Salóme, Birnir & Flóni,
ClubDub ásamt Dj Snorra Ástráðs, Úlfur
Úlfur, Emmsjé Gauti, KÁ/AKÁ og Stefán Elí.
Kotmót Hvítasunnukirkjunnar
KIRKJULÆKJARKOT Í FLJÓSTHLÍÐ
Aldurstakmark: nei.
Kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af
Hvítasunnukirkjunni á Íslandi. Barnamót fyrir
yngstu kynslóðina ásamt dagskrá fyrir unglingana.
Þjóðhátíð í Eyjum
HERJÓLFSDALUR
Aldurstakmark: nei. Miðinn kostar 23.900 kr.
(hægt að fá miða á betra verði í forsölu). Ókeypis er
fyrir börn á 13. aldursári og yngri. Hægt er að kaupa
laugardags- og sunnudagspassa og gilda þeir í
sólarhring frá 10 að morgni til 10 næsta morguns.
Brenna á fjósakletti á föstudegi, flugelda-
sýning á laugardegi og brekkusöngur á
sunnudegi.
Páll Óskar, Jói Pé og Króli, Írafár, Emmsjé Gauti,
Skonrokk, Áttan, Todmobile, DJ Egill Spegill,
Albatross, Jóhanna Guðrún, Salka Sól, Sverrir
Bergmann og Halldór Gunnar, Stuðlabandið, Jón
Jónsson, Friðrik Dór og Herra Hnetusmjör.
Flúðir um versló
FLÚÐIR
Aldurstakmark: nei, nema 23 ár á tjaldsvæði.
Furðubátakeppni, Brenna og
brekkusöngur, Leikhópurinn Lotta o.fl.
KK Bandið, Páll Óskar, 200.000 Naglbítar,
Stuðlabandið ásamt Stefáni Hilmarssyni
og Á Móti Sól.
Fjölmargar hátíðir og mikið um að vera um verslunarmannahelgina
Gistinætur ferðamanna á öllum
gististöðum í júní síðastliðnum voru
1.188.600, en þær voru 1.195.000 í
sama mánuði árið áður. Gistinætur á
hótelum og gistiheimilum voru
589.200, gistinætur á öðrum teg-
undum gististaða (svo sem farfugla-
heimilum, svefnpokaplássi og tjald-
svæðum) voru 408.600, og 190.800 í
gegnum vefsíður á borð við Airbnb.
Þetta kemur fram í gögnum frá
Hagstofu Íslands.
Þar segir jafnframt, að til viðbótar
hafi gistinætur erlendra ferðamanna
utan hefðbundinna gististaða verið
áætlaðar 55.400 í júní. Þar af hafi
verið 26.600 í bílum utan tjaldsvæða
og 28.800 hjá vinum og ættingjum, í
gegnum húsaskipti eða á öðrum
stöðum þar sem ekki var greitt sér-
staklega fyrir gistingu.
Gistinóttum á hótelum
fjölgaði um 4% í júní
Gistinætur á hótelum í júní síðast-
liðnum voru 410.800, sem er 4%
aukning frá sama mánuði árið áður.
Um 54% allra gistinátta voru á höf-
uðborgarsvæðinu eða 221.300.
Um 90% gistinátta á hótelum voru
skráðar á erlenda ferðamenn eða
369.100. Bandaríkjamenn voru með
flestar gistinætur (131.200), síðan
Þjóðverjar (43.900) og Bretar
(31.300), en gistinætur Íslendinga
voru 41.600.
78% nýting herbergja
á hótelum í júní
Herbergjanýting í júní 2018 var
77,7%, sem er lækkun um 3,2 pró-
sentustig frá júní 2017 þegar hún
var 80,9%. Á sama tíma hefur fram-
boð gistirýmis aukist um 5,5% mælt
í fjölda herbergja. Nýtingin í júní
var best á Suðurnesjum, eða 84,7%.
Lítils háttar fækk-
un gistinátta í júní
Herbergjanýting á hótelum 78%
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Flestir Bandaríkjamenn keyptu
flestar gistinætur allra þjóða í júní.