Morgunblaðið - 02.08.2018, Page 32

Morgunblaðið - 02.08.2018, Page 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Lýst hefur verið eftir sænskum krúnudjásnum sem stolið var um há- bjartan dag úr dómkirkju í Sträng- näs á þriðjudaginn. Frá þessu er sagt á sænska ríkismiðlinum SVT og á fréttamiðlum Aftonbladet og The Guardian. Náist þjófarnir gæti sex ára fangelsisdómur beðið þeirra. Krúnudjásnin tilheyrðu Karli 9. Svíakonungi og Kristínu Svíadrottn- ingu, sem ríktu hvort um sig yfir Svíþjóð frá 1604 til 1611 og frá 1632 til 1654. Um er að ræða tvær kór- ónur og veldishnött sem geymd voru í læstum sýningarskáp inni í dóm- kirkjunni. Dómkirkjan stendur uppi á hæð vestan við Stokkhólm. Svo virðist sem tveir þjófar hafi brotið glerið á skápnum um hábjart- an dag á meðan kirkjan var opin gestum og hádegismatur reiddur fram í hliðarherbergi kirkjunnar. Flótti á vélbáti Atburðarásin, sem þá þegar minnti helst á glæpamynd frá sjö- unda áratugnum, varð enn fjar- stæðukenndari í kjölfarið. Talið er að þjófarnir hafi komist undan með ránsfenginn á vélbáti sem beið þeirra fyrir neðan hæðina á bakka Mälaren-vatnsins. Síðan hafi þeir komist undan með því að sigla um fjölmörg stöðuvötn vestan við Stokkhólm og út á haf. Sænska lögreglan fékk tilkynn- ingu um þjófnaðinn klukkan 11:44 og sendi báta og þyrlur til að leita að mönnunum en hefur enn ekki haft erindi sem erfiði. Lýst hefur verið eftir krúnudjásnunum í gegnum Interpol. Í samtali við Aftonbladet sagði talsmaður lögreglunnar, Thomas Agnevik, að þjófunum gæti reynst erfitt að græða nokkuð á ráns- fengnum. „Það er erfitt að hagnast raunverulega á svona hlutum. Þetta eru einstakir munir. Það sem gerist venjulega í svona tilvikum er að hlutirnir finnast fyrr eða síðar því mjög fáir treysta sér til að taka við þeim. Við erum vongóð um að endur- heimta þá.“ Tæknimenn sænsku lögreglunnar hafa rannsakað svæðið í kringum kirkjuna niður að vatnsborðinu í von um að finna vísbendingar um þjófn- aðinn. „Þeir finna yfirleitt ýmislegt sem þeir greina síðan. Við höfum jú talað við þá en við myndum gjarnan vilja fá meiri upplýsingar ef einhver annar vill tjá sig um málið.“ Krúnudjásnum hefur áður verið stolið í Svíþjóð, síðast árið 2013. Þá fundust þau fáeinum dögum síðar. AFP Svíþjóð Lögreglurannsókn stendur yfir fyrir utan kirkjuna í Strängnäs. Lögreglan er vongóð um að djásnin finnist. Krúnudjásnum stolið úr sænskri kirkju  Þjófarnir komust undan á vélbáti á Mälaren-vatni Rán Krúnudjásnin stolnu tilheyrðu Karli 9. konungi og Kristínu drottningu. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Noregur er enn í sárum eftir að hin þrettán ára gamla Sunniva Øde- gård fannst látin á mánudaginn. Norska lögreglan hefur nú lýst því yfir að um morð hafi verið að ræða. Frá þessu er sagt á norska ríkis- miðlinum NRK. „Sjitt!“ var síðasta orðið sem heyrðist frá Sunnivu Ødegård áður en hún hvarf síðastliðið sunnudags- kvöld. Var hún þá í símtali við kær- asta sinn og tilkynnti honum að hún væri komin heim til sín úr heim- sókn til vinkonu sinnar þegar hún hrópaði þetta upp yfir sig. Síðan rofnaði sambandið og ekkert gekk að hringja til baka í hana. Braust inn í leikskóla Lík Sunnivu fannst um 150 metra frá heimili hennar á mánudags- morguninn. Sunniva fannst við göt- una Møllevegen, sem er á milli göngustígs og íbúðahverfis í miðju þorpsins Varhaug á Rogalandi. Sautján ára drengur hefur verið hnepptur í tveggja vikna gæslu- varðhald og liggur undir grun um að hafa banað Sunnivu. Drengurinn neitar sök en viðurkennir þó sekt sína af öðrum glæp, þeim að hafa brotist inn í leikskólann Trekløver- en í Varhaug fyrr um kvöldið. Inn- brotið mun hafa átt sér stað fáein- um klukkustundum áður en lík Sunnivu fannst snemma á mánu- dagsmorgni. Yfirheyrsla yfir drengnum fór fram bak við luktar dyr í gær. Óvíst um ásetninginn Einkaspæjarinn Finn Abraham- sen, sem hefur fengist við morðmál í 13 ár, sagði í viðtali við NRK að miklu máli skipti að lík Sunnivu hefði fundist svo fljótt. „Það þýðir að fundarstaðurinn er nokkuð ósnertur. Það rigndi ekki þetta kvöld og fáir voru á ferli á svæðinu. Þetta er ferskur fundarstaður sem gerir það auðveldara að rekja spor stúlkunnar og rannsaka gróðurinn í kring.“ Abrahamsen sagði það einnig mikilvægt að vita að stúlkan hefði talað í farsíma sinn á tilteknum tímapunkti. Hann sagði að erfitt væri að vita með vissu hver ásetn- ingur morðingjans hefði verið. „Þetta gæti hafa verið hefnd, þetta gæti hafa verið af kynferðis- legum ástæðum, eða kannski greip hún morðingjann í miðju innbroti. Það eru margir möguleikar fyrir hendi.“ Í gær girti norska lögreglan af tvo ruslagáma milli Esso-bensín- stöðvar og Spar-verslunar í miðbæ Varhaug. Þetta ku hafa verið gert í tengslum við morðrannsóknina. Jafnframt lokaði lögreglan inn- ganginum í Spar-verslunina. Lög- reglan stöðvaði einnig vikulega sorphreinsiferð ellilífeyrisþega í Varhaug til þess að sönnunargögn í nágrenninu yrðu ekki fyrir hnjaski. Lögreglan auglýsir enn eftir ábendingum frá almenningi í rann- sókninni sem stendur yfir. Þrettán ára stúlka myrt í Noregi Myrt Sunniva Ødegård fannst myrt í þorpinu Varhaug á mánudaginn í 150 metra fjarlægð frá heimili sínu. Hún hvarf á sunnudagskvöldið síðasta.  Hvarf í miðju símtali við kærasta sinn  Sautján ára drengur í varðhaldi vegna gruns um morðið  Fannst 150 metra frá heimili sínu á mánudagsmorguninn  Morðið hefur vakið óhug um allan Noreg Emmerson Mnangagwa, forseti Simbabve, hefur kallað eftir því að lands- menn haldi ró sinni í kjölfar forseta- og þingkosninga sem fóru fram fyrr í vikunni. Frá þessu er sagt á fréttasíðum AFP og Reuters. A.m.k. þrír menn biðu bana þegar hermenn hleyptu af byssum á mótmæl- endur úr röðum stjórnarandstæðinga í Harare, höfuðborg Simbabve, í gær. Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokksins MDC og frambjóðanda hans, Nel- sons Chamisa, saka Mnangagwa og stjórnarflokkinn ZANU, um kosn- ingasvindl. ZANU hefur lýst yfir afgerandi sigri í þingkosningunum en tölur úr forsetakjörinnu milli Mnangagwa og Chamisa hafa enn ekki verið birtar. Ofbeldi í kjölfar forseta- og þingkosninga SIMBABVE Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is HLÍFÐARHÚÐ Á RÚÐUR u Kemur í veg fyrir að óhreinindi safnist á rúðuna / sólaselluna u Eykur öryggi og útsýni allt að tvöfalt í bleytu og rigningu u Kemur í veg fyrir að flugur, drulla, snjór og ísing safnist á rúðuna u Heldur regnvatni frá rúðunni u Býr til brynju á rúðunni fyrir leysiefnum og vökvum u Þolir háþrýstiþvott u Virkar við -30°C til + 30°C u Endingartími er 6 – 12 mánuðir Frábært á bílrúður – gluggarúður – sólasellur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.