Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 35
35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Þvottadagur í Flatey Þvottur þerraður og viðraður í tæru sjávarlofti í Flatey á Breiðafirði. Eyjan er talin hafa verið í byggð frá landnámsöld þegar Þrándur mjóbeinn bjó þar í hreina loftinu.
Eggert
Samfélagsmiðlar
birta daglega áminn-
ingu um mikilvægi
þess að allir eigi rétt á
réttlátri málsmeðferð
fyrir dómi. Fyrir dóm-
stólum þurfa menn að
velja röksemdir sínar
af kostgæfni og þar
sem málflutningstími
er ekki ótakmarkaður
er þar ekkert rými
fyrir aukaatriði eða gervirök.
Réttarríki starfrækir dómstóla
m.a. í þeim tilgangi að gera mönn-
um kleift að binda friðsamlegan
enda á ágreining sinn. Á vettvangi
dómstólanna kemur rökræða í stað
ofbeldis. Þetta er gert með vísan til
þeirrar beisku reynslu að þar sem
rökræðan þrýtur tekur valdbeiting
oftar en ekki við. Með hliðsjón af
slíkum staðreyndum má undrast
það af hvílíkri léttúð menn treysta
sér til að grafa undan rökræðu á op-
inberum vettvangi með afbökunum,
útúrsnúningum, rökbrellum og leik-
rænum tilþrifum ýmiss konar. Því
miður má enn finna dæmi þess að
jafnvel alþingismenn falli í þessa
djúpu gryfju.
Í málflutningi fyrir dómi opinber-
ast fljótt munurinn á
góðum málflytjendum
og þeim sem stunda
rökbrellur. Góður mál-
flytjandi velur orð sín
af kostgæfni og leitast
við að byggja upp
trausta röksemda-
færslu. Rökbrellumað-
urinn misnotar hugtök
og hugsar meira um
áhrif ræðunnar en inn-
tak hennar.
Til að geta rökrætt
þurfa menn að vera
sammála um undirstöður samtals-
ins. Hvað er verið að tala um?
Hverjar eru staðreyndir málsins?
Tilfinningar eru ekki mælanlegar
og „upplifun“ fólks ekki heldur. Slík
umræðuefni standa því fyrir utan
svið eiginlegrar rökræðu. Setningar
sem lýsa engu öðru en huglægri af-
stöðu fela ekki í sér röksemdir.
Þannig er það t.d. ekki efnisleg rök-
semd að segjast vera móðgaður eða
sár. Þegar slík sjónarmið koma
fram er rökræðunni í raun lokið og
annars konar samtal tekur við. Í
stað þess að reyna að draga fram
hlutlægar staðreyndir ræða menn
þá um huglæg atriði á borð við
þægindi og óþægindi, um tilfinning-
ar en ekki rökleiðslu. Þótt slíkt
samtal megi sannarlega fara fram
lýtur það ekki lögmálum rökræð-
unnar. Tilfinningar er betra að
ræða í einlægni og út frá hjartanu.
Reyni menn klæða slíkt samtal í
annan búning verður útkoman
gervirökræða og endar oftast í há-
vaða.
Efnisleg rökræða kann að reyn-
ast mörgum óþægileg. Í dómsal
mætast málsaðilar og þurfa þar
ekki aðeins að horfast í augu við
gagnaðilann heldur einnig að hlusta
á sjónarmið hans og röksemdir. Við
slíkar aðstæður verður ekki með
góðu móti hjá því komist að horfast
einnig í augu við sjálfan sig og end-
urmeta þau orð og athafnir sem
leitt hafa deiluna á þetta stig. Þótt
allt geti þetta reynst mönnum til-
finningalega erfitt er staðreyndin sú
að málflytjandi sem lýsir aðeins til-
finningum er ekki líklegur til að ná
árangri í réttarsal. Vissulega er
munur á því sem fram fer í dómsal
og í stjórnmálunum. En er hið und-
irliggjandi markmið rökræðunnar
ekki ávallt það sama? Miðar hún
ekki að því að skerpa sýn þátttak-
enda og áheyrenda á sannleikann
og leiða hann fram með röksemdum
og tilvísun til staðreynda? Fyrir
dómi krefst enginn lögmaður þess
að dómarinn hlýði honum. Slík
framsetning á heldur ekki rétt á sér
í lýðræðislegu samhengi, er það?
Fyrir dómi geta menn ekki reiðst
þegar þeir eru leiðréttir. Rökvillur,
misskilning og ranghermi ber að
leiðrétta, ekki satt? Ef aðrar leik-
reglur ættu að gilda í stjórnmálum
og fréttaflutningi væri illa fyrir
okkur komið.
Hugtök þjóna lykilhlutverki í rök-
ræðum. Þau eru verkfæri sem við
notum til að lýsa raunveruleikanum.
Slík verkfæri eru dýrmætari en svo
að mönnum leyfist að afbaka þau til
að breyta þeim í kylfu til að berja
fólk með og knýja það til hlýðni.
Dæmi: Ekki fer vel á því að fólk
sem augljóslega skortir sjálft um-
burðarlyndi úthrópi og dæmi aðra
af hörku vegna skorts á umburð-
arlyndi! Dæmisagan um bjálkann
og flísina á enn brýnt erindi, því
tæknivæðingin gerir okkur ekki
sjálfkrafa að betri manneskjum.
Frjálst samfélag byggir tilveru
sína á rökræðu, þar sem menn þora
að spyrja stórra spurninga og leita
svara í sameiningu. Ein stærsta
ógnin við iðkun og áframhald rök-
ræðu eru þeir sem þykjast vita allt.
Þetta er fólkið sem telur sig hafa
hið eina rétta sjónarhorn á allar
kringumstæður. Þegar við mætum
slíkum hugsunarhætti er ekki úr
vegi að minnast þess að þeir sem
haft hafa mest áhrif á mannkyns-
söguna eru ekki „sjálfvitarnir“ sem
þykjast alvitrir, heldur hinir sem
horfa meira á það sem þeir vita
ekki. Ef menn geta verið sammála
um þetta væri ekki óskynsamlegt
að hlusta á andstæðinga sína, rétt
eins og í dómsalnum og færa fram
andsvör, rétt eins og málflytjendur
gera þar. Ef menn hins vegar kjósa
að rísa gegn þessari hefð og binda
enda á samræðu með því að neita að
hlusta, neita að svara og dæma svo
eftir eigin geðþótta, þurfa viðkom-
andi að vera tilbúnir að taka afleið-
ingunum af því. Dæmin sanna að
þær afleiðingar eru ekki aðeins
ófagrar heldur svo samfélagslega,
siðferðilega og lagalega þungbærar
að enginn maður getur í reynd axl-
að ábyrgð á þeim. Og það er sýnd-
armennska að þykjast geta staðið
undir slíkri ábyrgð.
Eftir Arnar Þór
Jónsson » Vissulega er munur
á því sem fram fer í
dómsal og í stjórnmál-
unum. En er hið undir-
liggjandi markmið
rökræðunnar ekki ávallt
það sama?
Arnar Þór Jónsson
Höfundur er héraðsdómari.
Enn um rökræðu
Umræða hefur skap-
ast um kaup, sölu og
nýtingu jarða. Málið
ber að með jarðakaup-
um útlendinga en um-
ræðan mætti snúast
um kaup á landi yfir-
leitt, en ekki bara á bú-
jörðum, sem er
þrengra hugtak. Hafa
má í huga að ¾ hlutar
Íslands eru ekki rækt-
anlegt land, en mikilvægt engu að
síður.
Nokkur aðalatriði
Þetta mál snýst um (i) viðskipta-
frelsi eða viðskiptahindranir með
land, um (ii) eignarhald bænda á
jörðum og um (iii) dreifða eignarað-
ild á landi. Síðan þarf að ræða (iv)
landnýtingu í þessu sambandi.
Fullt viðskiptafrelsi með land
tíðkast ekki í nágrannaríkjunum.
Land hefur svo einstaka og sterka
stöðu sem grundvöllur þjóðríkisins
að óhjákvæmilegt er að ríkið setji
viðskiptum með það skorður. Frelsi í
viðskiptum með land hefur hækkað
jarðaverð hér á landi; sennilega fel-
ast hagsmunir bænda í viðskipta-
frelsi þegar til styttri tíma er litið, en
þegar öll atriði málsins koma saman
eru hagsmunir bænda þeir sömu og
neytenda, þéttbýlisbúa
og þjóðarinnar allrar;
að samfélagið setji
þessum viðskiptum
hæfilegar skorður.
Bændur þurfa óhjá-
kvæmilega að eiga
jarðir sínar. Þeir börð-
ust fyrir því um aldir
gegn lénsherrum,
kóngum og kirkjunni.
Stundum þurfti bylt-
ingar til. Nú stafar
hættan ekki af kóngum
(ríkinu) eða kirkjunni,
heldur af félögum í eigu auðmanna.
Leiga jarða mun hækka í takt við
verð þeirra og gæti hún orðið afar
há. Hún gæti orðið svo há að ný
landnýting kæmi til skjalanna. Þetta
er í takt við markaðslögmálin; leigu-
félögin á húsnæði í Reykjavík segja:
Við hækkum leiguna af því að við
getum það.
Þar sem eignarhaldi á landi fylgir
mikið efnahagslegt og pólitískt vald
er mikilvægt að valddempun sé í
kerfinu og eðlileg valddreifing. Því
er dreift eignarhald mikilvægt.
Vissulega skiptir einnig máli hvort
innlendir eða erlendir auðhringar
eiga Ísland.
Þá trufla tæknibreytingar og gríð-
arleg hagræðing í landbúnaði þetta
mál, en brauðfæða má þjóðina með
ræktun sífellt minna lands. Því þarf
að finna nýjar leiðir til þess að hag-
nýta ræktanlegt land og raunar líka
óræktanlegt og þær geta bæði verið
til góðs eða ills. Ef hagnaðarsjónar-
mið ráða ein ferðinni má hugsa sér
hvaða landnýtingu sem er í framtíð-
inni og þá arðbærari atvinnugreinar
en sá búskapur sem brauðfæðir
þjóðina nú.
EES-samningurinn
Við gerð EES-samningsins giltu
jarðalög og ábúðarlög frá 1976. Í
þeim voru ströng ákvæði um kaup,
sölu og nýtingu jarða og þurfti með-
al annars að bera jarðakaup undir
jarðanefnd og sveitarstjórn, sem
gátu sett málefnalegar takmarkanir.
Ef kaupandi undi ekki niðurstöðu
þessara aðila gat hann skotið málinu
til ráðherra, sem úrskurðaði að
fengnu áliti Búnaðarfélags Íslands.
Ef seljandi undi ekki úrskurðinum
varð sveitarfélagið að kaupa jörðina
á eignarnámsverði. Þessar girðingar
voru taldar nægja til þess að ekki
skapaðist hætta af uppkaupum auð-
manna á EES-svæðinu á jörðum.
Það segir sig sjálft að jarðaverð
var lágt við svona ströng markaðs-
skilyrði, sem meðal annars gerði ný-
liðun bænda mögulega og þá þannig
að land var ávallt í eigu bænda.
Ný jarðalög og ábúðarlög voru
sett 2004 þar sem viðskiptafrelsi
með jarðir var innleitt. Þar með
fengu auðmenn á EES-svæðinu,
meðal annars íslenskir, frítt spil og
jarðaverð hækkaði, sums staðar
mjög mikið. Það var Guðni Ágústs-
son, þáverandi landbúnaðarráð-
herra, sem leiddi þessa breytingu.
Nú er þetta frelsi farið að sýna á sér
bakhliðarnar, þótt þær verstu séu
ekki komnar fram.
Takmarkanir á eignarhaldi brjóta
ekki í bága við reglur EES enda þótt
öðru hafi verið haldið fram. Þær
tíðkast í nágrannaríkjunum og hægt
er að setja skilyrði fyrir kaupum,
sölu og nýtingu eins lengi og slík
ákvæði eru málefnaleg og standast
réttmætissjónarmið. Það segir sig
sjálft að þau munu undantekning-
arlítið eða undantekningarlaust
gilda jafnt um alla íbúa EES-
svæðisins, þar á meðal Íslendinga.
En þau geta hindrað jarðaeign er-
lendra aðila.
Það þarf að gera lagabreytingar í
þessu efni; eðlilegt er að þær hindr-
anir á frjálsum viðskiptum með land
sem samstaða næst um verði lög-
festar svipað og var, einkum í jarða-
lögum, en mögulega í öðrum lögum.
Málið þarf hins vegar ekki að kalla á
endurskoðun alþjóðlegra skuldbind-
inga.
Hvaða leiðir eru mögulegar?
Margar leiðir eru færar en til þess
að finna þær þarf góða hugmynda-
vinnu. Markmið þeirra væri að
tryggja lágt verð á landi og dreift
eignarhald bænda og íbúa á jörðum
og landi og hindra að hátt verð
magni upp leigu og breyti landnýt-
ingu í þágu auðs.
Meðal þess sem hægt er að gera
er að koma á forkaupsrétti sveitarfé-
laga eins og nefnt hefur verið, en
hann einn og sér dugar þó ekki til ef
fullt viðskiptafrelsi er, því þá verður
jarðaverð það hátt að sveitarfélög
utan höfuðborgarsvæðisins munu
ekki geta keypt.
Reglur má setja um búsetu, fjölda
jarða og stærð lands sem einn eða
skyldir aðilar mega eiga. Þá mætti
setja skilyrði um nýtingu, en eðlilegt
er að sveitarfélög geti metið að-
stæður í því efni og margt fleira
kemur til greina – og þá er átt við
reglur sem raunverulega og þegar
til kastanna kemur loka á eignarhald
erlendra félaga og einstaklinga á
landi.
Eftir Hauk
Arnþórsson » Fullt viðskiptafrelsi
á ekki við um kaup
og sölu jarða. Land er
ekki dæmigerð „mark-
aðsvara“ heldur ein af
grunnstoðum þjóðrík-
isins.
Haukur Arnþórsson
Höfundur er stjórnsýslufræðingur.
haukura@haukura.is
Um jarðakaup og jarðasölu