Morgunblaðið - 02.08.2018, Page 43

Morgunblaðið - 02.08.2018, Page 43
Golfbíllinn var stoð hans og stytta þegar veikindin herjuðu á hann. Að bruna upp á Korpúlfs- staði frá heimili þeirra í Sóleyj- arrima gaf honum frelsi. Nú slær hann eins og engill, of- ar öllu. Við minnumst hans með hlýju og söknuði. Biðjum almætt- ið að styrkja Bíbí og fjölskylduna alla. Þórhildur, Hallberg og fjölskyldur. Æskuvinur minn hann Ög- mundur Guðmundsson hefur nú lagt augun aftur í síðasta sinn. Ég veit að yndislegu tengdaforeldrar, foreldrar og litla systir Ögga breiða faðminn á móti honum, en systur sína missti hann fyrir tæp- um fjórum árum. Öggi var góður maður og hæglátur. Hann var yf- irvegaður og talaði aldrei illa um neinn. Þegar Öggi var unglingur þá var hann stríðinn við systur sínar, en það var stríðni full af hlýju og væntumþykju. Á fullorð- insárum var hann einstaklega góður eiginmaður, faðir og vinur. Ég var tæplega 10 ára þegar ég kynntist systur Ögga, Þórhildi (Hiddý) og fjölskyldunni allri, fimm systkinum og foreldrum. Ég var strax tekin inn í hópinn og leið ávallt vel. Á unglingsárunum kynnti ég yndislega vinkonu mína hana Kristínu (Bíbí) fyrir fjöl- skyldunni og skömmu síðar felldu þau Öggi hugi saman. Það var ein- staklega fallegt hjónaband. Þau byrjuðu sinn búskap hjá foreldr- um Bíbíar í kjallaranum á Hrísó. Með dugnaði fóru þau að byggja sér fimm herbergja íbúð í Hraunbæ og í því átaki voru þau samhent sem og öðru í þeirra hjónabandi. Þau eignuðust fljót- lega Guðjón Gunnar og Sólveigu, en 16 árum seinna fengu þau Guð- mund sem svona sparibarn. Það var mikil barnalukka yfir Bíbí og Ögga og börnin þeirra eru öll ynd- isleg. Bíbí og Öggi áttu sameiginleg áhugamál í tómstundum. Þau spiluðu mikið golf og höfðu gaman af spilamennsku. Einnig höfðu þau gaman af því að ferðast, bæði utanlands og innanlands. Hér heima var það aðallega vestur í Ísafjarðardjúp, þar sem systkini Bíbíar og þeirra makar eiga ynd- islegt athvarf í fallegum sumarbú- stað. Í þá sveit fóru flestir með stórfjölskylduna; börn, tengda- börn og barnabörn og var ávallt glatt á hjalla. Þar var góð og gjöf- ul laxveiði og naut Öggi sín í sveit- inni. Oftast voru synir og tengda- synir með úti í ánni, allir með veiðidellu. Öggi var viljugur að hvetja sitt fólk til góðra verka. Hann studdi sína og hrósaði þeim óspart sem áttu það skilið. Kæri vinur, nú ertu farinn í sumarlandið. Þar verða fagnaðarfundir og þar er alltaf hlýtt. Góða ferð og vertu Guði falinn. Söknuðurinn er mik- ill, en falleg minning lifir. Mínar innilegustu samúðar- kveðjur til Bíbíar og fjölskyldunn- ar. Ykkar Hanna. Í dag kveðjum við kæran vin okkar, Ögmund Guðmundsson, sem andaðist þann 23. júlí 2018. Leiðir okkar lágu fyrst saman þegar við bjuggum hlið við hlið í kjallaraíbúðum við Hrísateig í Reykjavík. Vinskapur tókst fljótt með okkur hjónum sem staðið hefur í rúma hálfa öld. Ekkert sjónvarp var á þessum tíma og urðum við að stytta okkur stundir við spil eins og til dæmis vist, brids og fleira. Þannig hagaði til að íbúðir okkar lágu hlið við hlið svo að við þurftum bara að banka í vegg milli okkar, það þýddi að þá átti að fara að spila. Ekki stóð á þeim hjónum að koma yfir og taka slaginn og það gilti í báðar áttir. Seinni árin tók svokallað kanaspil yfir og er mjög vinsælt í okkar vinahópi enn þann dag í dag. Fyrir áeggjan föður Bíbíar tók- um við okkur saman sex ungir menn en hann lagði fast að okkur að sækja um lóð fyrir fjölbýlishús við Hraunbæ í Reykjavík. Við sóttum um, fengum úthlutað og helltum okkur út í djúpu laugina eins og sagt er. Það reyndist vera heillaspor fyrir okkur alla. Það verður að viðurkennast að smá beygur var í okkur, þetta var jú ansi stórt verkefni sem var fram- undan. Þá kom upp í huga okkar gamla góða máltækið „þetta redd- ast“ og það reddaðist. Allir lögðu á sig ómælda vinnu, nótt sem nýt- an dag. Að lokum stóðum við uppi með sex glæsilegar 100 fermetra íbúðir. Oft var mikið stuð í blokk- inni okkar, mikil samheldni sem varð til við þessa framkvæmd. Ekki má gleyma öllum ferða- lögunum en nú var golfíþróttin búin að heltaka okkur hjónin og fórum við víða til að stunda þessa ágætu íþrótt, svo sem Flórída, Spán, Portúgal og nánast alltaf fórum við hjónin saman í þessar ógleymanlegu ferðir. Ögmundur var rafvirkjameist- ari að mennt, það lá því beint við að hans fyrirtæki, Rafkraft, tæki að sér ansi stór verkefni fyrir okk- ar fyrirtæki, Brimborg. Nú síðast nýbyggingu að Hádegismóum en sonur þeirra, Guðjón Gunnar, stýrir því verkefni með mikilli prýði. Ósjaldan kom Ögmundur við til að fylgjast með gangi mála á meðan heilsan leyfði. Okkar innilegustu samúðar- kveðjur til Bíbíar og fjölskyldu, blessuð sé minning Ögmundar Guðmundssonar, góðs vinar og einstaks öðlings. Jóhann og Margrét, Malarási. Kær vinur og golffélagi okkar Ögmundur Guðmundsson, raf- virkjameistari lést 23. júlí síðast- liðinn. Hann fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1939. Hann lærði ungur rafvirkjun og öðlaðist meistararéttindi í greininni og starfaði lengst af við rafmagn, meðal annars um nokk- urra ára skeið í Ohio í Bandaríkj- unum. Síðar stofnaði hann verk- takafyrirtækið Rafkraft og rak það í félagi við Guðjón Gunnar son sinn, sem nú hefur tekið við rekstri þess. Ekki er ætlun okkar að rekja starfsævi þessa kæra vinar og félaga, heldur rifja upp í fáum orðum nokkuð af því, sem við tókum okkur fyrir hendur í tómstundum. Við höfum leikið golf saman í tæp 30 ár bæði hér heima og erlendis og haft með okkur félagsskap, sem gengur undir nafninu „Súpan“,sem helg- ast af því að spilað er um súpu. Öll þessi ár höfum við farið í golfferð- ir erlendis á haustin og spilað í Portúgal, á Spáni, á Kanaríeyjum og í Flórída. Ögmundur náði góð- um tökum á golfinu og var sér- stakur áhugamaður um allt, sem tengdist því. Hann og hans ágæta eiginkona, hún Bíbí, eignuðust golfbíl fyrir nokkrum árum og gerði það honum kleift að vera með okkur í golfinu fram á síðasta ár. Við félagarnir tókum okkur ýmislegt fyrir hendur og eitt af því var að spila „Kana“. Spilað var til skiptis heima hjá okkur félug- unum og einnig var mikið spilað í ferðum okkar erlendis. Kani var ástríða Ögmundar númer tvö á eftir golfinu enda snjall spilamað- ur. Gegnum árin sköpuðust ýmsar venjur og hefðir um heimboð og veislur hjá okkur og skal það ekki upptalið hér þó af nógu sé að taka. Ein veisla skal þó nefnd hér en það er „Nautnasteikin á jafn- dægri á vori“, sem þau hjónin,Ög- mundur og Bíbí, buðu til á hverju vori. Þar var vinur okkar í essinu sínu, enda oft nefndur „Grill- meistarinn“ í okkar hópi. Ög- mundur var drengur góður, léttur í lund og oft mjög orðheppinn og munum við félagarnir sakna hans góðu nærveru um ókomin ár. Blessuð sé minning hans. Sendum Bíbí og fjölskyldunni allri okkar innilegustu samúðar- kveðjur Jóhannes Óli, Jóhann, Hilm- ar og Jóhann Arngrímur MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 ✝ Ragna Björg-vinsdóttir fæddist í Miðhúsum á Djúpavogi 10. júlí 1938 og ólst þar upp. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Dyngju á Egilsstöðum 23. júlí 2018. Foreldrar henn- ar voru Halldór Björgvin Ívarsson, f. 18. desember 1904, d. 7. desem- ber 1988, og Þorgerður Péturs- dóttir, f. 2. ágúst 1913, d. 3. júlí 1997. Systkini Rögnu í aldursröð: Una Stefanía, f. 1931, d. 1995, Anna Margrét f. 1933, d. 1951, Haukur, f. 1935, Fjóla, f. 1937, d. 2017, Berta, f. 1939, Ívar, f. 1941, Björk, f. 1942, d. 2018, Pétur, f. 1944, Stúlka óskírð, f. 1945, d. 1945, Hrafnhildur, f. 1947, Pálm- ar, f. 1949, og Anna Margrét f. 1951. 14. mars 1959 giftist Ragna Sveinbirni F. Árnasyni frá Kálfsá í Ólafsfirði, f. 18. september 1933. Foreldrar hans voru Árni Friðriksson. f. í Hamarskoti í Svarfaðardalshreppi 16. sept- ember 1892, d. 20. ágúst 1962, og Hallfríður Jóhanna Sæmunds- dóttir, f. í Ólafsfirði 19. desember 1896, d. 30. september 1981. Ragna og Sveinbjörn eign- björn Friðrik, f. 1994. 3) Svein- björn Þráinn, f. 15. janúar 1964, búsettur á Kálfsá. 4) Stefanía Ósk, f. 15. janúar 1964, búsett á Egilsstöðum. Maki Sigfús Gutt- ormsson, f. 1965. Dætur þeirra: a) Bergdís, f. 1993, sambýlis- maður Ari Steinar Hilmarsson. b) Eydís, f. 1996. 5) Hallfríður, f. 12. maí 1969, búsett í Noregi. Sambýlismaður Knut Nordbö, f. 1965. 6) Guðrún Björk, f. 1975, búsett í Noregi. Maki Stian Ers- land, f. 1975. Börn þeirra eru: a) Elinor, f. 1996, sambýlismaður Thorleif José Santiago, f. 1989. b) Alexander, f. 1998, c) Erika Sól, f. 2008. Skömmu eftir fermingu fór Ragna að heiman til að vinna. Veturinn 1956-57 var hún í Hús- mæðraskólanum á Laugalandi í Eyjafirði. Ragna og Sveinbjörn hófu búskap í Kópavogi en árið 1962 fluttust þau að Kálfsá, þar sem þau bjuggu allan sinn bú- skap. Ragna hafði mörg áhuga- mál. Hún hannaði marga flíkina og saumaði, prjónaði og heklaði. Matargerð var eitt af áhugamál- unum og hafði gaman af að prófa sig áfram með ýmsar nýjungar. Eitt af því sem hún gerði var „hunang“ úr túnfíflum. Hún hafði sérstaklega gaman af því að veiða í ánni og tína ber. Hún starfaði í Kvenfélagi Kvía- bekkjarkirkju, í Sóknarnefnd Ólafsfjarðar og í Sinawik. Síð- ustu árin dvaldi hún á Hjúkr- unarheimilinu Dyngju á Egils- stöðum. Útför Rögnu fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 2. ágúst 2018, og hefst athöfnin kl 14. uðust sex börn: 1) Björgvin, f. 10. maí 1958 búsettur í Fellabæ. Fyrrver- andi eiginkona hans er Ingibjörg Að- alsteinsdóttir, f. 1959. Börn þeirra eru: a) Sigríður Ragna, f. 1977, sam- býlismaður Óttar Orri Guðjónsson, f. 1977. Synir hennar eru Óliver Enok, f. 2002, og Aron Ísak, f. 2003. Börn Óttars eru Emelía Anna, f. 2004, og Ari Jök- ull, f. 2009. b) Aðalbjörg Heiður, f. 1982, sambýlismaður Kjetil Sunde, f. 1982. c) Sveinbjörn Árni, f. 1984, sambýliskona Sylvía Sigurgeirsdóttir f. 1991. d) Kristinn Bjarni, f. 1994. Núver- andi sambýliskona Björgvins er Sigrún Björg Gunnlaugsdóttir, f. 1958. Börn hennar eru Stefán Smári Jónsson, f. 1988, og Linda Kristbjörg Jónsdóttir, f. 1989. 2) Árni, f. 17. janúar 1960, búsettur á Akureyri, maki Elín A. Þ. Björnsdóttir, f. 1963. Börn þeirra eru: a) Halldór Andri, f. 1983, maki Cao Xi, fædd 1985. Dóttir þeirra er Elín, f. 2016. Sonur Cao er Ruofeng Xi, f. 2012. b) Birna Guðrún, f. 1987, sambýlismaður Konráð Gylfason, f. 1986. Synir þeirra eru Gunnar Árni, f. 2005, og Björgvin Þór, f. 2009. c) Svein- Mamma mín, þú hugsaðir vel um okkur krakkana og passaðir upp á okkur. Við áttum góða æsku hjá ykkur pabba. Þú sást um að hafa okkur hrein og heil og saum- aðir á okkur falleg föt. Þú kenndir okkur margt og þar á meðal að bera ábyrgð á okkur sjálf. Einu sinni sem oftar fór ég í heimsókn í Þóroddsstaði og syst- urnar voru að fara á ball á Ketilás. Þær spurðu hvort ég kæmi ekki með. Ég var rétt fermd og átti ekki von á fararleyfi en fór gang- andi heim og æfði ræðuna um það að ég fengi aldrei að gera neitt og aldrei að fara neitt. Þegar ég spurði þig hvort ég mætti fara á ballið þá þagðir þú í smá stund og sagðir svo: „Já, þú mátt fara með þeim á ballið en þú manst að þú berð ábyrgð á þér sjálf.“ Þessi orð þín hafa orðið mér gott veganesti eins og flest annað sem þú kenndir mér. Mamma mín, það var yndislegt að fá þig hingað austur þar sem þú festir ekki yndi á Hornbrekku eft- ir lát pabba. Þá varstu líka komin nær Djúpavogi sem þér þótti alltaf svo vænt um. Það var gott að sjá hversu vel starfsfólkið á Dyngju hugsaði um þig og þú þreyttist ekki á að segja frá hversu heppin þú hefðir verið þegar þú komst hingað austur. Þrátt fyrir fjar- lægðina var hugur þinn heima á Kálfsá og þú naust sambandsins við afkomendur nær og fjær. Ánægjulegt var að þú gast haldið upp á áttræðisafmælið þitt í faðmi fjölskyldu og vina. Þú ljóm- aðir í kringum hópinn þinn og naust hverrar stundar. Á Dyngju eyddum við ótal stundum saman og spjölluðum um daginn og veginn, lífið og til- veruna. Við sátum og hekluðum þar sem þú hafðir einsett þér að hekla teppi handa öllum afkom- endunum. Þú sagðir mér sögur eða ég fór yfir verkefni. Við hringdum stundum í systkini og vini og spjölluðum lengi. Þessar stundir eru mér dýrmætar og eiga eftir að ylja mér um ókomna tíð. Elsku besta mamma, nú ertu komin til hans pabba og þið sitjið við ána og veiðið eða skreppið í berjamó og tínið reiðinnar býsn af berjum. Takk fyrir allt, elsku mamma mín. Þín Stefanía Ósk (Stebba). Það var glatt á hjalla í sveitinni í Ólafsfirði á sjöunda áratugnum. Margt ungt fólk hóf búskap og ný- liðun var á mörgum bæjum. Þar var gaman að alast upp. Veðrið var alvöru veður og í minningunni var sól og blíða öll sumur og allt á kafi í snjó á veturna. Ragna móð- ursystir okkar bjó á næsta bæ, Kálfsá, og var mikill samgangur milli bæjanna. Þær systur, hún og mamma, voru frá Miðhúsum á Djúpavogi og giftust báðar ungum bóndasonum úr firðinum og bjuggu hlið við hlið næstum alla tíð. Á Kálfsá var mannmargt og mikill gestagangur. Það hlýtur að hafa verið oft mikið álag á Rögnu frænku en þess sáust engin merki. Hún var glaðlynd og hlý og óhemju gestrisin kona og lumaði allaf á einhverjum kræsingum. Þá gilti einu hvort gestirnir voru ríkir kallar úr Reykjavík á fínum drossíum eða krakkaormar af næstu bæjum sem kannski höfðu dottið í skurð, lent í slagsmálum eða pissað á sig. Öllum var tekið jafnvel. Þær systur komu saman í sveit- ina okkar og af sömu ástæðu. Nú eftir öll þessi ár fóru þær með sama hætti. Báðar héldu þær upp á 80 ára afmæli sitt með glæsibrag og kvöddu svo þennan heim nokkrum dögum seinna. Þær vissu hvað þær vildu báðar tvær og voru harðákveðnar í að ná að halda upp á afmælið. Það gekk eft- ir. Við vottum börnum og fjöl- skyldu Rögnu samúð okkar. Fal- legar og góðar minningar um hana munu lifa hjá öllum sem hana þekktu. Hugrún Jóhannesdóttir og Jóhannes Jóhannesson. Himneskt er að vera með vorið vistað í sálinni, sólina og eilíft sumar í hjarta. Því hamingjan felst í því að vera með himininn í hjartanu. Lifi lífið! (Sigurbjörn Þorkelsson) „Hvað langar þig í, Anna mín?“ spyr Ragna brosandi þegar ég kem í heimsókn á Kálfsá sem barn. „Brúna tertu með hvítu kremi,“ svara ég. Svo kemur tert- an og mér líður eins og prinsessu. Stundum segir Ragna fréttir af góðum berjastað, maríuerlu- hreiðri eða polli með sílum. Svo gefur hún mér gömul ílát til þess að drullumalla í. Eftir heimsókn- ina rölti ég heim, glöð í bragði. Ragna og mamma eru systur. Það er eitt og hálft ár á milli þeirra og sami tími líður á milli andláts þeirra. Í rúm fimmtíu ár bjuggu þær með mönnum sínum á sitt hvorum bænum, Kálfsá og Kálfs- árkoti, en kílómetri er á milli bæja. Á Kálfsá voru sex börn en í Kálfsárkoti þrjú. Frændfólkið á Kálfsá var hluti barnæskunnar og tilverunnar og samgangur mikill. Ragna var listræn og handlagin. Hún saumaði og prjónaði og gat búið til ótrúlegustu hluti og flíkur. Hún hafði ætíð mikið að gera og enn meira að gefa. Þau hjónin voru samrýnd og höfðu yndi af því að vera í samvistum við vini og vandamenn. Þau ræktuðu vináttu og tengsl eins og þau gátu, enda vinamörg. Á kveðjustund minnist ég hjartahlýju, virðingu, örlæti og gleði. Ríkidæmi Rögnu var fjöl- skylda hennar, börn og sú fyrir- mynd sem hún var öllum sem hana þekktu. Vertu sæl, elsku frænka, og takk fyrir góðar stundir. Við Skúli sendum ástvinum Rögnu hlýjar hugsanir og samúð- arkveðjur. Anna Rós Jóhannesdóttir. Mig langar að minnast ömmu- systur minnar, Rögnu Björgvins- dóttur, með nokkrum orðum. Ragna bjó á Kálfsá, næsta bæ við Fjólu ömmu mína og var sam- gangur á milli heimila mikill. Yngsta dóttir Rögnu og Svein- björns, Guðrún Björk, er jafn- aldra mín og vinkona og gengum við saman í Barnaskólann á Ólafs- firði. Á Kálfsá var alltaf gaman að vera og þaðan á ég margar góðar minningar. Uppátæki okkar Guð- rúnar voru ófá. Við eyddum mörg- um stundum í drullumall og alls- konar leiki – og bara svo það sé á hreinu þá drápum við fiskana hennar Höllu alveg óvart. Það var hið einstaka hjartalag og sú mikla hlýja sem Ragna auð- sýndi samferðarfólki sínu sem er mér eftirminnilegust. Að koma til Rögnu var alltaf eins og að koma heim, sama hvernig á stóð var ég alltaf velkomin til hennar og Sveinbjörns. Það var mér því mik- ið gleðiefni þegar sonur minn fæddist á afmælisdegi Rögnu árið 2009 og saman heimsóttum við af- mælisfrænkuna á Kálfsá og svo síðar á Egilsstaði. Í þessum heim- sóknum sýndi Ragna mér stolt myndir af öllum afkomendunum og sagði mér allt um hagi þeirra og svo ræddum við löngum stund- um um handavinnu. Við fráfall Rögnu standa eftir margar yndislegar minningar en fyrst og fremst þakklæti fyrir tak- markalausa hjartagæsku og hlýju. Ég votta mínum ástkæru frænd- systkinum frá Kálfsá samúð mína. Helga Þórey Jónsdóttir. Ragna Björgvinsdóttir Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Okkar ástkæri bróðir, SIGURJÓN JÓNSSON, til heimilis að Höfða hjúkrunar- og dvalarheimili, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands fimmtudaginn 12. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Starfsfólki Höfða eru færðar hjartans þakkir fyrir góða umönnun. Eysteinn Jónsson Unnur Jónsdóttir Björn Jónsson Steinn Jónsson Elsa Jónsdóttir Guðmundur Jónsson Ólafur Jónsson og fjölskyldur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.