Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 02.08.2018, Síða 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 ✝ SigurðurBjörgvinsson fæddist í Stóru Borg undir Austur- Eyjafjöllum 10. jan- úar 1942. Hann lést 25. júlí 2018 á Kirkjuhvoli, dval- arheimili aldraðra á Hvolsvelli. Hann var sonur Sigríðar Sigurð- ardóttur í Stóru Borg f. 6.10. 1897, d. 5.2. 1990 og Björgvins Ingvarssonar bónda í Klömbru í sömu sveit, f. 11.10. 1897, d. 29.4. 1969. Sigurður bjó alla tíð í Stóru Borg, fyrst með móður sinni og Helgu Sig- urðardóttur móð- ursystur sinni en hún lést 12.1. 1972. Eftir andlát þeirra bjó hann áfram einn í Stóru Borg. Sigurður var ógiftur og barn- laus. Útför Sigurðar fer fram í dag frá Eyvindarhólakirkju, Austur- Eyjafjöllum, 2. ágúst 2018, og hefst athöfn kl. 14. Látinn er frændi okkar hann Siggi í Borg eins og hann var jafnan kallaður. Hann og móðir okkar voru systrabörn og ólumst við upp við það að ávallt var gott samband við frændfólk okkar í Stóru Borg. Móðir okkar ólst upp í Steinum og kom þangað tveggja vikna gömul þegar Vilborg amma okkar fór á Vífilsstaði vegna berkla. Fósturforeldrum hennar ber að þakka hversu ötul þau voru að viðhalda sambandi við hennar nánasta fólk. Siggi var í eðli sínu hlédrægur og ekki marg- máll þegar gesti bar að garði. Þrátt fyrir hlédrægnina tók hann þátt í félagsstörfum í sveitinni og sat m.a. um tíma í hreppsnefnd og var virkur í leikfélaginu. Siggi hafði áhuga á lestri góðra bóka og ættfræði. Hann hafði sér- stakar mætur á ljóðum og til marks um það kunni hann nánast öll ljóð Einars Ben. Siggi var auk þess sjálfur ágætur hagyrðingur. Íslendingasögur voru í miklu uppáhaldi hjá honum og þá eink- um Njála. Njálssynir voru hans menn. Siggi var einnig vel heima í sögu Stóru Borgar og fylgdist hann grannt með þegar fornleifa- uppgröftur fór þar fram á seinni hluta tuttugustu aldar. Vegna eldgossins í Eyjafjallajökli 2010 þurfti Siggi að yfirgefa heimili sitt og dvaldi þá um tíma á hjúkrunarheimilunum í Vík og á Kirkjubæjarklaustri. Hugurinn var þó alltaf bundinn við Stóru Borg og sveitina hans Austur- Eyjafjöllin. Þegar hann komst aftur heim og gosinu var lokið sagði hann eitt sinn við okkur að ekki liði á löngu þar til við fengj- um aftur sveitina okkar fögru. Þar reyndist hann sannspár. Fljótlega upp úr þessu fór að halla undan fæti og árið 2014 fluttist Siggi á Kirkjuhvol, dval- arheimili aldraðra á Hvolsvelli. Hann naut þar góðrar umönnun- ar og viljum við aðstandendur færa starfsfólki heimilisins okkar bestu þakkir. Að lokum viljum við þakka Sigga sérstaklega fyrir frænd- semi og góðan hug til okkar. Vilborg, Jóhann, Elín Rut og fjölskyldur. Sigurður Björgvinsson Elsku amma, í dag kveðjum við þig með söknuði. Mikið finnst okkur skrítið og tómlegt að þú sért farin frá okkur og munum aldrei getað komið til þín aftur og verið vissar um það að það væri nóg af nammi í öllum skálum. Þú passaðir alltaf upp á það að mað- ur færi aldrei svangur út frá þér og passaðir líka alltaf upp á það að við ættum alltaf nóg af sokk- um og vettlingum sem þú prjón- aðir fyrir okkur svo okkur yrði aldrei kalt. Þú hefur alltaf sýnt okkur hversu mikil hetja þú varst þar sem þú kvartaðir aldrei og fannst alltaf björtu hliðarnar á öllu, sama hvernig aðstæðurnar voru. Við munum alltaf muna eft- ir þér sem hetjunni í fjölskyld- unni sem var alltaf til staðar fyrir alla. Þú stóðst með okkur í öllu sem við gerðum og sýndir öllu því svo mikinn áhuga og varst alltaf stolt. Við eigum svo mikið af góð- um minningum með þér sem við erum svo þakklátar fyrir og mun- um aldrei gleyma. Elsku amma, þú munt alltaf eiga svo stóran stað í hjörtum okkar allra og við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur, þú varst einstök. Við vitum að þú ert á betri stað með afa. Elskum þig endalaust. Guðrún Unnur, Hildur María og Sigurbjörg Sara. Elsku amma okkar. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur. Amma Unnur var besta amma í heimi. Þú varst alltaf góð við alla. Elsku besta amma Unnur, takk fyrir alla hlýju sokkana sem þú prjónaðir handa okkur krökk- unum og sleikjóana, nammið, knúsin og allt sem þú gerðir fyrir okkur. Okkur þykir vænt um þig. Við munum aldrei gleyma þér og góðu stundunum okkar saman. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín langömmubörn, Elías Breki, Eyrún Birna, Sigurbjörg Embla, Bendik, Elva María, Haraldur Hrafn og Ylfa. Unnur Haraldsdóttir ✝ Unnur Har-aldsdóttir fæddist 27. októ- ber 1933. Hún lést 23. júlí 2018. Útför hennar fór fram frá Lága- fellskirkju í Mos- fellsbæ í gær, 1. ágúst 2018. Elsku hjartans, yndislega amma okkar. Það er þyngra en orð fá lýst að hugsa til þess að þú sért fallin frá. Það sem okkur þykir sárt að stundirnar okkar hér verða ekki fleiri. Missir þinn skilur eftir djúpt skarð í hjörtum okkar sem aldrei verður fyllt. Það sem þú hefur gert fyrir okkur systkinin í gegnum líf okk- ar er ómetanlegt. Alltaf hefur þú verið til staðar fyrir okkur, við er- um búin að ganga saman í gegn- um ýmislegt bæði í gleði og sorg og vitum við hreinlega ekki hvar við værum ef við hefðum ekki haft þig og fyrir það erum við þér ævinlega þakklát. Þið afi veittuð okkur og elsku pabba svo mikla hlýju,ást og um- hyggju og öryggi þegar mamma okkar lést. Heimili ykkar varð okkar og gerðuð þið bókstaflega allt fyrir okkur á þeim erfiðu stundum og gerðuð það alla tíð. Að hugsa til þess að geta ekki komið til þín, elsku amma, á þitt fallega hlýja og notalega heimili, spjallað við þig um heima og geima sem var nú ósjaldan, skoð- að með þér fallegu prjónalista- verkin þín sem við öll stór og smá nutum heldur betur góðs af. Allt- af hefur þú séð til þess að við og börnin okkar höfum átt hlý prjónaföt frá þér sem öll voru sannkölluð listaverk eins og allt sem þú gerðið. Já, elsku amma, þér var margt til lista lagt, þú varst engin venju- leg kona. Þú varst þvílíkur dugn- aðarforkur, mikil handavinnu- kona, einstaklega barngóð með stórt hjarta og gullfalleg að innan sem utan. Elsku hetjan okkar, þú varst kletturinn okkar og verður það alltaf í hjörtum okkar. Að fylgjast með þér eftir að þú fékkst þær fréttir núna í mars að þú værir með ólæknandi sjúkdóm var aðdáunarvert, eins og alltaf tókst þú á við þetta verkefni með hetjudáð, jákvæðni og þraut- seigju alveg fram á síðasta dag. Nú vitum við, elsku amma, að þú ert komin í sumarlandið og þar hafa verið fagnaðarfundir. Afi, pabbi okkar og mamma ásamt fleirum hafa tekið vel á móti þér. Það verður sárt og tómlegt án þín en í hjörtum okkar lifir þú alla tíð. Við munum svo sannarlega miðla öllu því góða til okkar barna sem þú kenndir okkur. Hvíldu í friði, elsku yndislega amma okkar, takk fyrir öll sam- tölin sem við áttum og samveru- stundirnar okkar með þér. Elskum þig, engillinn okkar. Þín Unnur Ósk, Helga Björk og Magnús Már Byron. Sunnudaginn 22. júlí kom símtalið sem við höfðum ótt- ast svo mjög, Þór- hallur Birkir, frændi okkar, var látinn aðeins 25 ára að aldri. Höggið var þungt og eftir sitj- um við vanmáttug og sorg- mædd. Fíknin hafði sigrað. Þór- hallur hafði barist lengi og við hlið hans alla tíð foreldrar hans og systkini. Nú var baráttan töpuð. Þórhallur var mér kær frændi, góðhjartaður og mikil barnagæla alla tíð. Snemma kom í ljós að hann var kraftmik- ill og sem barn var hann ætíð glaðlyndur og hrókur alls fagn- aðar í krakkahópnum frá Öng- ulsstöðum. Elsku Þórhallur, þú komst síðastur af okkur systkinabörn- unum og nú ert þú fyrstur til þess að kveðja. Þegar þú fædd- ist, elsku frændi, hafði ég nýver- ið gengið í gengum mikla sorg og man ég að það var mér hugg- un að fá að heimsækja ykkur mæðgin, skipta á þér og kalla fram bros sem var auðfengið. Á milli okkar lágu 19 ár og fylgdist ég því með þér sem stóra frænka fremur en leikfélagi. Á meðan afa og ömmu naut við vorum við þéttur hópur sem hittist oft. Í seinni tíð leið lengra á milli þess að við hittumst en reglulega skiptumst við á skila- boðum, síðustu ár enduðu skila- Þórhallur Birkir Lúðvíksson ✝ Þórhallur Birk-ir Lúðvíksson fæddist 21. júní 1993. Hann lést 22. júlí 2018. Jarðsett var í gær frá Akureyrar- kirkju, 1. ágúst 2018. boðin þín ávallt á þeim orðun að þú baðst mig að kyssa Halla litla frá þér. Mér þótti vænt um að heyra hversu ánægður þú varst að eignast lítinn nafna og nei, minn kæri, nafnið var svo sannarlega ekki ónýtt. Ekki síður þótti mé vænt um þegar þú reyndir að heimsækja okkur nafna þinn á Vökudeild- ina þegar við dvöldum þar. Þór- hallur minn ber nú nafn tveggja af bestu og hjartahreinustu ein- staklinga sem ég hef þekkt. Baráttan var orðin löng og ég veit að þú varst þreyttur, þú hættir samt aldrei að reyna að snúa við blaðinu. Fíknin er harður húsbóndi en þrátt fyrir veikindi þín tapaðir þú aldrei þínum góðu eiginleikum. Hjartahlýjunni og umhyggju fyrir öðrum. Það höfum við upp- lifað sterkt síðustu viku. Það er komið að kveðjustund um sinn. Við kveðjum þig með þakklæti fyrir góða samfylgd. Við kveðjum þig í þeirri trú að nú líði þér vel, þú hafir öðlast frið. Elsku vinur í minningu þinni munum við lifa undir því leið- arljósi að við eigum aðeins eitt líf og í þinni minningu reynum við að lifa því vel. Minning þín mun lifa og ég mun reglulega kyssa Halla litla frá þér. Elsku frændi, hafðu þökk fyr- ir samfylgdina. Minning um góðan dreng mun lifa í hjörtum okkar alla tíð. Þín frænka Guðný Jóhannesdóttir. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÓLAFUR K. GUÐMUNDSSON, fyrrv. aðst. yfirlögregluþjónn, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 27. júlí. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 7. ágúst klukkan 13. Sigurlaug J. Jónsdóttir Guðmundur Rúnar, Elínborg Jóna, Kristín, Ólafur Erling og fjölskyldur Ástkær sambýlismaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, ANDRÉS PÉTUR EYJÓLFSSON, Læk, Holtum, búsettur í Lóurima 7, Selfossi, andaðist sunnudaginn 26. júlí á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Hann verður jarðsettur frá Hagakirkju í Holtum laugardaginn 4. ágúst klukkan 14. Rannveig Harðardóttir Sigurborg S. Andrésdóttir Kristján Nielsen Guðrún Andrésdóttir Sigurður J. Hallbjörnsson Lilja Björk Andrésdóttir Kristján Ingi Magnússon Sóley H. Guðbjörnsdóttir Björgvin Pálmi Daníelsson Jósep Friðrik Guðbjörnsson Ósvald H. Indriðason Hilma Dögg Hávarðardóttir Sigursteinn Jónsson Ólöf Stefanía Eyjólfsdóttir Óskar Konráðsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku afi minn, óraunveruleikinn blasir við mér þeg- ar ég hugsa til þess að þú sért farinn frá mér. Ég er ekki bara að kveðja afa minn heldur góð- an vin, vin sem ég hef átt frá fæðingu. Fyrirmynd, þúsund- þjalasmiður, þrjóskur en um- fram allt konungur fimmaura- brandaranna. Kæri vinur, þegar ég horfi yfir farinn veg og hugsa um allar minningarnar og stundirnar sem við áttum saman þá sé ég enn betur hvað ég er heppinn að hafa haft þig í mínu lífi, ég er óendanlega þakklátur fyrir allt sem þú kenndir mér og ég er þakklátur fyrir að bera sama nafn og þú. Ég var mjög ungur þegar ég man eftir mér með þér fyrst uppí bústað í kraftgalla með tommustokk í vasanum alveg eins og þú. Fyrir ungan dreng að fá að elta afa sinn og læra að verða vinnumaður eins og hann var gulls ígildi. Minningarnar áttu eftir að verða mun fleiri í bústaðnum þú í sama stólnum með kaffið, rabbaðir um daginn og veginn og skaust inn einum og einum brandara. Við fórum svo að sjálfsögðu aldrei yfir Hvítá á leið okkar í bústaðinn nema ég sæti í fanginu á þér og fengi að stýra. Þegar þú kennd- ir mér á sláttuvélina og ekki var ég gamall þegar ég var farinn að stjórna henni einn. Á milli þess sem við eyddum tíma okk- ar í bústaðinum var ég svo heppinn að fá að ferðast með þér, ömmu, mömmu pabba og síðar meir Degi Lár, litla bróð- ur mínum, sem er líka svo heppinn að hafa fengið að eiga þig að. Öll þessi ferðalög gerðu mig að fróðari manni og fjölg- uðu minningunum. Við Látra- Diðrik Óli Hjörleifsson ✝ Diðrik ÓliHjörleifsson fæddist 28. júlí 1942. Hann lést 20. júlí 2018. Útför Diðriks fór fram frá Breið- holtskirkju 28. júlí 2018. bjarg í miklum vindi þegar derhúf- an sem ég hafði gefið þér með text- anum „Afi Diddi“ fauk af þér varð ég nú ekki sáttur með þig, en útfrá því fór ég að safna derhúf- um alveg eins og þú. Þegar þið amma selduð sum- arbústaðinn og fluttuð í Hveragerði eignaðist ég nýja „sveit“. Hjá ykkur eyddi ég mörgum nóttum og m.a. var ég hjá ykkur part úr sumri þegar þú ákvaðst að byggja stærðarinnar bílskúr. Ég djöflaðist með þér allan daginn við vinnuna á meðan amma sá um kaffið. Þetta er bara brot af þeim ánægjulegu minningum sem ég á. Maturinn þinn var alltaf í uppáhaldi, þú varst snillingur í að elda alvöru íslenskan mat. Svo ég tali nú ekki um þegar ég fékk að sitja með þér í mjólkurbílnum. Á seinni árum þegar ég kynnist svo Rebekku, kærustunni minni, var yndislegt að sjá hvernig þú og hún urðuð góðir vinir, þú sýndir henni hvað það var alltaf stutt í húmorinn og hún tók þér eins og sínum eigin afa. Undir lokin var alltaf gam- an að koma til þín á spítalann ræða málin og hlusta á brand- arana. Það var aðdáunarvert að sjá hvað þú hélst í húmorinn, sama hversu veikur þú varst orðinn. Þú skemmtir starfsfólk- inu eins og enginn væri morg- undagurinn og er ég viss um það að frábæru starfsfólki Landspítalans sem hugsaði svo vel um þig hefur ekki leiðst að hafa þig hjá sér. Elsku vinur minn, besti afi í heimi, það eru ekki til nein nógu stór orð til þess að lýsa því hvað söknuðurinn og sorgin er mikil. Á sama tíma er ég glaður að þú skulir vera kominn til ömmu og fáir að hvíla henni við hlið. Fallegustu englarnir mínir sem munu alltaf eiga stóran stað í hjartanu mínu. Grímur Óli Geirsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dög- um fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.