Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 46

Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Veiðieftirlitsmenn í Stykkishólmi og á Höfn í Hornafirði Fiskistofa óskar eftir að ráða tvo metnaðarfulla og jákvæða starfsmenn í veiðieftirlit, einn á hvora starfstöð. Mannauður Fiskistofu er grunnstoðin í starfsemi hennar og er lögð mikil áhersla á starfsþróun, teymisvinnu og þekkingarmiðlun. Starfandi veiðieftirlitsmenn eru nær eingöngu karlar og er því athygli kvenna sérstaklega vakin á starfinu í þeim tilgangi að jafna kynjahlutföll í starfsgreininni, sbr. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Helstu verkefni: • Eftirlit á sjó, en í því felst m.a. lengdarmæling á fiski og tillögugerð um lokanir veiðisvæða, eftirlit með aflasam- setningu, veiðarfærum, hlutfalli smáfisks í afla og brottkasti afla. Þá fylgjast veiðieftirlitsmenn einnig með því að afladagbækur séu rétt útfylltar og séu í samræmi við veiðar og afla um borð. • Eftirlit í landi, en það felur m.a. í sér eftirlit með löndun, vigtun og skráningu afla, eftirlit með veiðarfærum og aflasamsetningu, lengdarmælingar á afla og eftirlit með færslu afladagbóka. Eftirlit með löndunum er- lendra skipa og úttektir á afurðum vinnsluskipa, eftirlit með lax- og silungsveiði ásamt skrifstofustörfum s.s. skýrslugerð þegar vettvangsstörfum lýkur, að fylgjast með löndunum og skráningum í aflaskráningarkerfi Fiski- stofu og öflun gagna vegna brotamála sem upp koma. Menntunar- og hæfniskröfur: • Haldgóð reynsla af störfum í sjávarútvegi. • Góð íslensku-, ensku- og tölvukunnátta er áskilin. • Gott heilsufar. • Sjálfstæði, fagmennska og nákvæmni í vinnubrögðum. • Sanngirni og háttvísi. • Mjög góð hæfni í samskiptum nauðsynleg. • Menntun sem nýtist í starfi s.s. skipstjórnarréttindi, stúdentspróf eða iðnmenntun æskileg. Nánari upplýsingar um störfin veitir Sævar Guðmundsson, deildarstjóri, í síma 5697900. Ferilskrá sem hefur m.a. að geyma ítarlegar upplýsingar um menntun, fyrri störf og umsagnaraðila sem og kynningarbréf þar sem hæfni viðkomandi umsækjanda í starfið er rökstudd sendist í gegnum heimasíðu fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknarfrestur er til og með 3. september 2018. Laun taka mið af kjarasamningi ríkisins við SFR. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, með vísan til 3. tl. 2. mgr. 2. gr. regla nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum, sem settar eru samkvæmt heimild í 2. mgr. 7. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fiskistofa er þjónustu- og eftirlitsstofnun með sex starfsstöðvar um land allt og eru höfuðstöðvar á Akureyri. Stofnunin an- nast stjórnsýslu á sviði sjávarútvegs og lax- og silungsveiði ásamt því að safna og vinna úr upplýsingum um þá málaflokka. Nánari upplýsingar um Fiskistofu má finna á www.fiskistofa.is. Traust – Framsækni – Virðing                      Leitum að einstaklega þjónustuliprum einstaklingum í hlutastörf á starfsstöðum okkar á Malarhöfða í Reykjavík og á Hringhellu í Hafnarfirði. Starfið felst í umsjón með pöntun og afhendingu á mat í mötuneyti, ásamt léttum þrifum á starfsaðstöðu. Viðkomandi þurfa að hafa auga fyrir því að halda aðstöðunni snyrtilegri og notalegri, vera skipulagðir og búa yfir góðri þjónustulund. Okkur vantar einstaklinga sem eru tilbúnir að leggja sig alla fram um að viðhalda góðu starfsumhverfi með bros á vör. Vinnutími er áætlaður frá 10-14. Um framtíðarstörf er að ræða. Ertu þjónustulipur og átt auðvelt með að brosa? Þá erum við kannski að leita eftir þér. Umsóknarfrestur er til og með 12. ágúst. Umsóknir skulu berast til Sigríðar Rósu Magnúsdóttur, starfsmannastjóra, á netfangið sigridur@steypustodin.is sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið. Góð mannleg samskipti Stundvísi Þjónustulund Frumkvæði Samviskusemi Snyrtimennska Íslenskukunnátta æskileg Hæfniskröfur 1  ATVINNA í boði hjá Kópavogsbæ Grunnskólar • Bókasafns- og upplýsingafræðingur í Álfhólsskóla • Forstöðumaður frístundar í Kópavogsskóla • Aðstoðarforstöðumaður frístundar Hörðuvallaskóla • Húsvörður í Vatnsendaskóla • Kennari í hönnun og smíði í Vatnsendaskóla • Tónmenntakennari í Salaskóla • Íþróttakennari í Hörðuvallaskóla • Íþróttakennari í Álfhólsskóla • Umsjónarkennari á miðstig • Umsjónarkennari á miðstig í Vatnsendaskóla • Umsjónarkennari á miðstig í Álfhólsskóla • Umsjónarkennari á miðstigi í Hörðuvallaskóla • Umsjónarkennari á unglingastigi • Umsjónarkennari á yngsta stig í Smáraskóla • Forfallakennari í Hörðuvallaskóla • Frístundaleiðbeinendur í Smáraskóla • Frístundaleiðbeinendur í Vatnendaskóla • Frístundaleiðbeinendur í dægradvöl Hörðu- vallaskóla • Skólaliðar í Hörðuvallaskóla • Skólaliði í Smáraskóla • Stuðningsfulltrúi í Álfhólsskóla Leikskólar • Matráður í Kópahvol • Aðstoðarmatráður í Kópahvol • Deildarstjóri í Kópahvol • Leikskólasérkennari í Kópahvol • Leikskólasérkennari, þroskaþjálfi í Marbakka • Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi í Álfatúni • Leikskólakennari/þroskaþjálfi í Efstahjalla • Leikskólakennari í Arnarsmára • Leikskólakennari í Dal • Leikskólakennari í Dal • Leikskólakennari í Efstahjalla • Leikskólakennari í Kópahvoli • Leikskólakennari í Marbakka • Leikskólakennari í Núp • Leikskólakennari í Álfatúni • Starfsfólk í Núp • Starfsmaður sérkennslu í Læk Ýmis störf • Starfsmenn í íþróttahúsi Vatnsendaskóla • Forstöðumaður félagsmiðstöðva eldri borgara • Starfsmaður hjá Sundlaug Kópavogs - Karl • Starfsmaður í Þjónustumiðstöð við almenna þjónustu Eingöngu er hægt að sækja um störfin rafrænt á heimasíðu Kópavogsbæjar, www.kopavogur.is, þar sem jafnframt má finna fleiri störf og nánari upplýsingar www.hagvangur.is Sterk tengsl í íslensku atvinnulífi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.