Morgunblaðið - 02.08.2018, Blaðsíða 49
íbúa og sveitarfélögin 15 í lands-
hlutanum, veita þjónusta fyrir at-
vinnu- og menningarlíf á Suður-
landi og sinna greiningar- og
þróunarverkefnum á sviði byggða-
þróunar.
Suðurlandið er minn landshluti,
þangað á ég ættir að rekja og ólst
þar upp að hluta en ég dvaldi í tíu
sumur, frá fimm ára aldri, í Vorsa-
bæ í Flóa, hjá þeim góðu hjónum,
föðurbróður mínum, Stefáni Jas-
onarsyni, og Guðfinnu Guðmunds-
dóttur. Þaðan á ég góðar minn-
ingar og ómetanlega reynslu.“
Bjarni tók þátt í félagsstörfum í
MH og í Óðinsvéum, sat í stjórn
Stjórnvísi, Norræna kvikmynda-
og sjónvarpssjóðsins og Nord-
vision.
„Við hjónin ferðumst mikið, inn-
an lands og utan. Í rúm 30 ár höf-
um við verið í einstökum vina- og
ferðahópi sem á síðasta ári fór til
Víetnam og í ár til Suður Afríku,
Botswana og Zimbabwe og heim-
sóttum m.a. Kruger þjóðgarðinn,
Viktoríufossa og Góðrarvonar-
höfða. En þessi hópur fer ekki síð-
ur um landið og gjarnan í göngu-
ferðir á hverju ári.
Á afmælisdaginn minn hefur
hópurinn komið saman í Borgar-
firði síðustu þrjá áratugi. Þá er
slegið upp útihátíð. Ég ætla nú að
halda upp á tímamótin með því að
njóta útivistar og villtrar náttúru
við Hornbjarg og þar verður hald-
ið upp á tvöfalt 60 ára afmæli en
Jonathan, mágur minn, átti afmæli
24. júní sl. Með í för verða yfir 39
manns úr Jasonarættinni. En ég
ætla samt að ná til byggða á rétt-
um tíma til að halda upp á annað
og merkilegra afmæli. Ég ætla að
fagna með afadrengnum mínum og
nafna, sem kom í heiminn á af-
mælisdegi mínum fyrir einu ári.
Svo má ekki gleyma árlegri
skotveiðiferð okkar bræðranna
austur á firði en þar er skyldu-
mæting. Við eigum einnig hlut í
notalegum sumarbústað á falleg-
um stað við Álftavatn í Grímsnes-
og Grafningshreppi og þangað er
oft farið.“
Fjölskylda
Eiginkona Bjarna er María
Guðrún Sigurðardóttir, f. 11.10.
1957, viðskiptafræðingur með
meistaragráðu í banka- og alþjóð-
legum fjármálum. Foreldrar henn-
ar voru Sigurður Halldórsson, f.
26.6. 1917, d. 15.12. 2012, kaup-
maður í Reykjavík, og k.h., Matt-
hea Pálína Þorleifsdóttir, f. 18.4.
1922, d. 11.6. 2014, húsfreyja og
kaupmaður.
Börn Bjarna og Maríu Guðrún-
ar eru Edda Björg Bjarnadóttir, f.
13.3. 1989, flugfreyja í Reykjavík
en maður hennar er Marteinn
Gunnlaugsson Briem, eigandi og
framkvæmdastjóri Citywalk og er
sonur þeirra Bjarni Valgarð
Briem, f. 2.8. 2017, og Aron Björn
Bjarnason, f. 18.1. 1993, sérfræð-
ingur í viðskiptagreind á ein-
staklingssviði Íslandsbanka, bú-
settur í Reykjavík.
Systkini Bjarna eru Margrét
Elín Guðmundsdóttir, f. 15.6. 1949,
kennari í Garðabæ; Kristín Guð-
mundsdóttir, f. 27.8. 1953, við-
skiptafræðingur í Reykjavík; Þur-
íður Guðmundsdóttir, f. 11.3.1964,
fjölmiðlafræðingur í Seattle í
Bandaríkjunum; Guðbjörg Rós
Guðmundsdóttir, f. 15.4. 1966, við-
skiptafræðingur í Reykjavík, og
Jason Guðmundsson, f. 25.4. 1970,
hdl. og löggiltur fasteignasali í
Reykjavík.
Foreldrar Bjarna: Guðmundur
Magnús Jasonarson, f. 10.10. 1925,
d. 21.12. 2015, rafverktaki í
Reykjavík, og k.h., Bjarney Guð-
rún Ólafsdóttir, f. 17.12. 1928, hár-
greiðslumeistari.
Bjarni
Guðmundsson
Elín Ingibjörg Þorláksdóttir
húsfr. Bræðraparti
Guðmundur Bjarnason
form. í Bræðraparti í
Vogum
Þuríður Guðmundsdóttir
húsfr. í Stóra-Knarrarnesi
Ólafur Pétursson
útvegsb. í Stóra-Knarranesi á Vatnsleysuströnd
Bjarney G.Ólafsdóttir
hárgreiðslum. í Rvík
Guðrún Eyjólfsdóttir
húsfr. í Tumakoti
Pétur Andrésson
b. og sjóm. í Tumakoti í Vogum
Jón M. Ívarsson rith. og
fv. form. Glímusamb.Ísl.
nnur Stefáns-
dóttir skólastj.
g frumkvöðull
eilsuleikskóla
Guðrún Ingi-
örg Ólafsdóttir
húsfr. í Vogum
Jason Ívarsson kennari í
Rvík og form. Blaksamb. Ísl.
Stefán
Jasonarson b.
og fréttaritari í
Vorsabæ í Flóa
Hrefna Ólafsdóttir snyrtifr. í Keflavík
Ívar Jasonarson
hreppstj. og
oddviti á Vorsa-
bæjarhóli
Guðmundur Ólafsson verkstj.
hjá Íslenskum aðalverktökum
U
o
h
Grímur
Hákonar-
son leikstj.
í Rvík
Egill Jóhanns-
son forstj.
Brimborgar
Jón Gestur Benediktsson
útgerðarm og oddviti í
Suðurkoti í Vogum
Margrét Egils-
dóttir fv. skrif-
stofum. í Rvík
Benedikt Pétursson útvegsb. í Suðurkoti í Vogum
Helga
Jasonardóttir
húsfr. í Rvík
bj
Ólafur Þór Jónsson nuddari, fv.
form. Félags íslenskra nuddara og
Félags íslenskra sjúkranuddara
Sigríður Björnsdóttir
húsfr. í Súluholti
Helgi Guðmundsson
b.í Súluholti í Flóa
Kristín Helgadóttir
húsfr. í Vorsabæ
Jason Steinþórsson
b. í Vorsabæ í Flóa
Sigríður Jónsdóttir
húsfr. á Arnarhóli
Steinþór Eiríksson
b. á Arnarhóli í Flóa
Úr frændgarði Bjarna Guðmundssonar
Guðmundur M. Jasonarson
rafverktaki í Rvík
ÍSLENDINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
DUXIANA Reykjavik | Ármuli 10 | Reykjavik | +354 5 68 99 50 | www.duxiana.is
DUX PASCAL SYSTEM
Sérsniðna gormakaerfið
Líkamar allra eru einstakir.
Þess vegna býður Pascal de Luxe yfirdýnan upp á sérsniðin
þægindasvæði sem gerir tveimur einstaklingum kleift að velja fullkomnu
stillinguna fyrir axlirnar, neðra bakið og fótleggina þeirra.
Pascal kerfið er í boði fyrir öll DUX rúm, annað hvort
sem fellt inn í rúmið eða sem sérstök yfirdýna.
Sæmundur Valdimarsson fædd-ist á Krossi á Barðaströnd 2.8.1918. Foreldrar hans voru
hjónin Guðrún M. Kristófersdóttir,
frá Brekkuvöllum, og Valdimar H.
Sæmundsson, bóndi á Krossá, en
Sæmundur var annar í röð átta
systkina.
Sæmundur giftist Guðrúnu
Magnúsdóttur frá Langabotni í Geir-
þjófsfirði. Búskap sinn hófu þau á
æskuslóðum en árið 1948 fluttu þau
suður og bjuggu 20 ár í Kópavogi en
síðan í Reykjavík frá 1974.
Börn þeirra Sæmundar og Guð-
rúnar eru Valdimar, Hildur, Magnús
og Gunnar.
Sæmundur fór fyrstu vertíð sína á
sjó á fermingarárinu sínu á skútunni
Gretti frá Stykkishólmi, eftir það
vann hann árstíðabundið fjarri heim-
ilinu við sjósókn og einnig við fisk-
vinnslu í Reykjavík og önnur tilfall-
andi störf.
Sæmundur var verkamaður allan
sinn starfsaldur, fyrst í Ísbirninum,
og síðan í stóriðjuverinu Áburðar-
verksmiðjunni. Hann sat í trún-
aðarmannaráði starfsmanna Áburð-
arverksmiðjunnar, sat í stjórn
lífeyrissjóðsins og starfaði auk þess í
Dagsbrún og fyrir Menningar- og
fræðslusamband alþýðu.
Listamannsferill Sæmundar hófst
um 1970 og árið 1974 hélt hann fyrstu
sýningu sína á höggmyndum úr reka-
viði. Hann hélt síðan fjölmargar sýn-
ingar, einn og með öðrum. Verk hans
vöktu snemma athygli, innlendra
sem erlendra listunnenda, og um þau
var ritað í blöðum og virtum tímarit-
um, auk sjónvarpsviðtala. Samtals
hafði Sæmundur gert um 500 styttur,
sem eru allar í eigu einstaklinga, fyr-
irtækja og stofnanna. Um stytturnar
og gerð þeirra má lesa í bókinni „Sæ-
mundur og stytturnar hans“ eftir
Guðberg Bergsson frá árinu 1998.
Síðasta sýning Sæmundar var
2003 á Kjarvalsstöðum á 85 ára af-
mæli hans. Þá var einnig gefinn út
geisladiskur með myndum af öllum
verkum hans.
Sæmundur lést árið 2008.
Merkir Íslendingar
Sæmundur
Valdimarsson
85 ára
Kristín Sigurmonsdóttir
80 ára
Geirrún Marsveinsdóttir
Hörður Hákonarson
75 ára
Haraldur Sigurðsson
Hjálmar Þ. Diego
Jón Guðmundsson
Jónína H. Jónsdóttir
Lára Sigrún Ingólfsdóttir
Páll Richardson
Sveinborg Jónsdóttir
70 ára
Árni Þór Halldórsson
Birna Sigrún Gunnarsdóttir
Guðmundur Sigurjónsson
Jóhanna Björg Ström
Kristrún Sigurðardóttir
60 ára
Alina Skibinska
Bjarni Árnason
Bjarni Guðmundsson
Guðrún Bergmann
Hallgrímur Georgsson
Hjalti Bjarnason
Jóhannes R. Þórsson
Kristján Guðjónsson
Lóa Sigríður Hjaltested
Rósa Guðrún Linnet
Sigríður Ingólfsdóttir
Valur Þór Marteinsson
50 ára
Anna Metta Norðdahl
Dýrleif Ólafsdóttir
Elísabet Reynisdóttir
Guðmundur Valgeir
Magnússon
Gunnar Birgir Birgisson
Hulda Rafnsdóttir
Kevin Kristofer Oliversson
Reynir Zoéga
Sigrún Björg Eyjólfsdóttir
Sveinbjörn Rögnvaldsson
Víðir Sigurðsson
40 ára
Ágúst Börkur Sigurðsson
Brynjar Smárason
Egill Már Ólafsson
Einar Ingi Einarsson
Ester Þórhallsdóttir
Haukur Þorsteinsson
Helga Lind Sigmundsdóttir
Helgi Stefán Egilsson
Hjalti Pálsson
Inga Sonja Emilsdóttir
Ingi Gauti Ragnarsson
Katrín Ragnarsson
Þórdís Þorvaldsdóttir
30 ára
Alma Sigríður Þórólfsdóttir
Anna Silvía Þorvarðardóttir
Arnór Sigurðsson
Daníel Sigurðsson
Davíð Ingvi Snorrason
Denis Warshan
Dögg Guðmundsdóttir
Egill Jóhannsson
Elísabet Ögn Jóhannsdóttir
Guðmunda Áróra Pálsdóttir
Gunnar Már Harðarson
Jóna Fríður Sigurðardóttir
Katarzyna Karolina Mastej
Krzysztof Szczepanski
Luka Druscovich
Miroslav Cibula
Miroslav Vidovic
Ólafur Alexander Ólafsson
Stefán Árni Jónsson
Steinunn Ragna
Jóhannsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Steinunn ólst upp
í Ólafsvík, býr á Hellis-
sandi og er heimavinn-
andi húsfreyja.
Maki: Garðar Krist-
jánsson, f. 1989, sjómað-
ur og rafvirki.
Synir: Birgir Natan, f.
2007; Matthías, f. 2010,
og Heimir, f. 2016.
Foreldrar: Jóhann
Steinsson, f. 1951, sjó-
maður í Ólafsvík, og k.h.,
Erla Hrönn Snorradóttir, f.
1954, stuðningsfulltrúi.
Steinunn Ragna
Jóhannsdóttir
30 ára Stefán ólst upp í
Vesturbæ Reykjavíkur, býr
þar, lauk BS-prófi í sál-
fræði frá HÍ og stundar
nám í húsasmíði við FB.
Maki: María Guðnadóttir,
f. 1990, sálfræðingur.
Systur: Ragnheiður, f.
1972, og Guðrún Anna, f.
1974,
Foreldrar: Jón Torfi Jón-
asson, f. 1947, prófessor
emeritus, og Bryndís Ís-
aksdóttir, f. 1947, bóka-
safnsfræðingur..
Stefán Árni
Jónsson
30 ára Gunnar Már ólst
upp í Kópavogi, hefur átt
þar heima alla tíð og var
að ljúka BSc-prófi í tölv-
unarfræði frá HÍ.
Systkini: Hanna Rúna, f.
1969; Jóhann Geir, f.
1976, og Hjörtur, f. 1978.
Foreldrar: Munda Krist-
björg Jóhannsdóttir, f.
1948, skrifstofutæknir og
fyrrv. skrifstofumaður, og
Hörður Runólfsson, f.
1947, múrari. Þau eru bú-
sett í Kópavogi.
Gunnar Már
Harðarson
mbl.is/islendingar
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón