Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 52

Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 52
52 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 VIÐTAL Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Minnismerki óþekkta embættis- mannsins eftir myndlistarmanninn Magnús Tómasson er eitt þekktasta og vinsælasta útilistaverkið í Reykjavík. Á síðustu árum hefur það orðið eitt af táknmyndum Reykja- víkur, og íslenskrar menningar; það hefur jafnvel birst á erlendum list- um á vefmiðlum yfir vinsælustu höggmyndir samtímans. Og nú þurfa unnendur verksins ekki að láta sér nægja að njóta embættis- mannsins með bjargið yfir sér þar sem hann hefur staðið síðustu ár við Vonarstræti, milli Iðnó og Ráðhúss- ins, því að litlar eftirmyndir verksins hafa verið framleiddar og eru til sölu í safnbúðum Listasafns Íslands og Listasafns Reykjavíkur og í Epal. Helga Gerður dóttir Magnúsar, sem er grafískur hönnuður, stendur að gerð eftir- mynda Minnismerk- isins og eru þær fáan- legar í tveimur stærðum, 10,5 cm og 21 cm háar. Hún segir mörg ár síðan Magnús faðir hennar hafi verið farinn að láta sig dreyma um smækk- aðar eftirmyndir verka sinna, svo sem Þotu- hreiðrið við Flug- stöð Leifs Eiríks- sonar og svo af Minnismerki óþekkta embættis- mannsins en slíkt var tæknilega erf- itt í framkvæmd á þeim tíma. „Það var svo fyrir tilstuðlan míns tæknisinnaða eiginmanns, Ársæls Valfells, og með hjálp góðra vina að við gerðum þrívíða eftirmynd verks- ins við Tjörnina og var drónum og þrívíddartækni beitt við að mynda það,“ segir Helga Gerður. „Mínía- túrarnir eru steyptir í resín til að byrja með og í tveimur stærðum, eftir móti sem gert er eftir þrívídd- armódeli af verkinu. Hver stytta er síðan handmáluð til að ná svipaðri áferð og er á neðri og efri hluta frummyndarinnar, eða eins og brons og grágrýti. Við byrjuðum á að gera hefð- bundna minjagripastærð, rúma tíu cm á hæð, og aðra sem er tvöfalt stærri. Faðir minn hafði smá efa- semdir um efnið í upphafi enda meiri góðmálmatýpa,“ segir hún og brosir. „En þetta efni býður upp á mikla möguleika, er skemmtilegt og nútíma- legt og það sem er kannski ánægjulegast er að þetta gerir fleirum kleift að eignast styttuna því ekki hafa allir bol- magn til að kaupa dýran listmun úr bronsi. Í far- vatninu er svo að gera að- eins stærri eftirmyndir sem listmuni, tölusetta, „signeraða“ og vitaskuld úr góðmálmi fyrir lista- verkasafnara og hörðustu aðdáendurna. Eftir að Embættismaðurinn var fluttur á tjarnarbakkann fangar hann athygli fleira fólks en áður og er að verða að kenni- leiti í borginni. Verkið má túlka á ýmsa vegu. Fólk ýmist sam- samar sig hlutskipti hans eða tekur verkinu af kald- hæðni, enda aldrei langt í húmorinn hjá pabba. En hvort sem er verðum við vör við að fólki þykir vænt um þennan steinrunna karl. Pabbi varð svo 75 ára á dög- unum og því er það bæði tímabært og afar ánægjulegt að nú fáist verkið í smækkaðri mynd á viðráðanlegu verði,“ segir Helga Gerður. Fótgönguliði skrifræðisins Reykjavíkurborg keypti Minnis- merki óþekkta embættismannsins af Magnúsi árið 1993 og var hug- myndin sprottin úr hugleiðingum listamannsins um minnismerki óþekktra hermanna sem víða standa í borgum hins vígvædda heims. „Á Íslandi er enginn her, en nóg af embættismönnum,“ hefur Magnús sagt um tilurð verksins, „og mér fannst við hæfi að fótgönguliðar skrifræðisins, hinir nafnlausu ör- lagavaldar í lífi venjulegs fólks, fengju hér sitt minnismerki.“ Verkið er ríflega tveggja metra hátt, úr basalti og brosi, og þegar komið var í veg fyrir að það stæði ut- an í Arnarhóli, eins og fyrst var ætl- unin, var því fundinn staður í garði milli Lækjargötu og Pósthússtrætis, fyrir aftar Hótel Borg. Til stóð þá að opna gönguleið milli Austurstrætis og Austurvallar, hjá verkinu, en af því varð aldrei og lokaðist verkið því að vissu leyti inni í nær 20 ár. Þáver- andi safnstjóri Listasafns Reykja- víkur, Hafþór Yngvason, vakti síðan máls á því við borgarstjórn árið 2012 að Minnismerkið yrði flutt nær Ráð- húsinu og afhjúpaði Jón Gnarr, þá- verandi borgarstjóri, það þar sama ár. Útgáfur ætlaðar almenningi Eins og fyrr segir varð Magnús Tómasson 75 ára fyrir skömmu og á að baki farsælan og fjölbreytilegan feril í myndlistinni. Fyrstu einka- sýninguna hélt hann aðeins 19 ára gamall og seinna varð hann einn for- vígismanna SÚM-hópsins. Hann hefur haldið fjölda sýninga á verkum sínum, hér heima og erlendis, og þá má sjá mörg verk eftir hann á opin- berum stöðum. Hann segist hafa reynt fyrir mörgum árum að gera fjölfeldi af einhverjum verka sinna en það hafi ekki gengið vel. „En það hefur staðið til lengi að gera eftirmyndir af Minnismerki embættismannsins,“ segir hann og þau feðgin lögðust í nokkrar rann- sóknir á því hvernig best væri að standa að því, áður en lausnin fannst við gerð þessarar útgáfu. „Mér leist ansi vel á útkomuna, það er merki- legt hvað er hægt að gera í dag með þessari þrívíddarprentun sem mótið er gert eftir,“ segir hann. „Þessir míníatúrar eru nokkuð léttir, en maður býst við þeim þyngri því steinninn er alveg eins og steinn og bronsið eins og brons. Þetta eru eins konar útgáfur af verkinu sjálfu, ætlaðar almenningi. Hugmyndin er að selja þetta á fáum stöðum og vönduðum.“ Skárra en lundarnir Eins og fram kom fór lengi vel lít- ið fyrir Minnismerkinu. „Það vissu tiltölulega fáir af því og ég er mjög ánægður með flutninginn að Tjörn- inni,“ segir Magnús. Verkin hans standa víða um land og vekja athygli fólks. „Já, Ingjalds- fíflið er að dreifa sér,“ segir lista- maðurinn kíminn. En sér hann fyrir sér að gera eftirmyndir af þeim fleirum? „Ég gerði upphaflega ráð fyrir að gera litlar útgáfur að Þotuhreiðrinu og ég gerði módel af því að steypa eftir,“ segir hann og kveðst hafa ætl- að að steypa það fyrir um aldarfjórð- ungi í tin með ákveðinni aðferð sem hann útskýrir en þegar á reyndi flutti fyrirtækið sem ætlaði að sjá um verkið og fór að lokum á hausinn. Þotan náði því ekki flugi, í það sinn. En óþekkti embættismaðurinn er kominn á fætur, í fyrrnefndum út- gáfum úr resíni. „Dætur mínar, Helga Gerður og Halla Oddný, sjá um þetta í dag, ég fylgist bara með úr fjarlægð, enda orðinn löggilt gamalmenni,“ segir Magnús. Og þegar margir vilja sjá frum- lega og áhugaverða minja- og hönn- unargripi framleidda með íslensku hugviti kann þessi framleiðsla hæg- lega að falla í þann flokk. „Ég hugsa það,“ tekur Magnús undir. „Þetta er allavega skárra en lundarnir!“ Kennileiti í borginni fjölfaldað  Minnismerki óþekkta embættis- mannsins eftir Magnús Tómasson er nú fáanlegt í litlum útgáfum Morgunblaðið/Frikki Listamaðurinn „Þetta eru eins konar útgáfur af verkinu sjálfu, ætlaðar al- menningi,“ segir Magnús Tómasson um litlu eftirgerðirnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vinsælt Margir bregða á leik við verk Magnúsar Tómassonar, Minnismerki óþekkta embættismannsins, þar sem það stendur nú milli Iðnó og Ráðhússins. Magnús segir það minnismerki um nafnlausa örlagavalda. Lítið Nýja út- gáfan af verki Magnúsar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.