Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018
Hágæða
umhverfisvænar
hreinsivörur
fyrir bílinn þinn
Glansandi
flottur
Fást í betri byggingavöruverslunum, matvöruverslunum og bensínstöðvum.
Nokkrar sögur úr Laggó!
Togari, sem Lási var á, hafði veitt
vel. Síðan var siglt með aflann til
Englands og þar fékkst gott verð
fyrir hann. Upp á það var vitaskuld
haldið; áhöfnin fékk sér í glas saman
og svo var að líkindum farið í land og
gleðskapnum haldið áfram þar.
Einhvern tíma um nóttina héldu
menn aftur til skips. Ekki höfðu þeir
fengið nóg af guðaveigunum fram að
þessu og því var hellt í glös um borð
og sopið á sem fyrr.
Þar kom að drykkarföng þraut.
Ekki vildu menn þó hætta leik þá
hæst stæði og kom fram sú uppá-
stunga að einhver yrði sendur yfir í
næstu skip til að reyna að útvega
áfengi þar. Nokkur íslensk skip lágu
þarna einnig og valdist Lási til far-
arinnar. Hann hélt þegar af stað.
Eftir stutta stund kemur Lási til
baka og hafði þá nælt í tvær flöskur.
Upphófst nú gleði á nýjan leik.
Svo gerðist það að einn hásetinn
spyr Lása hvar hann hafi náð í flösk-
urnar.
„Nú, ég fór um borð í einn íslensk-
an togara,“ svaraði Lási, „og vakt-
maðurinn gat hjálpað mér.“
„Og hvaða togari var það?“ spurði
hásetinn.
„Það var ... hann heitir ...“
Svarið vafðist greinilega fyrir
Lása en svo ljómaði hann allur og
sagði:
„Það var togarinn Kjammi.“
Skipsfélagar Lása urðu undrandi
á svip. Þeir mundu ekki eftir neinum
togara sem hét Kjammi. Er hann nú
spurður, hvort hann heiti það virki-
lega.
Lási hugsaði sig um í dágóða
stund, en síðan kom:
„Nei, nú man ég það. Ég fékk
brennivínið í borð um Sviða.“
Bassi á Mel í Neskaupstað var eitt
sinn spurður að því hvar hann byggi.
Það stóð ekki á svarinu:
„Ég bý í húsinu neðan við sjóinn.“
Þórður Jóhannsson, lengi skóla-
stjóri í Neskaupstað, vann sem ung-
ur maður hjá Gísla Bergs, útgerð-
armanni þar í bæ. Eitt sinn kom
Þórður til hans til að sækja launin
sín. Útgerðarmaðurinn leit á ung-
linginn og spurði:
„Hvers son ertu, Þórður?“
„Þú veist það nú líklega,“ svaraði
Þórður öldungis hissa.
„Æ,“ stundi Gísli Bergs, „ég man
aldrei hvort þú ert sonur mömmu
þinnar eða ömmu.“
Oddur spekingur Helgason hefur
orðið:
Sæmi Páls, skipsfélagi minn á
Akureyrartogurunum og góður vin-
ur alla tíð, var svolítið blautur hér í
den, eins og svo margir aðrir, en
sagði síðan skilið við Bakkus og
steinhætti öllu sumbli.
Þegar Sæmi hætti til sjós gerðist
hann leigubílstjóri á Bifreiðastöð
Oddeyrar á Akureyri. Þá var það
einn daginn að inn í aftursætið hjá
honum sest gamall skips- og
drykkjufélagi okkar. Þeir höfðu
ekki sést í mörg ár og þegar hann
sér hver situr undir stýri verður
hann hálfhissa, minnist hinna gömlu
og slarksömu daga í einni svipan og
spyr svo skjálfandi röddu:
„Ert þú ekki örugglega vitlausu
megin í bílnum, Sæmi minn?“
Jónas Jónasson, kallaður Jónas
Tobbu, var um árið kokkur á Hall-
dóri Sigurðssyni SK 3 frá Hofsósi,
137 lesta stálbát. Gæftir voru mis-
jafnar og í einum túrnum bilaði bát-
urinn í bræluveðri og kom áhöfnin
tómhent í land eftir þriggja daga
útiveru.
Þegar Jónas er að taka kost fyrir
næsta túr ákveður hann að kaupa
frosna ýsu. Einn af skipsfélögum
hans sér ýsuflökin þegar hann kem-
ur með þau um borð, undrast þetta
mjög og segir:
„Hvað ertu að gera, maður? Ertu
að kaupa fisk og við erum að fara á
sjó?“
Minnugur síðustu sjóferðarinnar
svaraði Jónas:
„Það getur nú verið gott að eiga
þetta á heimleiðinni.“
Vilborg Arna Gissurardóttir, pól-
fari og fjallagarpur, er einhver
mesta hetja sem Ísland hefur alið
og þótt víðar væri leitað. Hún starf-
aði um skeið hjá Norðursiglingu á
Húsavík og var þá meðal annars í
áhöfn skonnortunnar Hildar sem
sigldi til Grænlands og var þar í
ferðum um Scoresbysund.
Heim komin skrifaði Vilborg
gagnmerka ferðasögu sem hún
sendi héraðsfréttablaðinu Skarpi til
birtingar og var tekið fagnandi við
sendingunni og greinin birt. En þó
ekki fyrr en búið að var að breyta
einni setningu í annars prýðilega rit-
uðum pistli.
Þar fannst ritstjóranum, Jóhann-
esi Sigurjónssyni, að greinarhöf-
undur lýsti óþarflega frjálslegu ak-
tíviteti áhafnarlima Hildar um borð
og vart birtingarhæfu í fjöl-
skyldublaði á borð við Skarp, en Vil-
borg reit:
„Oftast var möguleiki á að sæða
uppi á dekki og var þá jafnan glatt á
hjalla, enda náði hópurinn einkar vel
saman.“
Ritstjóri ákvað strax að skjóta
bókstafnum n inn í orðið sæða, til að
koma í veg fyrir að ungir og óharðn-
aðir lesendur blaðsins „áttuðu sig á
því augljósa stóðlífi sem átti sér stað
um borð í Hildi“, samkvæmt afar
hreinskilinni frásögn Vilborgar
Örnu.
Hann var kallaður Varði og sótti
sjóinn frá Eskifirði um miðja síðustu
öld, þá ungur og hraustur, en ekki
margmáll og virtist stundum ansi al-
vörugefinn, þótt undir niðri væri
takturinn léttari.
Eitt sinn, þegar Varði var í róðri
og veðrið í sínum versta ham, sat
hann ásamt skipsfélögum sínum
niðri í lúkar og sötraði kaffi úr krús.
Þá fer hann allt í einu að tala upp úr
eins manns hljóði og segir yfir alla
með nokkrum þunga í röddinni:
„Þetta fer ekki nema á einn veg.“
Félagar Varða tóku ekki undir
þetta, en stuttu seinna dæsir hann
og segir á ný, enn alvarlegri en fyrr:
„Þetta fer ekki nema á einn veg.“
Nú hrukku félagar hans við. Var
hann kannski skyggn og sá hvaða
hörmungar biðu þeirra á næstu and-
artökum? Veðrið var vissulega
slæmt ....
Þessar hugsanir þutu í gegnum
huga mannanna, sem sátu nú þög-
ulir sem gröfin og gott ef einhverjir
höfðu ekki lagt traust sitt á mátt
bænarinnar.
En Varði hélt áfram og ekki
minnkaði alvaran og þunginn í mál-
rómnum þegar hann sagði:
„Þetta fer ekki nema á einn veg.“
Einn úr áhöfninni, sem leið orðið
vítiskvalir í sálinni, mannaði sig nú
upp og spurði skjálfandi röddu:
„Nú, hvernig fer þetta?“
Þá leit Varði upp og sagði með
heimspekilegri ró:
„Það lægir.“
Sveinn Hjörleifsson, skipstjóri og
eignandi Kristbjarganna frá Vest-
mannaeyjum, var með lítils háttar
fjárbúskap og leit hann til kinda
sinna á hverjum degi eftir að hann
var alkominn í land. Tók hann koll-
ega sinn af sjónum, Bjarnhéðin Elí-
asson skipstjóra, með sér á „kinda-
rúntinn“ og röltið í kringum
skjáturnar, mætti alltaf hjá honum
klukkan 10 að morgni, og var ekki
annað að sjá en þeir nytu þessara
samverustunda.
Svo hætti Sveinn allt í einu að
koma til Bjarnhéðins og vissi hinn
síðarnefndi ekkert hvernig á því
stæði. Ekki datt honum í hug að
hringja í Svein og spyrja hann
hverju þetta sætti, en eftir þessu var
tekið og fór svo að sameiginlegur
vinur þeirra, Addi Óli í Suðurgarði,
grennslaðist fyrir um það löngu
seinna hvað byggi þarna að baki.
„Hva!“ stundi Sveinn. „Veit
Bjarnhéðinn ekki að ég er búinn að
fá mér hund?“
Eleseus Marís Sölvason var harð-
ur sjósóknari frá Bíldudal og stund-
aði þaðan sjóinn á árunum 1940 til
1960, en þá bjó hann í þessu fallega
vestfirska þorpi. Einnig dvaldi hann
þar að sumri til eftir að hann flutti
suður. Hann átti og var formaður á
báti sem Steinbjörg hét og var hún
sannkölluð happafleyta.
Á þessum tíma voru handfæra-
rúllur orðnar nokkuð almennar um
borð í vestfirskum smábátum og
þannig var um þá flesta sem reru frá
Bíldudal. Þaðan var langróið á feng-
sæl mið og hafa menn örugglega séð
hann svartan á ferðum sínum djúpt
út af Kóp eða Látraröst, auk þess
sem stundum var sótt suður á
Breiðafjörð.
Dag nokkurn reri Eleseus fyrstur
Bílddælinga svo sem venja hans var.
Þegar kollegar hans á hinum bát-
unum eru nokkru síðar á leið út Arn-
arfjörðinn mæta þeir hins vegar
Steinbjörginni á innleið á miðjum
firði. Þetta var fyrir daga talstöðv-
anna og svo menn sigldu upp að
henni og spurðu hverju þetta sætti.
Eleseus vildi ekki fara út í nein
smáatriði en sagði alvörugefinn:
„Ja, ef þið hefðuð séð það sem ég
sá, þá hefðuð þið líka snúið við.“
Einhverjum leist ekki á blikuna út
frá svari hans og sneru við og fylgdu
honum. Þegar komið var til hafnar á
Bíldudal vatt einn skipstjórinn sér
að Eleseusi og spurði forviða hvað
það hefði eiginlega verið sem hann
sá.
Elesesus svaraði að bragði:
„Ég sá að ég hafði gleymt rúll-
unni.“
Úr 104 „sannar“
þingeyskar lygasögur
Þegar Ari Kristinsson var í fram-
boði til hreppsnefndar fremur en
bæjarstjórnar á Húsavík um miðbik
20. Aldar naut hann að sjálfsögðu
stuðnings föður síns, kaupmannsins
Kristins Jónssonar. Þetta var á
skömmtunarárunum á Íslandi og
ýmis nauðþurfta- og munaðarvarn-
ingur því „sjaldsénn“ og ófáanlegur,
meðal annars hinir ómissandi næl-
onsokkar sem engin kona með
sjálfsvirðingu og leggi gat verið án.
Og sagan segir að Kristján Jóns-
son kaupi hafi sent öllum kosn-
ingabærum konum á staðnum einn
nælonsokk – og lofað að selja þeim
hinn við vægu verði – ef Ari sonur
hans næði kosningu.
Örlygur Hnefill Jónsson var eitt
sinn á sínum sokkabandsárum í
þýskutíma hjá séra Birni Jónssyni í
Gagnfræðaskóla Húsavíkur. Ölli var
óvenju illa fyrir kallaður og fúll af
einhverjum ástæðum og þar kom að
hann tók þýskubókina og fleygði
henni í næsta mann, gott ef ekki
Gunnar Gunnarsson Flateying.
Klerkur lét þetta athæfi ekki óá-
talið og sagði því höstuglega:
„Örlygur, hér inni grýtum við ekki
kennslubókum!“
Og Ölli, íslenskufróður eins og
hann á kyn til, svaraði fullum hálsi:
„Séra Björn, málfræðilega er ekki
hægt að grýta bókum, aðeins
grjóti.“
Að svo mæltu vísaði klerkur þess-
um tilvonandi héraðsdómslögmanni
og varaþingmanni út.
Guðmundur G. Halldórsson á
Kvíslarhóli á Tjörnesi frétti að jörð-
in Geitafell væri til sölu, en dóttur
hans, Mary Önnu, og tengdasoninn,
Halldór, vanhagaði á þessum tíma
um bújörð. Guðmundur þótti aldrei
svifaseinn og ók þegar upp í Geita-
fell til að spyrjast fyrir um hvort
jörðin væri föl.
Bóndi og eigandi Geitafells,
Snorri Gunnlaugsson, mun ekki hafa
verið mjög fljótur til svars, en innti
komumann þó eftir því hvort hann
væri að spyrja um þetta fyrir dóttur
sína. Játti Guðmundur því.
Þá sagði Snorri:
„Nei, jörðin er ekki til sölu. Ég
veit að þessi dóttir þín er fegurð-
ardrottning sýslunnar og tengda-
sonur þinn er sagður myndarmaður.
Geitafell hentar þeim því ekki, því
hér hafa löngum búið litlir menn og
ljótir.“
Gaman til sjós og lands
Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út tvö gaman-
sagnasöfn, annarsvegar safnið 104 „sannar“ þing-
eyskar lygasögur og hinsvegar Laggó! Gaman-
sögur af íslenskum sjómönnum. Jóhannes
Sigurjónsson tók saman þingeysku sögurnar, en
Guðjón Ingi Eiríksson sjóarasögurnar.
Ljósmynd/Vilberg Guðnason
Gaman Áhöfnin á Jóni Kjartanssyni SU 111, 64 tonna bát frá Eskifirði. Myndin líklega tekin árið 1958 eða 1959. Til
gamans má geta þess að báturinn var kallaður Sulli því úr fjarlægð virtust einkennisstafirnir mynda það orð. Einnig
var hann kallaður Jón sífulli því oft kom hann drekkhlaðinn að landi.