Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 57

Morgunblaðið - 02.08.2018, Side 57
MENNING 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 2018 Út er komin ný plata fráJóaPé og Króla semheitir Afsakið hlé.Fyrsta plata þeirra, An- anas, kom út á fyrri helmingi 2017 en flestir heyrðu fyrst af þeim er platan GerviGlingur kom út síðasta haust. Sú útgáfa var í kjölfar stór- sigurs þeirra og eins áhugaverð- asta innbrots inní íslenskan tónlist- arheim síðari ára, en það átti sér stað með lag- inu „B.O.B.A.“ Þegar þetta er ritað hafa ríflega ein komma tvær millj- ónir horft á það myndband á You- Tube sem hlýtur að teljast einhvers konar met fyrir efni frá nýrri hljómsveit. Ég er ein þeirra sem kolféllu fyr- ir „B.O.B.A.“ en fannst GerviGling- ur kannski ekki alveg öll jafn- skemmtileg. Hún átti sína spretti en það var jafnframt skiljanlegt að platan í heild sinni væri minna gríp- andi en smellurinn þeirra og enginn bjóst við neinu af svona ungum og reynslulitlum tónlistarmönnum. Fyrir nýju plötuna, Afsakið hlé, hljóta þeir Kristinn Óli Haraldsson, einnig þekktur sem Króli, og Jó- hannes Damian Patreksson, einnig þekktur sem JóiPé, að hafa fundið fyrir því að nú væri pressa á þeim, en samt taka þeir sér heldur skamman tíma til að ganga frá út- gáfu á þriðju plötunni, og það er líka það sem helst má finna að henni. Lög plötunnar hljóma mjög vel en mér finnast þau bara vera allt of mörg. Ef nýja efnið hefði fengið ör- lítið meiri tíma til að anda áður en kom að útgáfu hefði eitthvað líklega dottið út og lögin sem lifðu af nið- urskurð hefðu verið mun sterkari heildarmynd, og betri plata. Fyrir vikið eru nokkur lög keimlík, annað hvort með svipuðum sönglínum eða álíka tempói eða töktum. Það er vissulega metnaðarfullt að senda frá sér 15 lög í fullri lengd ásamt inngangs- og útgangslagi en þetta veikir heildarmyndina. Platan byrjar ágætlega með „Sjúkir í mig“ þar sem Emmsé Gauti er gestur en svo dettur öll stemmning niður og ekkert mikið gerist fyrr en í næsta gestalagi, „Sósa“, sem er númer sjö og þar kíkir Aron Can í heimsókn. Lögin „Þriggja rétta ásamt Herra Hnetu- smjör“ og „Stjörnur ásamt Smjörva og Helga A“ eru bæði frábær, og persónulega finnst mér hið síðast- nefnda vera sterkasta lag plöt- unnar. Það nær manni alveg á sitt band og tekur yfir nokkrar heila- frumur sem ákveða að fara að stýra því hvað ég er með á heilanum næstu vikur og jafnvel mánuði. Við erum komin að staðnum í þessum dómi þar sem ég velti upp spurningum sem ég hef alls engin svör við, en það þarf samt að spyrja þeirra: Hvers vegna eru lögin þar sem JóiPé og Króli fá gesti í heim- sókn bestu lög plötunnar? Þetta, og hvers vegna ákveðið var að hafa lög plötunnar svona mörg eru stórar spurningar, en hluti af svarinu er þó áreiðanlega hversu ungir og reynslulitlir þessir strákar eru. Augljóslega fær maður samt ekki reynslu öðruvísi en að gera hlutina, og það er miklu betra að gefa út plötu sem er ekki fullkomin en að gefa enga plötu út og fyrir það er ég, sem mikill áhugamaður um ís- lenska tónlist, afar þakklát! Eitt af því besta við stórsmellinn „B.O.B.A.“ var hversu einlægir þessir ungu og hressu strákar voru, og útgeislun þeirra var eitthvað svo ekta, og þeir voru heldur ekkert hræddir við að vera með alls kyns furðulegan húmor í textanum, og það eitt skipaði stóran sess í vin- sældum lagsins. Það er mjög auð- velt að detta í einhverjar stellingar, sérstaklega á jafnlitlu landi og Ís- land er, og margir textar plötunnar endurspegla svolítið að það sé ekki verið að grafa mjög djúpt í leit að skemmtilegum hlutum til að syngja og rappa um. Margir textanna fjalla því um öfund annarra sökum skyndilegrar velgengni JóaPé og Króla annars vegar og hversu mikla peninga þeir eru að þéna hins veg- ar. Það eru frekar miklar klisjur sem eru mjög þekktar innan rapp- tónlistar og tvímælalaust afturför eftir húmorinn og gleðina í „B.O.B.A.“. Það er þó eitt lag og texti þar sem mér finnst ég finna fyrir einlægni og er það lagið „Graf- ið ekki gleymt“, en það er einmitt svona lag sem vinnur á við hverja hlustun. Þegar upp er staðið er þetta mjög fín plata, og tvímælalaust meira „verk“ en þau sem á undan eru komin. Þarna finnur maður að þetta eru ungir menn sem langar að vera teknir alvarlega og hafa heil- brigðan metnað fyrir sínu efni. Að sama skapi finnur maður líka hvernig platan hefði getað orðið betri en slíkt er bæði skiljanlegt og jafnvel nauðsynlegt þegar maður er að þroskast og þróast sem tónlistar- maður. Ég vona að JóiPé og Króli leggist í lestur bóka og áhorf áhugaverðra kvikmynda og fari svo í mörg ferðalög á framandi staði áð- ur en næsta plata kemur út, því með því er pottþétt að textarnir verða betri. Hljóðheimurinn er kominn og þeir kunna alveg að gera flotta tónlist. Best væri að næsta plata myndi sleppa því algjörlega að segja okkur frá því hve mikla vinnu þeir félagar taka að sér og hve hratt veski þeirra þykkna. Það er varla nokkuð sem ég gæti hugs- anlega haft minni áhuga á. Heldur myndi ég vilja texta um söfnun þeirra á naflakuski! Það gæti að minnsta kosti ekki orðið verra. Ekkert hlé Morgunblaðið/Eggert Rapp JóiPé x Króli – Afsakið hlé bbbnn Afsakið hlé er þriðja plata JóaPé og Króla, gefin út rafrænt á Spotify 2018. 17 lög, 46 mínútur. RAGNHEIÐUR EIRÍKSDÓTTIR TÓNLIST Vinsælir „Ég vona að JóiPé og Króli leggist í lestur bóka og áhorf áhugaverðra kvikmynda og fari svo í mörg ferða- lög á framandi staði áður en næsta plata kemur út, því með því er pottþétt að textarnir verða betri,“ skrifar rýnir. Jón Kalman Stefánsson er einn 47 rithöfunda víða að úr heiminum sem Nýja akademían í Svíþjóð hefur val- ið í samstarfi við bókaverði þar í landi og býðst almenningi nú að kjósa um hver þeirra hreppir ný bókmenntaverðlaun sem afhent verða í haust og aðeins í það eina skipti. Á annað hundrað sænskra menn- ingarfrömuða, sem eru ósáttir við þá ákvörðun Sænsku akademíunnar að veita ekki sökum hneykslismála Nóbelsverðlaun í bókmenntum í ár, stofnuðu á dögunum svokallaða Nýju akademíu, sem ætlað er að veita verðlaun á sama tíma og Nób- elsverðlaunin eru alla jafna veitt, í byrjun desember. Nýja akademían fól bókavörðum í Svíþjóð að tilnefna höfunda sem þeim þykja skara fram úr í dag. Listinn með 47 nöfnum var opinber- aður um miðjan júlí og getur al- menningur nú kosið þann sem þykir vænlegastur verðlaunahafa. Höfundar frá 16 löndum eru á list- anum, flestir frá Bandaríkjunum, 13, en 12 eru sænskir. Sjö eru frá Bret- landseyjum, þrír frá Kanada, og tveir frá Frakklandi og Ítalíu. Einn höfundur er tilnefndur frá, auk Ís- lands, Sviss, Finnlandi, Japan, Ind- landi, Guadeloupe, Póllandi, Kenýa, Nígeríu og Ísrael. Meðal höfund- anna eru stjörnur á borð við Marg- aret Atwood, Ha- ruki Murakami, Paul Auster, Joyce Carol Oates, Amos Oz, Zadie Smith, Cormac McCarthy, Ian McEwan, J.K. Rowling, Patti Smith, Arundhati Roy, Thomas Pynchon, Anne Carson og Elena Ferrante. Aðstandendur Nýju akademíunn- ar sögðu hana stofnaða til að minna fólk á að bókmenntir og menning ættu að stuðla að lýðræði, gagnsæi, samúð og virðingu, án forréttinda, hroka eða mismununar. Þá segir að á tímum þegar í sí- auknum mæli sé efast um mannleg gildi verði bókmenntir sífellt mik- ilvægara afl til að koma í veg fyrir þöggun og kúgun. Fyrir vikið telur Nýja akademían að kunnustu bók- menntaverðlaun jarðar séu það mik- ilvæg að það hefði átt að veita þau í ár – en fyrst svo verður ekki var stofnað til þessara nýju verðlauna til að veita í eitt skipti og að því loknu verður Nýja akademían leyst upp. Áhugasamir geta valið höfund á vefnum dennyaakademien.com Jón Kalman meðal 47 tilnefndra höfunda Jón Kalman Stefánsson Glæsilegt úrval af trúlofunar- og giftingarhringa- pörum Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is | acredo.is Verð á pari: 239.181 kr. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.