Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Við tökum út og þjónustum kæli- og loftræstikerfi Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Varp kríunnar hefur víðast hvar gengið vel í sumar. Þetta er mat Jóhanns Óla Hilmarssonar fugla- fræðings. Jóhann Óli hefur fylgst með varpinu á Suðurlandi og á Sel- tjarnarnesi, en þar var meðfylgj- andi mynd tekin í vikunni. Mán- aðargamall kríuungi fær sandsíli í gogginn hjá mömmu sinni. Það er eins gott að ungarnir taki vel til matar síns til að vera búnir undir ferðalagið til suðurhvels jarðar, sem hefst eftir fáeinar vikur. Jóhann Óli skoðaði varpið á Seltjarnarnesi á dögunum og þá var mikill sílaburður hjá kríunni, sem hefur verið að færa sig frá bílastæðinu við golfvöllinn og verp- ir nú í meiri mæli nær Gróttu. Þetta hefur verið þróunin undan- farin ár. Af umræðum af spjallþráðum fuglaáhugamanna má ráða að kríu- varpið hafi gengið vel víðast hvar á landinu, a.m.k. þar sem krían hefur fengið að vera í friði, en kríurnar þola illa truflun frá mönnum og dýrum. Sandsíli er aðalfæða kríunnar. Sandsílastofninn hrundi upp úr 2005 við sunnanvert landið og mis- fórst varp víða næsta áratuginn vegna fæðuskorts. Árið 2016 fór að rofa til og það ár virðist krían hafa komist í meira æti í hafinu. Sumarið 2017 reyndist kríunni einnig hagstætt og kom hún upp talsverðu af ungum. Mikið sást af ungri kríu í fyrra. Sandsílastofninn hefur náð sér á strik að nýju við sunnanvert land- ið, sem menn tengja kólnandi sjó. Þetta kemur sér vel fyrir sjófugla sem byggja afkomu sína á sandsíli. Má þar auk kríunnar nefna lunda, langvíu, ritu og sílamáf. Fyrir Norður- og Austurlandi hefur sandsílastofninn verið sterk- ur í áratugi og þar hefur varp krí- unnar jafnan gengið vel. Varp kríunnar hefur gengið vel í sumar Morgunblaðið/Ómar Gott í gogginn Kría færir unga sandsíli. Ungarnir þurfa að braggast vel því þeirra bíður langt flug í haust.  Sandsílastofninn hefur braggast við sunnanvert landið Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Þetta er svakalegt,“ segir Páll Ingvarsson, taugalæknir og sér- fræðingur á endurhæfingardeild Landspítalans að Grensási, um tölur Samgöngustofu um stóraukinn fjölda umferðarslysa sem verða vegna aksturs undir áhrifum fíkni- efna, sem birtust í Morgunblaðinu í gær. Á fyrstu fjórum mánuðum árs- ins slösuðust 47 í slysum af völdum fíkniefnaaksturs og nemur fjölgunin 124% milli ára. Páll segir að tæmandi talning á komum á Grensásdeildina vegna áverka af völdum ölvunar- og fíkni- efnaaksturs liggi ekki fyrir hjá Landspítalanum, en tilfinning heil- brigðisstarfsfólks á deildinni rími sannarlega við tölur Samgöngustofu. Slysin verði alvarlegri Samkvæmt spám Samgöngustofu gæti svo farið, ef fram fer sem horfir, að hátt í 20 manns lendi í alvarlegum slysum á þessu ári eða látist af völd- um fíkniefnaaksturs. „Við tökum eft- ir því að það er nokkuð hátt hlutfall sem kemur til okkar til endurhæf- ingar sem hefur lent í slysum sem verða vegna aksturs undir áhrifum og þeim hefur síst farið fækkandi. Þetta er skýr áhættuþáttur að okkar mati,“ segir hann og nefnir að eitt augnablik í gáleysi geti kostað mán- uði, ár eða jafnvel ævilöng örkuml. „Slysin verða oftar en ekki alvar- legri og þyngri ef ölvun er inni í myndinni vegna þess gáleysis sem fylgir því að aka undir áhrifum. Það er alveg afdráttarlaust,“ segir Páll. Áverkarnir alvarlegir Algengustu áverkarnir við alvar- leg umferðarslys eru af þrennum toga að sögn Páls, fjöláverkar, heila- og mænuskaði. „Við fjöláverka getur sjúklingurinn verið margbrotinn á útlimum, mjöðmum o.s.frv. Þá verða oft innri blæðingar sem geta verið lífshættulegar ef brot valda hnjaski á innri líffærum,“ segir hann. „Vegna heilaskaða verða mismikil, ævilöng mein. Þeir sem verða fyrir heila- skaða ná oft aldrei fyrri starfshæfni og getu. Stundum verður fólk algjör- lega óvinnufært eftir heilaskaða,“ segir Páll. Í þriðja lagi verða margir fyrir mænuskaða sem lenda í alvarlegum bílslysum. „Mænuskaði veldur löm- un að meira eða minna leyti. Þetta getur gengið til baka við hlutskaða á mænu, en þegar mænan er tætt í sundur og alveg sundurmarin, þá fylgir oftar en ekki ævilöng lömun þannig að viðkomandi fær enga hreyfigetu neðan skaðans,“ segir Páll og nefnir einnig að milli 50 og 75% þeirra sem verði fyrir mænu- skaða hafi ekki verið í bílbelti. „Það eykur svo hættuna á því þeg- ar viðkomandi er ölvaður, að sjálf- sagðar öryggisráðstafanir eins og að vera í bílbelti séu ekki gerðar,“ segir hann. Sumir komast aldrei aftur heim Páll segir það mjög mismunandi hvaða árangri endurhæfing skili fyr- ir hvern og einn sjúkling. Sumir komist aldrei heim til sín á nýjan leik. „Við þekkjum ungt fólk undir 40 ára aldri, m.a. sem hefur áverka eftir bílslys, sem ekki sér fram á að kom- ast heim til sín og bíður eftir plássi á hjúkrunarheimili. Þau eru vön að taka á móti áttræðum einstaklingum en ekki fertugum. Það er gríðarlegt vandamál að þessir einstaklingar fái ekki þá þjónustu sem þeir þurfa,“ segir Páll. Alvarleg bílslys hafa ekki aðeins áhrif á þá sem lenda í bílslysunum, heldur einnig stóran hóp fólks í um- hverfi þeirra. „Það er alveg augljóst að þegar einn einstaklingur lendir í alvarlegu slysi myndast hringir á vatninu. Ef fjölskyldumeðlimur lendir í slysi gjörbreytir það hvers- dagslífi þeirrar fjölskyldu, ættingja, vina og vinnufélaga,“ segir Páll og nefnir að dæmi séu um það að að- standendur verði líka óvinnufærir. „Margir fjölskyldumeðlimir taka slys og alvarleg veikindi svo nærri sér að þeir verða óvinnufærir til lengri eða skemmri tíma. Ef sjúk- lingur kemur heim og að hluta til er hægt að sinna honum með heima- hjúkrun en ekki alveg, þá getur það skert vinnugetu annarra fjölskyldu- meðlima,“ segir hann. Afleiðingar geta varað til æviloka Morgunblaðið/Júlíus Dýrkeypt Páll Ingvarsson nefnir að á bilinu 50 til 75% þeirra sem verða fyr- ir mænuskaða hafi ekki verið í bílbelti. Slíkt gáleysi fylgi oft ölvunarakstri.  Akstur undir áhrifum veldur oft alvarlegum bílslysum  Hlutfallið síst lækkandi á Grensásdeild  Fjöláverkar, heila- og mænuskaði algengir áverkar eftir alvarleg slys  Þungbært fyrir fjölskyldur Úrskurðarnefnd um upplýsinga- mál hefur staðfest þá ákvörðun velferðarráðuneytisins að synja beiðni blaðamanna Morgunblaðs- ins um aðgang að álitsgerð nefnd- ar heilbrigðisráðherra sem mat á hæfni umsækjenda um embætti landlæknis. Alma Möller var skipuð í emb- ætti landlæknis í byrjun mars. Fram kom í tilkynningu frá vel- ferðarráðuneytinu að tveir um- sækjendur hefðu verið metnir hæf- astir, þar á meðal Alma. Blaðamenn Morgunblaðsins ósk- uðu þá eftir að fá sendar niður- stöður hæfninefndarinnnar og upplýsingar um hver hinn um- sækjandinn væri, sem hefði verið metinn hæfastur ásamt Ölmu. Velferðarráðuneytið svaraði beiðninni á þann veg að sam- kvæmt upplýsingalögum væri skylt að veita almenningi upplýs- ingar um nöfn og starfsheiti um- sækjenda um starf þegar umsókn- arfrestur væri liðinn, eins og verið hafði gert á vef Stjórnarráðsins 8. janúar 2018. Hins vegar tæki rétt- ur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna ekki til gagna í málum sem vörð- uðu umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssamband að öðru leyti. Því væri ráðuneytinu hvorki heimilt að veita aðgang að nið- urstöðum hæfninefndarinnar né upplýsingar um hvernig umsækj- endur röðuðust samkvæmt mati nefndarinnar. Þessi synjun ráðuneytisins var kærð til úrskurðanefndar um upp- lýsingamál. Í niðurstöðum nefnd- arinnar segir, eins og í forsendum velferðarráðuneytis, að álitsgerð hæfnisnefndar feli í sér umsögn um umsækjendur og teljist því undanþegin upplýsingarétti al- mennings. Er því niðurstaða ráðu- neytisins staðfest. Þess má geta að umsagnir dóm- nefnda um hæfni umsækjenda um embætti dómara eru jafnan birtar opinberlega. teitur@mbl.is Álitsgerð hæfni- nefndar ekki birt  Gögnin ekki fyrir augu almennings

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.