Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 25
MINNINGAR 25
Messur á morgun
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018
ÁRBÆJARKIRKJA | Messað í safn-
kirkjunni í Árbæjarsafni kl. 11. Kór Ár-
bæjarkirkju syngur, Krisztina Kalló
Szkláner er organisti og sr. Petrína
Mjöll Jóhannesdóttir prédikar og þjón-
ar fyrir altari.
Dómkirkja Krists konungs, Landa-
koti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á
pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á
pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga
kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl.
16 á spænsku og kl. 18 er vigilmessa.
DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr.
Sveinn Valgeirsson predikar og þjónar.
Douglas A. Brotchie organisti og fé-
lagar úr Dómkórnum syngja. Bílastæði
við Alþingi, gengt Þórshamri.
GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffi-
húsamessa kl. 11. Séra Arna Ýrr Sig-
urðardóttir þjónar. Organisti er Hákon
Leifsson og forsöngvari leiðir söng.
GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti |
Helgistund kl. 20. Sr. Karl V. Matthías-
son.
HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11.
Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og
þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna
aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hall-
grímskirkju syngja. Organisti er Lára
Bryndís Eggertsdóttir. Alþjóðlegt org-
elsumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og
sunnud. kl. 17. Elke Eckerstorfer org-
anisti frá Vín í Austurríki leikur. Fyrir-
bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30.
Árdegismessa miðvikud. kl. 8 og há-
degistónleikar Schola cantorum kl. 12.
Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12. Friðrik
Vignir Stefánsson leikur.
HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11.
Séra Helga Soffía Konráðsdóttir préd-
ikar og þjónar fyrir altari. Organisti er
Steinar Logi Helgason. Samskot dags-
ins renna til Pieta-samtakanna.
HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messað
kl. 11. í safnaðarheimili Kópavogs-
kirkju Borgum, sr. Dís Gylfadóttir mess-
ar. Þessi messa er liður í sumarsam-
starfi kirknanna í Kópavogi.
REYNIVALLAKIRKJA í Kjós | Hesta-
og útivistarmessa kl. 14. Tindatríóið
syngur. Organisti er Guðmundur Ómar
Óskarsson organisti og Kirkjukór
Reynivallaprestakalls syngur. Sr. Arna
Grétarsdóttir sóknarprestur þjónar.
Kaffi og kleinur á pallinum við prests-
setrið að messu lokinni. Hestagirðing
er neðan við prestssetrið.
SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11.
Prestur sr. Axel Á Njarðvík. Organisti
Ingi Heiðmar Jónsson.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa
kl. 11. Prestur sr. Egill Hallgrímsson,
organisti Jón Bjarnason. Í messunni
flytja Sólveig Thoroddsen hörpuleikari
og lútuleikarinn Sergio Coto Blanco at-
hyglisverða tónlist frá sumartónleikum
helgarinnar.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Kirkjur Papeyjarkirkja.
Orð dagsins:
Jésús grætur yfir
Jerúsalem
(Lúk. 19)
Fallin er frá
kær vinkona mín
hún Helga Ísleifs-
dóttir eða Helga í
Fossó eins og ég
kallaði hana svo
oft.
Mér var mikið brugðið þegar
ég sá tilkynninguna í blöðunum
um andlát og útför Helgu
minnar. Ekki hafði ég heyrt af
Helga Ísleifsdóttir
✝ Helga Ísleifs-dóttir fæddist
15. ágúst 1941. Hún
lést 28. júní 2018.
Útför Helgu fór
fram 11. júlí 2018.
veikindum hennar.
Ég kynntist
Helgu minni þegar
ég byrjaði að vinna
í Fossvogsskóla
sem skrifstofu-
stjóri fyrir tæpum
20 árum síðan.
Helga var aðstoð-
armaður hjá
íþróttakennara og
sá um íþróttasalinn
ásamt fleiru. Dag-
lega kíkti Helga á skrifstofuna
til mín í pásunum sínum og
spjölluðum við saman. Við höfð-
um báðar mikinn áhuga á
handavinnu og var hún mjög
handlagin og afkastamikil í
handavinnunni. Matar- og
kaffitímarnir okkar voru líflegir
og þá sátum við saman ásamt
fleirum og var mikið spjallað.
Unnum við saman í Fossó í
nokkur ár. Þegar ég kvaddi
Fossvogsskóla og fór til ann-
arra starfa þá héldum við
Helga kunningsskapnum. Ég
kynntist Ella hennar og kíkti
ég til þeirra í kaffi og þau
komu til okkar Nonna. Ár
hvert komu þær til mín Helga
og Svava vinkona okkar frá
Fossvogsskóla og áttum við
saman dásamlegar stundir,
borðuðum góðan mat sem var
skolað niður með góðum
drykkjum og var mikið hlegið.
Það var núna síðast í febrúar á
þessu ári sem við sátum hérna í
stofunni hjá mér og áttum
svona dýrðarstund saman. Mik-
ið á ég nú eftir að sakna þess
að eiga ekki fleiri svona stundir
með henni Helgu. Takk, Helga
mín, fyrir allt og allt.
Ég þakka allt frá okkar fyrstu
kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi það.
Í lífsins bók það lifir samt í minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar
blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Elsku Elli og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar allra.
Jóna.
✝ Freyja DröfnAxelsdóttir
fæddist þann 18.
mars 1964 á
Fjórðungsjúkra-
húsi Akureyrar.
Hún lést 10. júlí
2018.
Hún var eitt
fjögurra systkina.
Faðir hennar var
Axel Björn Clau-
sen fæddur 4.
ágúst 1938, dáinn 18. júlí 1985
og móðir hennar Jónína
Maggý Þorsteinsdóttir fædd 8.
febrúar 1940.
Freyja skilur eftir sig fjög-
ur uppkomin börn, hana
Söndru B. Clausen, f. 6. júní
1983, Sigurð Ósk-
ar Baldursson, f.
17. júlí 1992,
Daníel Björn
Baldursson, f. 25.
apríl 1994 og El-
ísabetu Bald-
ursdóttur f. 27.
apríl 1998. Freyja
kvæntist Baldri
Sigurðssyni þann
23. október 1993
en þau slitu sam-
vistum.
Freyja vann lengst ævinnar
á dagblaðinu Degi á Akureyri
og seinna sem auglýs-
ingastjóri á Ríkisútvarpinu.
Útför hennar fór fram frá
Akureyrarkirkju 20. júlí 2018.
Elsku mamma, nú hefur þú
kvatt þetta jarðneska líf. Það var
orðið þér frekar erfitt undir lokin
en ég er svo þakklát því hve kát
þú varst síðustu dagana þína. Þú
dekraðir við sjálfa þig og gerðir
plön fram í tímann með okkur
systrunum. Í síðasta símtalinu
okkar spurðir þú hvort það væri í
lagi að þú gistir hjá mér yfir
helgina, sem ég tók vel undir þar
sem allt of langt var liðið frá síð-
asta stefnumóti okkar. Þú ræddir
það að kíkja jafnvel norður í sól-
ina og ekki grunaði okkur að
næsta Akureyrarferð yrði farin
fyrir útför þína.
Fyrstu minningar mínar af þér
eru ljósu lokkarnir og mjúkur
faðmurinn þar sem ég leitaði oft
huggunar sem barn. Ég leit upp
til þín í einu og öllu, þar sem þú
settir skýr mörk en veittir mér
einnig svigrúm til að þroskast og
verða sú manneskja sem ég er í
dag. Þú varst fyrirmynd mín,
með svo fallegt hjartalag og bros
sem náði svo vel til augnanna,
það gladdi hvern sem á vegi þín-
um varð.
Ekki var söngrödd þín síðri og
hljómar hún enn í eyrum mér
enda elskaðir þú tónlist. Radd-
blær þinn var þýður og þú varst
fengin til að lesa inn auglýsingar
á Ríkisútvarpinu. Seinna fékkstu
vinnu sem auglýsingastjóri og
sinntir þeirri stöðu vel. Ég var
svo stolt af þér. Dugnaðurinn
leyndi sér ekki, fjögurra barna
móðir í fullu starfi og kvartaðir
sjaldan.
Eftir að áföll riðu yfir varð lífið
þér afar þungbært en þrátt fyrir
veikindi af andlegum toga man ég
þig mest brosandi út að eyrum.
Eftir að þú fluttir í Hafnarfjörð-
inn sótti ég þig heim í ófá skipti
og þú komst enn oftar í kaffi til
mín. Talaðir um að kíkja í tíu
dropa sem enduðu oft í tíu boll-
um, svo mikið var kjaftað. Við
hlógum saman að bröndurum
sem við einar náðum upp í enda
deildum við líkum húmor. Við
höfðum báðar áhuga á dulrænum
málefnum. Þú trúðir á guð og líf
eftir dauðann og oft spjölluðum
við lengi um allt sem því tengdist.
Þú áttir þín tarot og ég mín, síðan
lögðum við gjarnan spil hvor fyrir
aðra og gægðumst þannig inn í
framtíðina. Áttum okkar hugar-
heim sem enginn annar skildi.
Þú hræddist ekki dauðann,
leist á hann sem upphaf að ein-
hverju nýju og nánast hlakkaðir
til að losna við þungan líkamann
sem hlýddi þér ekki lengur. Var
ekki eins léttur og verkjalaus og
áður og þig langaði að komast
„heim,“ eins og þú orðaðir það.
Þú vissir að skyldfólk þitt beið
þín og það vissi ósk þína. Það
kom skýrlega fram deginum áður
en þú kvaddir, en þá hvíslaðir þú
að Silju frænku, „ætli þau séu
komin að sækja mig?“ Þú beiðst
ekki eftir svari heldur brostir út í
annað og hélst síðan heim. Þá
hafði þig dreymt pabba þinn og
ömmu koma róandi á báti að ná í
þig. Þetta róar sálu mína. Því ég
veit að þú ert komin á betri stað,
elsku mamma, þar sem þú finnur
ekki lengur fyrir kvíða og hvað þá
sársauka sem hrjáði þig síðustu
árin.
Tímarnir líða og klukkurnar tifa,
í takt og þær hvetja mig áfram að lifa,
þó langi mig helst líka til þess að sofa,
að eilífu þar til fer aftur að rofa.
Tárin halda taumlaust áfram að
streyma
og hugur minn kýs það að lofa og
dreyma,
um tímana þegar þú varst hérna
heima,
þær minningar mun ég í hjarta mér
geyma.
Hjartað er kvalið, hví fórstu mér frá?
Hvernig gat ég ekki verið þér hjá?
Þá örlagastund er þú hélst aftur heim?
Þytur í laufi og þú varst horfin með
þeim.
Kveðjustund okkar, hún kom allt of
fljótt.
Um sumarið englarnir hafa þig sótt,
svo fengir þú fegurð í myrkrinu að sjá,
þar sem alls engir skuggar að
ljósinu ná.
(Sandra Bergljót Clausen)
Hvíl í friði, elsku mamma.
Þín dóttir,
Sandra.
Elsku Freyja okkar. Við áttum
svo gott spjall í síma um daginn,
allar fjórar. Ég, þú, Hulda og
Telma. Töluðum bæði um daginn
og veginn. Lífið og tilveruna eins
og við hefðum heyrst í gær. Samt
ekki náð að tala svona í lengri
tíma, þetta var einstakt. Þú náðir
á einhvern hátt að ljúka svo
mörgu áður en þú fórst. Samtalið
var um einfalda hluti en á sama
tíma svo djúpt og góð tilfinning
sem fylgdi á eftir. Rifjuðum bara
upp það góða og hlökkuðum til
þess sem koma skyldi. Þú ætlaðir
að koma norður en aldrei bjugg-
umst við að það yrði á þennan
hátt, einungis svo við gætum
kvatt þig.
Hvíl í friði, dóttir mín og syst-
ir,
Maggý, Hulda og Telma.
Freyja Dröfn
Axelsdóttir
✝ AðalsteinnKristbjörn Sig-
fússon, eða Teddi
eins og hann var
oftast kallaður,
fæddist þann 25.
júní 1937 í
Hvammi í Þistil-
firði. Hann lést 15.
júlí 2018.
Foreldrar hans
voru þau Sigfús
Aðalsteinsson og
Margrét Jensína Magnúsdóttir.
Þau áttu 13 börn og hún eina
dóttur fyrir, Sigurbjörgu, og
var Teddi 7. í röðinni af al-
systkinunum. Aðalsteinn Jón,
Jóhanna, Haraldur, Sigríður
Þóra, Magnús Þórsteinn, Björn
Jóhann, Aðalsteinn Kristbjörn,
Aðalbjörg Jóna, Hanna, Nanna,
Sigurður og Bára
Sigfúsarbörn. Af
þeim eru fimm enn
á lífi.
Teddi ólst upp
við hefðbundin
kjör og störf þessi
tíma. Hann fór
ungur að taka til
hendinni og var
duglegur og ósér-
hlífinn til allra
verka. Teddi eign-
aðist Rúnar Óla 1964 með
Sigurveigu Tryggvadóttur,
Þórhall 1964 með Sigrúnu
Jónsdóttur og þau Írisi 1965,
Emilíu 1971 og Sigfús 1973
með eiginkonu sinni Guðrúnu
Emilíu Guðnadóttur.
Útför fór fram frá
Þórshafnarkirkju 21. júlí 2018.
Hann Aðalsteinn er fallinn frá
og mikið söknum við hans, ná-
grannarnir við Þistilfjörð. Fyrir
einu ári – rúmlega – hélt „Teddi“
upp á áttræðisafmæli sitt með
stæl.
Þá var ekki að sjá á honum að
þar færi sjúkur maður,en fáum
mánuðum seinna greindist alvara
á ferðum – ristilkrabbi.
Í mínu barnsminni er Teddi að
hjálpa til við að dreifa skít í flag
hjá pabba mínum, Eggerti í Dal,
og einu eða tveimur árum seinna
náði pabbi honum í heyhirðingu
og var ánægður með vinnumann-
inn þá 18 eða 19 ára dreng.
Á því reki og fram eftir þrí-
tugsaldrinum var Aðalsteinn
maður einhleypur og var víða,
oftast á Suðurnesjum vetrartím-
ann ýmist á sjó eða í landvinnu og
þénaði stundum mikið.
Fláning í sláturhúsinu á Þórs-
höfn var eitt af þeim verkum sem
léku í höndum Tedda. Í nokkur ár
var mikil festa í liðinu, Hermann,
Addi, Teddi og Eiríkur, ef engan
þeirra vantaði gekk vel að lóga 5-
600 lömbum á dag og undan-
tekning að skrokkur félli á húsið,
þ.e. ekki útflutningshæfur fyrir
verkunargalla, t.d. himnurifinn.
Árið 1963 gerðist það í
Hvammi að mágarnir Benedikt
Sölvason og Aðalsteinn hófu
byggingu parhúss, vandað stein-
hús og þóttu tíðindi mikil, en á
þessum árum var stöðug fækkun
fólks í sveitinni, síldin að veiðast
og peningavonin þar. Og af þeim
miðum voru sannanlega komnir
aurarnir sem dugðu til hús-
byggingar, í það minnsta hjá
Benna og Öbbu og þau voru fljót
að koma upp sínum hluta hússins.
En eins og gengur hjá fleirum,
Teddi var ekki kominn með neina
ákveðna konu og þegar það varð,
byrjaði heimilishald suður í
Sandgerði en íbúðin uppsteypt í
Hvammi, var þar ónotuð í mörg
ár þar til að Haraldur bróðir hans
fékk hana keypta.
Teddi hvarf úr sveitinni í 25 ár
en við vissum af honum og einu
sinni að vetrarlagi gerðu foreldr-
ar mínir, Elín og Eggert, þeim
Millu heimsókn í Sandgerði og
létu vel af móttökunum.
Það áttu líka fleiri eftir að
reyna, hvað veisluborð Aðal-
steins voru góð. Það var meira en
venjulegt, og það af karlmanni,
hvað vel honum fórst matreiðsla.
Eftir langa vist á Suðurnesjum
urðu þáttaskil hjá Aðalsteini og
við fengum hann heim í Þistil-
fjörð og menn komust fljótt að
því hvað hann var snjall spila-
maður og á Höfða er oft búið að
draga í stokk. Allt frá í vetrar-
byrjun 2003 eru sömu fósarnir
búnir að mætast, vetrartímann í
hverri viku og síðustu árin stund-
um á sumrin og hefur þessi fé-
lagsskapur gefið okkur mikið, get
ég fullyrt.
Ekki bara afþreyinguna held-
ur líka seinkar það elliglöpum að
spila brids, menn verða þá að
hugsa. Stundum mistekst það og
þá sagði Teddi: „Þið lærið aldrei
að spila.“ Já, hann var gagnyrtur
og skemmtilegur.
Eitt sinn er við vorum að bera
okkur saman um hvað við munum
elst, sagði ég m.a. að í Dal hefði
verið talað um Aðalstein í
Hvammi (afa Tedda) af mikilli
virðingu, þá sagði hann „Þeir
hlýddu honum karlarnir, ég held
hann hafi verið höggfastur“, og
það sama gilti um hann sjálfan.
Ekki skal taka þetta svo að
hann Teddi hafi verið illindamað-
ur, öðru nær, og í skemmtanalíf-
inu veitti hann konum alla sína
orku.
Vertu sæll, vinur.
Stefán Eggertsson
í Laxárdal.
Aðalsteinn Krist-
björn Sigfússon
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
ÞORBJÖRG LAXDAL
MARINÓSDÓTTIR,
Skólabraut 3, Seltjarnarnesi,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 3. ágúst.
Útförin verður auglýst síðar.
Halldór Hreinsson Arndís Frederiksen
Guðbjörg Hreinsdóttir Juan Guerrero
Hildur Sif Hreinsdóttir Svavar Björgvinsson
Sigfríður L. Marinósdóttir
Grétar L. Marinósson
Karl L. Marinósson
og barnabörn
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Minningargreinar