Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Tilkynnt var í gærmorgun að Emmerson Mnangagwa, sitjandi forseti Simbabve og frambjóðandi stjórnarflokksins ZANU-PF, hefði unnið sigur í forsetakosningum sem haldnar voru í byrjun vikunnar. Frá þessu er sagt á fréttavef AFP. Sam- kvæmt talningu atkvæða hlaut Mnangagwa 50,8 prósent atkvæða en Nelson Chamisa, forsetaefni Hreyfingarinnar fyrir lýðræðis- umbótum (MDC), 44,3. Þessar tölur rétt nægja Mnangagwa til að forðast aðra umferð sem haldin hefði verið ef hann hefði ekki hlotið meirihluta atkvæða. Mnangagwa tók við völd- um eftir valdarán gegn Robert Mu- gabe í fyrra. Umdeild kosningaúrslit Ekki eru þó allir sáttir við niður- stöðuna og stjórnarandstaðan, sem hafði verið sigurviss í aðdraganda kosningarinnar, hefur kallað eftir því að landsmenn hafni „fölskum“ kosningaúrslitum. „Ógagnsæið, sannleiksskorturinn, siðleysið og óskammfeilnin er fyrir neðan allar hellur,“ skrifaði Chamisa á Twitter- síðu sinni. Stjórnarandstaðan hafði þegar vænt stjórnvöld um kosn- ingasvindl fyrir birtingu úrslitanna úr forsetakjörinu. Í mótmælum sem brotist höfðu út í höfuðborginni Harare vegna tafar á birtingu úr- slitanna á fimmtudaginn drápu ör- yggissveitir stjórnarhersins sex manns. Mnangagwa kallaði kosninga- úrslitin „nýtt upphaf“ fyrir Sim- babve. „Þótt við séum ósammála á kjörstað erum við sameinuð í draum- um okkar,“ skrifaði hann á Twitter. Mnangagwa lýst- ur sigurvegari  Sitjandi forseti vinnur forsetakjörið AFP Sigur Stuðningsmenn ZANU fagna sigri Emmersons Mnangagwa í gær. Að minnsta kosti 29 manns létu lífið í árás á mosku sjíamúslíma í austur- hluta Afganistan í gær. Frá þessu er sagt á fréttavef AFP. Auk hinna látnu særðust rúmlega 80 í árásinni. Árásin var gerð í borginni Gardez í héraðinu Paktia, sunnan við höfuðborgina Kabúl. Árásár- mennirnir voru klæddir í búrkur og skutu fyrst á öryggisverði moskunnar áður en þeir sprengdu sjálfa sig í loft upp. Talibanar hafa neitað sök í mál- inu. Samtökin Ríki íslams hafa áður lýst árásum á tilbeiðslustaði sjía- múslíma í Afganistan á hendur sér en þau hafa ekki gefið út yfirlýsingu um þessa árás. Sjíamúslímar eru í minnihluta í Afganistan, sem er aðallega byggt súnnímúslímum. Átök milli trúar- hópanna hafa lengst af ekki verið al- geng í landinu en árásir á sjíamús- líma hafa færst í aukana síðustu árin. Síðustu mánuðir hafa verið sér- staklega átakasamir í landinu. Ríki íslams og talíbanar hafa gert æ fleiri árásir á öryggisstöðvar og opinberar byggingar. Auk þess berjast víga- hóparnir hver við annan. Átökin langvinnu í Afganistan bitna jafnan helst á óbreyttum borg- urum. Mörg mannskæð hryðjuverk hafa þegar verið framin í landinu í þessari viku. Á þriðjudaginn létu að minnsta kosti 15 manns lífið í árás Ríkis íslams á flóttamannaskrifstofu í Jalalabad og 11 létust í sprengingu á þjóðvegi í vesturhluta landsins. Alls hafa 1692 almennir borgarar látist í Afganistan á þessu ári sam- kvæmt talningu Sameinuðu þjóð- anna. Þetta er mesti fjöldi dauðsfalla síðan talningar hófust árið 2009. Ráðist á sjíamosku í Afganistan  Búrkuklæddir vígamenn bana 29 Árás Glerbrot þekja gólf moskunnar. Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Tveir menn hafa látið lífið úr sólsting í hitabylgjunni sem nú geisar um Evrópu. Frá þessu er sagt á fréttavefjum AFP og BBC. Hitinn í Evrópu er nú með því mesta sem mælst hefur og hefur náð um 45 gráðum á selsíus þar sem heitast er. Til samanburð- ar má nefna að mesti hiti sem mælst hefur í Evrópu frá upphafi nam 48 gráðum, í Aþenu í júlí árið 1977. Bannað að grilla Veðurstofan Meteoalarm gaf út rauða viðvörun í Portúgal og Badajoz-sýslunni á Spáni vegna hitans og taldi um 40% líkur á því að hitametið frá árinu 1977 yrði slegið. Mennirnir sem létust á Spáni voru vegavinnumað- ur á fimmtugsaldri og 78 ára gamall lífeyrisþegi. Við landamæri Spánar og Portúgals er gert ráð fyrir því að hitinn muni nema rúmlega 44 gráðum á selsíus. Hitinn hafði þegar farið yfir 45 gráður í Alvega, norðan við Lissabon, á fimmtudaginn. Eduardo Ca- brita, innanríkisráðherra Portúgals, hefur gefið út stranga viðvörun gegn því að fólk grilli úti eða geri annað sem aukið gæti hættu á gróðureldum. Enn hafa engir alvarlegir villieldar kviknað í Portúgal í hitabylgjunni en slíkar hamfarir eru Portúgölum enn í fersku minni: í júní og október í fyrra kviknuðu mannskæðir gróðureldar í landinu sem gengu sam- tals að rúmlega hundrað manns dauðum. Portú- galskar veðurstofur búast við því að hitabylgjan sem nú stendur yfir nái hámarki í dag. Ókeypis vatnsflöskur í Róm Lögreglumenn í Róm, sem þegar skortir ekki vatnsfonta og gosbrunna, eru farnir að rétta ferða- mönnum ókeypis vatnsflöskur til þess að fyrirbyggja slys vegna ofþornunar. Ísneysla hefur rokið upp á Ítalíu á sama tíma og mjólkurframleiðsla hefur hrap- að niður vegna hitans, sem hrjáir kýrnar líkt og alla aðra. Sumir íbúar Evrópu hafa farið sér að voða í leit að kælingu. Um 250 manns hafa drukknað í Pól- landi frá byrjun aprílmánuðar er þeir stungu sér til sunds til að sleppa við hitann, þar af 75 í júlí. Pólska lögreglan segir að aðallega sé um að ræða ölvaða Pólverja sem stungu sér til sunds á eftirlitslausum stöðum. Ef einhver hefur grætt á hitabylgjunni hafa það líklega verið áhugamenn um heimsstyrjaldirnar. Í Saxlandi-Anhalt í Þýskalandi lækkaði vatnsborð í Saxelfi svo mjög að lögreglan uppgötvaði hand- sprengjur og skotfæri frá tíma seinni heimsstyrj- aldarinnar á botni hennar. Rauð viðvörun vegna hita  Tveir menn hafa látið lífið úr sólsting á Spáni  Veðurfræðingar telja um 40% líkur á að hitamet frá árinu 1977 verði slegið í hitabylgju á Spáni og í Portúgal AFP Heitur sjór Jafnvel fiskarnir eru ekki hólpnir fyrir hitabylgjunni. Hér liggur dauður fiskur í höfninni Greetsiel í norðvesturhluta Þýskalands. Fjöldi fiska hefur drepist í hitanum vegna aukins saltmagns í sjónum. Þýsk yfirvöld hafa safnað tæpum fimm tonnum af dauðum fiski í ríkjandi veðurfari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.