Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018
Elke Eckerstorfer, organisti St.
Augustin kirkju í Vínarborg, leikur
á tónleikum í Hallgrímskirkju í dag
kl. 12 og á morgun kl. 17 og þeir
eru hluti af tónleikaröð kirkjunnar,
Alþjóðlegu orgelsumri. Ecker-
storfer leikur í dag verk eftir J.S.
Bach, Camille Saint-Saëns, Jo-
hannes Brahms og Vincenzo Petrali
og á morgun kl. 17. Á morgun leik-
ur hún svo verk eftir Sebastián
Aguiléra de Heredia, J.S. Bach,
W.A. Mozart, Camille Saint-Saëns,
Balduin Sulzer, Johannes Brahms
og Franz Liszt.
Elke Eckerstorfer er frá Wels í
Austurríki og stundaði nám við tón-
listarmenntaskólann í Linz og hóf
píanónám við Bruckner-tónlistar-
háskólann í Linz. Hún stundaði
framhaldsnám í orgelleik, píanóleik
og semballeik við Tónlistarháskól-
ann í Vín og veturinn 2000-2001 var
hún í námi hjá Bouvard og Latry
við Þjóðartónlistarháskólann í Par-
ís, að því er fram kemur í tilkynn-
ingu.
Hún hefur hlotið fjölda við-
urkenninga og verðlauna fyrir leik
sinn og hefur ferðast til flestra
landa Evrópu og til Japans í
tengslum við tónleikahald. Þá hefur
leikur hennar verið hljóðritaður
bæði til útgáfu og fyrir útvarp.
Fyrir utan að vera einn af organ-
istum í Kirkju heilags Ágústínusar
í Vínarborg kennir hún einnig við
Tónlistarháskóla borgarinnar, segir
í tilkynningunni.
Margverðlaunuð Elke Eckers-
torfer, organisti St. Augustin kirkju
í Vínarborg.
Eckerstorfer leikur
í Hallgrímskirkju
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta fjallar um hvað manneskjan
getur verið stór en á sama tíma al-
veg ótrúlega lítil í hinu stóra sam-
hengi,“ segir Harpa Björnsdóttir
myndlistarkona sem opnar sýningu í
Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglu-
firði í dag. Sýningin nefnist Mitt fley
er lítið en lögur stór og fjallar um
vægi manneskjunnar í hinum stóra
heimi.
Á sýningunni má sjá innsetningu í
bland við ljósmyndir og skúlptúr, en
hugmynd Hörpu er að verkin sem til
sýnis eru tengist þannig að fólk upp-
lifi í raun eitt heildarverk.
Hugsað út frá sjónum
Harpa segir að upplifun fólks af
sýningunni geti verið afar misjöfn en
hún vonist þó til að fólk átti sig á
hinu stóra samhengi sýningarinnar.
„Ég byrjaði að hugsa þetta út frá
sjónum og hversu lítil ein manneskja
er í samanburði við hann. Þessi sami
maður er hins vegar með stóra ver-
öld innra með sér. Þá er ég að tala
um tengingar við annað fólk, ástina á
sjálfum sér og allar þessar tilfinn-
ingar sem búa í manneskjum,“ segir
Harpa, sem kveðst ekki hafa haldið
álíka sýningu áður.
Þá sé stíll sýningarinnar talsvert
frábrugðinn stíl fyrri verka hennar.
„Síðustu sýningar hjá mér hafa ekki
verið sambærilegar við þessa. Þegar
ég hóf ferilinn, var ég í nýlistadeild
en í henni lætur maður hugmyndina
ráða efni. Síðan færði ég mig yfir í
málverk, grafík og skúlptúr. Með
þessari sýningu má segja að ég sé að
fara aftur í það sem ég byrjaði á. Ég
er því í raun að koma heim,“ segir
Harpa.
Ferillinn spannar nú 35 ár
Listamannsferill Hörpu spannar
nú um 35 ár en hún hefur verið afar
virk á vettvangi myndlistar og
menningarmála hér á landi. Þá hefur
hún haldið yfir 30 einkasýningar og
tekið þátt í yfir 50 samsýningum, á
Íslandi og erlendis. Harpa útskrif-
aðist úr Myndlista- og handverks-
skóla Íslands árið 1983 og hélt sama
ár fyrstu sýningu sína.
„Ég hef frá þessum tíma notast
við ólík efni og haldið ýmiss konar
sýningar. Allt á þetta þó sameig-
inlegt að byrja sem lítil hugmynd
sem á einhverjum tímapunkti er
tilbúin. Oft endar þetta síðan allt
öðruvísi en maður hafði gert sér í
hugarlund í upphafi,“ segir Harpa.
Sýningin tengist hafinu
Spurð hvers vegna ákveðið hafi
verið að halda sýninguna á Siglufirði
segir Harpa margvíslegar ástæður
liggja þar að baki.
„Þessi sýning tengist auðvitað
sjónum og þá kemur Siglufjörður
strax upp í hugann. Ég hef í gegnum
tíðina verið dugleg að heimsækja
bæinn og það má segja að ég sé með
óbein tengsl þangað. Pabbi og afi
voru auðvitað sjómenn og miklar
hetjur, sýningin tengist þeim einnig
á ákveðinn hátt. Þess utan heldur
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, vin-
kona mín, utan um sýninguna og hún
hvatti mig til að halda hana þarna.
Hún er algjör orkubolti og rífur upp
menningarlífið sama hvar hún kem-
ur. Það er eitthvað sem fær mann til
að vilja halda sýningu þar sem hún
er,“ segir Harpa og bætir við að hún
njóti þess að framkvæma innsetn-
ingu í rýmum á vegum Aðalheiðar.
„Ég hef áður haldið innsetningu í
rýmum sem hún hefur séð um. Mér
hefur alltaf fundist gaman að taka
hugmyndir og vinna með þær inni í
rýminu,“ segir Harpa.
Stærð og smæð
manneskjunnar
Harpa Björnsdóttir sýnir í Kompunni á Siglufirði
Leikþáttur „Þetta er eins konar leikþáttur í höndum örlaga. Það er einhver tilfinning í myndinni sem ég tel að fólk
skynji þegar það horfir á hana,“ segir Harpa um þetta verk sitt sem er hluti af sýningu hennar fyrir norðan.
Morgunblaðið/Hari
Gaman „Mér hefur alltaf fundist gaman að taka hugmyndir og vinna með
þær inni í rýminu,“ segir myndlistarkonan Harpa Björnsdóttir.
Handrit að grínatriðum fyrir kvik-
mynd grínhópsins Monty Python,
The Holy Grail, fundust nýverið í
skjalasafni Michaels Palin, eins
meðlima grínhópsins. Handritin
fundust í skjölum Palins sem
geymd hafa verið í breska þjóð-
arbókasafninu, British Library, þar
sem skjöl hans eru geymd. Sam-
kvæmt upplýsingum á vef The Gu-
ardian hefur Palin veitt leyfi fyrir
því að þessi handrit verði birt.
Monty Python hópurinn var einkar
hugmyndaríkur og samdi mun
fleiri grínatriði en rötuðu í þætti
hans og kvikmyndir. Monty Python Úr sígildri gamanmynd Monty Python, The Holy Grail.
Grínatriði sem var
sleppt í Holy Grail
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi
– sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Iben West og Else Ploug Isaksen – Augnhljóð í Myndasal
Nanna Bisp Büchert – Annarskonar fjölskyldumyndir á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 18.7 - 16.12.2018
Sýningin Lífsblómið fjallar um Ísland sem fullvalda ríki. Hún fjallar um það hversu dýrmætt en um
leið viðkvæmt fullveldið er. Að sýningunni standa Listasafn Íslands, Stofnun Árna Magnússonar
og Þjóðskjalasafn Íslands. Handrit, skjöl og myndlistaverk frá þessum stofnunum mynda
kjarnann í sýningunni, og eru verk eftir fremstu listamenn þjóðarinnar til sýnis.
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu 18.5 - 31.12 2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SUMARTÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
7.8.2018 - kl. 20:30 - 21:30
Æskuástir og ævintýri
Guja Sandholt sópran og Heleen Vegter píanóleikari flytja sönglög eftir Jórunni Viðar,
Thea Musgrave, Edward Grieg og Claude Debussy.
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17. Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is