Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Jóhann Hjartarson og HilmirFreyr Heimisson stóðu sigbest íslensku skákmann-anna sem tóku þátt í Xtra- con-mótinu á Helsingjaeyri sem lauk um síðustu helgi. Jóhann vann sjö skákir en tapaði þremur og Hilmir hlaut 6 vinninga af tíu mögulegum. Jóhann, sem undirbýr sig fyrir Ólympíumótið í Batumi, tefldi vel í mótinu og átti góð færi í öllum þrem tapskákunum. Hann hækkaði um sjö Elo-stig fyrir frammistöðu sína. Hilmir Freyr hlaut sex vinninga af tíu mögu- legum, náði góðum úrslitum gegn sterkum andstæðingum og hækkaði um 15 Elo-stig og er nú stigahæsti skákmaður landsins undir 20 ára aldri. Feðgarnir Örn Leó Jóhannsson og Jóhann Ingvason hlutu báðir 6 vinninga. Sá fyrrnefndi hækkaði um 15 Elo-stig. Aron Thor Mai fékk 5½ vinning og bróðir hans Al- exander Oliver Mai hlaut 5 vinn- inga, Hafsteinn Ágústsson fékk 4½ vinning og Ólafur Gísli Jónsson 3½ vinning. Efstu menn Xtracon-mótsins urðu Norðmaðurinn Jon Ludwig Hammer og Rússinn Dmitry And- reikin, en þeir hlutu 8½ vinning af tíu. Sá fyrrnefndi var hærri á sig- um og telst því sigurvegari móts- ins. Magnús olli vonbrigðum Heimsmeistarinn Magnús Carl- sen mátti þakka fyrir að ná einn öðru sæti á skákmótinu sem lauk í Biel i Sviss í vikunni. Í aðdraganda heimsmeistaraeinvígisins, sem hefst i London 9. nóvember, mun Magn- ús tefla í Sinquefield-mótinu sem hefst 17. ágúst, sleppir Ólympíu- mótinu í Batumi og svo hefst tit- ilvörnin. Magnús vann fyrstu tvær skákir sínar og flestir héldu að hann myndi sigla sigrinum í höfn en þá var eins og öll sköpunargleði hyrfi og jafnteflunum rigndi niður. Þegar leið á mótið náði Aserinn Shak- hriyar Mamedyarov forystunni. Honum hefur ekki gengið vel gegn Magnúsi en í níundu umferð varð breyting á og hann náði að leggja heimsmeistarann að velli. Magnús vann að vísu sína síðustu skák eftir hálf druslulega taflmennsku og grófan afleik neðsta mannsins í jafnteflisstöðu og lokaniðurstaðan varð þessi: 1. Mamedyarov 7½ v. (af 10) 2. Magnús Carlsen 6 v. 3.-4. Vachier- Lagrave og Svidler 5½ v. 5. Nav- ara 4 v. 6. Georgiadis 1½ v. Frakkinn Vachier-Lagrave fékk því miður ekki þátttökurétt á síð- asta áskorendamóti þó að hann hafi svo sannarlega átt þar heima. Hann hefur verið í einhverri lægð undanfarið en í síðustu umferð vann hann þó glæsilegan sigur og minntu tilþrifin á Mikhail Tal: Vachier-Lagrave – David Nav- ara Ítalskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Ítalski leikurinn er vinsæll um þessar mundir. 3. ... Bc5 4. O-O Rf6 5. d3 O-O 6. He1 d6 7. c3 h6 8. Rbd2 a5 9. Rf1 Re7 10. Bb3 Rg6 11. d4 Ba7 12. h3 Bd7 13. Rg3 a4 14. Bc2 Rh7?! Upphafið að áætlun sem ekki virðist ganga upp. Byrjunina hefur Tékkinn teflt fremur óvenjulega og sennilega hefur hann ætlað ridd- aranum stað þarna eftir 7. ... h6. 15. Rf5! Rg5 16. Rxg5 hxg5 17. Dh5 Rf4 18. Bxf4 exf4 19. h4! Hvítur gengur beint til verks og lætur hótun svarts, 19. .. g6 ekki villa sér sýn. 19. .. g6 20. Dh6 gxf5 21. exf5 f6 22. Dg6 Kh8 23. hxg5 Bc6 24. Had1! Nýtir sér ágætan leiðarvísi að koma öllum mönnum í spilið. 24. ... Dd7 25. Hd3 Dg7 26. Hh3 Kg8 27. He7! Það er ekki oft að sá sem er manni undir knýr fram drottning- aruppskipti með svo miklum krafti eins og Vachier-Lagrave gerir hér. 27. ... Dxg6 28. fxg6 f5 Reynir að loka línum. 29. Hhh7 Hfe8 30. Heg7+ Kf8 31. Hxc7 Kg8 32. Bxf5 Bb6 33. Hcg7+ Kf8 34. Hf7+ Kg8 35. d5! Bxd5 36. Hfg7+ Kf8 37. Hd7 Kg8 38. g7 Bf7 39. g6 - og Navara gafst upp. Góð frammistaða Jóhanns og Hilmis Freys á Xtracon-mótinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Riddari úti á kanti Byrjunarleikir heimsmeistarans í lokaumferðinni vöktu athygli, eftir 1. e4 c5 kom 2. Ra3! Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR Skólar & námskeið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 17. ágúst Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is AUGLÝSINGA nn 14. ágúst. SÉRBLAÐ jallað um þá ti sem í boði na á að auka ína og færni ust og vetur. NÁNARI UPPLÝSINGAR: PÖNTUN fyrir þriðjudagi Í blaðinu verður f fjölbreyttu valkos eru fyrir þá sem stef þekkingu s í ha Það fer ekki framjá neinum þvílík aukning er orðin í umferðinni á landi hér. Það stað- festa fregnirnar alls staðar að. Því miður er það svo að miklu fleiri slæmar fregnir berast okkur úr um- ferðinni, allt yfir í banaslysin sem skera í hjarta manns. Það er samt einkenni í frásögn af þessum slysum að það er þrá- stagast á ástandi vega og skal svo sem ekki dregið úr því að þar er víða úrbóta þörf, enda er vega- kerfið okkar einstaklega viðamikið miðað við mannfjölda og nóg er af fjöllum og hvers kyns öðrum tálmunum sem auðvelda ekki fram- kvæmdir. Hafandi verið búandi í erfiðu kjördæmi hvað snert- ir samgöngur og um sextán ára skeið verið ásamt öðrum þing- mönnum kjördæmis okkar eystra að mylgra fjármunum um svæðið, alltof litlum að okkur alltaf fannst, þá hættir mér til samanburðar við ástandið fyrir tuttugu árum og nú þar sem hvert þrekvirkið hefir verið unnið til úr- bóta. Það ástand stenst engan saman- burð og þó er ótalmargt ógert enn. En svo ég víki aftur að fregnum umferðarinnar og ástandi veganna er staðreyndin sú, hin beizka stað- reynd, að það erum við sjálf, öku- mennirnir, sem berum því miður þessa skelfilegu ábyrgð, skelfilegu segi ég, því við erum allt of oft kærulaus og áhættusækin, allt yfir í hreint gáleysi og glannaskap. Og mér þykir vera eins og oft sé hald- ið hlífiskildi yfir ökumönnunum, slysavöldunum, og byrjað að tala um vegi. Þó eiga þeir sem þannig aka að vita að þeir eru með stór- hættulegt drápstæki í höndunum og við akstur þess og alla meðferð þarf mikla gætni, þar dugar ekki að sperrast við að vera svolítið framar þeim næsta á undan, næst- um sama hvernig aðstæður eru, þar dugar ekki að vera með hug- ann víðs fjarri, til dæmis í síman- um sem er það algengasta í dag og tjóar lítt að setja strangari lög- gjöf að manni virðist svo alltof oft, þegar maður heyrir nánar sagt frá orsökum slysanna. Og af hverju fyllsta aðgát? Við eigum að sýna fyllstu tillitssemi við samborg- arana, því afleiðingarnar án þessa í umferðinni eru daprar og deg- inum ljósari. Þetta gildir um þau sem fyrir verða, slasaða, allt yfir í örkumla, alla leið í dauðans örlög að þar er voðinn mestur, en ekki skal fjöður dregin yfir hið gífur- lega eignatjón sem af verður, þó það sé sem hjóm eitt hjá öllum þeim fórnarlömbum sem um ræð- ir. Þar koma auk banaslysanna átakanlegu einnig önnur örlög sem dynja yfir um margt það fólk sem sagt er að sé úr lífshættu, afleið- ingarnar geta verið skelfilegar, allt yfir í hin hræðilegustu örkuml, glötun svo ótalmargs, allt yfir í al- varlegar skerðingar allra lífsgæða. Hversu mörg slík verða ekki á ári hverju en fara ekki hátt. Og ekki má ég gleyma orsökinni miklu, þegar fólk er undir áhrifum áfeng- is eða eiturefna annarra. Þar er voðinn einna fyrirsjáanlegastur, þar er dómgreindin slævð og í raun allt eðli mannsins sveigt í áttina að hættuboðunum. Það er hægara sagt en gert að aftra voðaverkum þegar Bakkus á í hlut og sönnur þess upplifum við allt of oft. Það er því að vonum sem við bindindismenn vörum við þessum görótta drykk, ótrúlega margir eiga um sárt að binda eftir að hafa lent í samskiptum við drukkna menn sem hvergi eru hættulegri en bak við stýrið. Tölur segja margt og þær skelfa mig, en þær segja þó aldrei allt. Munum samt fyrst og síðast hverjir örlagavaldar við getum orðið af svo margþættum ástæð- um. Munum að umferðin tekur sinn toll og þess vegna viljum við ekki tollskyldir vera. Umferðin tekur sinn toll Eftir Helga Seljan » Það er hægara sagt en gert að aftra voðaverkum þegar Bakkus á í hlut og sönn- ur þess upplifum við allt of oft. Helgi Seljan Höfundur er formaður fjölmiðla- nefndar Bindindissamtakanna IOGT. Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.