Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018
Ásgeir Margeirsson, forstjóri HSOrku, ritar grein í Við-
skiptablaðið í vikunni og fjallar þar
um virkjanaframkvæmdir, laga-
rammann sem um þær gildir og
vinnubrögð þeirra
sem andsnúnir eru
virkjunum. Hann
bendir á að sam-
kvæmt raforkuspá
Orkuspárnefndar
þurfi um 150 MW af
nýju afli inn í raf-
orkukerfið til ársins
2030. Þar sé aðeins
horft til almenna markaðarins, en
ekki til dæmis rafbílavæðingar eða
uppbyggingar orkufreks iðnaðar.
Miðað við það er augljóst aðþörf er á aukinni raf-
orkuframleiðslu í landinu, auk þess
sem afhendingaröryggi er víða
ábótavant.
Þess vegna þarf að vera hægt aðvirkja á þeim stöðum þar sem
ákveðið hefur verið að virkja megi,
en Ásgeir lýsir því hve auðvelt ein-
stakir aðilar eiga með að þvælast
fyrir eins og löggjöfin er, jafnvel
eftir að framkvæmdir eru hafnar.
Nefnir hann í þessu sambandiBrúarvirkjun, litla rennsl-
isvirkjun í Tungufljóti, og Hval-
árvirkjun á Ströndum.
Hann segir umgjörð virkjana-framkvæmda hér á landi um-
hugsunarefni og sérstakt sé að
hægt sé án rökstuðnings að kæra
framkvæmd með tilheyrandi kostn-
aði fyrir framkvæmdaaðila. Þá
gagnrýnir hann þá aðferð virkjana-
andstæðinga að hreyfa ekki and-
mælum á kynningarstigi en kæra
síðar.
Ásgeir telur að þessu verði aðbreyta. Það hlýtur að koma til
skoðunar á Alþingi.
Ásgeir
Margeirsson
Boginn rammi
um virkjanir
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 3.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 alskýjað
Bolungarvík 11 súld
Akureyri 14 skýjað
Nuuk 15 léttskýjað
Þórshöfn 12 þoka
Ósló 21 skýjað
Kaupmannahöfn 26 heiðskírt
Stokkhólmur 27 heiðskírt
Helsinki 29 heiðskírt
Lúxemborg 33 heiðskírt
Brussel 32 heiðskírt
Dublin 23 skýjað
Glasgow 18 alskýjað
London 30 léttskýjað
París 33 heiðskírt
Amsterdam 28 heiðskírt
Hamborg 31 heiðskírt
Berlín 30 heiðskírt
Vín 29 þrumuveður
Moskva 27 heiðskírt
Algarve 34 heiðskírt
Madríd 39 heiðskírt
Barcelona 34 heiðskírt
Mallorca 33 léttskýjað
Róm 25 þrumuveður
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 24 léttskýjað
Montreal 24 alskýjað
New York 27 skýjað
Chicago 22 þoka
Orlando 30 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
4. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:45 22:23
ÍSAFJÖRÐUR 4:30 22:48
SIGLUFJÖRÐUR 4:13 22:32
DJÚPIVOGUR 4:10 21:58
VANTAR ÞIG STARFSFÓLK?
Suðurlandsbraut 6, 108 Rvk. | SÍMI 419 9000 | info@handafl.is | handafl.is
Við útvegum hæfa
starfskrafta í flestar
greinar atvinnulífsins
Handafl er traust
og fagleg
starfsmannaveita
með margra ára reynslu
á markaði þar sem við
þjónustum jafnt stór
sem smá fyrirtæki.
Í Morgunblaðinu í gær mistókst að
birta ljósmynd með frétt um Læðuna,
þjóðþekktan bíl, sem notaður var í
gamanþáttaröðunum Nætur-, Dag-
og Fangavaktinni. Stóð læðan lengi
við Hótel Bjarkalund þar sem ein
þáttaraðanna var tekin upp.
Nýr eigandi bílsins er Tindur Ólafur
Guðmundsson, 15 ára, og lagfærði
hann Læðuna fyrir Reykhóladaga í
Reykhólahreppi þar sem hún var not-
uð í nýrri keppnisgrein, svonefndu
„Læðutogi“. Einnig víxluðust nöfn
tveggja ljósmyndara við myndir með
fréttinni, en Sveinn Ragnarsson tók
mynd í tvídálk sem birtist með frétt-
inni. Myndina að ofan sem ekki birt-
ist, tók Birna Norðdahl. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.
Tindur Ólafur Guð-
mundsson og Læðan
Ljósmynd/Birna Norðdahl
Eigandi Tindur Ólafur Guðmunds-
son, sáttur við stýri Læðunnar.
LEIÐRÉTTING
Sala mjólkurafurða minnkaði um
7,7% í júnímánuði, miðað við sama
mánuð á síðasta ári. Helsta ástæðan
er samdráttur í sölu á smjöri og öðru
viðbiti. Skýrist samdrátturinn að
stórum hluta af því að óvenju mikið
var selt af smjöri í júní í fyrra vegna
tilboðs hjá MS. Sala á viðbiti er hins
vegar meiri í júlí í ár þannig að
reikningarnir jafnast nokkuð.
Auk samdráttar í sölu á viðbiti
sýna bráðabirgðatölur Samtaka af-
urðastöðva í mjólkuriðnaði samdrátt
í sölu á mjólk og sýrðum vörum og
skyri í júní og einnig ef litið er til söl-
unnar síðustu tólf mánuði miðað við
sama tímabil árið á undan.
KEA-skyr lætur undan síga
Samkvæmt upplýsingum Aðal-
steins H. Magnússonar, sölustjóra
hjá Mjólkursamsölunni, minnkaði
sala á léttmjólk og KEA-skyri. Aftur
á móti jókst sala á nýmjólk í júní og
Ísey-skyri ásamt rifnum ostum.
Aðalsteinn segir einnig ánægjulegt
að sjá jákvæðar viðtökur skyr- og
jógúrtdrykkja í pappafernum með
tappa en þessar vörur voru áður
seldar í plastumbúðum.
Á meðan salan á innanlandsmark-
aði minnkar heldur innvigtun á
mjólk frá bændum að aukast. Fyrstu
sex mánuði ársins jókst hún um 3,6
milljónir lítra sem svarar til 4,7%
aukningar. helgi@mbl.is
Sala mjólkurafurða minnkar heldur
Framleiðsla á mjólk eykst en sala afurðanna minnkar á milli ára
Veisla Sala á osti hefur minnkað og
minnkar enn með meiri innflutningi.