Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 FALLEG OG VÖNDUÐ LEIKFÖNG Kíktu á netverslun okkar bambus.is Borgartún 3, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14 úr náttúrulegum efnivið, tré og silki STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Margir fylgdust áhugasamir með því þegar lokið var skrúfað af traustleg- um og rúmlegum metra löngum tré- kassa á matarborðinu í veiðihúsinu við Grímsá á miðvikudaginn var. Kassinn hafði verið sendur frá Du- luth í Minnesota til Haraldar Stef- ánssonar, fyrrverandi slökkviliðs- stjóra á Keflavíkurflugvelli, sem kom ásamt sonum sínum tveimur með kassann á áfangastaðinn sem getið var á lokinu: Grímsá. Þegar frauðplasti hafði verið mok- að af viðkvæmu innihaldi kassans kom fyrst í ljós mappa með ýmsum gögnum sem Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa, leigutaka árinnar, las upp úr meðan varlega var losað um 105 cm langan uppstoppaðan laxinn, sem pakkað hafði verið fagmannlega inn af fólki sem er þjálfað í að ganga frá verðmætum listaverkum. Og þar var líka skjöldur sem hafði hangið við laxinn á heimili veiðimannsins, Josephs P. Hubert, og Jón Þór las af honum fyrir fyrrverandi og núver- andi formenn veiðifélags Grímsár, veiðimenn og starfsfólk hússins, að þetta væri 25 punda Atlantshafslax, 42 tommu langur, sem Hubert hefði veitt í Grímsá 19. júlí árið 1974. Og efst á skildinum hafði flugan sem laxinn hremmdi verið fest. Double Silver Rat #10. Aftan á plattanum er mynd af lukkulegum veiðimanninum með lax- inn fyrir utan veiðihúsið þar sem við erum saman komin. Og skömmu síðar hafði plastið verið skorið af laxinum sem var kom- inn aftur heim að Grímsá, 44 árum eftir að hann veiddist í Hólmavaðsk- vörn, var flogið til Bandaríkjanna og hann stoppaður upp. Heilmikil saga kringum laxinn Joseph P. Hubert veiddi um langt árabil hér á landi með Haraldi veiði- félaga sínum, sem er þekktur í veiði- heiminum sem höfundur hinnar gjöf- ulu flugu Black Sheep. Hubert lést í hárri elli síðasta haust en mörgum árum áður hafði hann ákveðið að tveir íslenskir stórlaxar, sem hann hafði látið stoppa upp, færu aftur til Íslands eftir sinn dag. Og Haraldur vinur hans féllst á að taka að sér að koma þeim heim. Fyrir rúmri viku kom Haraldur í veiðihúsið við Laxá í Dölum með annan kassa og í honum var fyrsti laxinn sem Hubert fékk í þeirri á, 21 punds hængur, 102 cm langur, sem hann veiddi í Leið- ólfsstaðakvörn sumarið 1972 á klass- íska Jock Scott-flugu. Sá mun fram- vegis prýða veiðihúsið þar. Og nú var veiðifélaginn kominn með seinni kassann að Grímsá og Haraldur ætl- aði þá líka að veiða í ánni ásamt son- um sínum, Haraldi og Ragnari. Hann skoðaði fluguna á plattanum sem fylgdi laxinum og sagði að hún væri orðin alveg upplituð. Dró síðan litla öskju úr pússi sínu og úr henni nýhnýtt eintak af sömu flugu, bjartbláa og fagra. „Ég hnýtti eina Silver Rat og ætla að sjá hvort ég fái ekki fisk á hana,“ sagði hann. „Hérna eru líka tvær Black Sheep – þessar þrjár flugur duga næstu daga hér fyrir mig.“ Haraldur skoðaði uppstoppaðan laxinn sem hann hafði séð nokkrum sinnum áður, á heimili Huberts í Duluth og vitaskuld daginn sem lax- inn veiddist en þá var Haraldur yf- irleiðsögumaður við Grímsá og var með veiðimanni við Laxfoss, rétt við veiðihúsið, þegar Hubert kom gang- andi með þennan væna feng. „Það er heilmikil saga kringum þennan fisk,“ sagði hann. „Kallinn var mjög sjálfstæður og var einn að veiða niðurfrá í Hólmavaðskvörn þar sem hann sá þennan lax, rosalegan bolta. Hann kastaði og setti í hann, þreytti laxinn en missti hann. Þá settist Joe niður þar sem hann sá laxinn fyrst og beið þar til laxinn kom og lagðist aftur. Eftir svolitla stund byrjaði Joe að kasta aftur og aftur tók laxinn! Hann þreytti hann og það lak úr honum. Þá beið Joe bara aftur, laxinn kom og tók í þriðja sinn! Sama kvöldið. Svo kom kallinn kjagandi hingað með trolltvinna um sporðinn. Ég hef hvorki fyrr né síðar heyrt um að menn setji í sama laxinn trekk í trekk.“ Eiginlega síðasta ósk hans Haraldur var leiðsögumaður við Grímsá frá 1972 og þar kynntust þeir Hubert, Haraldur var að segja hon- um til, það fór vel á með þeim og þeir veiddu vel. „Hann spurði mig þá hvort ég væri til í að fara um með honum. Hann vildi fá mig sem leið- sögumann en ég sagði nei, en ef ég mætti veiða með honum á stönginni væri ég til. Og við veiddum saman í um 20 ár. Fyrst skaffaði ég bíl en svo keypti hann bíl fyrir ferðirnar, fyrst Scout sem var geymdur á Keflavík- urflugvelli en svo 74-módelið af upp- gerðum Bronco, fínan bíl sem við notuðum í mörg ár. Ég fór með Joe um allt, við vorum í Kjarrá, Miðfjarðará, Hrútafjarð- ará, Laxá í Kjós, Haffjarðará, hér í Grímsá, Víðidalsá, Laxá í Aðaldal … við veiddum einhver ósköp. Einu sinni vorum við heila viku í Kjarrá og þegar vikan var hálfnuð vorum við komnir með 45 laxa, nær alla 15 til 18 pund, og ókum með þá í Akraborgina, sendum þá í bæinn. Héldum svo áfram og fengum annað eins seinni hluta vikunnar. Og flestir veiddust á Black Sheep!“ Haraldur segir að Hubert hafi verið flinkur veiðimaður. „Hann veiddi nær eingöngu á gömlu bresku flugurnar, eins og Red Baron númer fjögur sem hann setti hestahnút á og rifflaði, þannig leitaði hann að laxi. Og þegar hann var búinn að finna þá setti hann minni flugu á, Blue Charm, Black Doctor, Jock Scott…“ Hubert var ókvæntur og barnlaus en afar efnaður. Hann var námu- jarðfræðingur og uppgötvaði úran- íumnámur sem hann gat slegið eign sinni á. Þegar hann tók að eldast hætti hann að veiða á Íslandi en veiddi áfram í Kanada. En hann ákvað fljótlega að laxarnir sem glöddu auga hans og tengdust góð- um minningum ættu að fara aftur til Íslands eftir sinn dag og Haraldur tók verkið að sér. Og fannst gaman að sjá þessa tvo laxa koma aftur. „Það vermir hjartað að sjá þá,“ sagði hann. „Og vekur upp góðar minningar um Joe og áhugamál hans. Það var eiginlega síðasta ósk hans að sjá laxana snúa heim.“ Hluti af sögu árinnar „Það er mjög skemmtilegt að fá þennan lax aftur hingað heim,“ sagði Jón Þór þar sem hann velti fyrir sér hvar best væri að setja hann á vegg veiðihússins. „Þetta er hluti af sögu árinnar og sýnir hvað ár landsins geta skipað mikilvægan sess hjá fólki sem tengist landinu og ánum sterkum tilfinningaböndum.“ Svona stór lax hefur ekki veiðst í Grímsá um hríð. „En það kemur að því að svona höfðingjar veiðist í ánni að nýju,“ sagði Jón Þór og brosti. Stórlaxarnir heim með flugi  Bandarískur stangveiðimaður lét eftir sinn dag senda til Íslands stórlaxa sem hann veiddi í Grímsá og Laxá í Dölum  Haraldur Stefánsson vinur veiðimannsins kom með l05 cm laxinn að Grímsá Morgunblaðið/Einar Falur Skoðun Jón Þór Júlíusson, Haraldur Stefánsson, Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum, fyrrverandi formaður Veiðifélags Grímsár, og Jón Gíslason í Lundi, núverandi formaður, skoða laxinn stóra sem Hubert veiddi árið 1974. Aflahæstu árnar Heimild: www.angling.is * Tölur liggja ekki fyrir 0 500 1.000 1.500 2.000 Staðan 1. ágúst 2018 Veiðivatn Stanga- fjöldi Veiði 2. 8. 2017 3. 8. 2016 Þverá / Kjarrá 14 1.975 1.393 1.383 Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár 18 1.549 2.287 4.016 Miðfjarðará 10 1.422 1.852 2.337 Eystri-Rangá 18 1.367 672 2.154 Norðurá 15 1.352 1.175 1.000 Haffjarðará 6 1.075 808 907 Urriðafoss í Þjórsá 4 1.038 656 * Langá 12 1.003 963 825 Blanda 14 771 1.074 1.858 Selá í Vopnafirði 6 706 525 504 Elliðaárnar 6 684 647 502 Laxá í Kjós 8 667 471 272 Grímsá og Tunguá 8 637 687 301 Laxá í Dölum 4 652 247 509 Laxá í Leirársveit 6 459 334 228 Staðfesting Skjöldurinn sem hékk við uppstoppaðan laxinn á heimili Huberts í Duluth. Á framhliðinni greinir frá stærð laxins, tökustað og veiðideginum en á bakhliðinni er ljósmynd af laxi og stoltum veiðimanni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.