Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018
40-50%
AFSLÁTTURAF
ÖLLUMÚTSÖLUVÖRUM
Laugavegi 26
gisting.dk
499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími)
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900
Kaupmannahöfn
VERÐHRUN
GERRY WEBER - TAIFUN - BETTY BARCLAY
JUNGE - FUCHS SCHMITT OG FL.
á gæðamerkjavöru
Skoðið laxdal.is
Skipholti 29b • S. 551 4422
60-70% afsláttur
Opið virka daga kl. 10-18 | Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646
Lokað mánudginn 6. ágúst, frídag verslunarmanna
ÚTSALA
20-70% afsláttur
Nína Guðrún Geirsdóttir
ninag@mbl.is
Alvarlegt umferðarslys varð á Suð-
urlandsvegi um miðjan dag í gær
þegar bifhjól lenti í árekstri við
jeppling. Tveir voru á bifhjólinu og
var annar þeirra töluvert slasaður.
Varð bílstjóra í jepplingnum ekki
meint af. Þjóðerni mannanna eru
enn ókunn. Óskað var eftir aðstoð
þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-
LÍF, sem flutti þann sem slasaðist
mest á Landspítalann síðdegis.
Að sögn Sveins K. Rúnarssonar,
yfirlögregluþjóns lögreglunnar á
Suðurlandi, átti slysið sér stað í
brekku skammt frá býlinu Hár-
laugsstöðum, mitt á milli Hellu og
Selfoss. Var Suðurlandsvegi lokað í
tæpa tvo klukkutíma í kjölfar
slyssins. Var umferð þá beint í
gegnum hjáleið um Vestra-Gísl-
holtsvatn, sem lengdi leiðina um
u.þ.b. 20 kílómetra.
Tildrög slyssins eru ókunn enn
sem komið er en málið er komið í
rannsókn, að sögn Sveins. Lögregl-
unni höfðu ekki borist upplýsingar
um líðan hins slasaða að svo
stöddu.
Alvarlegt umferðar-
slys á Suðurlandi
Bifhjól og jepplingur lentu saman
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lokun Miklar tafir urðu á umferð
vegna lokana af völdum slyssins.
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar
voru sendar af stað um kvöldmat-
arleytið í gær til að sækja veikan ein-
stakling um borð í skemmtiferðaskipi
200 km norðaustur af Melrakka-
sléttu. Þegar Morgunblaðið ræddi við
Landhelgisgæsluna í gærkvöld var
aðgerðin enn yfirstandandi en búið
var að hífa hinn veika um borð í þyrlu
gæslunnar. Var hún á heimleið en
flugið er með lengri flugum sem
Landhelgisgæslan hefur farið í.
TF-GNA í viðbragðsstöðu
„Þetta er með lengri flugum. Hún
var rétt að klára hífingar. Þetta er
veikur einstaklingur um borð í
skemmtiferðaskipi sem þarf að kom-
ast á spítala. Af því þetta er svona
langt þá sendum við hina þyrluna
okkar, TF-GNA, austur á Þórshöfn
þar sem hún er núna [í gærkvöldi] í
viðbragðsstöðu til aðstoðar ef eitt-
hvað kemur upp á hjá hinni þyrl-
unni,“ segir Guðmundur Rúnar
Jónsson, vaktstjóri hjá stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar en TF-LIF
fór í flugið. „Þetta er vinnuregla. Ef
þær þurfa að fara meira en 20 sjómíl-
ur frá landi þá þurfum við að hafa
aðra þyrlu til taks til að sækja þá
sem eru um borð í vélinni ef hún fer í
sjóinn.“
Hann segir að flugið í heild sé
rúmir fimm klukkutímar. „Þeir fóru í
loftið 18:31 og komnir að skipinu
21:30 og búnir að hífa 21:45. Þetta
voru þrír tímar að skipinu og kortérs
híf og svo væntanlega tæpir þrír
tímar aftur heim.“
Föst áhöfn TF-LIF fór í flugið,
flugstjóri ásamt flugmanni, spil-
manni, sigmanni og lækni. Að sögn
Guðmundar gekk aðgerðin vel og
bætti hann því við að nú væri aðeins
beðið eftir því að fá mennina heim.
Flogið var með sjúklinginn á Land-
spítalann.
Aðspurður segir Guðmundur orðið
langt síðan Gæslan hafi verið send í
svona langt flug. „Yfirleitt þegar við
förum í svona langt flug þá er það út
á Reykjaneshrygg sem er bara beint
frá Reykjavík en þetta er hinum
megin á landinu þannig að nú þurfum
við að treysta á þessar eldsneytis-
stöðvar sem við höfum á þessum út-
nesjum. Vill svo til að við erum með
eldsneyti, til dæmis á Þórshöfn, sem
kemur að góðum notum,“ segir Guð-
mundur. Í aðgerð gærkvöldsins sótti
TF-LIF eldsneyti í varðskipið Tý á
leið sinni út að skipinu. Þá þurfti
þyrlan einnig að taka eldsneyti frá
skipinu á leið sinni til Reykjavíkur
með sjúklinginn.
Ljósmynd/Guðmundur St. Valdimarsson
Þáttaskil Aldrei fyrr hefur Gæslan notast við búnað (HIFR) sem gerir þyrlum hennar kleift að taka eldsneyti á ferð.
Með lengstu flugum
Gæslunnar frá upphafi
TF-LIF sótti sjúkling um 200 km norðaustur af Íslandi