Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
VANTAR SKJÓL?
Skjólnet hafa sannað gildi sitt við ræktun trjágróðurs hér á landi.
Vantar þig meira skjól? Hafðu samband sem fyrst.
Stapaseli, 311 Borgarbyggð, s. 893 8090, netfang: danielth@nett.is
Selskógarehf
Ásgeir Sigurvinsson verður meðal
leikmanna í stjörnuliði Stuttgart á
125 ára afmælishátíð félagsins í
Þýskalandi á morgun. Goðsagnir í
knattspyrnusögu félagsins stíga þá á
sviðið áður en núverandi leikmenn
Stuttgart leika sjálfan afmælisleik-
inn gegn sigurvegurum Atletico Ma-
drid í Evrópudeildinni síðasta vor.
Meðal eldri leikmanna Stuttgart í
leik morgundagsins má auk Ásgeirs
nefna Jürgen Klinsmann, Guido
Buchwald, Bernd Förster, Krassim-
ir Balakov, Hansi Müller, Carlos
Dunga og Felix Magath. Fram kem-
ur á heimasíðu félagsins að leiktími
gömlu leikmannanna verði 20 mín-
útur hvor hálfleikur.
Ásgeir lék með Stuttgart frá 1982
til 1990, alls 194 leiki í þýsku Bun-
desligunni og skoraði í þeim 38
mörk. Hann var valinn knatt-
spyrnumaður ársins í Þýskalandi
1984 af leikmönnum Bundeslig-
unnar. Ásgeir var kosinn íþrótta-
maður ársins hérlendis 1974 og 1984
og var tilnefndur í heiðurshöll ÍSÍ
fyrir þremur árum.
Stuttgart 5 sinnum meistari
Ásgeir varð Þýskalandsmeistari
með Stuttgart vorið 1984, en alls
hefur félagið fimm sinnum hampað
meistaratitlinum. Ásgeir er 63 ára
gamall, en Eyjólfur Sverrisson sem
varð meistari með Stuttgart 1992
fagnaði hálfrar aldar afmæli í gær.
aij@mbl.is
Ásgeir í stjörnuliði í Stuttgart
Meðal goðsagna félagsins í 125 ára
afmælisleik Með Klinsmann og Dunga
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Ásgeir Sigurvinsson Með fyrirliða-
bandið í leik með Stuttgart 1986.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ekki er heimilt að innheimta skipu-
lagsgjald af vinnubúðum starfs-
manna sem settar eru upp á fram-
kvæmdasvæðum. Úrskurðarnefnd
umhverfis- og auðlindamála hefur
fellt úr gildi álagningu gjalds vegna
starfsmannaíbúða sem settar voru
upp á framkvæmdasvæðum á
Þeistareykjum og við Bakka vegna
atvinnuuppbyggingar þar. Yfirmað-
ur hjá Þjóðskrá reiknar með að
verklagi verði breytt í framhaldinu.
PCC BakkiSilicon fékk leyfi
Norðurþings til að setja upp vinnu-
búðir tímabundið í nágrenni kísil-
versins á meðan unnið var að bygg-
ingu þess. Búðirnar voru fluttar frá
framkvæmdasvæði álversins í
Reyðarfirði. Sömuleiðis fékk Lands-
virkjun heimild Þingeyjarsveitar til
að reisa vinnubúðir við Þeista-
reykjavirkjun. Hluti þeirra hafði áð-
ur verið notaður við Kárahnjúka-
virkjun og Búðarhálsvirkjun. Voru
sumar allt að 30 ára gamlar og
höfðu verið notaðar við ýmsar fram-
kvæmdir á vegum Landsvirkjunar
án þess að skipulagsgjald hafi verið
lagt á.
Þjóðskrá Íslands mat vinnubúð-
irnar til brunabóta og hóf innheimtu
skipulagsgjalds í kjölfar þess. 4,6
milljónir voru lagðar á Norðurþing
vegna búðanna á Bakka og tæpar
1,7 milljónir á Landsvirkjun vegna
Þeistareykja.
Lagastoð skortir fyrir skatti
Samkvæmt skipulagslögum á að
greiða skipulagsgjald af nýbygging-
um sem virtar eru til brunabóta. Í
úrskurði nefndarinnar kemur fram
að húseiningar Landsvirkjunar á
Þeistareykjum hafi ekki getað talist
nýbyggingar eða nýreist hús sem
virða skuli til brunabóta. Til þess
þurfi þær að vera jarðfastar og var-
anlega skeytt við jörð sem vinnu-
búðirnar voru ekki. Skorti álagn-
inguna því lagastoð. Var álagningin
felld úr gildi. Álagning skipulags-
gjalds á hendur Norðurþingi var
einnig felld úr gildi en það var gert
með þeim rökum að innheimtunni
hafi verið beint gegn röngum aðila,
sveitarfélaginu í stað PCC.
Ástríður Jóhannesdóttir, sviðs-
stjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár,
telur að vinnubúðirnar fyrir norðan
séu fyrstu búðirnar sem lagt hafi
verið skipulagsgjald á. Hún segir að
túlkun úrskurðarnefndarinnar hafi
áhrif á verklag Þjóðskrár í sam-
bærilegum málum í framtíðinni.
Tekur þó fram að ekki hafi verið
tekin afstaða til þess hvort farið
verði með málin fyrir dómstóla.
Ástríður segir að umræddar
vinnubúðir uppfylli að mörgu leyti
skilyrði sem gerð eru til fasteigna.
Til dæmis sé heimilt að skrá lög-
heimili þar og sveitarfélögin hafi
tekjur af þeim. Telur hún ástæðu
fyrir löggjafann til að skoða betur
hvernig hátta eigi skráningu og
álagningu gjalda á þessar eignir.
Þjóðskrá hyggst breyta vinnulagi
Úrskurðarnefnd fellir úr gildi skipulagsgjald af vinnubúðum á framkvæmdasvæðum nyrðra
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þeistareykir Hluti vinnubúða Landsvirkjunar og verktaka við Þeista-
reykjavirkjun. Skipulagsgjald Þjóðskrár hefur nú verið fellt úr gildi.
Það var óvenjuleg sjón sem blasti við árrisulum
íbúum Reykjavíkur í morgun. Þá fylgdi lóðsinn
Magni tignarlegu seglskipi til hafnar. Þar fer
skólaskip á vegum ítalska flotans, þriggja
mastra og ríflega 82 metra langt. Miðmastrið rís
hvorki meira né minna en 52 metra upp fyrir sjó-
línu. Skipið er nefnt í höfuðið á einum þekktasta
landkönnuði, fjármálamanni og kortagerð-
armanni Ítala, Amerigo Vespucci, sem fæddur
var 1454 og lést 1512. Nýi heimurinn, Ameríka,
dregur nafn sitt af hinum mikla Ítala. Hægt
verður að skoða skipið í dag og á morgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Amerigo Vespucci í fyrsta sinn í íslenskri höfn