Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 27
MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 ✝ Gróa Lofts-dóttir fæddist á Hólmavík 23. febrúar 1925. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Eyri, Ísafirði, 20. júlí 2018. Foreldrar hennar voru Loft- ur Bjarnason, f. 17. júní 1883, og Helga Jónsdóttir, f. 11. júlí 1895. Systkini hennar eru Þórdís, látin, Jón, Sigvaldi, látinn, Ingimundur Tryggvi, látinn, Guðjón og Karl Elinías. Hálfsystkini samfeðra: Gísli, Aðalheiður, Björnstjerne og Gestur, öll látin. Hinn 9. apríl 1944 giftist hún Benedikt Gabriel Egilssyni, f. á Ísafirði 26. desember 1922, d. 1. mars 2000. Börn þeirra eru: 1) Guðjóna Elín, f. 22. janúar 1945, gift Páli Ólafssyni, f. 13. nóvember 1945, afkomendur þeirra eru átján. 2) Eiður veigu Elísabetu Pálsdóttur, f. 23. desember 1954, afkom- endur þeirra eru ellefu. 8) Gestur, f. 29. júní 1956, kvænt- ur Bergljótu Pálmadóttur, f. 21. desember 1955, afkom- endur þeirra eru sjö. 9) Hall- dóra Kolbrún, f. 21. apríl 1959, gift Jóhanni Ólafsyni, f. 11. maí 1958, afkomendur þeirra eru tíu. Afkomendur Gróu og Benedikts eru því orðnir sam- tals 116. Gróa gekk í barna- og ungl- ingaskóla Hólmavíkur, hún fór síðan í Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði þar sem hún kynntist Benedikt. Þau voru fyrstu tvö árin á Ísafirði, en fluttu síðan til Hólmavíkur þar sem þau áttu heima í 29 ár. Gróa sinnti aðallega húsmóðurstörfum og barnauppeldi ásamt fleiri störf- um, svo sem fiskvinnslu. Eftir að þau fluttu aftur til Ísafjarð- ar vann hún fyrst í fiskvinnslu og síðan við verslunarstörf hjá Kaupfélagi Ísfirðinga til starfs- loka. Útför hennar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 4. ágúst 2018, klukkan 13. Kristján, f. 24. júní 1946, kvæntur Svanhildi Björg- vinsdóttur, f. 25. maí 1945, afkom- endur þeirra eru fjórtán. 3) Egill Hrafn, f. 8. nóv- ember 1947, kvænt- ur Þórlaugu Guð- finnu Þoleifsdóttur, f. 30 desember 1948, afkomendur þeirra eru þrettán. 4) Bjarni Loftur, f. 14. mars 1949, kvæntur Margréti Jó- hansdóttur, f. 14. september 1947, afkomendur þeirra eru fjórtán. 5) Gísli, f. 23. ágúst 1950, kvæntur Alrúnu Krist- mannsdóttur, f. 17. október 1950, afkomendur þeirra eru fjórtán. 6) María Þóra, f. 29. mars 1952, var gift Jóni Ægi Guðmundssyni, f. 18. ágúst 1939, d., afkomendur þeirra eru sex. 7) Sævar Hreinn, f. 1. mars 1955, kvæntur Bjarn- Ég vil minnast tengdamóður minnar Gróu Loftsdóttur sem fékk hvíldina á 94. aldursári eft- ir að heilsan hafði ekki verið upp á það besta undanfarin ár. Ég hitti hana og Bensa fyrst 26. desember 1982, þá nýlega byrjaður með dóttur þeirra Kollu, í afmæli Bensa sem dótt- irin Guðjóna hélt upp á heima hjá sér í Hafnarfirðinum. Frá þeirri stundu líkaði mér vel við þau og vonandi þeim við mig. Traustari tengdaforeldra tel ég að varla sé hægt að fá. Það eru fáir sem hafa upp- lifað aðrar eins breytingar á þjóðfélaginu á sínu æviskeiði eins og sú kynslóð sem er að hverfa. Sem dæmi fór hún með Djúpbátnum inn í Djúp, gekk daginn eftir yfir Steingríms- fjarðarheiði með farangur og var síðan sótt á hesti inn í Staðardal. Í hennar æsku var lítið um síma. Í dag er kvartað ef inter- netið dettur út í bílnum á leið- inni yfir heiðina. Þau eiga níu börn, 32 barna- börn og enn fleiri barnabarna- börn. Flest þeirra hafa komist til manns eins og stundum var sagt. Allir afkomendur hafa verið Gróu og Bensa til mikils sóma. Það kom mér oft á óvart hve vel hún fylgdist með öllum þessum fjölda, vissi hvað flestir voru að gera. Það er óhætt að segja að Gróa hafi getað verið ákveðin, þess þarf þegar á að hugsa um stórt heimili, mörg börn, hund, hænur, kindur og vinna utan heimilis, meðan maðurinn var á sjó. Enginn gestur fór svangur af heimili þeirra Gróu og Bensa. Hjá þeim var vanalega hlaðborð sem barnabörnin nutu góðs af þegar þau komu á Hlíf II í kaffi- eða matartíma. Eitt sinn kom ég inn á Ísa- fjörð á togaranum Júní GK. Þá ætlaði ég að vinna mér inn punkta hjá tengdaforeldrum mínum og flakaði nokkrar lúð- ur. Þegar ég kom upp á Hlíðar- veg þakkaði Gróa fyrir lúðu- flökin en spurði mig áhyggjufull hvað ég hefði gert við hausana, sem voru í meira uppáhaldi hjá henni. Henni líkaði best þegar menn komu beint að efninu, ekkert hálfkák. Stutt í húmorinn og ekki sakaði að hann væri tví- ræður. Stundum brá ókunnugu fólki hvernig sumir töluðu við hana og hún svaraði fullum hálsi. Ég og synir mínir fengum reglulega að heyra: „Átt þú ekki pening fyrir rakvélarblöð- um, á sú gamla að gefa þér rak- vélarblöð?“ Þetta kom þegar ég eða synir mínir þóttu ekki nógu snyrtilegir um vangann. Gróa og margir afkomendur hennar frjósa fyrir framan sjón- varpið, hún fylgdist grannt með sápuóperum eins og Dallas og Leiðarljósi. Var með á hreinu hver svaf hjá hverjum og hver var að svíkja hvern. Vegna þessa var hún upptekin seinni árin seinnipart virkra daga. Gróa og Bensi voru hörku- dugleg og voru fyrst til aðstoðar þegar mikið stóð til eins og slát- urgerð, stórbakstur, flutningar, smíðar eða veikindi einhverra í fjölskyldunni. Það voru forrétt- indi að eiga þau Gróu og Bensa að. Gróu líkaði illa við áfengi og allt tal um stjórnmál. Hún drakk ekki vín og kaus Matta Bjarna alla tíð, sem var kvæntur æsku- vinkonu hennar og þar með var pólitík útrædd. Að lokum vil ég þakka Bensa og Gróu samfylgdina, að taka mig inn í fjölskylduna og vona að þau gömlu séu hraust og sameinuð á ný. Kveðja, Jóhann Ólafson. Gróa systir mín er látin 93 ára, mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Hún ólst upp í fjölskyldu okkar á Hólmavík, elst okkar systkina, en alls vorum við alsystkinin sjö. Eitt atvik er mér þó sérstakt að minnast. Þegar ég var fjögurra ára var ég að leika mér í fjör- unni og varaði mig ekki á því að báran tók mig og ég náði ekki að komast upp úr sjónum. Gróa, þá sextán ára, varð að vaða upp undir hendur til að ná í mig þar sem ég flaut á sjónum. Allt fór þó þetta vel að lokum, og dreng- urinn hresstist fljótt. Hún fluttist til Ísafjarðar 22. september 1942 og átti þar heima næstu fjögur árin. Giftist Benedikt G. Egilssyni 9. apríl 1944, fluttist svo til Hólmavíkur aftur 29. apríl 1946. Fluttist í kjallarann í okkar húsi sem er nú Hafnarbraut 37, bjó þar í nokkur ár þar til þau fluttu í Gömlu símstöðina sem svo var kölluð. Á fyrstu árunum þeirra á Hólmavík var ég barnapía hjá systur minni, alltaf nýtt barn á hverju ári. Guðjóna 1945, Eiður 1946, Egill 1947, Bjarni 1949, Gísli 1950. Þetta var mitt starf á sumrin næstu fimm árin, að passa þessi börn. Síðan fæddust María Þóra 1952, Sævar 1955, Gestur 1956 og Kolbrún 1959. Gróa og Bensi keyptu síðan hús- ið af Benedikt Finnssyni og bjuggu þar til þau fluttu aftur til Ísafjarðar. Eftir að þau komu til Ísafjarðar fór Gróa að vinna úti, fyrst við fiskvinnslu og síðan við afgreiðslu hjá Kaupfélagi Ísfirð- inga. Þegar aldurinn færðist yfir keyptu þau sér íbúð í Hlíf, dval- arheimili aldraðra á Ísafirði. Eftir lát Bensa bjó Gróa í þessari íbúð í nokkur ár. Ég minnist Gróu systur sem ein- staklega skapgóðrar og dug- legrar konu. Þegar hún veiktist fyrir nokkrum árum var hún flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði, og síðan á hjúkrunarheimilið Eyri þegar það var tekið í notkun. Við Jón bróðir minn og okkar konur heimsóttum Gróu á hverju sumri síðastliðin tíu ár, kvöddum hana alltaf með þess- um orðum: „Komum aftur næsta sumar“, þó hún hafi verið orðin lasburða síðustu árin. Við Valdís mín og fjölskylda send- um öllum afkomendum Gróu systur innilegar samúðarkveðj- ur. Karl E. Loftsson. Það er ekki sjálfgefið að ná háum aldri. Mikilvægast er þó að hafa góða heilsu á meðan maður lifir. Gróa hafði það lengst af. Það var aðeins á síð- ustu tveimur til þremur árum að getan til að hreyfa sig og ferðast um minnkaði, kollurinn var klár. Síðustu vikurnar voru erfið- ar, rúmliggjandi að mestu og gat ekki tjáð sig og gekk illa að matast. Óvíst hvort hún þekkti börnin sín þegar þau komu í síðustu heimsóknirnar. Hvíldin því kærkomin eftir rúmlega 93 ára ævi. Gróa giftist árið 1944 Bene- dikt Gabríel Egilssyni sjómanni frá Ísafirði. Snemma árs 1945 fæddist fyrsta barnið og á fjór- tán árum urðu börnin alls níu. Öll hafa þau komist til manns og lifa móður sína. Benedikt var sjómaður og var því mikið fjarri heimilinu. Gróa sá að mestu ein um heimilið og uppeldi barnanna. Barnahópurinn stækkaði ört og marga munna þurfti að fæða og klæða. Aldrei skorti þó mat. Þegar frá leið hjálpuðu eldri börnin með heimilisstörfin, pössuðu þau yngri og síðar þegar þau fóru að vinna lögðu þau til heimilisins. Þröngt var búið og skömmu áður en ég kynntist elstu dótturinni fluttu þau Benedikt og Gróa í stærra hús að Höfða- götu 5 á Hólmavík. 1975 flutt- ust þau til Ísafjarðar og nokkrum árum síðar keyptu þau sér íbúð á Hlíf II, en Benedikt var umhugað um að Gróa hefði gott skjól þar sem hún gæti sótt þjónustu, félli hann frá á undan. Fyrirhyggj- an skilaði sér þegar hann lést árið 2000. Gróa var hörkudug- leg og vann störf sín af alúð. Hún gat verið beinskeytt og svarað óvægið, sagði sína meiningu. Heyrt hef ég að hún hafi látið kokkinn á Eyri heyra það ef henni líkaði ekki mat- urinn. Allt var það þó í góðu því þau voru mestu mátar alla tíð. Benedikt og Gróa höfðu yndi af því að ferðast og fóru víða innanlands. Síðar fóru þau að ferðast til útlanda, oft í samfylgd bræðra Gróu og var oftast farið til Kanaríeyja. Hit- inn fór vel í þau. Alltaf var gott að koma á heimili þeirra, hvort heldur á Hólmavík eða Ísafirði. Mörg jól og páska dvöldum við hjá þeim með eldri dæturnar á árunum 1966 til 1970. Þá var oft glatt á hjalla. Berjaferðirnar til Hólmavíkur eru óteljandi með tilheyrandi eftirvinnslu í eld- húsinu hjá Gróu. Börnin hafa öll starfað sem nýtir þjóðfélagsþegnar vítt og breitt um landið, flest þó á heimaslóðum fyrir vestan. Þeim hafa verið falin trúnaðar- störf, sem sýnir að uppeldið hefur verið gott og sannar einnig að ekki er alltaf nauð- synlegt að hafa langt nám að baki til að skila arði til þjóð- arbúsins. Gróa og Benedikt hafa ekki lagt minna til en aðr- ir, með þeim mannauði sem býr í börnum þeirra, barna- börnum og barnabarnabörn- um. Að lokum er vert að þakka það traust sem mér var ávallt sýnt, hlýju og allar samveru- stundirnar. Þakka þá rækt sem Gróa sýndi börnum okkar alla tíð. Þau þakka og kveðja. Vert er að þakka hjúkrunar- fólkinu á Eyri, sem annaðist Gróu af stakri alúð eftir að hún fluttist þangað. Börn, tengdabörn og aðrir afkomendur bera harm í hjarta við fráfall Gróu en gleðjast yfir góðum minningum og þeirri trú að loksins hafi hún komist í faðm Benedikts á æðri stað. Páll Ólafsson. Gróa Loftsdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted Við þökkum alla þá hlýju og samúð, sem þið sýnduð okkur við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, FRIÐRIKS DANÍELS STEFÁNSSONAR viðskiptafræðings, Kjalarlandi 17. Sérstakar þakkir færum við séra Pálma Matthíassyni og starfsfólki á Hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir einstaka umönnun. Ólafía Sveinsdóttir börn, tengdabörn og barnabörn Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Þökkum af alhug samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA J. EYLAND, Víðimýri 8, Akureyri. Dóróthea Júlía Eyland Ólöf Jenny Eyland Sigurður Bjarni Jóhannsson Einar Eyland afa- og langafabörn Ástkær faðir okkar, sonur, bróðir og barnsfaðir, RAGNAR ÁSGEIR ÓSKARSSON, Fögrukinn 19, Hafnarfirði, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi sunnudaginn 29. júlí. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju föstudaginn 10. ágúst klukkan 15. Ísak Ragnarsson Benjamín Ragnarsson Elínborg Ragnarsdóttir Erla Óskarsdóttir Nonni Óskarsson Sævar Markús Óskarsson Rakel Hermannsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, UNNUR S. ÓSKARSDÓTTIR frá Syðri-Hömrum, lést á hjúkrunarheimilinu Lundi 27. júlí. Hún verður jarðsungin frá Kálfholtskirkju fimmtudaginn 9. ágúst klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Lund, Hellu. Ásta Gísladóttir Guðmundur Pálsson Erlingur Gíslason Unnur María Guðmundsd. Ásgeir Sigurðsson Dagbjört Guðmundsdóttir Einar Ágústarson Þóra Sif Guðmundsdóttir Tinna Erlingsdóttir Magnús Ragnarsson og langömmubörn Elskulegur bróðir minn, BERENT TH. SVEINSSON, sem lést sunnudaginn 29. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 15. ágúst klukkan13. Fyrir hönd aðstandenda, Tryggvi Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.