Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Við erum í hálfgerðri afmælisferð núna, erum komin á fornarslóðir í Suður-Frakklandi,“ segir Sæunn Stefánsdóttir, sem á40 ára afmæli í dag. „Ég var í frönskunámi í Montpellier eftir að ég kláraði menntaskólann ásamt góðum vinum og er nú að sýna fjölskyldu minni og tengdafólki þær slóðir. Í dag ætlum við að njóta lífsins eins og alla aðra daga hérna í sólinni og á ströndinni með góð- um frönskum mat og vínum,“ en þau eru stödd í Saint-Chamant nærri Aix-en-Provence. Sæunn er forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Ís- lands ásamt því að vera sérfræðingur á skrifstofu rektors. Háskólinn rekur níu rannsóknasetur víða um land. Þar eru fjölbreyttar rann- sóknir stundaðar, m.a. á fuglum, hvölum, þorski, náttúru landsins, þjóðfræði, fornleifafræði og sagnfræði. „Ég er svo heppin að fá að leiða stofnunina og sé helst um stefnumótun, fjármál og stjórnun stofnunarinnar. Á undanförnum tveimur árum höfum við sett tvö rannsóknasetur á fót, þjóðfræðisetur á Ströndum, á Hólmavík, fyrir tveim árum og í sumar fórum við aftur af stað með rannsóknasetur á Austurlandi, á Egilsstöðum, þar sem sagnfræðirannsóknir eru stund- aðar. Við fjölskyldan erum útivistarfólk og okkur finnst gaman að fara saman á fjöll og á skíði,“ segir Sæunn um áhugamálin. „Við gengum t.d. í sumar í Stórurð í Borgarfirði eystra, en það er magnað náttúru- fyrirbrigði.“ Eiginmaður hennar er Kjartan Örn Haraldsson, jarðfræðingur og grunnskólakennari í Háaleitisskóla. Dætur þeirra eru Kristrún Edda, tíu ára, og Auður Embla, fimm ára. Við Hvítserk Sæunn, Kjartan Örn og dætur á ferðalagi í sumar. Á fornar slóðir í Suður-Frakklandi Sæunn Stefánsdóttir er fertug í dag J óhanna Erla Pálmadóttir fæddist á Blönduósi 4.8. 1958 en ólst upp á Akri í Torfalækjarhreppi við öll almenn sveitastörf og auk þess í Reykjavík. Hún var tvo vet- ur í Húnavallaskóla og síðan í ýms- um skólum í Reykjavík þar sem faðir hennar sinnti þingstörfum. Hún lauk síðar prófum sem fram- haldskólakennari frá Håndarbejdes Fremmes Seminarium í Kaup- mannahöfn 1988 með sérsvið í útsaumi og prjóni. Jóhanna starfaði við Búnaðar- banka Íslands í Reykjavík 1976-78, var ritari og sá um launabókhald hjá Landsvirkjun 1978-80, var ráðs- maður á Akri með manni sínum 1980-83, var við nám og störf í Kaupmannahöfn 1983-90, var vist- arvörður og leiðbeinandi fyrir bú- fræðinga á Bændaskólanum á Hvanneyri 1990-95, byggði þá upp Jóhanna Erla Pálmadóttir, kennari og framkv.stj. á Akri – 60 ára Gömul mynd frá Spáni Jóhanna Erla og Gunnar Rúnar með börnunum, Pálma og Helgu, suður á Spáni, árið 2000. Hannyrðakonan á Akri Hannyrðakennarinn Jóhanna kennir erlendum listamanni refilsaum. Keflavík Jón Örn Ragn- arsson fæddist á Landspít- alanum 17. júlí 2017 kl. 05.44. Hann vó 3.430 grömm og var 51 cm á lengd. Foreldrar hans eru Sigrún Helga Björgvins- dóttir og Ragnar Már Ragnarsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Sterkir stofustólar úr eik Hvíttuð eik án arma, leður. Verð 37.9 Hvíttuð eik með örmum, leður. Verð 47.900 kr. Fáanlegir í fleiri viðartegundum, leðurlitum og tau efni fyrir heimilið Sendum um land allt borð 00 Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift aðMorgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.