Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 04.08.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 2018 Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is Vísnadúettinn Vísur og skvísur flyt- ur íslensk og skandinavísk vísnalög þar sem texti mætir hljómþýðum laglínum á stofutónleikum Gljúfra- steins á morgun, sunnudag, kl. 16. Stunduðu nám í vísnasöngskóla Það eru vísnasöngkonurnar Vig- dís Hafliðadóttir og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir sem skipa dúettinn Vísur og skvísur. Þær syngja báðar og leika á gítar auk þess sem Vigdís leikur einnig á fiðlu og Þorgerður Ása á það til að grípa í kontrabass- ann. Þær stöllur hafa leikið saman í tvö ár, en þær hafa báðar stundað nám í vísnasöng við Norræna vísna- söngskólann í Kungälv í Svíþjóð. „Við spilum mestmegnis norræn lög en reynum að hafa textana á því máli sem talað er í hverju landi. Við vorum til dæmis að spila á vísnahá- tíð í sænskumælandi bæ í Finnlandi og þá reyndum við að hafa sem mest á sænsku og örlítið á finnsku. Ann- ars erum við ekki jafngóðar í henni og hinum Norðalandamálunum,“ segir Þorgerður Ása kankvís. „Í skólanum kynntumst við fullt af tónlist sem kannski ekki margir hér þekkja og við viljum endilega flytja þessi lög á Íslandi. Við leikum lög sem segja sögu, en í náminu var mest áhersla lögð á túlkun og að taka allt burt sem truflar flutning- inn. Flutningurinn er samtal við áhorfendur, og við leggjum áherslu á að textinn komist til skila og oft erum við að spila þýðingar,“ segir Þorgerður Ása sem er dóttir Önnu Pálínu Árnadóttur heitinnar og Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem hefur verið duglegur að þýða fyrir þær á íslensku. „Svo erum við líka með texta eftir Iðunni Steins- dóttur og höfum líka báðar verið að þýða.“ Lög sem heyrst sjaldan Á morgun munu þær stöllur mest syngja fyrir okkur á íslensku, en einnig munu heyrast sænska og finnska. Á efnisskránni verða m.a. lög eftir Jón Ásgeirsson, Barböru Helsingius og Eivøru Pálsdóttur. „Á morgun flytjum við lög sem heyrast sjaldan, en það verða líka lög sem fólk þekkir. Við tökum við t.d. lagið „Konan sem kyndir ofninn minn“, en í okkar útfærslu. – Hvaða vísnasöngvarar hafa ver- ið í uppáhaldi hjá þér og fyrirmynd? „Mér finnst Eivør algjörlega frá- bær. Mörg laganna hennar eru í þessum þjóðlagastíl, sérstaklega á eldri plötunum hennar. Janis Ian hefur líka lengi verið í uppáhaldi. Og svo auðvitað mamma og pabbi,“ seg- ir Þorgerður Ása sem vonast til að sjá sem flesta á tónleikunum á Gljúfrasteini á morgun. Lög sem segja sögur  Vísnadúettinn Vísur og skvísur syngur og leikur íslensk og skandinavísk vísnalög á Gljúfrasteini á morgun Vísnavinkonur Vigdís Hafliðadóttir og Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir. ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// ////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////// Himingeimur kallar Saktmóðig Ljósmynd/Heiner Bach Hráir Karl Óttar Pétursson, söngvari Saktmóðigs, í ham á Eistnaflugi 2016. NoMeansNo og annar neðanjarðar- hávaði sem þá barst frá merkjum eins og Touch and Go og Amphe- tamine Reptile. Þetta tóku okkar menn og hrærðu saman við sér- íslenskan brag sinn. Fyrsta hljóm- snældan, Legill (1992), bar þessu öllu fagurt vitni; surgandi og af- skaplega hrá pönktónlist, ástríðu- full með afbrigðum og allt í fimmta gír. Allan tímann. Sveitin nýtur enda hálfgerðrar költstöðu í dag, sem maður varð var við á sam- félagsmiðlum þegar fréttir bárust af því að ný plata væri í smíðum. Aðdáendur komu úr hinum ýmsu horn- um og lofuðu framtakið í hástert. Eftir Legil gaf sveitin út tvær 10" vínylplötur, Fegurðin, blómin og guðdómurinn (1993) og Byggir heimsveldi úr sníkjum (1996). Á þessum árum var það útgáfuform eðlilegt enn og hef- ur reyndar verið það alla tíð í neð- anjarðarheimum. Tónleikahald og útgáfa hefur verið reglubundin, en sveitin hefur auk þessa gefið út þrjá geisladiska í fullri lengd, Ég á mér líf (1995), Plata (1998) og Guð hann myndi gráta (2011). Þriggja laga 7" vínylplatan Demetra er dáin kom svo út árið 2013. Vínylplata í 12" formi, breið- skífu þ.e.a.s., átti sveitin þó alltaf eftir og í ár var gerð bragarbót á því. Lífið er lygi er níu laga verk og kemur út á þykkum, forláta vínyl. Umslagið er þá tvöfalt, opnanlegt („gatefold“) og er prýtt mynd af kindarhræi. Tónar umslagið eitt- hvað svo vel við inntak og eðli sveit- arinnar. Groddalegt, sjokkerandi ... og einhver séríslensk harðneskja, og já, eiginlega fegurð. Davíð Ólafsson gítarleikari lýsir ferlinu sem svo: „Platan fjallar að tölu- verðu leyti um það að vera á áliðn- um fimmtugsaldri og horfa með glýju til liðins tíma. Okkur langaði að vanda okkur aðeins meira við upptökur og hljóðblöndun en áður, en um leið að halda hráleikanum. Við fengum gott fólk í samstarf og gáfum okkur aðeins meiri tíma í upptökur undir styrkri stjórn Aðal- björns Tryggvasonar. Flex Árna- son hljóðblandaði svo fyrir okkur og skilaði gríðargóðu verki. Við fengum síðan vin okkar Jakob Veigar til að hanna „gatefold“ um- búðir og innvols.“ Tónlistarlega er trukkað í kunnuglegum gír með stöku tilbrigðum. „Leiguliðar“ grúvar t.d. á fremur naumhyggju- legan hátt og „Ísland rotnar“ sömu- leiðis, líkt og súrkálsrokkararnir í Can hafi fengið að gesta-upptöku- stýra. Vínylbreiðskífan var þá eitt- hvað sem átti einfaldlega eftir að klára: „Af því að menn eru komnir á miðjan aldur var splæst í dýrari týpuna,“ segir Davíð og kímir. » Surgandi og af-skaplega hrá pönk- tónlist, ástríðufull með afbrigðum og allt í fimmta gír.TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Ég sá Saktmóðig fyrst um1990, 1991, skömmu eftirað sveitin var stofnuð. Já, ég er kominn á miðjan aldur! Sá sveitina m.a. nýta sér skrúfjárn til gítarspils á Músíktilraunum. Merki- leg áhrifin sem Saktmóðigur og önnur sunnansveit, Sauðfé á mjög undir högg að sækja í landi Reykjavíkur, átti eftir að hafa á mína eigin sveit, Maunir. Fréttir um tilraunamennsku og ofsa sveita eins og Einstürzende Neubauten og Swans höfðu auðheyranlega borist víðar en bara til okkar Árbæinganna. Saktmóðigur var og er á marg- an hátt einstök sveit. Þrátt fyrir að ég sé í smávegis glannaskap að klína áðurnefndum meisturum á hana voru áhrifavaldarnir mikið til bandarískar hávaðasveitir eins og Sunnanpönkararnir í hljómsveitinni Saktmóðigur hafa verið að í nærfellt þrjátíu ár og fagna því vel og innilega með breiðskífunni Lífið er lygi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.