Morgunblaðið - 13.08.2018, Side 4

Morgunblaðið - 13.08.2018, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Trausti Magnússon og Hulda Jónsdóttir eru elstu núlifandi hjón á Íslandi, en Trausti fagnar hundr- að ára afmæli sínu í dag. Hulda er 97 ára gömul og eru hjónin því samanlagt 197 ára. Dóttir hjónanna, Vilborg, segir æðruleysi og reglulegar máltíðir líklegar ástæður fyrir háum aldri foreldra sinna. „Þau hafa lifað á þessum ís- lenska mat alla ævi og borðað reglulega. Þau hafa samt ekki ver- ið neitt miklar reglumanneskjur, lifðu bara venjulegu lífi. Pabbi reykti mikið, oft þrjá pakka á dag, en hætti því snögglega um fertugt. Mamma reykti hins vegar alveg þar til hún fór í hjartalokuaðgerð, þá 93 ára. Þá var hún inni á spítala í fimm daga og fannst ekki taka því að byrja aftur þegar hún hafði ekki reykt í fimm daga.“ Trausti ólst upp í Gjögri og hóf þar sjóróðra með föður sínum átta ára gamall. Hann flutti svo til Djúpuvíkur átján ára gamall og var sjómaður og skipstjóri þar á ýmsum skipum. Sem skipstjóri á flóabátnum Hörpu bjargaði hann mönnum úr sjávarháska. „Þá fór bátur upp á skerið í arfavitlausu veðri. Pabbi var kall- aður út og fór innar við skerið þar sem hann tók á móti mönnunum þegar þeir komu yfir það. Það var engin leið að ná þeim hinum megin frá vegna veðra. Sem betur fer björguðust allir,“ segir Vilborg. Vitaverðir í 39 ár Fyrir þrekvirkið átti Trausti að fá fálkaorðuna. „Þá fór breskur togari upp í einhvers staðar og þeir sem björguðu áhöfninni fengu orðuna í staðinn. Hann var samt alveg sáttur við það fyrst þeim tókst að bjarga áhöfn togarans.“ Trausti og Hulda fluttu að Sauðanesi við Siglufjörð árið 1959 og gerðust vitaverðir í Sauðanes- vita. Þar voru þau vitaverðir í 39 ár. Fyrstu átta ár þeirra á Sauða- nesi var staðurinn ekki í vega- sambandi. Þá var gengið eftir tæp- um götum fyrir Strákafjall til að komast til Siglufjarðar. Einnig var hægt að fara sjóleiðina, en lending var erfið. Vilborg segir foreldra sína helst vilja vera á Djúpuvík en þau fluttu til Reykjavíkur árið 1998. „Þau ætluðu að vera lengur á Sauðanesi en það gekk ekki upp. Hann stefnir að því að fara til Djúpuvíkur og halda upp á afmæl- ið sitt á næstu dögum.“ Heldur sér í formi Trausti er mikill útivistarmaður og þau Vilborg fara gjarnan í göngur. „Við höfum gengið saman undanfarin ár, af og til í sumar líka þegar færi hefur gefist. Hann heldur sér í formi eins og hann getur. Honum finnst jafnvel stund- um að hann fái ekki að hreyfa sig nóg.“ Aðspurð hvort Trausti hafi í há- vegum einhver heilræði segir Vil- borg: „Hafa skal það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst. – Hann er ekkert að velta sér upp úr því sem er ekki heldur bara hafa það sem er.“ Samanlagður aldur elstu hjóna 197 ár  Trausti verður hundrað ára í dag  Ætlar að fara til Djúpuvíkur Morgunblaðið/Golli Vinnusöm Hér eru Trausti og Hulda fyrir nokkrum árum að gera garðinn hjá sér kláran fyrir veturinn. Þau eru vön mikilli útiveru enda gengu þau gjarnan á milli Sauðaness og Siglufjarðar áður en jarðgöng voru lögð. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það er auðvitað mjög dapurlegt að sú neikvæða þróun sem við höf- um horft upp á á undanförnum ár- um skuli halda áfram og að enn virðist bóksala dragast saman. Fyrir ári síðan sagði ég íslensku bókaútgáfuna komna að þolmörk- um og það er auðvitað augljóst að sú staða hefur í engu skánað,“ seg- ir Egill Örn Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Forlagsins og fyrr- um formaður Félags íslenskra bókaútgefanda. Morgunblaðið greindi frá því fyrir ári síðan að hrun hefði orðið í bóksölu hér á landi síðustu ár. Þá kom fram að bóksala hafði dregist saman um 11% á einu ári, 2016, og alls um ríflega 31% frá 2008 til 2016. Ljóst er að þessi þróun hefur haldið áfram síðan. Tölur fyrir árið 2017 leiða í ljós að tæplega 5% samdráttur varð í bóksölu hér á landi. Samtals nemur samdrátt- urinn á þessum tíu árum um 36 prósentustigum. Salan fyrstu fjóra mánuði árs- ins, gefur ekki góð fyrirheit, samdráttur nem- ur 5% frá fyrra ári. Þetta má lesa út úr tölum sem Félag íslenskra bókaútgefenda hefur unnið upp úr gögnum Hagstofunnar. Afnáms virðisaukaskatts beðið Mikið hefur verið fjallað um af- nám virðisaukaskatts af bókum og kveðst Egill vona að það hjálpi til við að snúa þessari þróun. „Vonar- glætan er kannski ekki síst sú að stjórnvöld hafa lofað afnámi virð- isaukaskatts af bókum um næst- komandi áramót. Ég er þeirrar skoðunar að það geti orðið sú við- spyrna sem greinin þarf á að halda. Auðvitað leysir afnám virð- isaukaskatts eitt og sér ekki vand- ann en það gæti orðið eitt stærsta skrefið í þá átt. Ég tel hins vegar að fleiri skref muni þurfa að stíga til þess að snúa þessari vondu þró- un við.“ Binda vonir við nýja kynslóð Hann segist þó binda vonir við að bjartari tímar renni upp, ekki síst með nýjum kynslóðum. „Það er þó ákaflega jákvætt fyrir okkur sem störfum að íslenskri bókaút- gáfu að sjá að barna- og unglinga- bækur hafa átt góðu gengi að fagna á undanförnum misserum. Í því felst stærsta og mesta sókn- arfæri bókaútgáfunnar, að fylgja því eftir. Þannig sjáum við suma barna- og unglingabókahöfunda selja bækur sínar í bílförmum á ári hverju. Maður er óneitanlega bjartsýnni á framhaldið þegar unga kynslóðin virðist vera, ef eitt- hvað er, að taka vel við sér í lestri. Það lofar góðu.“ Samdráttur nemur 36% á áratug  Áframhaldandi samdráttur í bóksölu  Velta bókaútgáfu hefur dregist saman um 36% á liðnum ára- tug  5% samdráttur í fyrra og þróunin heldur áfram í ár  Binda vonir við nýjar kynslóðir lesenda Morgunblaðið/Hari Bóksala Velta bókaútgefenda hefur dregist verulega saman síðasta áratug. Egill Örn Jóhannsson Verð á seldri röð í talnagetrauninnni Vikinglotto, eða Víkingalottó, gæti hækkað úr 90 krónum í 100 krónur um miðjan september ef drög að breytingu á reglugerð fyrir talnaget- raunir öðlast gildi en drögin voru lögð fram fyrir helgi. Er hækkunin lögð til vegna þess að gengi íslensku krónunnar gagnvart evru hefur veikst. „Við lækkuðum síðastliðinn vetur úr 100 krónum í 90 og nú hefur geng- ið veikst og þess vegna höfum við óskað eftir því að fá að hækka röðina um tíu krónur um miðjan septem- ber,“ segir Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar get- spár, í samtali við Morgunblaðið. Ísland og Litháen eru þau lönd sem eru jafnan með ódýrustu röðina af þeim löndum sem taka þátt í Vik- inglotto-samstarfinu. „Flestir eru með röðina á bilinu 103-110 krónur en við viljum ekki fara yfir 100 krón- ur,“ segir Stefán um verð á seldri röð í Vikinglotto hjá öðrum þjóðum. „Nú ef gengið styrkist á nýjan leik þá ein- faldlega lækkum við aftur. Við höf- um sett okkur það markmið að vera sem ódýrastir,“ segir Stefán. Lottóröðin hækkar Afgerandi ákvarðanir verða ekki teknar hér á landi um lögmæti ill- gresiseyða sem innihalda glýfosfat fyrr en niðurstöður viðeigandi stofn- ana í Evrópu liggja fyrir um svokall- að Roundup-mál. Þetta segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Um- hverfisstofnunar, í samtali við mbl.is. Monsanto, stærsti framleiðandi efna til landbúnaðar í Bandaríkjun- um, hefur verið dæmdur til að greiða manni rúma 30 milljarða króna í skaðabætur vegna plöntueyðisins Roundup sem innihélt efnið. Maður- inn er dauðvona vegna krabbameins, en hann heldur því fram að efnið sé krabbameinsvaldandi. Á síðasta ári leyfði Evrópusam- bandið notkun efnisins innan sam- bandsins næstu fimm árin. Umhverfisstofnun hvetur fólk líkt og áður til að draga úr eða hætta notkun illgresiseyðis að nauðsynja- lausu. Ákvörðun ekki tekin á Íslandi  Fylgja Evrópu Ferðafólk greiðir fyrir aðgang að salerni í Hörpu og starfsmaður sem rukkar stendur sposkur hjá. Slíkt er einungis gert yfir sumartímann svo bráðlega mun gjaldtakan taka enda. Tilgangur gjaldtökunnar er að mæta kostnaði við að taka á móti miklum fjölda ferða- fólks sem kemur í Hörpu á sumrin. Morgunblaðið/Hari Gjaldtöku lýkur bráðlega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.