Morgunblaðið - 13.08.2018, Page 12

Morgunblaðið - 13.08.2018, Page 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Svampþvottastöð Afkastamikil sjálfvirk þvottastöð sem getur þvegið allt að 50 bíla á klukkustund. Opið virka daga kl. 8 -19 helgar kl. 10 – 18. Katrín Lilja Kolbeinsdóttir katrinlilja1988@gmail.com Mig langaði alltaf að prófaeitthvað nýtt og krefj-andi. Ég hef lengi haftáhuga á fatahönnun og langaði að prófa að fara utan til þess að læra. Að mínu mati er London besti staðurinn fyrir slíkt,“ segir Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir, 23ja ára gamall Akureyringur. Hún gekk í Verk- menntaskólann á Akureyrar en þar var hún á hönn- unar- og text- ílbraut. Hún brautskráðist frá VMA vorið 2014 og þaðan lá leið hennar til London þar sem hún stundar nú nám í fatahönnun í Cent- ral Saint Martins, þekktum breskum hönnunarskóla. Innsýn í hönnunarheim Guðbjörg Þóra kann ákaflega vel við sig í Bretlandi, og það leið ekki á löngu þangað til að henni var boðið að koma í starfsnám hjá fata- hönnunarfyrirtækinu Richard Nicoll. „Ég fékk boð um að koma í starfs- nám hjá Richard Nicoll í þrjá mán- uði, það var alveg rosalega góð reynsla. Mér fannst frábært að fá innsýn í hönnunarheiminn áður en ég byrjaði í háskóla. Eftir að hafa búið í London í sex mánuði hóf Guðbjörg Þóra svokallað fornám sem er einskonar undirbún- ingur fyrir B.A. nám í fatahönnun. „Fatahönnun hefur átt hug minn lengi. Þetta er bæði ótrúlega krefjandi og skemmtileg nám, og það er endalaust hægt að læra nýjar hlið- ar á þessu. Námið krefst mikillar hörku og þrjósku, en er á sama tíma mjög gefandi og fjölbreytt,“ segir Guðbjörg Þóra sem líkar vel við skól- ann. „Ég reyni að vakna snemma, þó að það takist nú ekki alltaf. Á virkum dögum er ég yfirleitt komin í skólann um níuleytið. Kennararnir koma ekki fyrr en um tíu, mér finnst gott að vera aðeins á undan þeim, fá mér kaffi og slappa aðeins af áður en dag- urinn hefst. Þetta er frekar sjálfstætt nám, ég hitti kennarana yfirleitt bara einu sinni í viku og hina dagana er ég að fara á mínum hraða og vinna eins og vel og ég get. Ég er í fatahönnun með áherslu á prent og eyði því mikl- um tíma í að þrykkja og þróa textíl og digital prent. Helst myndi ég vilja geta verið á fimm stöðum í einu.“ Mikil mengun Aðspurð hver stefnan til fram- tíðar sé þá stendur ekki á svörum, hjá Guðbjörgu Þóru. „Á þessu ári fer ég í starfsnám og byrja í Mílanó á Ítalíu í september. Ég er ekki viss um hvort ég fer beint í mastersnám eftir útskrift eða strax að vinna. Ég ætla að sjá hvernig mér líkar starfs- námið og eftir það mun ég vonandi hafa töluvert betri sýn á það hvað ég vil gera í framtíðinni og hvar ég vil búa. Ég vil geta unnið í fyrirtæki sem hugsar til framtíðar, og er einnig annt um umhverfið,“ segir Guðbjörg Þóra. „Mér finnst gríðarlega mik- ilvægt að tískubransinn, og neyt- endur allir, hugsi um hvaðan fötin koma og að fatnaður sé siðlega fram- leiddur. Ég tel það vera mjög mik- ilvægt að ungir fatahönnuðir byrji snemma á því að hugsa um umhverf- isvænar lausnir og reyni sitt besta til þess að koma í veg fyrir þá gríð- arlegu mengun sem tískubransinn hefur nú þegar valdið.“ Fatahönnun framtíðar Tískubransinn er spennandi og London er besti staðurinn fyrir nám í þeirri list. Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir starfar hjá Richard Nicoll og þar hefur henni gefist kostur á að kynnast ýmsu spennandi og vinna við áhugaverð efni. Hönnun Þrykktur jakki sem er höfundarverk Guðbjargar Þóru. Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjalla- og hreyfihópum þar sem inn- takið er reglulegar fjallgöngur, heilsu- bót og góður félagsskapur. Nú er hægt að skrá sig í verkefni sem bryddað verður upp á nú á haustdögum. Má þar nefna Alla leið, verkefni sem er öllum opið, svo sem þeim sem hafa verið með í fyrri fjallaverkefnum FÍ. Einnig fólki sem vill hreyfa sig, stunda útivist og kynnast skemmtilegu fólki. Haustið í verkefninu Alla leið sam- anstendur af nítján fjallgöngum, sjö kvöldgöngum á mánudögum og átta dagsferðum um helgar. Að auki eru þrekæfingar alla þriðjudaga kl. 17.45 í Öskjuhlíð eða í Himnastiganum í Kópavogi. Verkefnið, sem Hjalti Björnsson hefur umsjón með, hefst með kynningu í höfuðstöðvum FÍ í Mörkinni 6 í Reykjavík 22. ágúst kl. 20 en eftir það taka við vikulegar ferðir. Úlfarsfell á fimmtudögum Þann 30. ágúst er verkefnið Næsta skrefið kynnt. Þar eru í pakka fjall- göngur um helgar allt haustið auk þess sem Úlfarsfellið er tekið á hverj- um fimmtudegi. Alls eru þetta um 40 ferðir og er verkefni þetta sjálfstætt framhald af Fyrsta skrefinu. Umsjón- armenn eru Reynir Traustason og Ólafur Sveinsson og göngurnar við hæfi flestra. - Fyrsta fimmtudags- gangan á Úlfarsfell er 6. september og svo vikulega út árið. Helgargöngurnar eru um ýmsa áhugaverða staði, svo sem á Helgafell við Hafnarfjörð, í Þórsmörk, um Sveifluháls, á Heklu, Vífilsfell og Lambafell í Þrengslum. Alla leið í alls nítján fjallgöngum Fjallaverkefni eru að hefjast Morgunblaðið/Sigurður Bogi Úlfarsfell Upplagt er að fara á fjöll, gangandi eða þá á reiðhjóli. Ég fór í sjósund í síðustu viku.Við vorum þrjú sem fórumsaman í Nauthólsvíkina og tókum sundsprett. Höfðum ekki far- ið lengi í sjóinn og það tók smá tíma að koma sér í gírinn. Hita sig upp líkamlega og andlega. En síðan var þetta bara hressandi enda sjórinn tæplega 12 gráða heitur sem þykir gott á Íslandi. Aðstaðan fyrir sjó- sund í Nauthólsvík er frábær, bún- ingsklefar, heitur pottur og gufab- að. Og vinalegt afgreiðslufólk. Ég er með sérstaka tengingu við Nauthólsvík eftir að við í Kettle- bells Iceland vorum, fyrir nokkrum árum, með daglegar styrktaræf- ingar þar í vel á annað ár. Notuðum ketilbjöllur, kaðla og ýmis önnur tól og tæki til að þjálfa hóp af skemmti- legu fólki. Við fengum góðan vin okkar til að smíða apastiga, klif- urgrind sem við settum upp á gras- bala við hliðina á ströndinni. Við notuðum hann fyrir okkar æfingar og svo gátu gestir og gangandi nýtt sér hann þar fyrir utan. Í síðustu viku kíkti ég á staðinn þar sem við höfðum verið með apa- stigann. Þar var ekkert nema ill- gresi og gamall trjábútur sem gægðist upp úr því. Mér fannst það synd. Við höfðum á sínum tíma þeg- ar við hættum með æfingarnar í Nauthólsvík boðið staðarhöldurum að halda stiganum, en þeir höfðu ekki áhuga á því þannig að við flutt- um hann með okkur upp í Mosfells- sveit þar sem hann er aldeilis vel nýttur. En ég hefði samt viljað hafa hann áfram í Nauthólsvíkinni. Hann var hreyfihvetjandi fyrir fólk á öll- um aldri og mikið notaður af þeim sem áttu leið hjá. Málið er nefnilega að fólk vill hreyfa sig, æfa sig og leika sér en stundum þarf að hvetja það til dáða. Til dæmis með því að stilla upp apa- stigum, klifurgrindum og annars konar æfinga- og hreyfitækjum hér og þar um borgir og bæi. Sumar borgir eru mjög framarlega í þessu. Í Moskvu, til að nefna eina, er til þannig mikið af stærri og smærri almenningsgörðum og í þeim ein- hvers konar útiæfingatæki. Þessi tæki þurfa hvorki að vera flókin né dýr. Nauthólsvíkin er upplagður stað- ur fyrir útiæfingatæki. Það eru reyndar þrjú tæki uppi á grasflöt- inni, en ég myndi vilja sjá miklu fleiri og fjölbreyttari. Útiæfinga- garð hreinlega sem hlauparar, hjól- reiðamenn og aðrir útivistarunn- endur gætu nýtt sér til þess að styrkja sig og efla. Njótum ferðalagsins! Hressandi sjósund Guðjón Svansson er Íslendingur, ferðalangur, eiginmaður, fjögurra stráka faðir, rithöfundur, fyrirles- ari, ráðgjafi, þjálfari, mentor og nemandi sem heldur úti bloggsíð- unni njottuferdalagsins.is Morgunblaðið/Eggert Njóttu ferðalagsins! Guðjón Svansson guðjon@njottuferdalagsins.is Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.