Morgunblaðið - 13.08.2018, Side 21

Morgunblaðið - 13.08.2018, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 21 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opið hús, t.d. spil, pútt, boccia kl. 9-12. Hádegismatur kl. 11.40-12.45. Félagsvist með stjórnanda og vinningum kl. 13. Kaffisala kl. 15-15.54. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sími 535-2700. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Opið hjá okkur alla daga í sumar. Hádegisverður frá kl. 11.30-12.30 og kaffisala alla virka daga frá 14.30- 15.30. Helstu dagskrárliðir eru í sumarfríi fram í miðjan ágúst. Úti boccia völlur verður á torginu í sumar og við minnum á Qigong á Klambratúni alla þriðju- og fimmtudaga kl. 11. Verið hjartanlega vel- komin. Vitatorg sími: 411-9450. Garðabæ Jónshúsi/ félags - og íþróttastarf: 512-1501. Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 9.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dagsfyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 14-15.30. Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10. Bridge í Jónshúsi kl. 13. Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnar kl. 8.50, við hringborðið kl. 8.50, listasmiðjan opin fyrir alla kl. 9-16, ganga kl. 10, handavinnu- hornið kl. 13, félagsvist kl. 13.15, síðdegiskaffi kl. 14.30. Allir vel- komnir óháð aldri, nánari upplýsingar í síma 411-2790 Korpúlfar Gönguhópar Korpúlfa starfandi í allt sumar, hressir, bætir, kætir allir velkomnir kl. 10 alla mánudagsmorgna og miðvikudags- morgna lagt af stað frá Borgum, með gleði í hjarta. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, morgunleikfimi kl. 9.45, upp- lestur kl. 11, gönguhópurinn kl. 14, bíó á 2. hæð kl. 15.30. Upplýsingar í s.4112760. Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum klukkan kl. 10.30. Leikfimi í salnum Skólabraut klukkan kl. 13.30. Vatnsleikfimi Sundlaug Seltj. kl. 18.30. Ath. miðvikudaginn 15. ágúst kl. 13.20 ætlum við á gæðastund í Listasafni Íslands sem er í tilefni af 100 ára fullveldis afmæli Íslands. Leiðsögn. Kaffi og bakkelsi á eftir. Skráningarblöð á Skólabraut og Eiðismýri. Strætó og einkabílar. Förum frá Skólabraut. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10-16. Heitt á könnunni frá kl. 10-11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30-12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 -15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Rotþrær, heitir pottar og jarðgerðarílát Rotþrær – heildarlausnir með leiðbeiningum um frágang. Ódýrir heitir pottar – leiðbein- ingar um frágang fylgjar. Mjög vönduð jarðgerðarílát til moltugerðar. Borgarplast.is, sími 5612211, Mosfellsbæ. Til sölu LOK Á POTTA HEITIRPOTTAR.IS HÖFÐABAKKA 1 SÍMI 777 2000 Ýmislegt Bátar Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald      Flatahrauni 25 - Hafnarfirði Sími 564 0400 www.bilaraf.is Mikið úrval í bæði 12V og 24V. Dreifingardeild Morgunblaðsins leitar að fólki 13 ára og eldra, til að bera út blöð. Blaðburður fer fram mánudaga til laugardaga og þarf að vera lokið fyrir kl. 7 á morgnana. Allar nánari upplýsingar í síma 569 1440 eða dreifing@mbl.is Hafðu samband í dag og byrjaðu launaða líkamsrækt strax á morgun. www.mbl.is/laushverfi Vantar þig aukapening? Færir þér fréttirnar mbl.is ✝ Ragnheiður(Ragna) Þórey Frímannsdóttir fæddist 13. októ- ber 1927 á Akra- nesi og lést 18. maí 2017. For- eldrar hennar voru Málfríður Björnsdóttir og Frímann Jónasson. Systkini hennar eru þau Birna Sesselja, f. 4. janúar 1931 og Jónas, fæddur 30. nóvember 1934. Ragna ólst upp á Akra- nesi og Strönd á Rang- árvöllum, lauk gagnfræðaprófi á Ísafirði 1945 og hjúkr- unarnámi 1952. Ove Krebs fæddist þann 20. maí 1922 á Vasebæksgård við Køge í Danmörku og lést 25. janúar 2018. Foreldrar hans Ragna og Ove héldu bæði til Bandaríkjanna til náms og starfa þar sem leiðir þeirra lágu saman. Þau gengu í hjónaband í desem- ber 1955 og bjuggu lengst af í Fíladelfíuborg en síð- ustu árin í Lancaster í Pennsylvaniu. Þau eign- uðust soninn Carl Frimann (f. 27. ágúst 1959) sem er arkitekt í New York borg og dótturina Lisu Christine (f. 29.12.1961), athafnakonu í Homer í Alaska. Hún er gift Mark Munro og eiga þau tvö börn, Thorey Krebs Munro og Frederik (Fritz) Stevenson Munro. Minningarhöfn um þau hjónin Rögnu Frímannsdóttur og Ove Krebs verður í Foss- vogskapellu í dag, 13. ágúst 2018, klukkan 12. voru Gerda Valentiner Krebs og Carl I. Krebs læknir. Hálf- systkini hans eru Axel Krebs í Holte og Merete Stubbe- Teglbjærg í Risskov í Dan- mörku. Ove lauk gagnfræða- prófi 1938 og lærði fyrst til vélamanns en sneri sér svo að skipaverkfræði og síðar vél- tæknifræði og lauk því námi 1950. Ragnheiður Þórey Frímanns- dóttir eða Ragna eins og hún var oftast kölluð fæddist á Akranesi, fyrsta barn Málfríðar Björnsdóttur frá Innstavogi við Akranes og Frímanns Jónas- sonar frá Fremrikotum í Skagafirði en þau höfðu kynnst í Kennaraskóla Íslands og bæði lokið prófi þaðan. Þeim hjónum fæddust síðar tvö börn í viðbót, Birna Sesselja og Jónas. Árið 1933 héldu þau hjónin til starfa við Strandaskóla í Rangárvalla- sýslu og þar sleit Ragna barns- skónum við gott atlæti. Hún fékk snemma mikið dálæti á teikningu og lestri og gekk mjög vel í námi. Fimmtán ára fór Ragna vestur á Ísafjörð til föðursystur sinnar og nöfnu til náms við Gagnfræðaskóla Ísa- fjarðar og útskrifaðist þaðan árið 1945. Að því búnu hóf Ragna nám við Menntaskólann í Reykjavík en náði ekki að ljúka stúdents- prófi vegna veikinda. Hún hafði á æskuárum glímt við þráláta sjúkdóma og lungnasýkingar og þurfti að vera rúmliggjandi löngum stundum. Þetta var fyr- ir tíma sýklalyfja og meðferð- arúrræði voru bæði fá og ófull- komin. Ári eftir að seinna heimsstríði lauk var Ragna svo send til London í erfiða skurð- aðgerð þar sem fjarlægja átti hluta af öðru lunganu. Hún hélt til Englands ein síns liðs og dvaldi þar í marga mánuði hjá íslenskri fjölskyldu til þess að jafna sig eftir vel heppnaða að- gerð áður en haldið var heim á ný. – Jónas minnist þess enn þegar hringt var á Strönd frá símstöðinni á Hvolsvelli og lesið upp skeyti frá London með skilaboðunum: „Operation completed successfully.“ Þessi lífsreynsla hefur líklega mótað framtíðardrauma Rögnu því hún einsetti sér að verða hjúkrunarfræðingur. Hún lauk námi við Hjúkrunarskóla Ís- lands árið 1952 og hóf svo störf á Landspítalanum við Hring- braut. Árið 1954 bauðst henni að taka þátt í áætlun á vegum bandaríska utanríkisráðuneytis- ins um þjálfun erlendra hjúkr- unarfræðinga á bandarískum sjúkrahúsum. Ragna vann þar á sjúkrahúsum í Denver, Boston og Fíladelfíu. Ove Krebs fæddist á Vase- bæksgård við Køge í Dan- mörku, á heimili móðurafa síns. Foreldrar hans voru þau Gerda Valentiner Krebs og Carl I. Krebs, sem lokið hafði lækn- isprófi en hafði áður verið und- irlautinant í Lífverði Danmerk- urkonungs. Dr. Carl I. Krebs starfaði sem læknir hjá Rauða krossinum og hafði þá nýverið snúið heim eftir sex ára þjón- ustu í Rússlandi og Mongólíu í þágu stríðsfanga og við hjálp- arstörf í hungursneyð. Tveimur árum síðar yfirgáfu Ove og móðir hans Danmörku og héldu til Mongólíu þar sem faðir hans hafði sett á fót tilraunabúgarð. Þar bjuggu þau í hálft annað ár við mjög erfiðar aðstæður en þá skildu foreldrar Ove og þau mæðginin sneru aftur til Dan- merkur. Ove hitti ekki föður sinn á ný fyrr en um áratug síð- ar. Þegar móðir Ove giftist að nýju, fluttu þau til Sorø þar sem hann útskrifaðist sem gagnfræðingur frá Sorø Privat Mellem og Realskole árið 1938. Árin 1938-43 bjó hann hjá afa sínum og ömmu í Køge, hóf þar nám sem vélamaður og tók þátt í stofnun svifflugklúbbs en með því var lagður grunnur að ævi- löngum áhuga hans á flugi og öllu sem því tengist. Árið 1943 var Ove kallaður í danska herinn. Þann 29. ágúst 1943 tók hann þátt í því að sökkva flota danska sjóhersins til að hindra að hann félli í hendur Þjóðverjum og sat í þýsku fangelsi fram í október það ár. Hann hóf þá nám í skipaverkfræði og starfaði með dönsku andspyrnuhreyfingunni til stríðsloka. Árið 1947 hóf Ove nám við Tækniháskólann í Kaupmanna- höfn og lauk þar prófi í vél- tæknifræði árið 1950. Að námi loknu kom hann til starfa hjá sænska fyrirtækinu SKF í Kaupmannahöfn en ákvað svo árið 1953 að halda til Banda- ríkjanna og kanna hvaða at- vinnumöguleikar væru þar í boði. Ragna og Ove kynntust fyrst í Denver í Colorado-ríki árið 1954 þar sem hún vann við hjúkrun á vegum bandarískrar þjálfunaráætlunar. Hún hafnaði þar bónorði hans og batt enda á sambandið. Þannig vildi þó til að þau höfðu bæði aðsetur í borginni Fíladelfíu næsta ár og þá gafst henni tækifæri til að endurskoða fyrri ákvörðun. Ragna og Ove voru gefin saman í Kópavogi í desember 1955 en bjuggu sér heimili í Fíladelfíu þar sem Ove hélt áfram störf- um fyrir SKF en Ragna vann við Barnaspítalann í Fíladelfíu. Fjórum árum síðar fæddist þeim sonurinn Carl Frimann og tveimur árum eftir það dóttirin Lisa Christine. Ragna og Ove héldu ætíð góðum tengslum við ættingja sína á Íslandi og í Danmörku og heimsóttu bæði löndin reglu- lega. Þau höfðu gaman af úti- veru og nutu þess að ferðast, hvort sem það var tjaldferðalag á Íslandi, heimsóknir í náttúru- þjóðgarða Bandaríkjanna og Kanada, heimsóknir til Lisu í Alaska eða siglingar á Chesa- peake-flóa og Karíbahafi. Ove kom árið 1955 til starfa hjá rannsókna- og þróunardeild SKF USA í Fíladelfíu og vann þar uns hann fór á eftirlaun ár- ið 1987. Þá stofnaði hann sitt eigið fyrirtæki og vann við það næstu 12 árin. Ragna sneri aft- ur til starfa sem hjúkrunar- fræðingur árið 1974 og vann um 6 ára skeið á American Oncolo- gic Hospital þar sem hún tók þátt í að móta starfsemi líkn- ardeildar til aðstoðar dauðvona sjúklingum og aðstandendum þeirra. Þau settust svo að í Lancas- ter í Pennsylvania árið 2000 til að njóta efri áranna. Árið 2008 heimsótti Ove æskuslóðir sínar í Mongólíu en Ragna fór í sína í síðustu ferð að heimsækja fjöl- skylduna á Íslandi. Ragnheiður Krebs lést 18. maí 2017 af veikindum tengdum Alzheimer-sjúkdómi en Ove Krebs lést 25. janúar 2018 af völdum hjartaáfalls. Systkini Rögnu, þau Birna og Jónas, eru bæði búsett á Íslandi og lifa systur sína, auk þess sem hálf- systkini Ove, Axel Krebs í Holte í Danmörku og Merete Stubbe-Teglbjærg í Risskov í Danmörku, lifa bróður sinn. Afkomendur Rögnu og Ove eru Carl Frimann Krebs, arki- tekt í New York borg og Lisa Christine Krebs athafnakona í Homer í Alaska ásamt þeim Thorey Krebs Munro og Fre- derik (Fritz) Stevenson Munro sem Lisa á með eiginmanni sín- um Mark Munro. Carl F. Krebs, Matthías Kristiansen. Ragnheiður (Ragna) Þórey Frímannsdóttir og Ove Krebs Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, EDDA ÖNFJÖRÐ MAGNÚSDÓTTIR, Hólavangi 24, Hellu, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands miðvikudaginn 8. ágúst. Hjalti Oddsson Anna Sigríður Hjaltadóttir Helga Oddný Hjalltadóttir Ingvi Reynir Berndsen Oddur Smári, Davíð Steinn, Bríet, Hulda og Eiríkur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.