Morgunblaðið - 13.08.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.08.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. ÁGÚST 2018 Páll Bergþórsson veðurfræðingur er 95 ára í dag. Þegar blaða-maður hafði samband var hann nýkominn inn úr daglegagöngutúrnum, sem að þessu sinni tók 33 mínútur. Hann seg- ist aldrei hafa verið hraustari en einmitt nú. Í dag heldur hann uppteknum hætti við rútínuna og býst við að afkomendur komi í heimsókn. Þeir skipta tugum. Páll virðist ekkert eldast. Hann gerir morgunleikfimi á morgn- ana í tíu mínútur, gengur í hálftíma á dag og borðar alltaf sömu stöppu í hádegismat. „Mataræðið mitt er svolítið skrýtið. Aðal- máltíðin er hádegismaturinn sem er einhver jarðargróður, kart- öflur og rófur, og svo 100 g af þorski eða laxi,“ segir Páll. „Það sem sannar kannski gildi matarins er að ég hef aldrei fengið leið á honum öll þessi ár.“ Páll flutti veðurfréttir áratugum saman og var veðurstofustjóri 1989-1993. Hann er enn að og birtir daglega veðurspá á Fasbók- inni, eins og hann segir: „Ég hef gert þetta í nokkur ár og aðallega fyrir sjálfan mig. Ég spái tíu daga fram í tímann á meðan veð- urstofan spáir bara í sjö. Það eru kannski merkilegheit í mér að þykjast geta það,“ viðurkennir Páll og hlær við. Hans merkasta framlag á sviði veðurfræðinnar segir hann hafa verið á námsárum sínum, þegar hann þróaði tölvukerfi fyrir pró- fessorinn sinn í Svíþjóð, kerfi sem er, þótt í breyttri mynd sé, enn við lýði í dag. „Mitt merkasta verk var sem sagt fyrir 63 árum.“ Hann virðist þó hvergi nærri hættur. „Ég held þessu áfram á meðan mér er leyft. Ég get ekki annað en verið þakklátur fyrir gjafmildi forsjónarinnar.“ Páll var kvæntur Huldu Baldursdóttur. Börn þeirra eru þrjú, barnabörnin níu og barnabarnabörnin ótalmörg. Í morgunkaffi Feðgarnir í Breiðdal á Austfjörðum fyrr í sumar ásamt Albert Eiríkssyni, eiginmanni Bergþórs söngvara, sonar Páls. Þakklátur fyrir gjaf- mildi forsjónarinnar Páll Bergþórsson er 95 ára í dag Þ órey Eyþórsdóttir fædd- ist Reykjavík 13.8. 1943 og ólst þar upp, fyrst við Rauðarárstíginn til sjö ára aldurs, síðan í Kleppsholtinu og loks við Vest- urgötu. Hún var auk þess í sveit á Fossá á Barðaströnd í sex sumur. Þórey lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar 1960, prófi frá Fana Folkehojskole í Berg- en 1962, prófi frá Verslunarháskól- anum í Bergen 1963, prófi frá Mynd- lista- og handíðaskólanum í Reykjavík 1965, prófi frá Kenn- araskólanum, almennri deild og handavinnudeild, 1969, lokaprófi í talkennslu frá Kennaraháskólanum í Bergen 1977 og embættisprófi í upp- eldis- og sálfræðiráðgjöf frá Statens spesiallærerhøgskole í Ósló 1989. Síðar á ævinni lauk hún prófi í sál- fræði frá Danmarks Pædagogiska Universitet í Kaupmannahöfn. Þórey var við störf hjá Lands- virkjun 1963-65, kennari við Hús- mæðraskólann að Staðarfelli í Dölum 1965-67, kennari við grunnskóla Gar- nes í Noregi 1971-79 og var skóla- stjóri við Þjálfunarskóla ríkisins á Akureyri 1979-81. Þórey sinnti ýmsum störfum við talkennslu og uppeldisráðgjöf á Ak- ureyri 1979-81 og 1984-93. Hún starf- rækti eigin talmeinastofu á Akureyri 1987-93 og sinnti hlutastarfi við Greiningarstöð norska ríkisins í Suð- ur-Noregi 1992-93. Þá var hún gis- tiprófessor og við rannsóknarstörf við University of Madison, Wisconsin í Bandaríkjunum, 1989. Þórey Eyþórsdóttir, sálfræðingur og listakona – 75 ára Fjölskyldan árið 1989 Þórey og Kristján með dætrunum þegar Þórey var við rannsóknarstörf í Bandaríkjunum. Listræn, iðin og fjölhæf Úti í náttúrunni Þórey og Kristján í afar dæmigerðu íslensku umhverfi. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is Ekki bara jeppar 2013 - 2017 ota, Hyundai, Nissan, , og fleiri gerðir bíla ER BÍLLINN ÞINN ÖRUGGUR Í UMFERÐINNI? Varahlutir í... Trausti Breiðfjörð Magnússon fæddist á Kúvíkum á Ströndum og ólst upp á Gjögri. Hann kvæntist Huldu Jónsdóttur og hófu þau búskap í Djúpavík, fluttu að Sauða- nesvita og bjuggu þar til 1998 er þau fluttu til Reykjavíkur. Trausti hyggst fara til Djúpavíkur á næstu dögum og fagna þessum merka áfanga. Árnað heilla 100 ára Fæðingardeild LSH í Reykja- vík. Ernir Snær Haraldsson fæddist sunnudaginn 3. sept- ember 2017, kl. 18:30. Hann var 3.970 g og 53 cm. langur. Foreldrar hans eru Birna Pét- ursdóttir og Haraldur Karls- son, Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.