Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 38

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Framleiðsla á þessu undratæki hófst í Sviss fyrir meira en 60 árum og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Bamix töfrasprotinn er nánast hljóðlaus, titrar varla og verður samstundir besti vinur þinn í eldhúsinu því hann leysir ólíkustu verkefni með stæl: þeytir, jafnar, saxar, hakkar, malar... Bamix minnir helst á svissneska vasahnífinn og dæmi eru um að hann endist áratugum saman. Verð frá 27.900 kr. Töfrasproti www.kokka.is kokka@kokka.is Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Alls hafa 39 verið staðfestir látnir eftir að hluti úr stórri dalbrú hrundi í Genúa á Norður-Ítalíu í fyrradag. Slysið varð þegar hellirigning var í borginni og er m.a. verið að rann- saka hvort eldingar hafi orsakað hrun brúarinnar. Um 280 metra langur hluti úr dal- brúnni féll um 45 metra á byggingar og lestarteina þar fyrir neðan, og féll fjöldi bíla og fólks með. Brúin, sem er hluti af A10- hraðbrautinni, er kennd við verk- fræðinginn Riccardo Morandi sem lést árið 1989 en hefur á síðustu ár- um sætt gagnrýni, m.a. vegna merkja um vandamál í brúm eftir hann. Möguleg vanræksla á starfsskyldu Á fréttavef breska ríkisútvarps- ins, BBC, er greint frá því að Anton- io Brencich, prófessor við Háskól- ann í Genúa, hafi fyrir um tveimur árum sagt vandamál hafa birst í brúnni strax eftir byggingu. Hann sagði Morandi einnig hafa misreikn- að hvernig járnbent steinsteypa elt- ist. „Hann var verkfræðingur með mikla innsýn en skorti raunsæja út- reikninga. Það eru vandamál við þessa brú. Fyrr eða síðar mun þurfa að endurnýja hana. Ég veit ekki hve- nær,“ sagði Brencich í samtali við ítalska fjölmiðla árið 2016. Danilo Toninelli, samgöngu- ráðherra Ítalíu, lýsti því yfir í gær að ráðamenn hjá Autostrade per L’Italia, einkafyrirtæki sem séð hef- ur um viðhald á brúnni, ættu að segja af sér. Hann sagði fyrirtækinu hafa láðst að framfylgja samnings- bundnum skyldum sínum og að hann myndi sjá til þess að það yrði sektað duglega og starfsréttindi þess aftur- kölluð. Segir á fréttasíðu AFP að ríkis- stjórn Ítalíu ætli að sekta fyrirtækið um 150 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna. „Hægt hefði verið að komast hjá [harmleiknum],“ sagði Luigi Di Maio, staðgengill forsætisráðherra, í gærmorgun og bætti við: „Auto- strade átti að sinna viðhaldi og gerði það ekki.“ Þá hefur héraðssaksóknari í Genúa hafið rannsókn vegna gruns um manndráp vegna vanrækslu á starfsskyldu. Stjórnendur Autostrade per L’Italia hafa í kjölfarið lýst því yfir að fyrirtækið hafi vaktað brúna árs- fjórðungslega, eins og lög gera ráð fyrir. Fyrirtækið viðurkenndi þó ár- ið 2011 að ástand brúarinnar hefði versnað vegna mikillar umferðar um hana. „Kom ekki á óvart“ Sláandi frásagnir vitna af slysinu hafa ratað í fjölmiðla víða og sagðist íbúi í grennd við brúna það ekki hafa komið sér á óvart að heyra að brúin hefði hrunið. „Ég bý nálægt brúnni og geng yfir hana á hverjum degi. Ég treysti henni aldrei alveg. Maður heyrði hávaðann í hvert skipti sem vörubílar óku yfir hana,“ sagði Ibou Toure, 23 ára íbúi Genúa. Davide Capello, fyrrverandi markvörður ítalska knattspyrnuliðs- ins Cagliari, var einn þeirra sem voru inni í bílum sínum þegar brúin hrundi. „Ég var að keyra yfir brúna þegar ég sá allt í einu veginn fyrir framan mig hrynja, og ég fór niður með bílnum. Ég skil ekki hvernig bíllinn minn kramdist ekki,“ sagði Capello í samtali við Sky TG24. Léleg hönnun eða vanræksla á starfsskyldu Brú hrundi í Genúa Heimildir: Ingegneri.info, maps4news.com/©HERE Í TAL ÍA Miðjarðarhaf RÓM Genúa Var smíðuð frá 1963 til 1967 Byggingarefni: járnbent og forspennt steinsteypa (brúarpallur) járnbent steinsteypa (stöpull) Tekin í notkun árið 1967 Hæð stöpuls 90 m Lengd: 1.182 m 50 m 280 m AFP Hrundi Eins og sjá má vantar nú stóran hluta í brúna, sem stendur yfir borginni Genúa. Lestarteinar og vöruhús urðu undir brotum brúarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.