Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Framleiðsla á þessu undratæki hófst í Sviss fyrir meira en 60 árum og hefur verið í stöðugri þróun síðan. Bamix töfrasprotinn er nánast hljóðlaus, titrar varla og verður samstundir besti vinur þinn í eldhúsinu því hann leysir ólíkustu verkefni með stæl: þeytir, jafnar, saxar, hakkar, malar... Bamix minnir helst á svissneska vasahnífinn og dæmi eru um að hann endist áratugum saman. Verð frá 27.900 kr. Töfrasproti www.kokka.is kokka@kokka.is Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Alls hafa 39 verið staðfestir látnir eftir að hluti úr stórri dalbrú hrundi í Genúa á Norður-Ítalíu í fyrradag. Slysið varð þegar hellirigning var í borginni og er m.a. verið að rann- saka hvort eldingar hafi orsakað hrun brúarinnar. Um 280 metra langur hluti úr dal- brúnni féll um 45 metra á byggingar og lestarteina þar fyrir neðan, og féll fjöldi bíla og fólks með. Brúin, sem er hluti af A10- hraðbrautinni, er kennd við verk- fræðinginn Riccardo Morandi sem lést árið 1989 en hefur á síðustu ár- um sætt gagnrýni, m.a. vegna merkja um vandamál í brúm eftir hann. Möguleg vanræksla á starfsskyldu Á fréttavef breska ríkisútvarps- ins, BBC, er greint frá því að Anton- io Brencich, prófessor við Háskól- ann í Genúa, hafi fyrir um tveimur árum sagt vandamál hafa birst í brúnni strax eftir byggingu. Hann sagði Morandi einnig hafa misreikn- að hvernig járnbent steinsteypa elt- ist. „Hann var verkfræðingur með mikla innsýn en skorti raunsæja út- reikninga. Það eru vandamál við þessa brú. Fyrr eða síðar mun þurfa að endurnýja hana. Ég veit ekki hve- nær,“ sagði Brencich í samtali við ítalska fjölmiðla árið 2016. Danilo Toninelli, samgöngu- ráðherra Ítalíu, lýsti því yfir í gær að ráðamenn hjá Autostrade per L’Italia, einkafyrirtæki sem séð hef- ur um viðhald á brúnni, ættu að segja af sér. Hann sagði fyrirtækinu hafa láðst að framfylgja samnings- bundnum skyldum sínum og að hann myndi sjá til þess að það yrði sektað duglega og starfsréttindi þess aftur- kölluð. Segir á fréttasíðu AFP að ríkis- stjórn Ítalíu ætli að sekta fyrirtækið um 150 milljónir evra, jafnvirði um 19 milljarða króna. „Hægt hefði verið að komast hjá [harmleiknum],“ sagði Luigi Di Maio, staðgengill forsætisráðherra, í gærmorgun og bætti við: „Auto- strade átti að sinna viðhaldi og gerði það ekki.“ Þá hefur héraðssaksóknari í Genúa hafið rannsókn vegna gruns um manndráp vegna vanrækslu á starfsskyldu. Stjórnendur Autostrade per L’Italia hafa í kjölfarið lýst því yfir að fyrirtækið hafi vaktað brúna árs- fjórðungslega, eins og lög gera ráð fyrir. Fyrirtækið viðurkenndi þó ár- ið 2011 að ástand brúarinnar hefði versnað vegna mikillar umferðar um hana. „Kom ekki á óvart“ Sláandi frásagnir vitna af slysinu hafa ratað í fjölmiðla víða og sagðist íbúi í grennd við brúna það ekki hafa komið sér á óvart að heyra að brúin hefði hrunið. „Ég bý nálægt brúnni og geng yfir hana á hverjum degi. Ég treysti henni aldrei alveg. Maður heyrði hávaðann í hvert skipti sem vörubílar óku yfir hana,“ sagði Ibou Toure, 23 ára íbúi Genúa. Davide Capello, fyrrverandi markvörður ítalska knattspyrnuliðs- ins Cagliari, var einn þeirra sem voru inni í bílum sínum þegar brúin hrundi. „Ég var að keyra yfir brúna þegar ég sá allt í einu veginn fyrir framan mig hrynja, og ég fór niður með bílnum. Ég skil ekki hvernig bíllinn minn kramdist ekki,“ sagði Capello í samtali við Sky TG24. Léleg hönnun eða vanræksla á starfsskyldu Brú hrundi í Genúa Heimildir: Ingegneri.info, maps4news.com/©HERE Í TAL ÍA Miðjarðarhaf RÓM Genúa Var smíðuð frá 1963 til 1967 Byggingarefni: járnbent og forspennt steinsteypa (brúarpallur) járnbent steinsteypa (stöpull) Tekin í notkun árið 1967 Hæð stöpuls 90 m Lengd: 1.182 m 50 m 280 m AFP Hrundi Eins og sjá má vantar nú stóran hluta í brúna, sem stendur yfir borginni Genúa. Lestarteinar og vöruhús urðu undir brotum brúarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.