Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 69

Morgunblaðið - 16.08.2018, Page 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Íslenska sönglagið er afmælisþema Berjadaga í ár, en íslensk sönglög hafa glætt hátíðina lífi allt frá því að leikar hófust,“ segir Ólöf Sigur- sveinsdóttir, sellóleikari, fram- kvæmdastjóri og listrænn stjórn- andi Berjadaga sem hefjast á morgun og standa til sunnudags. Þetta er í 20. sinn sem tónlistarhá- tíðin Berjadagar er haldin í Ólafs- firði í Fjallabyggð. Innt eftir því hvort eitthvað ein- kenni íslenska sönglagið bendir Ólöf á að íslenska sönglagið sé nátengt náttúrunni. „Skynjun á náttúrunni endurspeglast sterkt í íslenskum ljóðum, sem ratar oftar en ekki inn í lagasmíðarnar. Þjóðsögurnar og sögur af huldufólki rata líka inn í ís- lensku sönglögin,“ segir Ólöf og tek- ur fram að sum íslensk sönglög mætti flokka sem söngaríur að formi til. „Þó að Gígjan eftir Sigfús Einarsson sé skil- greind sem söng- lag minnir upp- bygging lagsins á kraftmikla aríu,“ segir Ólöf, sem hlakkar til að heyra Kristján Jóhannsson tenór flytja lagið við undirleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar annað kvöld. Og ekki síður að heyra tónleika Hunds í óskilum á laugardag. Verk eftir Bartók og Kreisler Sem fyrr segir hefjast Berjadagar í dag, en á upphafstónleikunum í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld kl. 20 koma fram fiðluleikararnir Páll Palomares og Eva Panitch. „Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að kynna ungt og efnilegt tónlistarfólk hérlendis. Palli og Eva eru í þeim flokki og sinna bæði leiðandi stöðum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir Ólöf og rifjar upp að Páll og Vera hafi leikið heillandi barokkverk í Ríkisútvarpinu á aðfanga- dagskvöld. „Þau endurtaka samleik- inn í kvöld. Í þetta skiptið er það margslungið tónmál Béla Bartók og sjaldheyrð lög eftir Shostakovitsj. sem þau leika ásamt Evu Þyri Hilm- arsdóttir píanóleikara. Á tónleik- unum hljómar hin stóra Chaconna eftir Bach auk einleiksverka eftir Fritz Kreisler og Manuel de Falla og fleiri verka fyrir fiðlu og píanó.“ Miklir gimsteinar Á morgun, föstudag, kl. 15.30 heimsækir listafólk Berjadaga Dvalarheimilið Hornbrekku og gleð- ur heimilisfólk með tónum, en allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyf- ir. Annað kvöld, föstudag, kl. 20 verða hátíðartónleikar í Ólafsfjarð- arkirkju þar sem Bjarni Frímann kemur fram ásamt Kristjáni, Eyjólfi Eyjólfssyni tenór, Veru Panitch fiðluleikara og Ólöfu. „Kristján flyt- ur meðal annars hina frægu aríu „Vesti la giubba“ eftir Leoncavallo,“ segir Ólöf, sem sjálf flytur Arpeggione-sónötuna eftir Schubert við píanóundirleik Bjarna Frímanns. „Eyjólfur syngur sjaldheyrð þjóðlög úr ranni Haydn og Beethoven við undirleik okkar Veru og Bjarna Frí- manns,“ segir Ólöf og tekur fram að einn af hápunktum kvöldsins verði vafalaust þegar Bjarni Frímann leikur einleik á slaghörpuna í Ólafs- fjarðarkirkju. „Það er ekki á hverjum degi sem áheyrendum gefst tækifæri til að heyra Bjarna Frímann í hlutverki einleikara, en hann mun flytja eina af Etýðum-Tableaux eftir Rachmaninoff,“ segir Ólöf og tekur fram að Bjarni Frímann hafi að- stoðað sig við listræna stjórnun Berjadaga bæði í ár og í fyrra. Að hátíðartónleikum loknum skemmta Edda Björk Jónsdóttir sópransöngkona, Ave Kara Sillaots harmóníkuleikari og Sigrún Val- gerður Gestsdóttir gestum og gang- andi á Kaffi Klöru frá kl. 22.15. „Á laugardag leiðir Ólafsfirðingurinn María Bjarney gesti inn í leyndar- dóma hinnar töfrandi flóru lands- ins,“ segir Ólöf, en lagt er af stað frá Kaffi Klöru við Aðalgötu kl. 12. „Þetta verður létt tveggja tíma ganga upp grösugan Árdalinn eftir kindagötu til að skoða berjalandið, en á leiðinni leynast bæði sveppir og fjallagrös,“ segir Ólöf og tekur fram að gott sá að skrá þátttöku sína með því að senda póst á netfangið: berja- dagar.artfest@gmail.com. „Gangan er hugsuð til að hrista saman tón- listarflytjendur og tónleikagesti,“ segir Ólöf og bendir á að þegar heim á Kleifar verði komið bíði gesta dýr- indis kjötsúpa og ómótstæðilegir ólafsfirskir ástarpungar. Hljómsveitin Hundur í óskilum fer sínum höndum um íslenska söng- lagið í öllu sínu veldi á tónleikum í Tjarnarborg á laugardag kl. 20. Sveitina skipa Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G. Stephensen. „Þeir eru miklir gimsteinar og hafa gert íslenskri menningu skil með eftir- minnilegum hætti í tónlistarsýn- ingum sínum.“ Hátíðinni lýkur á sunnudag með berjamessu í Ólafsfjarðarkirkju kl. 11, þar sem Sigrún Valgerður Gests- dóttir og Jón Þorsteinsson syngja sönglög við píanóundirleik Sigur- sveins Magnússonar, og berjadög- urði á Kaffi Klöru kl. 10.30 þar sem Marína Ósk Þórólfsdóttir og Mikael Máni Ásmundsson djassa fyrir morgunverðargesti. Allar nánari upplýsingar eru á vefnum: berjadagar-artfest.com. Miðasala fer fram á tix.is og midi.is, og við innganginn. Frítt er fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri. Íslenska sönglagið afmælisþema  Berjadagar í Ólafsfirði haldnir í 20. sinn  Markmið að kynna ungt og efnilegt tónlistarfólk  Boðið upp á hátíðartónleika, djass yfir morgunmatnum og göngu til að kynnast flóru landsins Morgunblaðið/Eggert Tilþrif Bjarni Frímann Bjarna- son og Kristján Jóhannsson við flygilinn. Þeir koma fram á hátíðartónleikum annað kvöld. Ólöf Sigursveinsdóttir Morgunblaðið/Ómar Hundur í óskilum Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen. ICQC 2018-20 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.