Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 16.08.2018, Blaðsíða 69
MENNING 69 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 2018 Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Íslenska sönglagið er afmælisþema Berjadaga í ár, en íslensk sönglög hafa glætt hátíðina lífi allt frá því að leikar hófust,“ segir Ólöf Sigur- sveinsdóttir, sellóleikari, fram- kvæmdastjóri og listrænn stjórn- andi Berjadaga sem hefjast á morgun og standa til sunnudags. Þetta er í 20. sinn sem tónlistarhá- tíðin Berjadagar er haldin í Ólafs- firði í Fjallabyggð. Innt eftir því hvort eitthvað ein- kenni íslenska sönglagið bendir Ólöf á að íslenska sönglagið sé nátengt náttúrunni. „Skynjun á náttúrunni endurspeglast sterkt í íslenskum ljóðum, sem ratar oftar en ekki inn í lagasmíðarnar. Þjóðsögurnar og sögur af huldufólki rata líka inn í ís- lensku sönglögin,“ segir Ólöf og tek- ur fram að sum íslensk sönglög mætti flokka sem söngaríur að formi til. „Þó að Gígjan eftir Sigfús Einarsson sé skil- greind sem söng- lag minnir upp- bygging lagsins á kraftmikla aríu,“ segir Ólöf, sem hlakkar til að heyra Kristján Jóhannsson tenór flytja lagið við undirleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar annað kvöld. Og ekki síður að heyra tónleika Hunds í óskilum á laugardag. Verk eftir Bartók og Kreisler Sem fyrr segir hefjast Berjadagar í dag, en á upphafstónleikunum í Ólafsfjarðarkirkju í kvöld kl. 20 koma fram fiðluleikararnir Páll Palomares og Eva Panitch. „Eitt af markmiðum hátíðarinnar er að kynna ungt og efnilegt tónlistarfólk hérlendis. Palli og Eva eru í þeim flokki og sinna bæði leiðandi stöðum hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands,“ segir Ólöf og rifjar upp að Páll og Vera hafi leikið heillandi barokkverk í Ríkisútvarpinu á aðfanga- dagskvöld. „Þau endurtaka samleik- inn í kvöld. Í þetta skiptið er það margslungið tónmál Béla Bartók og sjaldheyrð lög eftir Shostakovitsj. sem þau leika ásamt Evu Þyri Hilm- arsdóttir píanóleikara. Á tónleik- unum hljómar hin stóra Chaconna eftir Bach auk einleiksverka eftir Fritz Kreisler og Manuel de Falla og fleiri verka fyrir fiðlu og píanó.“ Miklir gimsteinar Á morgun, föstudag, kl. 15.30 heimsækir listafólk Berjadaga Dvalarheimilið Hornbrekku og gleð- ur heimilisfólk með tónum, en allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyf- ir. Annað kvöld, föstudag, kl. 20 verða hátíðartónleikar í Ólafsfjarð- arkirkju þar sem Bjarni Frímann kemur fram ásamt Kristjáni, Eyjólfi Eyjólfssyni tenór, Veru Panitch fiðluleikara og Ólöfu. „Kristján flyt- ur meðal annars hina frægu aríu „Vesti la giubba“ eftir Leoncavallo,“ segir Ólöf, sem sjálf flytur Arpeggione-sónötuna eftir Schubert við píanóundirleik Bjarna Frímanns. „Eyjólfur syngur sjaldheyrð þjóðlög úr ranni Haydn og Beethoven við undirleik okkar Veru og Bjarna Frí- manns,“ segir Ólöf og tekur fram að einn af hápunktum kvöldsins verði vafalaust þegar Bjarni Frímann leikur einleik á slaghörpuna í Ólafs- fjarðarkirkju. „Það er ekki á hverjum degi sem áheyrendum gefst tækifæri til að heyra Bjarna Frímann í hlutverki einleikara, en hann mun flytja eina af Etýðum-Tableaux eftir Rachmaninoff,“ segir Ólöf og tekur fram að Bjarni Frímann hafi að- stoðað sig við listræna stjórnun Berjadaga bæði í ár og í fyrra. Að hátíðartónleikum loknum skemmta Edda Björk Jónsdóttir sópransöngkona, Ave Kara Sillaots harmóníkuleikari og Sigrún Val- gerður Gestsdóttir gestum og gang- andi á Kaffi Klöru frá kl. 22.15. „Á laugardag leiðir Ólafsfirðingurinn María Bjarney gesti inn í leyndar- dóma hinnar töfrandi flóru lands- ins,“ segir Ólöf, en lagt er af stað frá Kaffi Klöru við Aðalgötu kl. 12. „Þetta verður létt tveggja tíma ganga upp grösugan Árdalinn eftir kindagötu til að skoða berjalandið, en á leiðinni leynast bæði sveppir og fjallagrös,“ segir Ólöf og tekur fram að gott sá að skrá þátttöku sína með því að senda póst á netfangið: berja- dagar.artfest@gmail.com. „Gangan er hugsuð til að hrista saman tón- listarflytjendur og tónleikagesti,“ segir Ólöf og bendir á að þegar heim á Kleifar verði komið bíði gesta dýr- indis kjötsúpa og ómótstæðilegir ólafsfirskir ástarpungar. Hljómsveitin Hundur í óskilum fer sínum höndum um íslenska söng- lagið í öllu sínu veldi á tónleikum í Tjarnarborg á laugardag kl. 20. Sveitina skipa Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur G. Stephensen. „Þeir eru miklir gimsteinar og hafa gert íslenskri menningu skil með eftir- minnilegum hætti í tónlistarsýn- ingum sínum.“ Hátíðinni lýkur á sunnudag með berjamessu í Ólafsfjarðarkirkju kl. 11, þar sem Sigrún Valgerður Gests- dóttir og Jón Þorsteinsson syngja sönglög við píanóundirleik Sigur- sveins Magnússonar, og berjadög- urði á Kaffi Klöru kl. 10.30 þar sem Marína Ósk Þórólfsdóttir og Mikael Máni Ásmundsson djassa fyrir morgunverðargesti. Allar nánari upplýsingar eru á vefnum: berjadagar-artfest.com. Miðasala fer fram á tix.is og midi.is, og við innganginn. Frítt er fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri. Íslenska sönglagið afmælisþema  Berjadagar í Ólafsfirði haldnir í 20. sinn  Markmið að kynna ungt og efnilegt tónlistarfólk  Boðið upp á hátíðartónleika, djass yfir morgunmatnum og göngu til að kynnast flóru landsins Morgunblaðið/Eggert Tilþrif Bjarni Frímann Bjarna- son og Kristján Jóhannsson við flygilinn. Þeir koma fram á hátíðartónleikum annað kvöld. Ólöf Sigursveinsdóttir Morgunblaðið/Ómar Hundur í óskilum Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen. ICQC 2018-20 Bankastræti 6 – sími 551 8588 – gullbudin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.