Morgunblaðið - 24.08.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
Hulda B. Ágústsdóttir Margrét Guðnadóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Talsvert er um að aldrað fólk og ör-
yrkjar leiti ekki til tannlækna vegna
mikils kostnaðar. Ein skýringin á því
er að greiðsluþátttaka Sjúkratrygg-
inga Íslands, SÍ, vegna tannlækna-
þjónustu við þennan hóp hefur tekið
mið af úreltri gjaldskrá, en frá og
með næstu mánaðamótum verður
miðað við nýja gjaldskrá og eykst
greiðsluþátttakan þar með verulega.
Skrifað var undir samstarfssamn-
ing þessa efnis í gær og segir Elín
Sigurgeirsdóttir, formaður Tann-
læknafélags Íslands, að það hafi ver-
ið löngu tímabært. „Samningslaust
hefur verið á milli SÍ og tannlækna
síðan síðasti samningur rann út árið
2004. Allan þann tíma hefur endur-
greiðslan miðast við gjaldskrá síðan
þá og vegna þess hefur fólk í þessum
hópi ekki fengið þá niðurgreiðslu
sem það á rétt á samkvæmt reglum.“
Þar vísar Elín til reglna um þátt-
töku SÍ í kostnaði sjúkratryggðra
við tannlækningar sem kveða á um
75% greiðsluþátttöku í kostnaði
aldraðra og öryrkja. Raunin hefur
þó verið sú að vegna þess að þátt-
takan var miðuð við 14 ára gamla
gjaldskrá var hlutur SÍ kominn nið-
ur í 20-25%, eða um einn þriðja af því
sem lög kveða á um.
Vonast til meiri endurgreiðslu
Í samningnum felst að 500 millj-
ónir verði lagðar í þennan málaflokk
á þessu ári, einn milljarður á næsta
ári og sama upphæð árið 2020.
„Hætt er við því að þessir fjármunir
dugi ekki til vegna þess kúfs sem
hefur myndast á þessum langa tíma
og þess vegna verður greiðsluþátt-
takan 50%,“ segir Elín. „Þó að þetta
sé ekki eins há endurgreiðsla og við
höfðum vonast til ákváðum við að
gangast inn á þetta í þeirri trú að
þátttakan verði aukin í 75% að ári.
Annars gæti forsendubrestur stefnt
samningnum í hættu.“
270 tannlæknar, sem eru nánast
allir starfandi tannlæknar á landinu,
eru aðilar að samningnum og frá og
með 1. september verða þeir með
sömu gjaldskrá sem SÍ mun miða
við. Um 61 þúsund Íslendingar falla
undir samninginn og segir Elín að
miðað við fjöldann og hversu mikil-
vægt það sé að njóta góðrar tann-
heilsu séu þetta ekki miklir fjár-
munir. „Við erum að tala um heil-
brigði fólksins, sem margt hefur
ekki séð sér fært að leita til okkar
vegna fjárhagsvanda. Allflestir
tannlæknar kannast við það og að
fólk í þessum hópi sé ekki að fara til
tannlæknis fyrr en allt er komið í
óefni. Þá er kostnaðurinn oft orðinn
gríðarmikill og ég held að flestir
tannlæknar hafi tekið að sér þjón-
ustu fyrir fólk í þessum hópi án
endurgjalds. Nú er kominn tími til
að stjórnvöld fari að lögum og greiði
fyrir þennan hóp það sem honum
ber.“
14 ára gömul gjaldskrá loks úr gildi
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss
Undirritun Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins, og Stein-
grímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, takast í hendur.
Frá og með næstu mánaðamótum eykst niðurgreiðsla tannlæknakostnaðar lífeyrisþega verulega
Næstum allir tannlæknar aðilar að nýjum samningi Tímabært, segir formaður Tannlæknafélagsins
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
„Við byrjuðum að dæla á þriðjudaginn og erum að
dýpka fyrir utan höfnina í innsiglingunni. Síðan
erum við líka að dýpka snúningssvæðið sem ætlað
er fyrir flutningaskip, t.d. þannig þau geti snúið í
höfninni í stað þess að bakka inn,“ segir Dagur
Þór Baldvinsson, yfirhafnarvörður hjá Skaga-
fjarðarhöfnum, en dæluskipið Galilei 2000 frá
Belgíu dælir þessa dagana úr höfninni.
Dýpkað verður í -8,5 metra á báðum svæðum og
um 65.500 rúmmetrum af efni dælt upp. Verða um
15.000 rúmmetrar af því notaðir í landfyllingu í
höfninni en restinni verður fargað á áður notuðum
förgunarstað á hafi úti. Áætlað er að verkið taki
fimm daga.
„Það má ekkert bregða út af eins og þetta er
núna og þetta verður mikill munur fyrir fyrirtæki
eins og Eimskip og Samskip sem koma hingað
með vörur hálfsmánaðarlega,“ segir Dagur Þór.
„Við viljum vera öruggari með siglinguna. Síðan
býður þetta upp á þann möguleika fyrir okkur að
taka stærri skip, skipin eru líka alltaf að stækka,“
segir hann.
Aðspurður nefnir Dagur að dýpri höfn auki
einnig möguleika til að taka á móti skemmti-
ferðaskipum. „Þótt aðallega sé verið að hugsa
þetta fyrir flutningaskipin eykur þetta mögu-
leikann á því líka,“ segir hann.
Galilei 2000 er Íslendingum kunnugt skip, en
það kom til landsins árið 2016 og hefur verið við
dýpkun í Landeyjahöfn hingað til.
Morgunblaðið/Björn Jóhann
Stærri skipum auðvelduð aðkoman
Lísbet Sigurðardóttir
lisbet@mbl.is
Við Bleiksárfossa á Eskifirði stendur
rausnarleg mylla. Slíkar myllur eru
ekki á hverju strái á Íslandi og reka
margir upp stór augu þegar þeir sjá
mylluna tróna yfir bænum. Myllan
var gjöf Unnars Björgólfssonar, fyrr-
verandi bæjarstjóra á Eskifirði, en
gjöfina færði hann bænum árið 1996.
Myllur hafa um langa hríð verið ein-
kennistákn Eskifjarðar að sögn dótt-
ur Unnars, Helgu, sem hefur nú feng-
ið leyfi Fjarðabyggðar til þess að
mála mylluna í upprunalegum lit.
„Pabbi gaf mylluna og frændi
minn, Hafsteinn Stefánsson, smíðaði
hana. Myllur voru auðkenni Eski-
fjarðar hér á árum áður. Það eru
myllur í gömlum myndum af Eskifirði
og myllur er að finna í skjaldarmerki
Eskifjarðar. Pabba var svo mikið í
mun að fegra bæinn og gera eitthvað
skemmtilegt og halda þessari minn-
ingu á lofti að hann fékk frænda sinn
til þess að gera svona myllu.“
Ljóst er að bæjarbúum þykir vænt
um mylluna. Þó hefur ekki verið ein-
hugur um hver litur hennar eigi að
vera. Myllan var upphaflega svört til
þess að líkja eftir útliti gömlu myll-
anna á myndum af bænum. Einhverj-
um þótti þá betra að hafa hana græna
að lit, eins og sjá má á myndinni, og
var hún máluð í ljósum tónum. Helga
og móðir hennar Jónína vildu hins
vegar að myllan fengi sitt uppruna-
lega útlit og sótti Helga því um leyfi
til Fjarðabyggðar til þess að fá að
mála hana svarta. Leyfið var gefið í
gær og því stendur nú til að þær
mæðgur máli mylluna á næstu vikum.
Ætla að mála mylluna
Myllan var gjöf frá fyrrverandi bæjarstjóra Eskifjarðar
Ekki einhugur um lit myllunnar meðal bæjarbúa
Ljósmynd/Emil Thorarensen
Mylla Gjöf Unnars Björgólfssonar.
Þrítugur Akureyringur, Magnús
Norðquist Þóroddsson, hefur verið
dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir
líkamsárás og frelsissviptingu í apríl
árið 2016. Maðurinn dró fórnarlamb
sitt upp úr heitum potti við hús í bæn-
um og barði það ítrekað ofan á gler-
brotum á sólpalli við húsið. Þá flutti
maðurinn, í félagi við annan mann
sem var sýknaður, fórnarlambið
rænulaust á pallbíl upp í Fálkafell
klukkan hálfátta að morgni. Þar var
það beitt frekara ofbeldi en síðan
skilið eftir slasað og meðvitund-
arlaust. Maðurinn fannst um klukkan
ellefu um morguninn. Annar maður
var sýknaður af ákæru um ofbeldi og
frelsissviptingu en dæmdur í mán-
aðar fangelsi fyrir fíkniefnabrot.
Handrukkari í 18
mánaða fangelsi
Mikið af stórum og feitum makríl
hefur veiðst fyrir austan landið, að
því er fram kom á vef HB Granda í
gær.
Skipið Víkingur AK var þá á leið
til Vopnafjarðar með um 860 tonn
af makríl sem fékkst í sex köstum
eftir tvo sólarhringa á veiðunum.
Góð veiði er sögð hafa verið í
Reyðarfjarðardjúpi og á svæðinu
þar norðaustur af síðustu daga.
Haft er eftir Hjalta Einarssyni,
skipstjóra á Víkingi, að mjög góð
veiði hafi verið þar í fyrradag, en
þá hafi verið „vaðandi makríll úti
um allan sjó“. Makríllinn sé þó
sprettharður og geti horfið aftur
eins og hendi sé veifað.
Góð makrílveiði í
Reyðarfjarðardjúpi