Morgunblaðið - 24.08.2018, Page 8

Morgunblaðið - 24.08.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018 Bragð af vináttu • Hágæðagæludýrafóður framleitt í Þýskalandi • Bragðgott og auðmeltanlegt • Án viðbættra litar-, bragð- og rotvarnarefna Útsölustaðir: Byko, Dýraland, Gæludýr.is, 4 loppur, Multitask, Launafl, Vélaval, Landstólpi. Stjórnvöld hafa með skattaaf-slætti á bíla sem flokkaðir eru umhverfisvænir hvatt til þess að slíkir bílar séu keyptir. Með því fer minna fé í ríkiskassann vegna bílakaupanna og líka vegna minni notk- unar á jarð- efnaeldsneyt- inu, sem er með háum sköttum.    Ef allirkeyptu umhverfisvænu bíl- ana kæmi að því að ríkissjóður hefði mun minna upp úr krafsinu þegar kemur að bíleigendum en nú er þó að kostnaður vegna bíla, aðallega samgöngumannvirkin, verði eftir sem áður til staðar.    Nú hefur nefnd skilað tillögumum breytta skattlagningu bíla og eldsneytis og frumvarps er að vænta. Þetta er meðal ann- ars til að koma í veg fyrir óeðli- legar skattahækkanir vegna breyttra mælikvarða ESB, en einnig sem viðbrögð við því sem lýst er hér að ofan.    Fjármálaráðherra segir aðhann vilji styðja áfram við breytingar yfir í umhverfisvænni bíla og segist horfa til þess hvort í auknum mæli verði farið að skattleggja ekna kílómetra í stað seldra lítra af eldsneyti.    Framtíðin kann að liggja í þvíað skattleggja ekna kíló- metra, taka í raun gjald fyrir notkun, en þá þarf að gæta þess að slík breyting verði ekki notuð sem afsökun fyrir skattahækkun.    Það gengur ekki að taka íauknum mæli upp gjöld fyrir notkun nema lækka þá á sama tíma önnur gjöld. Ekki hækkun nema samhliða lækkun STAKSTEINAR Veður víða um heim 23.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 10 léttskýjað Akureyri 10 rigning Nuuk 9 léttskýjað Þórshöfn 10 skýjað Ósló 16 léttskýjað Kaupmannahöfn 23 heiðskírt Stokkhólmur 22 heiðskírt Helsinki 20 skúrir Lúxemborg 28 léttskýjað Brussel 22 skýjað Dublin 16 léttskýjað Glasgow 14 rigning London 20 léttskýjað París 25 léttskýjað Amsterdam 20 súld Hamborg 25 léttskýjað Berlín 33 heiðskírt Vín 32 heiðskírt Moskva 18 heiðskírt Algarve 28 heiðskírt Madríd 33 léttskýjað Barcelona 29 léttskýjað Mallorca 32 léttskýjað Róm 28 þrumuveður Aþena 29 heiðskírt Winnipeg 24 þoka Montreal 21 skýjað New York 23 heiðskírt Chicago 23 heiðskírt Orlando 30 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 24. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:47 21:14 ÍSAFJÖRÐUR 5:42 21:29 SIGLUFJÖRÐUR 5:25 21:12 DJÚPIVOGUR 5:14 20:46 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki liggur fyrir hvenær byrjað verður á að rífa húsnæði Kársnes- skóla við Skólagerði í Kópavogi en það var dæmt ónýtt vegna raka- skemmda. Skrifað verður undir samninga við verktaka um nið- urrifið í næstu viku. Jafnframt er unnið að undirbúningi nýrrar skólabyggingar sem hýsa mun bæði skóla og leikskóla og er stefnt að því að útboð hönnunar verði auglýst um aðra helgi, sam- kvæmt upplýsingum Kópavogs- bæjar. Eftir að hætt var að nota hús- næði Kársnesskóla við Skólagerði hafa ítrekað verið unnið skemmdir á húsinu. Meðal annars hefur ungt fólk lagt bílum á körfuboltavelli á bak við skólann á kvöldin og sparkað boltum í glugga og brotið rúður. Starfsmenn Kópavogsbæjar koma reglulega og negla fyrir glugga og hreinsa upp glerbrot til að reyna að koma í veg fyrir að börn sem þarna eru að leik skeri sig. Bæjarstjórn ákvað sl. vor að bjóða út niðurrif skólahússins. ABL Tak ehf. átti lægsta tilboð, rúmar 33 milljónir, og samþykkti bæjarráð að taka því. Dregist hef- ur að ganga frá samningum vegna þess að annar bjóðandi gerði at- hugasemdir við útboðið. Nú liggur fyrir að skrifað verður undir samninga við verktakann í næstu viku. Niðurrifið getur hafist í kjöl- farið en Sigríður Björg Tóm- asdóttir, upplýsingafulltrúi Kópa- vogsbæjar, segir að ekki sé vitað hvaða dag framkvæmdir hefjast. Skóli á mörgum stöðum Eftir að ákveðið var að rýma skólahúsið, í febrúar á síðasta ári, hefur nemendum verið kennt á nokkrum stöðum, í húsnæði fyrr- verandi Þinghólsskóla, í gömlu bæjarskrifstofunum við Fannborg og í lausum kennslustofum á Vall- argerðisvelli. Þar var bætt við lausum skólastofum í sumar. Nú liggur fyrir að útboð á hönn- un nýs húsnæðis við Skólagerði verður auglýst um aðra helgi. Miðað er við að þar verði yngstu börnum skólans kennt en þeim eldri í skólahúsnæðinu við Kópa- vogsbraut. Í nýja húsinu verður samrekinn leikskóli og frísund og gert ráð fyrir aðstöðu fyrir tóm- stundastarf og tónlistarkennslu. Brjóta rúður í gamla skólanum  Skrifað undir samninga við verktaka um niðurrif Kársnesskóla í Kópavogi Skemmdarverk Rúður hafa verið brotnar og neglt fyrir fjölda ann- arra glugga í hinu gamla skólahúsi Kársnesskóla í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.