Morgunblaðið - 24.08.2018, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. ÁGÚST 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Ríkisstjórn Suður-Afríku brást illa
við í gær eftir að Donald Trump
Bandaríkjaforseti gagnrýndi
eignarnámsstefnu hennar í færslu á
twittersíðu sinni. „Ég hef beðið
Pompeo utanríkisráðherra að fylgj-
ast grannt með eignarnámi á jarð-
og búeignum og fjöldamorðum á
bændum. Suðurafríska ríkisstjórnin
er nú að hrifsa landsvæði frá hvít-
um bændum.“
Trump virðist hafa byggt um-
mæli sín á afar neikvæðri umfjöllun
Tuckers Carlsons hjá Fox News
um landeignarnám í Suður-Afríku.
Í tístinu vísar Trump í stefnu Cy-
rils Ramaphosa, sem tók við af Ja-
cob Zuma sem forseti Suður-Afríku
í febrúar. Ramaphosa tilkynnti í lok
júlí að hann hygðist koma í gegn
stjórnarskrárbreytingum til að
leyfa ríkisstjórninni að taka land-
eignir eignarnámi án þess að greiða
landeigendunum bætur. Slíkt eign-
arnám er þó ekki hafið og Rama-
phosa hefur sagt að það verði fram-
kvæmt friðsamlega og skipulega.
„Suður-Afríka hafnar algjör-
lega þessu þröngsýnissjónarmiði,
sem er aðeins til þess fallið að
sundra þjóð okkar og minna okkur
á fortíð okkar sem nýlenda,“ sagði
suðurafríska ríkisstjórnin í svari við
twitterfærslu Bandaríkjaforsetans.
Mikil misskipting
Yfirgnæfandi meirihluti besta
ræktarlandsins í Suður-Afríku er í
eigu hvíta minnihlutans. Hvítir
landnemar eignuðu sér meirihluta
ræktarlands í Suður-Afríku á ný-
lendutímanum og á tíma
aðskilnaðarstefnunnar og skiptu
landinu í landsvæði hvítra og
svartra með lögum árið 1913. Eftir
að aðskilnaðarstefnan rann sitt
skeið á tíunda áratugnum og lýð-
ræði var komið á hafa um 10 pró-
sent lands í eigu hvítra bænda verið
færð í hendur svartra Suður-
Afríkumanna en þetta er aðeins
þriðjungur af markmiði stjórnar-
flokksins Afríska Þjóðarráðsins. Í
dag eru um 72 prósent alls rækt-
arlands í Suður-Afríku í höndum
hvíta minnihlutans, sem er aðeins
átta prósent þjóðarinnar. Aðeins
um fjögur prósent ræktarlandsins
eru í eigu svartra Afríkumanna sem
eru um áttatíu prósent þjóðarinnar.
Margir Suður-Afríkumenn líta
á misskiptingu á jarðeignum lands-
ins sem arfleifð nýlendutímans og
aðskilnaðarstefnunnar og hefur
þetta orðið æ meira hitamál síðasta
árið. „Afríka er fyrir svart fólk.
Punktur. Við þurfum landið okkar
aftur og við ætlum að taka það með
valdi,“ hafði BBC eftir konu sem
reyndi ásamt æstum múg að eigna
sér auðan völl við norðausturmörk
Jóhannesarborgar í maí.
Skiptar skoðanir eru innan
sem utan Suður-Afríku um hug-
myndir forsetans um að leyfa eign-
arnám án endurgjalds á landeign-
unum. Andstæðingar slíkra aðgerða
óttast að frumvarp Ramaphosa geti
leitt til þess að landeignir hvítra
bænda verði teknar af þeim með of-
beldi líkt og gert gert var í Sim-
babve á ríkisárum Mugabe-
stjórnarinnar. Slíkt gæti leitt til
fólksflótta með slæmum áhrifum á
efnahag landsins og stöðu Suður-
Afríku á alþjóðavettvangi.
Áætlun Ramaphosa er að gera
breytingu á 25. ákvæði suðurafrísku
stjórnarskrárinnar, sem fjallar um
eignarrétt, til þess að gera út um
allan vafa um að ríkisstjórninni
leyfist að taka jarðir eignarnámi án
endurgjalds. Hann telur þó að þetta
sé þegar leyft.
Deilt er um hve mikið ofbeldi
tíðkast gegn hvítum bændum í Suð-
ur-Afríku. Samkvæmt vefsíðunni
Africa Check voru 74 morð framin
á bóndabýlum árin 2016-17. Sam-
kvæmt rannsókn BBC í nóvember
eru engar traustar vísbendingar um
að hvítir menn eigi frekar á hættu
að vera myrtir en svartir í Suður-
Afríku.
AFP
Jarðeignir Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hefur gert landeignarumbætur að einu helsta stefnumáli sínu.
Suður-Afríka deilir við
Trump vegna eignarnáms
Stjórnin brást illa við gagnrýni Trumps á fyrirhugaðar landeignarumbætur
Ramaphosa um land-
eignarumbætur
» Í grein í Financial Times
skrifar Ramaphosa: „Til að
Suður-Afríka geti átt örugga
framtíð og tryggt jafnréttis- og
þróunartækifærin sem fyrsti
lýðræðislega kjörni forsetinn
okkar, Nelson Mandela, sá fyrir
sér, er endurskipulagning á
landeignarmynstri í Suður-
Afríku mjög mikilvægt mál.“
» „Ætlun okkar er að opna
alla hagfræðilega möguleika
jarðanna. Án þess að viður-
kenna eignarrétt allrar þjóð-
arinnar munum við ekki vinna
bug á ójafnrétti, og án þess að
gera hinum fátæku kleift að
rækta landið á nytsamlegan
hátt munum við ekki sigra fá-
tæktina.“
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Maður í bænum Trappes vestan við
París réðst í gær að móður sinni og
systur með hníf og varð þeim báðum
að bana auk þess sem hann særði
einn vegfaranda. Vegfarandinn var
fluttur á sjúkrahús í alvarlegu
ástandi af þyrlu eftir að lögreglan
mætti á staðinn.
Lögreglan var kölluð til eftir að
maðurinn hafði ráðist á ættingja sína
og lögreglumennirnir skutu hann til
bana þegar hann nálgaðist þá með
hnífinn.
Vafasöm yfirlýsing
Ríki íslams yfir ábyrgð á árásinni
á áróðursmiðli sínum en frönsk
stjórnvöld hafa dregið yfirlýsingu
hryðjuverkasamtakanna í efa. Gér-
ard Collomb, innanríkisráðherra
Frakklands, segir að maðurinn hafi
átt við geðræn vandamál að stríða og
sé ólíklegur til að hafa tekið við skip-
unum frá neinum ákveðnum samtök-
um. Auk þess sé jafnan ekki fjallað
um árásir á fjölskyldumeðlimi sem
hryðjuverkaárásir. Maðurinn hafði
þó verið á gátlista lögreglunnar yfir
hugsanlega hryðjuverkamenn.
„Við komumst að fleiru þegar við
rannsökuðum síma hans, íbúð og svo
framvegis til að kanna hvort átök
hefðu verið innan fjölskyldu manns-
ins,“ hafði frétt Huffington Post eftir
Collomb um atvikið.
„Síðastliðið ár hafa yfirlýsingar
Ríkis íslams um ábyrgð á hryðju-
verkum verið mjög vafasamar og
margar þeirra virðast vera hrein
hentistefna,“ sagði Sébastien Piet-
rasanta, hryðjuverkasérfræðingur
frönsku sjónvarpsstöðvarinnar
BFMTV. „Þessi yfirlýsing barst
daginn eftir orðsendingu leiðtoga
ISIS þar sem stuðningsmenn voru
hvattir til að fremja hryðjuverk um
allan heim. Það má draga sumar
yfirlýsingar þeirra í efa, til dæmis
um fjöldamorðin í Las Vegas. Þar til
í fyrra lék Ríki íslams sér ekki að því
að gangast við hvaða árás sem er en
samtökin virðast hafa breytt nálgun
sinni vegna veikari stöðu sinnar.“
Varð systur sinni
og móður að
bana með hníf
Efasemdir um yfirlýsingu Ríkis íslams
Malcolm Turnbull, forsætisráð-
herra Ástralíu, leysti upp ástralska
þingið í gær og kallaði til flokks-
fundar Frjálslynda flokksins á
morgun til að ganga úr skugga um
að hann nyti enn stuðnings meiri-
hluta flokksmanna sinna á þingi.
Harðlínuíhaldsmenn innan Frjáls-
lynda flokksins eru óánægðir með
frjálslynda stefnu Turnbulls í sam-
félagsmálum og kenna honum um
lítið fylgi flokksins í skoðanakönn-
unum. Turnbull hefur tilkynnt að
verði honum bolað úr embætti muni
hann ekki sitja á þingi áfram. Helsti
keppinautur Turnbulls um for-
mannsembættið er Peter Dutton.
Turnbull leysir upp
þing vegna baráttu
um formannsstólinn
AFP
Forsætisráðherra Malcolm Turnbull
Abu Bakr al-
Baghdadi, leið-
togi og meintur
kalífi hryðju-
verkasamtak-
anna sem kalla
sig Ríki íslams,
sendi frá sér
hljóðritaða til-
kynningu á mið-
vikudaginn þar
sem hann hvatti
múslima til að
heyja jihad, eða heilagt stríð. „Þeir
sem gleyma trúarbrögðum sínum,
þolinmæði, jíhadi gegn óvinum sín-
um og trú sinni á loforð skaparans
tapa og glata náð sinni,“ sagði
hann. Þetta var fyrsta upptakan
sem heyrst hefur af Baghdadi frá
því í september í fyrra. Bagdhadi er
eftirlýstasti maður í heimi og
Bandaríkin hafa boðið 25 milljóna
dollara verðlaunafé til höfuðs hon-
um. Írösk stjórnvöld segja að hann
sé enn á lífi einhvers staðar við sýr-
lensku landamærin.
Baghdadi hvetur
til heilags stríðs
„Kalífinn“ al-
Baghdadi árið
2014.
Óskað er eftir tilboðum, möguleiki á að kaupa einstakar einingar.
Vinnubúðirnar eru lausar til afhendingar í ágúst
eða samkvæmt samkomulagi.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar á www.isol.is
og hjá Hirti Nielsen (hjortur@isol.is) í síma 533 1234
Vinnubúðir til sölu
Útibú á íslandi
– 52 herbergi öll með baðherbergjum
– Allt innbú fylgir; rúm, stólar, skrifborð og skápar
– Setustofur með sófum og sjónvörpum
– Góð skrifsstofurými með kaffiaðstöðu
– Vinnubúðirnar eru staðsettar við Búrfell